Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 40
.40 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hulda Soffía Arn-
bergsdóttir fædd-
ist í Borgarnesi 8.
ágiíst 1927. Hún lést
20. ágúst síðastliðinn
á Landspítalanum.
Foreldrar hennar
voru Ambergur Stef-
ánsson, bifreiðastjóri
í Borgarnesi, f. 9.10.
1897, d. 19.12. 1990,
og Þorgerður Hall-
mundsdóttir, f. 13.10.
1899, d. 9.4. 1990.
Systir hennar, Elsa
Fríða Arnbergsdótt-
ir, er búsett í Borgar-
nesi, Elsa giftist Gísla
Sumarliðasyni.
Hulda Soffía giftist Þorvaldi
Þorvaldssyni bifreiðarstjóra, frá
Þóroddsstöðum í Hrútafirði, hinn
12. nóvember 1949. Börn þeirra
eru fjögur: Þorvaldur, f. 22.10.
Mamma mín.
Ur hveiju vildir böli bæta,
brosið var sem skin af sól,
Vildir hugga, verma og kæta,
veita hrjáðum líkn og skjól.
Göfugt allt og gott þú kenndir,
góða elsku mamma mín,-
bættir allt og blíðu sendir.
Björtust allra’ er minning þín.
(Þuríður Briem.)
Þín dóttir,
Gróa María.
Ástkær elskuleg systir mín er lát-
in. Minningar liðinna ára hrannast
upp. Hulda fæddist og ólst upp í
Borgamesi, við systur nutum örygg-
is og ástríkis góðra foreldra. Ti\yggð
hennar við æskuslóðirnar var mikil,
þar átti hún sínar æskuminningar og
* þaðan voru hennar betu vinkonur,
Eria og Hulda Daníelsdætur. Hulda
vann hjá Mjólkursamlagi Borgfirð-
inga í nokkur ár, einnig við verslun-
arstörf hjá Versluninni Borg, Borg-
arnesi, þá ók hún vörubifreið í vega-
vinnu fyrir föður okkar um tíma.
Stundaði nám í Húsmæðraskólanum
á Blönduósi, lærði fata- og kjóla-
saum á Akranesi.
Systii- mín var mikil hannyrða-
kona og má segja að allt léki í hönd-
um hennar, saumaði hún og prjónaði
nánast allt á fjölskyldu sína og aldrei
féll henni verk úr hendi. Bókband
sem hún lærði var henni hugleikið,
batt hún inn fjölda bóka, var víðlesin
og unni bókmenntum. Þá starfaði
hún um 10 ára skeið á Kjarvalsstöð-
'' um. Hennar mesta gæfuspor í lífinu
var er hún giftist 12. nóvember 1949,
Þorvaldi Þorvaldssyni bifreiðastjóra
1950, kona hans er
Ragnheiður Júlíus-
dóttir. Synir hennar
eru Heiðar og Aron
Freyr. Þorgerður, f.
31.1. 1952, gift Jóni
Helgasyni, börn
þeirra eru Eiríkur,
Þorvaldur og Sara
Huld. Arnbergur, f.
20.11. 1956, kvæntur
Hönnu Margréti
Geirsdóttur. Dóttir
hans: Hulda Soffía.
Börn hennar: Pétur
og Harpa. Sonur
þeirra: Oddur Elí.
Gróa María, f. 17.10.
1960, gift Ingólfi Garðarssyni.
Börn þeirra eru Bjargey, Andri,
Guðrún María og Hulda Soffía.
Útför Huldu Soffíu fer fram í
Bústaðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
ættuðum frá Þóroddsstöðum í Hrút-
afirði. Þau byi’juðu sinn búskap
sama ár á Háteigsveginum, byggðu
síðan hús í Bústaðahverfi, fluttu
þangað 1953, bjuggu þar til ársins
1970 er þau fluttu í nýbyggt hús sitt í
Grundarlandi í Fossvogi. Þau hjón
byggðu sér sumarbústað í Grímsnes-
inu, þar var þeirra sælureitur með
börn, tengdabörn og barnabörn sér
við hlið, hún naut ferðalaganna var
náttúrunnandi og mikil ræktunar- og
blómakona.
