Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ í : i .1 ; l J 1 í ; < 4 \ í 4 4 4 ■4 4 4 i 4 4 4 4 hafar framtíðarinnar. Hlusta á þá tjá sig með leiftrandi hugsun inn í kviku dægurmálanna og fylgjast með þeim rífa af sér síðustu hamslitur bernskunnnar. Aldrei hef ég fyrr né síðar hitt annan mann jafn ungan sem var eins vel að sér og Einar Heimisson um nánast hvaðeina sem bar á góma. Einu gilti hvort það var saga, bókmenntir eða stjórnmál. Gáfur Einars og tvímælalaust at- gervi beinlínis kröfðust þess að hann setti með einum eða öðrum hætti mark á samtíð sína. A stopul- um fundum okkar eftir að hann hélt út í heim til að slípa sjálfan sig til frekari átaka gætti stundum óþreyju hjá honum með sjálfan sig og það var líkt og hann gerði sér ekki alltaf grein fyrir hve miklu hann hafði áorkað á sama tíma og jafnaldrarnir notuðu til að slíta menntaskónum. Hann hafði heil- brigða hvöt til að skara fram úr og lagði þessvegna sjálfan sig á annan og stærri kvarða en aðra. Það var með ólíkindum hve miklu Einar afkastaði á alltof skammri ævi. Þau verk, hvort heldur á sviði bókmennta eða kvikmyndalistar, voru þó augljóslega einungis að- dragandinn að miklu stærra ævi- verki. Þegar horft er til baka birtist skammvinnt líf hins unga snillings eins og atrenna íþróttamanns að ferli sem óhjákvæmilega hlaut að verða metum prýddur. Hvílíkur missir. Af öllu því sem Einar gerði er mér minnisstæðust lítil grein í tíma- ritinu Þjóðlífi, sem síðar varð að uppistöðu í fyrstu skáldsögu hans. Hún fjallaði um gyðingana sem í ör- væntingu sinni leituðu á náðir ís- lendinga þegar hrammur nasista skall á kynflokki þeirra um alla Mið-Evrópu. Þar var pótemkín- tjöldum manngæskunnar flett frá hinum íslenska veruleika og sýnt fram á með egghvössum staðreynd- um að einnig við bárum okkar ábyrgð á skelfílegum afdrifum gyð- inganna. Þá skammaðist ég mín í eina skiptið fyrir að vera íslending- ur. í þessari litlu grein birtist djúp réttlætiskennd Einars, stuðningur hans við alla þá sem sættu kúgun og ofbeldi, ásamt hnífskörpu sögulegu innsæi. Hún dró í rauninni saman alla hans eðliskosti. Löngu eftir að Þjóðviljadögum lauk sat ég með þeim Hrafni í stof- unni heima í Ánanaustum þegar sól- in hné ekki til viðar og Snæfellsjök- ull varpaði endalausum skugga yfir flóann. Hann hafði stór áform bæði á sviði sagnfræði, skáldsagnaritun- ar og var farinn að gefa kvikmynda: gyðjunni undir fótinn. Þegar dagur- inn var aftur kominn á stjá sagði ég honum þá skoðun mína að hann ætti ekki að dreifa sér of víða, heldur einbeita sér að einu sviði. Þannig myndi hann best beisla orku sína og fágæta hæfileika. Hann virtist ekki vera mér sammála og sagðist enn geta leyft sér þann munað að hafa mörg jám og ólík í eldi sínum. „Ég er enn svo ungur,“ sagði hann af- sakandi eins og til að minna mig á að hann var þrátt fyrir allt heilli kynslóð yngri. Hann var enn svo ungur þegar hann dó. Fjarlægð og tími höfðu vissulega teygt á böndum en ég fylgdist með honum af áhuga og undarlegri væntumþykju sem stundum binst við ungt fólk sem maður veit að er fágætt og sérstakt. Einar Heimis- son var fágætt mannsefni. Fráfall hans er óskiljanlegt og óréttlætanlegt. Andspænis því falla fánýt rök um tilgang skrítinnar ver- aldar einsog fúin sprek. En minn- ingin um góðan og einlægan dreng mun ekki hverfa þó tíminn felli hélu sína yfir slóðina. Össur Skarphéðinsson. í Freiburg, einsog víða annars staðar erlendis, myndaðist þéttur kjarni íslenskra námsmanna. Enda 4 þótt hópurinn væri ekki ýkja stór var hann jafnan mjög samheldinn fl og tók sér ýmislegt fyiár hendur. ^ Auk þess að halda íslenska hátíðis- daga í heiðri var farið í ferðalög, staðið fyrir bókmenntakvöldum, tónleikum og svo mætti lengi telja. Einar Heimisson tók virkan þátt í þessu félagsstarfi og nærvera