Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 68
Mem£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 6691181 T?AQ'T’TTr» A r'TTT? OQ ÁnTTQT' 1 OOQ PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRh KAUPVANGSSTRÆTI1 í1 Uö 1 UJJALtU1\, Zö. AuUöl lt»yö VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Slys kosta þjóð- ina 20-30 millj’- arða árlega SLYS á íslandi kosta milli 20 og 30 milljarða króna á ári hverju. Kostn- að vegna umferðarslysa má áætla 15 til 18 milljarða og sjóslys kosta þjóðina 3,2 til 4,3 milljarða. Á nor- rænu slysaþingi, sem lýkur í Reykjavík í dag, kom fram að vönd- uð skráning slysa er grundvöilur þess að hægt sé að grípa til árang- ursríkra forvarnar. I erindi Brynjólfs Mogensens læknis kom fram að um 60 þúsund íslendingar slasast árlega og sagði hann kostnað vegna þessa ekki minni en 20 milljarða króna og jafn- vel talsvert hærri. Hann sagði nú unnið að því á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum að koma upp samræmdri skráningu slysa, m.a. með skráningarkerfinu Sögu frá Gagnalind hf. og svokölluðu NOMESKO greiningarkerfi. Marta Skúladóttir, frá Hagfræði- stofnun Háskóla Islands, sagði stofnunina hafa reiknað út kostnað við sjóslys og væri hann á bilinu 3,2 til 4,3 milljarðar króna. Meirihluti hans er vegna lækniskostnaðar og tryggingabóta ýmiss konar en um þriðjungur lendir á fórnarlömbum slysanna, m.a. tekjutap. Þá kom fram í máli Ragnars Ai’nasonar, prófessors við Háskóla Islands, að kostnaður við umferðar- slys er á bilinu 2,7 til 3,8% af þjóð- arframleiðslu sem ætla má að sé 15 til 18 milljarðar króna. Hann sagði umferðarslysum hafa fjölgað en fækkað hlutfallslega miðað við fjölg- un bíla og eknar vegalengdir. ■ Færri hafa/12 --------♦-♦-♦------ Samherj’i hagnast um % millj’arð Sótt um veg’na 515 leiðbeinenda BEIÐNIR um undanþágur vegna leiðbeinenda í grunnskólum eru 515 það sem af er árinu. Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að miðað við hljóðið í skólastjórum stefni í að beiðnimar verði fleiri í ár en í fyrra, þegar 601 beiðni barst. Sigurður sagði að nefhd sú sem fjallar um undanþágubeiðnimar hefði þegar afgreitt 353 umsóknir. 265 umsóknir vora samþykktar en 80 hafnað, flestum vegna þess að menntun hlutaðeigandi var metin ófullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvemig beiðn- irnar 515 skiptast milli landshluta en í fyrra bárast 122 umsóknir frá Norðurlandi eystra, 92 frá Vest- fjörðum, 76 frá Suðurlandi 73 frá Norðurlandi vestra, 70 frá Austur- landi, 65 frá Reykjanesi og 28 úr Reykjavík. Sigurður sagði að í fyrra hefðu umsóknir vegna leiðbeinenda í grannskólana í Reykjavík gjarnan verið vegna sérgreinakennara, t.d. tónmenntakennara, frönsku-, sænsku- og norskukennara í grannskóla. Nú bæri svo við að far- ið væri að sækja um leyfi til ráðuneytisins vegna leiðbeinenda til umsjónarkennslu í bekkjum. ■ Þegar óskað/7 Morgunblaðið/RAX Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fund formanna stjórnarflokkanna Morgunblaðið/Arnaldur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra talaði ekki við HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra kemur blaðamenn að loknum fundinum. af fundi í Ráðherrabústaðnum £ gær. Gígur í góðviðri FERÐAMENN hafa getað virt fyrir sér náttúrufegurðina við Mývatn í vikunni. Ferðalangar haga gjarnan ferðum sínum eftir veðri og sú var reyndin í sumar því framan af sumri var lítil um- ferð um Norður- og Norðaustur- land þar sem kalt var í veðri og sólarlitið. Sólin hefur hins vegar glatt menn þar um slóðir í ágúst. Ferðamannastraumur