Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Geir H. Haarde fjármálaráðherra boðar meiri einkavæðingu Skuldir lækkaðar um 25 milljarða á tveimur árum Morgunblaðið/Kristj án GEIR H. Haarde fjármálaráðherra boðaði mikla lækkun á skuldum ríkissjóðs á landsþingi sveitarfélaganna. GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á Akureyri að ríkisstjórnin hefði markað þá stefnu að lækka skuldir ríkissjóðs á þessu og næsta ári um 25 milljarða. Þetta myndi þýða að árlegur vaxtakostn- aður ríkisins myndi lækka um 1-1,5 milljarð króna. „Við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár stefnir ríkisstjórnin að þvi að rekstur ríkisins skili afgangi bæði á greiðslugrunni og rekstrar- grunni. Áfram verður því tryggt svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og er markmiðið að end- urgreiðsla skulda verði enn meiri en í ár. Þannig er ætlunin að ríkissjóð- ur lækki skuldir sínar á þessu og næsta ári um samtals allt að 25 milljarða króna. Allir vita að vaxta- greiðslur af lánum eru hrikalegur baggi á ríkissjóði. í þær er varið svipaðri fjárhæð og í allar verklegar framkvæmdir ríkisins á ári hverju. Með þeirri skuldalækkun sem nú er fyrirhuguð má lækka árlegan vaxta- kostnað um 1-1,5 milljarð króna og enn meira ef okkur auðnast að halda áfram á sömu braut,“ sagði fjármálaráðhen'a. Ríkisbankar tímaskekkja Geir sagði að íljótlega mætti vænta ákvörðunar ríkisstjórnarinn- ar varðandi næstu skref ríkisstjóm- arinrlar í einkavæðingu. Hann sagði það misskilning að meginrökin fyrir EF EYÐA ætti biðlistum fatlaðra eftir þjónustu í Reykjaneskjör- dæmi þyrfti að tvöfalda rekstrar- framlög og leggja í stofnkostnað upp á 1,1 milljarð króna. Þetta kom fram í máli Drífu Sigfúsdóttur á landsþingi Sambands íslenski-a sveitarfélaga. Sveitarstjómarmenn virðast almennt vilja gefa sér lengri tíma til að skoða tillögu um að flytja málefni fatlaðra til sveit- arfélaga áður en endanleg ákvörð- un verður tekin. Drífa sagði að á Reykjanesi væri verið að taka saman kostnað við þjónustu við fatlaða í kjördæminu og eftirspurn eftir þjónustunni. Hún sagði að staða þessara mála væri mjög mismunandi í kjördæm- inu. Sums staðar væm langir biðlistar eftir þjónustu, en annars staðar væru engir biðlistar. Alls væri varið 345 milljónum til al- menns reksturs þessa málaflokks í kjördæminu, en ef ætti að eyða öll- um biðlistum þyrfti að bæta við 447 milljónum. Hún tók fram að þarna væri um raunhæfar tölur að ræða. Tilflutningi frestað Drífa sagði að 133 væru á biðlista eftir búsetu og 100 væra á biðlista eftir vinnu. Reikna mætti með að 25 bættust á biðlista árlega og árleg aukning á kostnaði við þennan rekstur næmi um 60 millj- ónum á Reykjanesi. því að selja eignir ríkisins væru að ná inn tekjum í ríkissjóð til að standa undir auknum útgjöldum. Tekjur af sölu ríkiseigna ætti að nota til að lækka skuldir ríkisins og þar með vaxtabyrðina á næstu ár- um. Meginröksemdin fyrir sölu ríkis- eigna er að ríkið eigi ekki að hafa með höndum atvinnurekstur sem einkaaðilar geta sinnt betur og með hagkvæmari hætti. Þessi hugsun er ekki ný af nálinni og fjarri því að vera bundin við ísland. Þar nægir að líta til ýmissa Evrópulanda, janft í vestri sem í austri. Hvarvetna eru stjórnvöld að vinna að sölu ríkis- eigna til einkaaðila af þeirri grund- vallarástæðu sem ég hef nefnt. Þessi rök eiga ekki síst við um ríkisbankanna þrjá enda hefur ríkið óvíða jafnmikil ítök á fjármagns- markaði og hér á landi. Slíkt kann að hafa verið réttlætanlegt áður fyrr þegar hagkerfíð var lokað og fjármagnshöft vora allsráðandi. Á tímum frjálsra fjármagnshreyfinga, jafnt innanlands sem milli landa, og aukinnar alþjóðavæðingar og sam- keppni, ekki síst á fjármagnsmark- aði, eru ríkisbankamir hins vegar tímaskekkja eins og margoft hefur verið bent á, af innlendum sem er- lendum aðilum. Meðal annars hafa þau tvö erlendu fyrirtæki sem birta