Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Athugasemdir Geðhjálpar við gagnagrunnsfrumvarp Mælt gegn samþykki frumvarps að óbreyttu GEÐHJALP sendi í gær frá sér greinargerð þar sem gerðar eru at- hugasemdir við frumvarpið um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og mælir gegn því að það verði sam- þykkt í núverandi mynd. „Alvarlegasti galli frumvarpsins er að þar er ekki að finna ákvæði um að fá þurfí upplýst og óþvingað sam- þykki einstaklings fyrir því að heilsu- farsupplýsingar um hann verði flutt- ar í gagnagrunninn," segir í greinar- gerð sem Geðhjálp hefur sent heil- brigðisráðherra um álit sitt á endur- skoðuðu frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. í tO- lögum segir að Geðhjálp mæli ein- dregið með því að frumvarpið verði ekld samþykkt í núverandi mynd. í greinargerð sinni vísar Geðhjálp m.a. til nokkurra alþjóðlegra samn- inga og tilskipana er kveða á um vemdun persónuupplýsinga. Vísað er til þess að í samningi Evrópuráðsins frá 1981 segi að persónuupplýsingar merki hvers konar upplýsingar er varði persónugreindan eða persónu- greinanlegan einstakling og að þar séu ekki neinar tilgreindar undan- tekningar. Geðhjálp bendir á að þessi samningur hafi öðlast gildi á Islandi en ekki tillögur Evrópuráðs frá 1997 sem vitnað sé til í endurskoðuðu frumvarpi um að einstaklingur skuli ekki teljast persónugreinanlegur ef verja þurfi óhóflegum tíma og mann- afla til að greining geti átt sér stað. Geðhjálp bendir á að ef styðjast eigi við tillögur Evrópuráðsins frá 1997 þurfi að huga að ákvæði laganna þar sem segi að hinum skráða skuli tilkynnt um tilvist skrár sem hafi að geyma heOsufarsupplýsingar er hann varða. Bent er á að sérstaklega sé tekið fram að áður en erfðagreining sé framkvæmd skuli hinum skráða greint frá markmiðum greiningar- innar og möguleika á óvæntum nið- urstöðum og að engar undanþágur séu veittar frá þessari skyldu. Einnig er bent á að tilskipun Evr- ópuþings og Ráðherraráðsins frá 1995 skOgreini persónuupplýsingar þannig að einstaklingur sé persónu- gi-einanlegur ef hægt sé að persónu- greina hann með beinum eða óbein- um hætti. Geðhjálp telur einnig að íslenskur sjúklingur teljist persónugreinanleg- ur þótt kennitala hans eða nafn hafi verið afmáð. í Ijósi þess hve þjóðin er fámenn og einsleit og genamengið takmarkað geti lítil frávik gefið upp- lýsingar þannig að hægt sé að greina einstakling út frá heilsufarsupplýs- ingum, tO þess þurfi hvorki veruleg- an mannafla né greiningalykil. Geðhjálp gagnrýnir að almenning- ur hafi nánast ekkert tækifæri haft tO að kynna sér frumvarpið né and- mæla því áður en afgreiða átti frum- varpið síðastliðið vor. Virðist Geð- hjálp að þar hafi verið brotið á sátt- mála Evrópuráðsins frá 1997 um mannréttindi og líflækningar. Morgunblaðið/Arnaldur HILMARI Oddssyni leikstjóra óskað til hamingju af tilefni frumsýn- ingar nýrrar kvikmyndar hans, sem nefnist Sporlaust. Sporlaust frumsýnd SPORLAUST, kvikmynd í leik- stjórn Hilmars Oddssonar, var frumsýnd í gær í Reykjavik, Keflavík og á Akureyri. Margt var um manninn við frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói í gær- kvöldi og óskuðu gestir Hilmari til hamingju með myndina. „Það er gaman að horfa á ís- lenska mynd sem er svo sérstak- lega vel unnin á allan hátt,“ segir meðal annars í umsögn kvik- myndagagnrýnanda Morgun- blaðsins. ■ Góð glæpasaga/24 Elsti fslendingxtrinn látinn Áfengismeðferðarstofnanirnar Von og Fitjar Náði tæplega 110 ára aldri GUÐRÚN Rúna Björg Ámason íslensk kona búsett í Kanada lést í fyrradag tæplega 110 ára að aldri. Hún mun því hafa náð hærn aldri en nokkur annar Islend- ingur. Rúna fæddist í Vopnafirði hinn 20. október 1888 en fluttist fjögurra ára gömul til Kanada með foreldrum sínum. Rúna giftist Vilhjálmi Árnasyni 1915 en hann lést 1964. Þau bjuggu í Gimli og áttu tíu böm. Sex þeirra eru á lífi, fjórir synir og tvær dætur. Afkom- endur þeirra hjóna nálgast hundrað- ið en Rúna lætur eftir sig 27 bama- böm, 50 barnabamabörn og átta barnabarnabamaböm. Rúna bjó í 106 ár í Gimli og var virkur þátttakandi