jókst um leið og hlýnaði í veðri og bændur náðu loks að heyja, að sögn heimamanna við Mývatn. HAGNAÐUR Samherja hf. á fyrstu sex mánuðum ársins var rúmlega hálfur milljarður króna, en allt síðasta rekstrarár var hagnað- ur sjávarútvegsfyrirtækisins rúm- lega 200 milljarðar króna. Þetta er um það bil tvöfalt meiri hagnaður en verðbréfafyrirtæki höfðu spáð og er batnandi afkoma fyrirtækisins rakin til hagnaðar af erlendri starfsemi í stað verulegs taps í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, telur horfur fyrir árið í heild viðunandi, en bendir á að á alþjóðamörkuðum séu ýmsar sviptingar, sem geti haft áhrif á ís- lenskan sjávarútveg. ■ Viðsnúningur á erlendri/19 Gagnleg umræða verið um bankamálin DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ræddu um fyrirhugað brotthvarf Guðmundar Bjamason- ar, umhverfis- og landbúnaðarráð- herra, úr ríkisstjórninni og einka- væðingarmál í Ráðherrabústaðnum, á fundi sem lauk seint í gærkvöldi. Á fundinum vora einnig Geir H. Haarde fjámálaráðherra og Finn- ur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Halldór sagði að þessi mál yrðu rædd frekar á ríkisstjóm- arfundi í dag og eftir þann fund gæfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra út yfirlýsingu. Aðspurður hvort sátt væri milli Halldórs og forsætisráðherra um ráðherramálið sagði Halldór, sem verið hefur erlendis, að það mál væri í höndum Framsóknarflokks- ins en ekki samstarfsflokksins og um það væri full sátt. Halldór ræddi við þingmenn Framsóknarflokksins um ráðherra- skiptin í gær. „Um það er í sjálfu sér ekki meira að segja að sinni. Það verður þingflokksfundur hjá okkur á morgun [í dag] og þar mun- um við ræða málið frekar," sagði Halldór. Aðspurður um samstöðu í röðum þingmanna Framsóknarflokksins um hvaða leið yrði farin í ráðherra- málinu sagði Halldór að sér sýndust ýmsir kostir koma til greina. Halldór sagðist ekki taka inn á sig gagnrýni um að Framsóknar- flokkurinn hefði farið of geyst í bankamálinu. „Eg tel að þessi umræða sem hef- ur átt sér stað um bankamálin hafi verið afar gagnleg. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun en við höfum hins vegar farið til viðræðna við að- ila. Það ætti öllum að vera ljóst að það er forsenda frekari ákvarðana," sagði Halldór. Islandsflug hefur Húsavíkurflug ISLANDSFLUG ákvað í gær að hefja áætlunarflug milli Reykjavík- ur og Húsavíkur og verðm- farin ein ferð að kvöldlagi sex daga vikunnar. Flogið verður á ATR sem er 46 sæta flugvél og verður fyrsta ferðin á þriðjudagskvöld. Ekki verður flogið á laugardögum. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Islandsflugs, segir að áætlunin sé sett fram í samráði við heimamenn og talið að ein ferð myndi duga. Sagði Ómar að erfítt hefði verið að koma þessu fyrir þar sem vetraráætlun félagsins var til- búin. Farið verður frá Reykjavík klukkan 20.30 og til baka frá Húsa- vík klukkan 21.45. Ómar sagði ákvörðun félagsins óháða því hvort Mýflug hefji flug en félagið hefur til- kynnt þau áform. Ómar telur leiðina vart til skiptanna. Auk Húsavíkurflugsins verður sú breyting með vetraráætlun að tekin verður upp þriðja ferðin á dag til Vestmannaeyja og verða þá tvær ferðir með 19 sæta Domier vél og ein með ATR vélinni. Þá verður fjölgað ferðum á Egilsstaði í tvær virka daga. íslandsflug flutti 110 þúsund far- þega á einu ári, á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra þegar áætlunarflug var gefið frjálst en áætlað hafði verið að flytja um 112 þúsund farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.