hans setti mjög sterkan svip á það. Einar stundaði ritstörf af miklum þrótti samhliða námi. Hann tók einnig virkan þátt í þjóðfélagsum- ræðunni á íslandi rétt tvítugur að aldri með því að rita hvassar grein- ar bæði í blöð og tímarit. A bók- menntakvöldum Islendingafélags- ins varð Einar fyrstur manna til þess að lesa úr eigin ritsmíðum og margir fóru að dæmi hans; lásu ým- ist frumsamið efni eða eigin þýðing- ar. Einar skrifaði tvær bækur á námsárum sínum í Freiburg. Sú fyn-i byggði á sögu gyðinga sem leituðu hælis á Islandi. Bókin kom síðar út í þýskri þýðingu. Hug- myndin að seinni bókinni kviknaði í ferð nokkurra félaga í Freiburg til Búdapest vorið 1989. Umbrotin í Austur-Evrópu stóðu sem hæst og aðstæður almennings í Ungverja- landi höfðu sterk áhrif á Einar. Honum fannst orkan sem var að leysast úr læðingi eystra tilvalið efni í skáldsögu. Bókin hlaut nafnið Villikettir í Búdapest og kom út um jólin 1990. Það sem fyrir Einari vakti alla tíð var að varpa ljósi á örlög einstak- lingsins í skugga sögunnar. Sagan, eins og hún var skrifuð á bókum eða túlkuð af opinberum aðilum, vakti ekki áhuga hans heldur hvemig hún horfði við þeim sem eldurinn brann heitast á. Einar leitaði uppi raun- verulegar persónur, fólk sem tæp- ast er getið nema í neðanmálsgrein- um mannkynssögunnar og hafði stundum ekki notið sannmælis. Hann skyggndist undir sakleysis- legt yfirborðið til að komast að því hvaða tilfinningar bærðust með fólki, hvað það hugsaði og hverjar væntingar þess voru meðan á at- burðum stóð. Þetta var hin óskráða saga, sagan sem hafði legið í kyrr- þey en þurfti að segja að hans mati. Einar var sérstakur áhugamaður um klassíska tónlist. Hann hlýddi á hana hvenær sem færi gafst, jafnt að nóttu sem degi. Þekking Einars á tónlist og næmi hans fyrir henni kom berlega í ljós í sjónvai-psmynd- um hans og útvarpsþáttum; tónlist- in var ávallt valin af mikilli tilfinn- ingu og sltírskotaði jafnan til þess sem fjallað var um bæði á aðdáun- arverðan og snjallan hátt. I kvik- myndinni María, sem frumsýnd var á síðasta ári, átti tónlistin nær ein- göngu að vera eftir Wagner. Fram- leiðandi myndarinnar var ekki sama sinnis og það var meðal annars þess vegna sem Einar taldi myndina hálfkarað verk. Afköst Einars á stuttri ævi voru einstök. Hann starfaði myrkranna á milli að hugðarefnum sínum og unni sér ekki hvíldar fyrr en þau voru komin í höfn. Honum fannst menn oft mótdrægir sér því þeir skildu ekki þýðingu hlutanna að hans mati. Einar átti sínar hugsjónir og var til- búinn til þess að leggja allt í sölurn- ar fyrir þær. Hann vissi alla tíð ná- kvæmlega hvað hann ætlaði sér en leiðin að settu marki var ekki jafn greið og hann hugði. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við Einar Heimisson. Góður drengur hefur verið burt kvaddur allt of snemma. Við vottum foreldrum hans, systur og öðrum ættingjum innilega samúð okkar. Fyrir hönd samferðamanna Ein- ars í Freiburg Gunnsteinn Ólafsson. Tilviljun er sennilega rétta orðið yfir það hvernig vinskapur tókst með okkur Einari. Nokkrir nem- endur í Menntaskólanum í Reykja- vík tóku að hittast reglulega og hlusta á klassíska tónlist. Fljótlega urðum við þrír, Benedikt, Einar og ég eftir í þessum tónlistarklúbbi. Einar hafði mikinn áhuga á að bera saman upptökur. A einu kvöldi komumst við oft yfir mýmargar upptökur en skiptingarnar voru stundum ansi tíðar. Það kom líka fyrir að langt verk var spilað í heild í þremur útgáfum en lauslega farið ________________________________FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 45 v MINNINGAR yfir verkið í öðrum 2-3 útgáfum. Tónlistarklúbburinn breyttist nokk- ur sumur í ferðaklúbb en þá fórum við félagarnir í gönguferðir, aðal- lega upp á fjöllin sem mest eru áberandi héðan úr borginni. Vinur minn Einar