Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 27 LISTIR Islensk Disney- lönd á Mokka Morgunblaðið/Þorkell EITT af Iíkönum Valgerðar Guðlaugsdóttur úr myndröðinni „Þjóðgarðar" á Mokka. Síðasta sum- arkvöldið við orgel Hall- grímskirkju NÍUNDU tónleikar í tónleikaröð- inni Sumarkvöld við orgelið verða í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 30. ágúst. Að þessu sinni spilar Neithard Bethke, dómorganisti í Ratzeburg í Þýskalandi og eru þetta síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð í sumar. Á efnisskránni eru verk eftir Clarke, Buxtehude, Bach, Al- binoni, Cimarosa, Cherubini o.fl. Auk þess leikur Bethke eigin orgeltónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er aðgangseyr- ir krónur 800,-. í kynningu segir, að Neithard Bethke eigi að baki langan og lit- ríkan feril sem kirkjutónlistar- maður. Hann kom opinberlega fyrst fram sem orgelleikari ellefu LJÓSMYNDASÝNING verður opn- uð í Ki-inglunni á torginu fyrir fram- an verslunina 17 á laugardaginn. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir og aðrar ljósmyndir úr ljósmynda- keppni Vinnuskóla Reykjavíkur og Hans Petersen sem fram fór nú í sumar. Á hverju sumri heldur Vinnuskól- inn úti fræðslustarfí jafnhliða hefð- bundinni vinnu. Tilgangur fræðslu- starfsins er bæði að veita tilbreyt- ingu frá erfiði hversdagsins og að fræða nemendur um sögu, menn- NEITHARD Bethke æfír sig á orgel Hallgrímskirkju. ára gamall og tók við fyrstu org- anistastöðu sinni aðeins þrettán ára. Námsferill hans lá um Liibeck og Freiburg, þar sem hann lærði kirkjutónlist, _ tónsmiðar og kórstjórn. Árið 1965 varð hann listrænn stjórn- andi Kammerhljómsveitar hansa- borganna Hamborg og Liibeck, en frá árinu 1969 hefur hann verið tónlistarsljóri við Dóm- kirkjuna í Ratzeburg í Norður- Þýskalandi. ingu, vinnumarkaðinn og fleira. í sumar tók Vinnuskólinn höndum saman við Hans Petersen um að halda ljósmyndakeppni í tengslum við fræðslu- og tómstundastai'fíð. Hans Petersen lagði til einnota myndavélar, framköllun og stækkan- ir vegna sýningar og kepptu ungling- arnir saman í vinnuhópum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun opna sýninguna kl. 13. laugardaginn 29. ágúst ogveitir við það tækifæri sigurhópnum í keppninni verðlaun. Sýningin stendur til 12. september. MYJVPHST Mokka LÁGMYNDIR VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR Opið verslunartíma. Til 9. sept. VIÐ fyrstu sýn er eins og lág- myndir Valgerðar Guðlaugsdóttur séu litrík absti-aktmálverk, en þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þetta eru líkön. „Þjóðgarðar" kallar hún myndimar, líkön af görðum, sem líkjast þó meir leikfangagörðum fyr- ir tindáta en tillögum að raunveru- legum skrúðgörðum. Á líkönunum má sjá fjöll í smækkaðri mynd, tjarnir, goshveri og fjöldann allan af örsmáum eldspúandi gígum innan um hraunfláka. Garðarnir eru ýmist eins og franskir rókókó-skrúðgarðar eða golívellir, fullkomlega óraun- verulegir og fáránlegir, sambland af íslenskum landslagsminnum og er- lendri skrúðgarðahönnun. „Islensk Disneylönd“, kallar Valgerður þjóð- garða sína. Mig minnir að það hafi verið franskur heimspekingur, sem kom hingað fyrh' nokkrum árum, og tal- aði um það að þjóðgarðar og nátt- úruverndarsvæði í Evrópu væru far- in að snúast upp í andhverfu sína. Þeir væru orðnh- að útivistarsvæðum og skemmtigörðum, umki-ingdir bíla- stæðum, tjaldstæðum, sjoppum og hraðbrautum. Hugmyndin um þjóð- garð sem ósnortna, upprunalega náttúru væri mótsagnakennd í sjálfu sér; þjóðgarðar eru varðveitt útstill- ing á menningarbundnum hugmynd- um okkar um hina einu sönnu, óspilltu náttúru. Þjóðgarðar í Evr- ópu eru táknmynd fyrir þau upp- runalegu tengsl við náttúruna sem Evrópubúar hafa glatað. Af þessu er ljóst að garðar, hvort sem það eru skrúðgarðar eða þjóðgarðar, bjóða upp á margvíslegar pælingar varð- andi samband menningar og nátt- úru. Annar íslenskur listamaður sem hefur kannað svipuð mið er Sigurður Árni Sigurðsson, sem sýndi í Ingólfs- stræti 8 í vor málverk af tilbúnu landslagi. Þjóðgarðalíkön Valgerðar eru skemmtilegur útúrsnúningur úr landslagsmyndahefð og þeirri ímynd sem sköpuð er af landinu í gegnum túristapóstkort. Hins vegai- er Val- gerður of upptekin af því að leita sér að stílrænum fyrirmyndum í minja- gripakúltúr og smáskrani. Leikara- skapur listamanna í kringum „kits“, lágkúru og smekkleysu, er í sjálfu sér orðinn klisjukenndur. Upphafn- ing á smekkleysunni sem annars konar fegurð er orðin frekar bragð- dauf tugga. En þessi sýning er þó það áhugaverðasta sem ég hef séð frá Valgerði til þessa. Gunnar J. Árnason Lj ósmyndasýning í Kringlunni Gunnar Hersveinn og Margrét Sveinbjörnsdóttir fjalla um menntun Blaðaukinn Menntun/að læra meira fylgir blaðinu á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.