Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 38

Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JENS ÓLAFSSON verslunarstjóri, Hlíðartúni 1, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Stærri-Árskógskirkjugarði. Helga Steinunn Ólafsdóttir Sigrún Jensdóttir, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Ólafur Jensson, Guðný Björg Jensdóttir, Sigrún Jensdóttir, Halldór Jensson, Eygló Jensdóttir, Ólafur Guðmundsson, Hanna M. Sigurðardóttir, Gunnar Þór Þórarnarson, Torfi Geir Torfason, Margrét Ármann, Björn Austfjörð og barnabörn. + Maðurinn minn, MARTEINN KRISTJÁN EINARSSON, Laugavegi 157, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 21. ágúst, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á ávís- anareikning nr. 4490 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg, í nafni hans. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Rúnar Stefánsson, Þorbergur Svavar Stefánsson, Guðrún Jónsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför SIGURSTEINS ÁRNASONAR, Hringbraut 61. Sigríður Ólafsdóttir, Margrét Sigursteinsdóttir, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Árni Sch. Thorsteinsson, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Áslaug Sigursteinsdóttir, Kristján Egilsson. Brynhildur Sch. Thorsteinsson, Björk Ragnarsdóttir, Tindur Hafsteinsson, Aron P. Karlsson og fjölskyldur. t Einlægar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug með blómum, kveöjum og heimsóknum vegna andláts og útfarar ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, MARÍU KRISTÍNAR INGIBERGSDÓTTUR, Túngötu 5, Reyðarfirði. Árni Valdór Elísson, Elís Árnason, Sigríður Pálsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Samer Kudur, Erla Bjarney Árnadóttir, Elmar Ingibergsson, Unnur Lúðvíksdóttir, Guðríður Ingibergsdóttir, Björn Egilsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, systur og ömmu, LÁRU INGIBERGSDÓTTUR, Daltúni 3, Kópavogi. Tómas Kristjánsson, Arnfríður Tómasdóttir, Arnar Arinbjarnar, Ásdís Ingibergsdóttir, Gróa Ingibergsdóttir, Sigursveinn Ingibergsson, Ásdis Hafiiðadóttir og Arnar Tómas Birgisson. HELGA JÓHANNA > * JOHANNSDOTTIR + Helga Jóhanna Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1908. Hún lést á Droplaugar- stöðum 11. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhann Pétursson og Ingiríður Benja- mínsdóttir. Systkini Helgu: Margrét, f. 1906, látin, Sigur- jóna Guðrún, f. 4.5. 1910, d. 1994, Hulda Dagmar, f. 25.5 1914, d. 14.4. 1997, Jón, f. 12.12 1915, Sigrún Þor- björg, f. 14.4. 1926, d. 1936, Ólafía, f. 18.7. 1934, d. 20.10 1988. Eiginmaður Helgu var Jónatan Guðjónsson, f. 12.2. 1903, d. 12.8. 1965. Fóstursonur þeirra er Reynir Helgason. títför Helgu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag klukkan 13.30. + Eiginmaður minn, fósturfaðir og faðir okkar, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON framreiðslumaður og umsjónarmaður hjá Krabbameinsfélagi íslands, Álfheimum 6, lést á heimili sínu miðvikudaginn 19. ágúst. Gunnþórunn Sigurjónsdóttir, Gunnar G. Kristjánsson, Magnús Guðjónsson, Indíana Guðjónsdóttir, Þórarinn Guðjónsson, Aðalheiður Guðjónsdóttir, Svava Kristjana Guðjónsdóttir, Margrét Ásta Guðjónsdóttir. + Móðir okkar, ARNBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, Mýrum 13, Patreksfirði, andaðist að kvöldi miðvikudagsins 19. ágúst. Börnin. + Bróðir okkar og frændi, GÍSLI ÞORKELSSON, lést á heimili mínu miðvikudaginn 19. ágúst. Hulda Þorkelsdóttir, systkini og vandamenn. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, HALLDÓR HÖRÐUR SIGTRYGGSSON, sem lést af slysförum laugardaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju, Garði, laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð hins látna í Landsbanka Islands um land allt, kjörbók nr. 64494. Sigtryggur Hafsteinsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Heiðar Logi Sigtryggsson, Jóhanna Ótta Sigtryggsdóttir, Janus Hafsteinn Sigtryggsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÍÐAR M. OLSEN, áður til heimilis í Hvassaleiti 56. Sendum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Eir sérstakar þakkir fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Haraidur Stefánsson og fjölskyidur. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðvilj- aður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikur- inn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langræk- inn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleik- urinn fellur aldrei úr gildi. Þegar ég tek mér nú penna í hönd til að skrifa fáein kveðjuorð um elsku Jóu mína verður mér efst í huga kærleikur og vinátta hennar, sem er orðin löng. Tengdamóðir mín, Magdalena Sig- urðardóttir, og Jóa voru vinkonur frá unga aldri, áttu báðar sín æsku- spor í vesturbænum í Reykjavík, og hélst sú vinátta alla tíð. Hún sýndi tengdamóður minni og hennar manni alltaf mikla ræktarsemi og elskulegheit, ekki síst þegar þau voru bæði orðin lasburða og fór að halla undan fæti hjá þeim. Lét Jóa mín það ekki aftra sér frá að koma til þeirra um hverja helgi og dvelja hjá þeim, þeim til gleði og ánægju, og þurfti hún alltaf að taka tvo strætis- vagna til að komast til þeirra í Hafn- arfjörð, en hún lét það ekki á sig fá. Jóa var á heimili tengdaforeldra minna þegar þau áttu öll börnin sín. Öllum þessum börnum reyndist Jóa eins og önnur móðir i gegnum öll þessi ár, með ástúð sinni, kærleika og væntumþykju. Jóa hefur ætíð verið eins og önnur amma og langamma barna og barnabarna í þessari fjölskyldu. Hún var alltaf með þegar börnin voru skírð, fermd og síðan gift, því Jóa var aUtaf nefnd fyrst ef eitthvað stóð til hjá fjöl- skyldunum. Jóa var mjög glöð og hláturmild kona og hafði oft gaman af að segja frá ýmsum viðburðum og skemmti- ferðum sem farið var í á gömlum bíl- um og þá voru boddý sett upp á bíl- ana fyrir konur og börn og aðra far- þega. Jóa mín hafði gaman af því að gleðja aðra á afmælum og öðrum tyllidögum. Hún var aldrei efnuð kona, en hún vildi samt alltaf geta glatt aðra ef svo stóð á. Hún var sjálfri sér nóg, fór vel með allt sem hún átti. Hún var mikið snyrti- menni, alltaf fínt og fágað út úr dyr- um hjá henni, hversu þröngt sem búið var. Jóa eignaðist yndislegan mann. Hann hét Jónatan Guðjónsson. Hann var mikið góðmenni og sá hugljúfasti maður sem ég hef kynnst, með af- brigðum bamgóður maður. Þessi barngóðu hjón gátu ekki eignast börn. Þau tóku í fóstur systurson Jóu og ólu hann upp sem sinn eigin son. Hann heitir Reynir Helgason, er kvæntur og á fjögur börn. Þessi drengur var alger augasteinn þeirra. Jóa mín missti mann sinn í kringum 1960, að mig minnir, og varð það henni mikið áfall, því þau voru svo samrýnd og hamingjusöm. Jóa átti marga og góða trygga vini í gegnum árin, sem hún sýndi mikinn kærleika og heimsótti þá á heimili þeirra og líka eftir að sumt var kom- ið inn á stofnanir sökum elli og sjúk- leika. Hún hringdi alltaf reglulega til okkar hjóna til að fá fréttir og fylgj- ast með að öllum liði vel. Mér fannst hálftómlegt þegai- Jóa mín hætti að geta talað við mig i símann, en það gat hún ekki nú síðasta árið, þegar heilsu hennar fór að hraka. Við hjónin heimsóttum Jóu í vor á Droplaugarstaði. Vai' hún þá nokkuð hress, þekkti okkur og gat sagt frá hversu margir hefðu heimsótt sig þegar hún varð 90 ára í apríl, en sök- um veikinda minna gat ég ekki glaðst með Jóu minni þennan dag. Eg fer nú að enda þessi orð min um Jóu okkar. Þakka henni allt í gegn- um 45 árin sem ég, börnin mín og barnabörn áttum með henni. Maður- inn minn sendir ástar- og saknaðar- kveðjur til Jóu sinnar fyrir alla um- hyggjuna og kærleikann í gegnum árin. Einnig senda Guðlaug og Sig- urgunnar og fjölskyldur þeirra ást- arþakkir fyrir öll árin sem hún gaf þeim, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra. Vertu nú Guði falin elsku Jóa mín. Bið góðan Guð að blessa góða og ógleymanlega ásjónu þína. Reyni, syni Jóu, og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Guð veri með ykkur öllum á þess- um sorgardögum. Ingibjörg, Þórir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.