reglulega mat sitt á lánshæfi okkar erlendis nefnt að of sterk ítök á fjármálamarkaði lækki lánshæfis- Drífa hvatti til þess að sveitar- stjómarmenn tækju sér lengri tíma til að skoða málið áður en ákvörðun yrði tekin um að flytja málaflokkinn til sveitarfélaganna. Tillaga þess efnis er komin fi’am á þinginu og afstaða verður tekin til hennar í dag. Húnbogi Þorsteinsson, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sagði að þegar væri búið að taka ákvörðun um að fresta til- flutningi á þessum málaflokki til sveitarfélaganna um eitt ár. Ekki væri búið að ákveða nýja dagsetn- ingu. Hann sagðist ekíd telja nein- ar líkur á að ríkisvaldið vildi þvinga sveitarfélögin til að taka við þessum málaflokki fyrr en þau vildu. Húnbogi sagði ljóst að erfið- asti hluti þessa máls yrðu fjár- hagsmálin. Gera mætti ráð fyrir að stærri hluti af tekjustofnum sem fylgdu þessari tilfærslu kæmi í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga en var við tilflutning grann- skólans. Drífa og Arnþór Helgason, bæj- arfulltrúi á Seltjamamesi, lýstu nokkram áhyggjum yfir því að sú nálægð sem skapaðist við tilflutn- ing þessa málaflokks til sveitarfé- laganna myndi leiða til þess að mis- munandi yrði hvað mikil þjónusta yrði veitt fötluðum í einstökum sveitarfélögum. Arnþór sagði að við lagasetninguna yrði að tryggja jafnan rétt fólks að þjónustunni. matið og geri lánskjör okkar er- lendis óhagstæðari en ella.“ Launahækkanir kennara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins Geir fjallaði nokkuð um þær breytingar sem gerðar hafa verið á framsetningu fjárlaga. Fjárlög væru nú gerð upp á rekstargranni eins og ríkisreikningur. Hann sagði að það væri kostur að allar fjár- skuldbindingar ríkissjóðs væru færð inn í ríkisbókhald á því ári sem ákvarðanimar væra teknar. Hann hvatti sveitarfélögin til að nýta sér GERA má ráð fyrir að útgjöld sveit- arfélaga verði 36% hærri til grann- skólans en þau voru 1997. Fyrirsjá- anlegt er þó að útgjaldaaukning sumra sveitarfélaga verði enn meiri, ekki síst þeirra sem hafa gert sér- samninga við kennara og veita meiri þjónustu en grannskólalög kveða á um. Þetta kom fram í máli Garðars Jónssonar, deildarstjóra hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi sam- bandsins á Akureyri. Garðar fjallaði í erindi sínu á þinginu um reynsiuna af flutningi grannskólans frá ríkinu til sveitar- félaganna. Hann sagði að almennt hefði reynslan verið góð og tilflutn- ingurinn gengið vel. Undir það tóku flestir aðrir sem ræddu þessi mál á þinginu. Garðar sagði að árið 1997 hefðu þeir tekjustofnar sem fylgdu flutn- ingnum gefið sveitarfélögunum 212 milljónum meiri tekjur en mála- flokkurinn kostaði. Þetta myndi snúast við á þessu ári og útgjöldin yrðu 53 milljónum meiri en tekjurn- ar og á næsta ári yrðu útgjöldin 82 milljónir umfram tekjurnar. Garðar sagði ljóst að þetta væri nokkuð breytilegt milli sveitarfélaga. Út- tekt á nokkrum sveitarfélögum virðist staðfesta það. Árið 1997 skil- uðu tekjustofnarnir 6,8% meiri tekj- um en útgjöldum á Vesturlandi, 9,7% á Norðurlandi vestra og 12,6% á Norðurlandi eystra. Garðar sagði að sú skoðun sem hann hefði gert á rekstri nokkurra lítilla skóla virtist einnig benda til að tekjumar til reksturs þeirra hefðu verið meiri en útgjöldin. reynslu ríkisins af þessari breyt- ingu. Geir sagði jafnframt að erfiðara yrði í framtíðinni að reka ríkissjóð með afgangi og benti m.a. á lífeyris- skuldbindingar ríkisins í því sam- bandi. Hann vakti athygli á því að eftir að launamál kennara væru komin til sveitarfélaganna hækkuðu lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs ef sveitarfélögin semdu um að hækka dagvinnulaun kennara, en við flutn- ing á rekstri grunnskólans var samið um að lífeyrismál kennara yrðu með óbreyttum hætti. Garðar sagði að fjölmörg sveitar- félög hefðu sett markmiðið hærra en grunnskólalög gerðu ráð fyrir. Þannig væri