Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
s
137 milljóna króna tap Islenskra sjávarafurða og dótturfélaga
Gangsetning fiskrétta-
verksmiðju höfuðástæða
Unnið í því að ná betri tökum
á rekstri verksmiðjunnar
RÚMLEGA 137 milljóna króna tap varð á rekstri íslenskra sjávaraf-
urða hf. og dótturfélaga þess á fyrstu sex mánuðum ársins samanbor-
ið við 33 m.kr. tap í fyrra. Tap af reglulegri starfsemi var 141 m.kr.
en á síðasta ári varð 78 m.kr. hagnaður. Eigið fé félagsins lækkaði úr
1.954 milljónum í 1.491 eða um 23,7%. Heildarvelta samstæðunnar
jókst hins vegar úr 14,5 milljörðum í 17,3 milljarða eða um 19,3%.
Samkvæmt fréttatilkynningu er
höfuðástæðan fyrir tapi samstæð-
unnar sú að gangsetning nýrrar
fiskréttaverksmiðju Iceland Sea-
food Coi'poration í Bandaríkjunum
gekk verr en reiknað hafði verið
með og hafði það mjög neikvæð
áhrif á reksturinn. Þá er bent á að
tap hafi orðið á rekstri Gelmer
Iceland Seafood SA í Frakklandi,
sem IS keyptu seint á síðasta ári,
auk þess sem miklar hækkanir á
hráefni til vinnslu og þá sérstak-
lega fiskblokkum komu hart niður
á rekstri dótturfélaganna í Banda-
ríkjunum og Frakklandi. Benedikt
Sveinsson, forstjóri IS, segir af-
komuna mun lakari en búist hafi
verið við en þó hafi samstæðan í
heild komið nokkuð rétt út, að hans
sögn, ef frá eru talin frávik sem
urðu við gangsetningu fiskrétta-
verksmiðjunnar í Bandaríkjunum.
„Við lokuðum gömlu verksmiðj-
unni og tókum nýja í notkun og
samfara því komu upp vandamál
sem ekki var reiknað með. Önnur
stór skýring á lakri afkomu er
hækkandi verð á hráefni, fisk-
blokkum m.a., um tugi prósenta,“
sagði Benedikt.
Aðspurður um það sem helst fór
úrskeiðis við opnun nýju versk-
miðjunnar sagði hann að m.a. hefði
hún verið tímafrek og dýrt hefði
verið að þjálfa fólk til starfa. Hann
sagði að nú væri unnið í því að ná
betri tökum á rekstri fyrirtækisins,
sem væntanlega muni skila sér
þegar frá líður.
Upphaflega var gert ráð fyrir
sölu gömlu fiskréttaverskmiðjunn-
ar á þessu ári en reiknað var með
150 m.kr. tekjum af sölu hennar.
Nú er hinsvegar ekki reiknað með
að selja hana fyrr en á næsta ári,
að sögn Benedikts.
„Okkar vandamál er tiltölulega
ljóst. Samstæðan er að koma
nokkuð rétt út miðað við áætlanir,
íslenskar sjávarafurðir hf Úr árshlutareikningi 30. júní 1998
Samstæða Jan.-júní Jan.-júní
Rekstrarreikningur Muijónir kmna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 17.338 14.515 +19,4%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og (gjöld) (141) 3 78 (111)
Hagnaður (tap) tímabilsins (138) (33) +318%
Efnahagsreikningur Mnijónir króna 30/6 '98 31/12 '97 Breyting
| Elgnir: I
Eignir samtals 13.128 12.858 +2.1%
I Skuldir oq eiQid fé: I
Eigið fé 1.491 1.954 ■23,7%
Skuldir samtals 11.637 10.904 +6,7%
Skuldir og eigið fá samtals 13.128 12.858 +2,1%
Búnaðarbanki Islands hf.
Vaxtakjör
víxla og
skuldabréfa
lækka
BUNAÐARBANKI íslands hf.
lækkar óverðtryggð vaxtakjör
skuldabréfa og víxla um 0,5% frá og
með deginum í dag og verða kjör-
vextir óverðtryggðra skuldabréfa-
lána 8,75% og kjörvextir víxla 8,95%.
I fréttatilkynningu frá bankanum
segir að í upphafi árs hafi verið
væntingar um að vísitala neyslu-
verðs til verðtryggingar myndi
hækka um 3% á árinu. Þessi for-
senda var í ágætu samræmi við verð-
lagsþróun fyrrihluta ársins og mæld-
ist hækkun vísitölu neysluverðs til
verðtryggingar 2,9% á ársgrundvelli
fyrstu 6 mánuði ársins.
„Á síðustu tveimur mánuðum hafa
verðbólgumælingar hins vegar sýnt
verðhjöðnun. Ljóst er að styrking
krónunnar um ríflega 2% frá ára-
mótum hefur lækkað innflutnings-
verð og haldið aftur af verðbólgu.
Jafnframt hefur stóraukin sam-
keppni skilað sér til neytenda í lækk-
uðu vöruverði og þar með lægri
verðbólgu,“ segir í tilkynningunni
um ástæður lækkunarinnar.
ef frá er talið þetta frávik í Amer-
íku og til dæmis gekk rekstur
móðurfélags ágætlega, auk þess
sem sum dótturfélög voru mjög
nálægt áætlunum," sagði Benedikt
Sveinsson.
Verð bréfa lækkaði
Viðskipti með hlutabréf ÍS á
Verðbréfaþingi í gær námu alls 19
mkr. en verð bréfa í félaginu lækk-
aði um 18,7% í kjölfar birtingar
milliuppgjörs félagsins.