Eiginmaður og fjölskylda var það
sem systir mín lifði fyrir. Eg veit að
barnabörn hennar sjá sárt á eftir
ömmu sinni. Hulda systir mín var vel
gefin kona og vildi allt fyrir alla
gera, vandamál voru henni óþekkt.
Eg á eftir að sakna þín mikið, elsku
systir, sakna hringinganna sem voru
mér svo kærar, eins voru ferðir þín-
ar til Borgarness okkur svo kær-
komnar. Vil ég þakka þér fyrir vin-
áttu og tryggð við mig og fjölskyldu
mína sem aldrei bar skugga á.
Eiginmanni, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum votta ég mína
dýpstu samúð, þið hafið misst svo
mikið. Megi allar góðu minningarnar
sem þið eigið um góða eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu
styrkja ykkur í sorginni og ylja ykk-
ur um ókomin ár.
Elsa Arnbergsdóttir.
Elsku amma mín. Það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin. En ég
veit að þú verður alltaf hjá mér í hug-
anum, amma, og ég veit að þú munt
alltaf fylgjast með mér. Eg er þakklát
fyrir að hafa átt þig sem ömmu, þú
varst alltaf til staðar ef eitthvað var
að, svo skilningsrík og ljúf.
Það var alltaf gaman að koma til
þín amma, þú hafðir alltaf mikið að
segja og ávallt var ég velkomin til
þín. Það sem einkenndi þig, amma,
var þolinmæði, og alltaf vildir þú
gera eitthvað fyiár aðra, en vildii’
helst ekki þiggja neitt sjálf. Eitt er
víst að frá þér hef ég lært að sælla er
að gefa en að þiggja. En dýrmætasta
gjöf sem ég hef fengið á ævinni er að
hafa átt ömmu með hjarta úr gulli.
Hvll í friði.
Bjargey.
Þegai- ég heyrði lát móðursystur
minnar Huldu Ambergsdóttur komu
upp í huga mér góðar minningar um
góða frænku sem reyndist mér ætíð
vel. Dvaldi ég á heimili hennar í fjóra
vetur er ég stundaði nám í Reykjavik.
Þar var mér tekið sem einum af fjöl-
skyldunni. Frá þeim tíma á ég Ijúfar
minningar um frænku mína og henn-
ar fjölskyldu sem endi'anær. Fyrir
þetta vil ég þakka að leiðarlokum.
Þorvaldi og fjölskyldu votta ég
mína dýpstu samúð. Guð blessi ykk-
ur öll.
Arnar Már Gíslason.
Ég lifi’ og ég veit, hve löng er mín bið,
ég lifi’, unz mig faðirinn kallar.
Eg lifi’ og ég bið, unz ég leysist í frið,
ég lifi sem farþegi sjóinn við,
unz heyri ég, að Herrann mig kallar.
Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber,
ég dey, þegar komin er stundin,
ég dey, þegar ábati dauðinn er mér,
ég dey, þegar lausnin mér hentust er
og eilífs lífs uppspretta’ er fundin.
(Þýð.Stef.Thor.)
Hún Hulda Soffia er gengin á vit
feðra sinna. Þai' kvaddi kona er
gædd var miklum mannkostum.
Kynni mín af henni hófust fyrir
aðeins fimm árum er ég hóf sambúð
með syni hennar Lalla. Mér er í
fersku minni hvað þau hjón tóku mér
strax af mikilli hlýju og vinsemd,
sem haldist hefur allar götur síðan.
Það er alltaf erfitt að ætla að setja í
fáeinar línur þær minningar er með
manni búa. Þó vil ég geta þess hvað
það var hressandi að heimsækja
Huldu. Hún var ævinlega tilbúin að
ræða hvað sem var, en hjartfólgnust
voru henni þó fjölskyldan hennar,
barnabörnin, ættmenni og dýrin sem
búa hjá fjölskyldunni. Hún bjó yfir
þeim mannkærieika sem allir gætu
verið stoltir af. Glaðlyndi og hlýja
einkenndi viðmót hennar og ævin-
lega kvaddi hún með þessum orðum,
„líði ykkur vel“.