kennslumagn í skólum í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanes- bæ og Akureyri 2.699 vikustundum meiri en grunnskólalög kvæðu á um. Gera mætti ráð fyrir að yfir landið allt væri þessi tala 3.500-4.000 vikustundir umfram grunnskólalög. Þetta jafngilti 130-150 stöðugildum og kostnaður við þetta mætti áætla að væri 200-240 milljónir á ársgrundvelli. Viðræður verði um aukið fram- boð á kennaramenntun Einar Már Guðmundsson, for- stöðumaður Skólaskrifstofu Austur- lands, sagði að mörg sveitarfélög gerðu betur en að fullnægja grunn- skólalögum. Kennslumagn væri víða meira, einsetning gengi hraðar en lögin gerðu ráð fyrir og sérfræði- þjónusta í skólunum hefði verið aukin. Framlög til endurmenntunar kennara hefðu verið tvöfölduð síðan sveitarfélögin tóku við skólunum. Einar sagði að vandamál sem hefðu verið flutt með skólunum væru kennaraskortur og kjaramál kennara. Þessi vandamál væru óháð tilflutningnum. Hann sagði afar mikilvægt að auka sveigjanleika í vinnutíma kennara. Það væri hins vegar sýnt að gerð kjarasamninga við kennara væra að rata í ógöngur og sveitarfélögin yrðu að ræða hvemig þau ættu að bregðast við. Einar sagði að sveitarfélögin yrðu að taka upp viðræður við ríkisvaldið um að auka framboð á menntuðum kennurum. Samþykkt um saka- máladóm undirrituð HELGI Ágústsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu hefur fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra undirritað Rómarsamþykktina um al- þjóðlega sakamáladómstólinn sem samþykkt var á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm 17. júlí síðastliðinn. Dómstóllinn, sem hafa mun aðsetur í Haag, hefur það hlutverk að dæma í málum einstaklinga sem grunaðir eru um alvarlegustu glæpi gegn mannkyninu, þ.e. hóp- morð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði, segir í frétt frá utanrík- isráðuneytinu. Ennfremur segir: „Utan- ríkisráðherra hefur lýst stofnun alþjóðlega sakamála- dómstólsins sem einu mikil- vægasta framlagi til aukins frelsis, réttlætis, mannrétt- indaverndar og friðar í heim- inum frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, en unnið hefur ver- ið að stofnun slíks dómstóls allt frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Utanríkis- ráðherra leggur áherslu á að ísland fullgildi Rómarsam- þykktina hið fyrsta og verður á komandi haustþingi lögð fram þingsályktunartillaga þar sem leitað verður eftir heimild Alþingis til þess að fullgilda samþykktina.“ Öðlast gildi þegar 60 ríki hafa fullgilt hana Einnig kemur fram að samþykktin muni liggja frammi til undirritunar í Róm til 17. október næstkomandi og síðan í New York til 31. desember árið 2000 og öðlist hún gildi tveimur mánuðum eftir að 60 ríki hafi fullgilt hana. „Hópmorð, glæpir gegn mannúð og stríðsglæpir eru skilgreind í Rómarsamþykkt- inni, en kveðið er á um að dómstóllinn skuli ekki beita lögsögu sinni að því er glæpi gegn friði varðar fyrr en skil- greining á þeim liggur fyrir. Dómstóllinn hefur sjálf- virka lögsögu í málum er undir hann heyra, þ.e. óháða sérstöku samþykki viðkom- andi ríkja. Skilyrði er þó að annaðhvort þegnríki sak- bornings eða ríkið þar sem hið meinta brot var framið sé aðili að samþykktinni," segir einnig í frétt utanríkisráðu- neytisins. Lögreglan í Kópavogi leitar vitna Steinn féll af vörubílspalli ÖKUMAÐUR á hvítum Mitsubishi Galant sem ók norður Reykjanesbraut í Garðabæ fékk stein, sem féll af vörabifreið sem kom úr gagnstæðri átt, framan á bif- reið sína þannig að verulegt tjón hlaust af. Atburðurinn átti sér stað á móts við Hnoðraholt klukkan 15.00 á þriðjudag og biður lögreglan í Kópavogi ökumann vörabif- reiðarinnar eða aðra þá sem urðu vitni að óhappinu um að gefa sig fram. Útgjöld til skóla aukast um 36% Miklir biðlistar eru eftir þjónustu við fatlaða á Reykjanesi Tvöfalda þarf fjárframlag' til reksturs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.