í félagsmálum og lútersku kirkjunni þar. Hún tók meðal annars þátt í starfi íslendinga- félagsins og félags- starfi eldri borgara og með eldri borguram tók hún þátt í dansi fram að hundrað ára aldri. Rúna var mjög heilsuhraust og fór daglega í heilsubótar- göngu fram yfir hundr- að ára aldur og hélt heyrn og sjón þar til fyrir fimm áram, að sögn ættingja hennar í Kanada. Rúna kom nokkrum sinnum tU ís- lands tU að heimsækja ættingja sína og hafði sterkar taugar til landsins og ættingja sinna hér. Rúna bjó síðustu árin í Betel, dval- arheimUi fyrir aldraða í Gimli. Hún verður jarðsungin á morgun í lút- ersku kirkjunni í Gimli. Sjúkraskrár óvarðar í marga mánuði SJÚKRASKRÁR mörg hundruð áfengissjúklinga vora óvarðar í yfir- gefnu húsi sjúkrastöðvarinnar á Fitjum í marga mánuði og í raun er óljóst hvort þeim hafi verið eytt eða hvar þær eru niðurkomnar. Grettir Gunnlaugsson, sem var rekstrax-- stjóri hjá meðferðarstofnuninni Von, sem einnig rak sjúkrastöðina á Fitj- um, segir að þegar starfseminni var hætt vorið 1991 í kjölfar gjaldþrots hafi sjúkraskrámar orðið eftir í hús- inu og enginn hirt um þær. Sjúkraskrárnar skildar eftir Flestir sjúklinga á Fitjum, þann tíma sem sjúkrastöðin starfaði, frá 1986 tU 1991, voru útlendingar, flest- ir frá Svíþjóð en einnig frá Græn- landi, Færeyjum, Noregi og Dan- mörku. Einnig voru nokkrir íslend- ingar meðal sjúklinga. „Við gjaldþrotið um vorið 1991 yf- irgaf starfsfólk sem bar faglega ábyrgð á starfinu, hjúkrunarlið og læknar, þessa pappíra sem geymdir voru þama í skápum og fóru flestir til svipaðra starfa í Svíþjóð. Eg hall- ast helst að því að skránum hafi ver- ið hent með öðra drasli en ég hef þó enga óyggjandi vitneskju um að það hafi verið gert,“ segir Grettir. Sjúkrastöðin var í leiguhúsnæði en Grettir segir að skrárnar hafi verið settai- í geymslu í viðbyggingu sem hafði verið seld nokkru áður hestamanni utan af landi. Engin starfsemi var þó í byggingunum í nokkra mánuði eftir gjaldþrotið, að því er Grettir kveðst best vita. Honum er ekki kunnugt um hver hefði átt að sjá um að eyða skránum. Grettir starfaði um sumarið 1991 fyrir skiptaráðanda þrotabúsins og gerði skrár um eignir fyrirtækisins. ,Á þeim tíma voru sjúkraskrámar þarna á staðnum í ólæstum skjala- skápum. Þarna voru upplýsingar um alla sjúklinga sem voru lagðir inn hjá sjúkrastöðinni á Fitjum og sjúkra- stöðinni Von sem var á Báragötu í Reykjavík. Það voru sömu aðilarnir sem stóðu að rekstri þessara stofn- ana en starfsemi Vonar var flutt að Fitjum.“ Félagsfundur Kvennalistans Oska eftir áframhald- Bíll ofan í skurð við Skúlagötu ÖKUMAÐUR á leið um Skúla- götu lenti í því óhappi í gær- kvöldi að missa bíl sinn ofan i skurð við götuna þar sem fram- kvæmdir standa yfir. Bíllinn skemmdist nokkuð og, að sögn lögreglu, varð ökumaðurinn fyrir minniháttar meiðslum. Morgunblaðið/Arnaldur andi viðræðum KVENNALISTINN hélt félagsfund í húsnæði sínu í Pósthússtræti 7 í gær- kvöld og kom þar fram að ýmis mál þurfi að ræða betur áður en endanleg ákvörðun verður tekin um sameigin- legt framboð félagshyggjuflokka. Fundurinn var framhald af félags- fundi sem haldinn var í síðustu viku. Guðný Guðbjörnsdóttir, fulltrúi Kvennalistans, segir fundinn hafa verið mjög góðan og að einhugur hafi ríkt á honum um að ræða þurfi ýmis mál áður en landsfundur tekur endanlega ákvörðun um sameigin- legt framboð. Stefnt er að landsfundi fyiir 15. nóvember. „Félagsfundurinn er ekki það valdamikill að hann geti breytt ein- hverju um gang samningaviðræðna. Við ætlum að óska eftir áframhald- andi viðræðum um þennan sam- starfsgrundvöll sem við erum rétt að hefja. Við viljum ræða ýmis viðmið sem þarf að skoða í öllum kjördæm- um, t.d. kynjahlutfall, valdahlutfall flokka, fjármál og fleira slíkt,“ sagði Guðný eftir að fundinum lauk undir miðnætti. Sérblöð í dag a iimm Á FÖSTUDÖGUM Ættgengur áhugi á björg- unarstörfum Þegar matur strýkur úr maganum íslenskir handknattleiksdómar- ar þeir bestu í Evrópu/CI Blikarnir komnir í hóp þeirra bestu, Þór í 2. deild/C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.