Sorgin er mikil og á svona stund-
um finnum við hvað við megum okk-
ar lítils. Hafðu þökk fyrir innihalds-
ríka samveru. Far í Guðs friði.
Ragnheiður.
HULDA SOFFÍA
ARNBERGSDÓTTIR
MARGRÉT
LEÓSDÓTTIR
+ Margrét Leósdóttir fæddist á
ísafirði 22. júní 1914. Hún
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
ísafirði 11. ágúst síðastliöinn og
fór útför hennar fram frá fsa-
fjarðarkirkju 22. ágúst.
Okkur verður söknuður og tregi
efst í huga, þegar góðir samborgarar
okkar hverfa skyndilega yfir móðuna
miklu, jafnvel þegar þeir hafa að
fuilu skilað því ævistarfi, sem til
verður ætlazt af þeim. ísafjörður,
eins og mörg önnur samfélög, átti því
láni að fagna að þar ólst upp kjam-
mikil aldamótakynslóð, sem hefur
lagt mikið af mörkum til að móta
samfélag okkar, en hefur síðan látið
komandi kynslóðum eftir að njóta
ávaxta verka sinna.
Margrét Leósdóttir tilheyrði þess-
ari kynslóð. Við eigum ekki eftir
marga innfædda Isfirðinga frá henn-
ar tíma en hún fæddist á Isafirði þann
22. júní 1914. Margrét var dóttir Leós
Eyjólfssonar söðlasmiðs og kaup-
manns á Isafirði og Kristínar Hall-
dórsdóttur, konu hans. Hún var yngst
átta systkina, átti sex albræður og
einn hálfbróður, sem allir eru látnir.
Það er margt, sem gerir fólk minn-
'I isstætt, en af flestum verður Grétu
Leós minnzt fyrir alþýðlegt viðmót
og velvild í garð samborgara sinna.
Hún var stolt af uppruna sínum þar
með talið götu æskuáranna, Hrann-
argötunni. Hún kallaði sig því gjarn-
an Hrannargötupúka eins og við hin,
sem ólumst upp við þessa götu, sem
var full af góðu fólki í öllum húsum.
Lokaár heimsstyrjaldarinnar síð-
ari varð mikið örlagaár fyrir Grétu.
Þá batzt hún tryggðaböndum þeim
manni, sem hún hefur staðið sem
klettur við hlið ávallt síðan. Sá maður
var Jóhann Júlíusson, bóndasonur úr
Fljótavík, sem átti eftir að jsýna og
sanna, að hann átti erindi til Isafjarð-
ar. Ég hef fylgzt með Jóhanni síðan
ég var strákiingur, frá því fyrsta
skiptið Gunnvöru, sem bar nafn sam-
nefnds útgerðarfélags, var hleypt af
stokkunum. Undir forystu Jóhanns
stækkuðu skipin og félagið efldist.
Um áratugi átti ég farsæl viðskipti
við fyrirtæki Jóhanns og félaga hans.
Hann var um árabii stjórnarmaður í
Félagi vestfirzkra skreiðarframleið-
enda, sem síðar varð ísfang. Er gott
að hugsa til þeirra ára í samstarfi
með Jóhanni. Eg met hann mikils
fyrir stórhug hans, óbilandi bjart-
sýni, hreinskiptni og heiðarleika.
Fyrir allt það vil ég þakka honum á
þessari kveðjustund eiginkonu hans.
Jóhann og Gréta eignuðust tvo syni,
Leó, sem nú er starfandi ijósmyndari
í Austurríki, og Kristján Guðmund,
sem er framkvæmdastjóri útgerðar-
fyrirtækisins Gunnvarar hf. Auk þess
gengu þau Jóhann og Gréta í fóður-
og móðurstað systurdóttur Jóhanns,
Jónínu Olöfu.
I langri atvinnusögu þeirra hjóna
hafa skipzt á skin og skúrir eins og
jafnan vill verða, þótt leiðin lægi
hægt og bítandi upp á við og fram á
veginn. Þegar betur fór að ganga
var það víðs fjarri, að Gréta Leós
færi að miklast af velgengninni eða
telja sig yfir aðra hafin þess vegna.