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.
með 66 m.kr. hagnað
Ofuitllbod
í opnuudrufbu
", '
3 ménudír án
endurgjulds
Allir sem gerast
áskrifendur hjá Símanum
Internet fyrir 22. ágúst fá
þriggja mánaöa áskrift án
endurgjalds.
I J____j
j 1 i
I *- ■
fillt sem þn uilt uita um
lntemetid
HEILDARHAGNAÐUR Eignar-
haldsfélagsins Alþýðubankinn hf.,
til hækkunar á eigin fé, er 66,2
mkr. fyrstu sex mánuði þessa árs
og skiptist hann í 63,2 mkr. inn-
leystan hagnað á árinu og 3 mkr.
hækkun á óinnleystum hagnaði.
Heildarhagnaður nam, til saman-
burðar, 472,6 mkr. á sama tímabili
á síðasta ári.
Hreinar fjáiTnagnstekjur voru
89,3 mkr. í stað 223,5 mkr. á sama
tímabili árið áður, en þá innleysti
félagið verulegan söluhagnað af
eign sinni í Islandsbanka hf.,
Tæknivali hf. og SR-mjöli hf., að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu.
Rekstrarkostnaður nam 16,7
mkr. á fyrstu sex mánuðum árins í
stað 11,4 mkr. árið áður.
Bókfært eigið fé félagsins í árs-
lok nam 2.304,7 mkr. að meðtöldu
hlutafé að fjárhæð 1.185,7 mkr.
Arðsemi eigin fjár var 5,4% fyrstu
sex mánuði ársins og að teknu til-
liti til greiðslu 7% arðs nam ávöxt-
un hluthafa 13,3%.
Pjómjbtuuei
í nýja þjónustuverinu færöu alla tækniþjónustu, upplýsingar, ráögjöf,
mótöld, síma, ISDN kort, GSM farsíma, ISDN síma, hugbúnaö, tímarit
um Internetið og allt sem þarf á netinu!
Verulegar fjárfestingar
í óskráðum félögum
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir að afkoma þess á tímabilinu
endurspegli annars vegar þá deyfð
sem var á hlutabréfamarkaði fyrri
hluta ársins og hinsvegar að Vísi-
tala hlutabréfasjóða og fjárfesting-
arfélaga í VÞÍ hækkaði um 0,6% á
sama tíma. Hins vegar hefur félag-
ið fjárfest verulegar upphæðir í
óskráðum félögum sem ekki eru
enn farin að hafa áhrif á afkomu fé-
lagsins, en leggja engu að síður
grunn að framtíðarávöxtun þess,
segir í fréttatilkynningunni.
Einnig segir í tilkynningunni að
á síðari helmingi ársins megi gera
ráð fyrir betri afkomu félagsins
vegna aukinna umsvifa á Verð-
bréfaþingi Islands að undanfórnu.
„Mismunurinn á hagnaði fyrstu
sex mánaða síðasta árs og þessa
árs er einkum vegna þess að á fyrri
hluta ársins 1997 hækkaði mark-
aðsvirði þó nokkurra af okkar fyrri
óskráðum fjárfestingum sem voru
komnar á Verðbréfaþing. Fjárfest-
ar tóku almennt vel á móti félögun-
um og við innleystum töluverðan
söluhagnað með sölu bréfa. Jafn-
framt hækkaði markaðsvirði hluta-
bréfaeignar félagsins samtímis,"
sagði Gylfi Arnbjörnsson fram-
kvæmdastjóri félagsins.
Hann sagði að almennt séð hefðu
fjárfestar verið frekar vonsviknir
með uppjör fyrirtækja árið 1997 og
það hefði komið fram í lækkandi
gengi hlutabréfa á seinni hluta síð-
asta árs og fyrri hluta þessa árs.
„Þetta olli því að litlar hækkanir
urðu á hlutafé á VÞÍ sem endur-
speglast í markaðsvirði skráðra
hlutabréfa félagsins frá því sem
það var á síðasta ári. Á móti þessu
hafa hreinar vaxtatekjur félagsins
af skuldabréfaeign aukist nokkuð
frá fyrra ári.“
Pjódtlu töluunm |)inm mnd.
Þú kemur einfaldlega með tölvuna til okkar i nýja Þjónustuveriö og
færö hana daginn eftir meö öllum internetforritum uppsettum.
Shrádu þig í síma millfjitll
9-19 unha drtcjd ocj 1^-18 laiKjaidacja.
Iliadi. I)acjstajit ucud ocj aldiet á tali.
Verðbréfaþing íslands
Mest viðskipti á langtíma-
markaði skuldabréfa
SÍMINNmternet
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í
gær námu 1.017 mkr. Mest voru
viðskipti á langtímamarkaði
skuldabréfa, alls 880 mkr., og
lækkaði markaðsávöxtun um 3-14
punkta. Viðskipti með hlutabréf
námu 58 mkr., mest með bréf Is-
lenskra sjávarafurða, 19 mkr., og
Flugleiða 12 mkr. en félögin birtu
milliuppgjör sín í gær. Verð hluta-
bréfa ÍS lækkaði um 18,7% og verð
hlutabréfa Flugleiða lækkaði um
8,8%. Úrvalsvísitala Aðallista
lækkaði um 0,80%.
:
»
i
Hagnaður minni
vegna deyfðar á
hlutabréfamarkaði
l
»
I
f
»
I
I