Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Ljósmyndir/Oddur Sigurðsson
ÞESSI hunangsfluga komst í feitt á valmúa í garði Odds í Breiðholtinu.
Gott sumar fyrir skordýr og skordýraljósmyndara
sumar var gósentíð fyrir skor-
kvikindi af ýmsum gerðum
ekki síður en sóldýrkendur.
Fyrir Odd Sigurðsson jarð-
fræðing sem tekur ljósmyndir
af agnarsmáum skordýrum úti
í náttúrunni voru aðstæðurnar
líka kjörnar og hér á siðunni
sjást nokkrar þeirra mynda
sem hann hefur tekið á undan-
förnum tveimur mánuðum, ým-
ist í Blesugróf eða garði si'num
í Breiðholti.
Oddur, sem einnig hefur gert
mikið af því að taka landslags-
myndir úr lofti, segir að smá-
myndefni hafí löngum heillað
sig. „Eg datt ofan í þetta fyrir
tíu árum þegar maður bauð
mér notaða makrólinsu til
kaups fyrir lítið. Þetta hefur
heillað mig meira og meira eft-
ir því sem ég sé meira af því.
Fjölbreytnin í formi og litum er
endalaus og þó að ég hafi skoð-
að náttúruna frá öllum endum
og köntum þá fínnst mér þetta
einhver stórkostlegasti hlutinn
af henni. Kannski er það vegna
þess að þetta er svo smátt að
það birtist mönnum ekki og
þorri fólks vill ekki skoða það
nánar,“ segir hann.
TVÍVÆNGJA spígsporar á þistli í Blesugróf. Þistillinri dregur alltaf
að sér nokkrar tegundir skordýra, sérstaklega fiðrildalirfur og
húsflugur, að sögn Odds.
Endalaus fjölbreytni
í formi og litum
VEÐURBLÍÐAN á Suðurlandi í
Eins og að þurrka út rauða
litinn úr regnboganum
Oddur segir að til þess að
taka svona myndir þurfí helst
að vera sólskin og logn eða því
sem næst. „Ég tek einungis
myndir úti í hinni lifandi nátt-
úru og það er endalaus þolin-
mæðivinna að liggja yfír mó-
tívunum, því þau eru svo sann-
arlega ekkert að sitja fyrir
heldur skreppa til og frá.“
Tækifæri til skordýramynda-
töku hafa verið óvenjumörg í
sumar en að sögn Odds getur
komið heilt sumar án þess að
hann fínni góðan dag til þess
arna.
Segja má að það sé annað
hvort eða í ljósmyndun Odds.
Þegar hann er að taka myndir
af jöklum, fjöllum og ám úr
fjarlægð fínnst honum hann
aldrei komast nógu langt í
burtu frá myndefninu en þegar
litlu kvikindin eru hinumegin
við linsuna kemst hann aldrei
nógu nálægt. „Mig langar alltaf
lengra í aðra hvora áttina,“
segir hann.
Oddur tekur helst skordýra-
myndir í Blesugrófínni, Elliða-
árhólmanum og þar í kring og
svo í garði sínum í Seljahverfi.
Hann segir þetta bestu staðina,
af þeirri ástæðu að þar sé ekki
mikið eitrað fyrir skordýrum.
„Það er skelfílegur hlutur sem
viðgengst víða hérna, þessi eit-
urhernaður. Mér fínnst það
svolítið eins og ef maður færi
að þurrka út rauða litinn úr
regnboganum," segir hann.
Þegar myndir eru teknar af
íslenskum skordýrum, sem eru
flest af gráu, brúnu eða svörtu
gerðinni, er mikilvægt að um-
hverfíð sé litríkt. Nú þegar
dregur að hausti dvínar fjöl-
breytnin í litunum í gróðrinum,
svo skordýraljósmyndarar
draga sig í hlé og fara að láta
sig dreyma um gott sumar að
ári.
BLAÐLÝS á bleikri rós í Breiðholti. Úrgangurinn frá blaölúsum er
næstum hreinn sykur, sem dregur að sér geitunga sem lifa á honum.'
Þannig er það ekki blómið sjálft, sem geitungarnir sækja í, heldur
úrgangur blaðlúsanna.
SVEIFFLUGA tekur stefnuna á fjalldalafífil í Blesugróf. Sveifflugur,
sem eru fjölbreyttur ættbálkur, eru flestar röndóttar og hafa þann
eiginleika að geta verið kyrrar í loftinu eins og þyrlur. „Þessi
sveiffluga á vanda til að leggja vængina aftur þegar hún situr og þá
sjást ekki rendurnar á henni. Þess vegna hef ég reynt að ná mynd af
henni á flugi til þess að sjá randamynstrið," segir Oddur.
SVEPPAFARALDUR meðal flugna á hvönn í Blesugróf. Flugurnar
eru allar dauðar en að sögn Odds enda allar flugur sem drepast af
sveppnum Entomophthora muscae f þessari stellingu, með vængi og
lappir útsperrt. „Sveppurinn blómstrar með hvítum gróberum út á
milli liðanna á afturbolnum og þegar gróberarnir eru orðnir þroskaðir
þá springa þeir og dreifa grói í kringum sig.“