Nei, hún var enn sama alþýðustelp-
an eins og á uppvaxtarárunum í
Hrannargötunni.
Vinkona Grétu reyndi einu sinni að
stiíða henni með hvað hún væri orðin
rík, þegar Júlíus Geirmundsson
fiskaði sem mest. Hún bar ekki á
móti ríkidæminu, en það fælist í þeim
lífsgildum, sem hún mæti mest.
Margrét Leósdóttir kveður þenn-
an heim rík af kærleika til sinna nán-
ustu og velvild til allra samborgara
sinna, sem eftir standa og þakka
henni langa og góða samfylgd.
Þér Jóhann, gamli vinur, og öllum
ástvinum þínum færi ég innilegar
samúðarkveðjur. Megi hin heiðbjarta
mynd af Margréti Leós varðveitast
um alla framtíð í hjarta ykkar. Guð
veri með ykkur.
Ólafui' B. Halldórsson.
JON GUÐMUNDUR
BERNHARÐSSON
+ Jón Guðmundur
Bernharðsson
fæddist á Akureyri
21. september 1930.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
hinn 20. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigur-
björg Jónsdóttir, f. á
Litlu-Háeyri og
Bernharð Helgason,
f. á Hólum í Eyja-
fírði. Hann var tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans var Bryndís
Stefánsdóttir frá
Traðargerði á Húsavík. Þau
eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Jóna Björg, gift Yngva Þór
Loftssyni. Böm þeirra em:
Bryndís, Guðrún Ragna og Þor-
steinn. 2) Stefán Ingi, kvæntur
Guðrúnu Snæbjömsdóttur. Böm
þeirra era: Hörður Ingi, Þórdís
Elsku pabbi, þar sem við fengum
ekki tækifæri til að kveðja þig
langar okkur að gera það hér.
Okkur þótti mjög vænt um þig og
söknum þín sárt en erum þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum að
njóta samveru þinnar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Bernharð Smári
og Bryndís Þóra.
Tengdafaðir minn, Jón Guð-
mundur Bernharðsson, lést langt
um aldur fram hinn 20. ágúst síð-
astliðinn. Kynni mín af honum
hófust fyrir þrjátíu árum þegar
fjölskylda hans bjó á Þinghóls-
brautinni og við Jóna Björg felld-
um hugi saman. Á þessu árabili
hafa starfsvettvangur og aðstæður
Jóns verið margbreytileg. Hann
rak byggingarfyrirtæki á Húsavík
og síðan var hann matsveinn á
millilandaskipum og ferðaðist um
heimsins höf. Hann þurfti síðan að
láta af störfum vegna heilsubrests
og við tóku erfíðar sjúkrahúslegur
og endurhæfing. Þótt honum
þætti hlutskiptið erfitt tók hann
því með aðdáunarverðu hugrekki
og reyndi að laga sig að breyttum
aðstæðum. Hann heimsótti ætt-
ingjana og létti undir með akstri
fyrir þá ef þurfti. Hann lærði á
tölvu til að stytta sér stundir bæði
til gamans og vegna starfa sinna
sem gjaldkeri húsfélagsins að
Vallarási 2.
Jóni var mikilvægt að hitta íjöl-
skylduna sína og hafði þann hátt-
inn á að halda dýrðlegar matar-
veislup á jólum og við önnur tæki-
færi. I sumar tók hann upp þráðinn
eftir nokkurt hlé og bauð börnum
og barnabörnum til veislu á þann
hátt sem honum einum var lagið.
Vegna góðrar kunnáttu í matar-
gerð leituðum við oft til hans eftir
ráðleggingum og uppskriftum, sem
jafnharðan voru gefnar án þess að
þurfa að fletta þeim upp.
Alla tíð sýndi Jón þeim verkefn-
um sem við fengumst við mikinn
áhuga. Hann fékk því oft fyrstur
fréttirnar ef eitthvað nýtt var á
döfinni og oftar en einu sinni urðu
hvatningarorð hans til þess að auð-
velda okkur ákvarðanatöku.
Eftirminnilegt er þegar hann
heimsótti okkur til Kanada haustið
1995, og þá sem fyrr færandi mat-
fóng og gjafir handa börnunum.
Jón var ekki fyrr kominn en hann
var farinn að taka þátt í heimilis-
haldinu og barnapössun. Til að
fylgja barnabörnunum eftir lét
hann sig ekki muna um að fara í
Yrsa og Jón Ingi. 3)
Bernharð Smári. 4)
Bryndís Þóra, gift
Sören Sigurðssyni.
Dætur þeirra em:
Helga og Ingibjörg.
5) Guðrún Katrín,
gift Garðari Jóhann-
essyni. Seinni kona
Jóns var Steinunn
Sigurbjörg Valdi-
marsdóttir sem lést
1985. Eftirlifandi
systkini hans era 1)
Anton Helgi, f. 1926,
k. Katrínu Þorvalds-
dóttur. 2) Guðrún
Dóra, f. 1928.
Jón starfaði lengst af við
múrverk en í seinni tíð sem
matsveinn á skipum Sambands-
ins^
Utför Jóns Guðmundar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
langar hjólreiðaferðir um nágrenn-
ið og hafði þá ekki komið á hjól í
áratugi.
Nú þegar leiðir skilur og söknuð-
ur gerir vart við sig er okkur Jónu
og börnunum efst í huga þakklæti
fyrir allar ánægjulegu samveru-
stundirnar sem við áttum. Þær
munu lifa áfram um ókomna tíma
og verða okkur til huggunar.
Blessuð sé minning Jóns Bern-
harðssonar.
Yngvi Þór Loftsson.
Nú héðan á burt í friði ég fer,
ó, faðir, að vilja þínum,
í hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum:
sem hézt þú mér Drottinn, hægan blund
ég hlýt nú í dauða mínum.
(M. Luther.)
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku afi, og þökkum fyrir tímann
sem við áttum með þér. Hvíl í friði.
Hörður, Þói'dís og Jón Ingi.
Okkar kynni byrjuðu árið 1993.
Þá stóð til að klára lóðarfram-
kvæmdir kringum fjölbýlishúsið
okkar. Sem áhugasamir íbúar höfð-
um við báðir ákveðnar skoðanir á
hvernig ætti að haga þar málum.
Vorum við ekki alltaf sammála.
Stuttu seinna tók Jón að sér að
vera gjaldkeri húsfélagsins okkar
og gegndi hann því trúnaðarstai'fi,
með miklum sóma, til dauðadags.
Þar sem undii'ritaður hefur verið
formaður þessa sama húsfélags
lengur en hann vill muna varð sam-
starf okkar mun meira þar eftir.
Smám saman breyttust samskipti
okkar frá því að einkennast af
gagnkvæmri virðingu hvor fyrir
öðrum í vináttu.
Þegar Jón bankaði uppá hjá okk-
ur eða ég hjá honum var erindið
oftast eitthvað sem varðaði húsfé-
lagið. Það var venjulega afgreitt á
innan við fimm mínútum. Síðan tók
við spjall, vítt og breitt um lífið og
tilveruna sem stóð í mun lengri
tíma. Höfðum við báðir mum meiri
áhuga á þeim efnum. Hitt varð þó
samt að gera.
Hin síðari ár átti Jón við vaxandi
heilsuleysi að stríða. Slíkt setur
alltaf sitt mark á menn. Þetta átti
ekki við jaxl eins og hann. Dáðist
ég alltaf að æðruleysi hans og hug-
rekki í þeirri baráttu.
Barngóður var hann mjög. Nutu
börnin mín góðs af því. Osjaldan
var sprellað við þau og að þeim rétt
eitthvað góðgæti, á eftir.
Okkur finnst erfitt að ganga um
sameignina í húsinu okkar, vitandi
það að við eigum ekki eftir að sjá
hann Jón okkar aftur.
Öllum aðstandendum vottum við
hjónin innilega samúð okkar.
Blessuð sé minning þessa heiðurs-
manns.
Ágúst Óskar Sigurðsson.