Heimisson var unnandi góðrar tónlistar. Hann hlustaði nær eingöngu á upptökur en sótti tónleika afar sjaldan. Á fá- um árum kom hann sér upp fjöl- breyttu og viðamiklu safni geisla- diska. Við skriftir var tónlist hluti af hans vinnuumhverfi og honum nauðsynleg. Eitt sinn eftir þreyt- andi ferð með flugi, rútu og lest til Freiburgar fann hann út að nú yrði að skrifa grein til að svara óhróðri um aldraða. Eitthvað hafði hann séð í blaði í flugvélinni sem honum þótti svaravert. Geisladiski var rennt í tækið og síðan byrjað að skrifa. Morguninn eftir var greinin til og hún póstlögð þá í flýti. Einar var mjög umsvifamikill í geisladiskakaupum í Freiburg og svo vænlegur kaupandi að þegar hann sást á ferð í einni stærstu versluninni fékk hann diska lánaða heim til að athuga hvort þar væri eitthvað sem honum líkaði. Af hverjum sex til átta diskum sem hann fékk að láni keypti hann e.t.v. einn þeirra. Samt átti hann fleiri hundruð diska. Með þessu móti komst hann yfir prýðisgóða tónlist eftir óþekkt tónskáld og ágætar upptökur af þekktum verkum. Það rær hver að sínu og var Ein- ar þar engin undantekning. Á örfá- um árum var hann orðinn ágætur fjölmiðlamaður hvort sem það var í blaðamennsku, útvarpi eða sjón- varpi. Hans mottó var að nýta sér alla miðla til tjáningar en einskorða sig ekki við einn. Þetta viðhorf skýrir að hluta hversu auðvelt hon- um reyndist að snúa sér að þátta- gerð í sjónvarpi eftir gott gengi í skáldsagnagerð. í sjónvarpi tókst honum að samstilla góð tök á mynd- máli, mikla rithöfundarhæfileika og þekkingu á tónlist. Vinnubrögð sagnfræðingsins komu sér vel í gerð heimildamynda en nokkrar slíkar gerði hann fyrir Sjónvarpið. Einar sérhæfði sig í sögu millistríðsár- anna; uppgangi og afleiðingum nazismans í Evrópu. Þetta tímabil vai- oft bakgrunnur í verkum hans svo sem í skáldsögunni Götuvísu gyðingsins, nokkrum sjónvarpsþátt- um og í kvikmyndinni Maríu. Einar var spenntur að takast á við gerð kvikmyndar um samband dr. Benja- míns Eiríkssonar og Veru Hertsch í Moskvu á fjórða áratugnum. Til Moskvu fór hann nú í sumar til að kynna sér aðstæður og afla upplýs- inga. Með sínum verkum skapaði hann oft umræðu sem síðar leiddi til góðs. Vil ég þar sérstaklega nefna umfjöllun hans um flóttamenn á ís- landi; aðbúnað og viðhorf til þeirra. Ég held að ósk Einars um skiln- ingsríkara samfélag til flóttamanna sé að rætast í dag á íslandi tæpum áratug eftir að hann velti aðbúnaði og viðhorfi til þeirra upp í heimilda- mynd. Fjölskyldu Einars sendi ég dýpstu samúðarkveðju en með söknuði kveð ég vin minn Einar Heimisson. Jón Sigurðsson. Einar Heimisson var yfirburða- maður, gæddur óvenju ríkum per- sónutöfrum, skörpum gáfum, dugn- aði og hugrekki fram yfir aðra menn. En Einar var fyi-st og fremst drengur góður. Ég hafði mín fyrstu kynni af Einari á knattspyrnuvellin- um, en kynntist honum betur á menntaskólaárunum þegar hann átti frumkvæðið að stofnun tónlist- arklúbbs. Ég kunni ekki á hljóðfæri en Einar, sem lék sjálfur á fiðlu, bauð mér að ganga í félagið ásamt nokkrum öðrum unnendum klass- ískrar tónlistar. Fljótt grisjaðist að * Blómabúðin > öarðskom k v/ T-ossvogsl<i»*l<jugai*ð . X^Stmi. 554 0500 vísu úr klúbbnum, svo brátt vorum við ekki nema þrír eftir: Einar Heimisson, ég og Jón Sigurðsson píanóleikari. Kann ég þeim félögum ævinlega þakkir fyrir að kenna mér betur að meta heimstónskáldin og mér munu seint líða úr minni allar þær fjörugu umræður sem spunn- ust á tónlistarkvöldunum undir ynd- islegum nótum geisladiskanna. Einar Heimisson var yfirburða- maður. Er með eindæmum hve miklu hann áorkaði á sínum stutta ferli. Aðeins rétt rúmlega þrítugur að aldri skilur hann eftir sig tvær frumsamdar skáldsögur, eina þýð- ingu, tíu sjónvarpsmyndir og eina breiðtjaldskvikmynd, svo ekki sé talað um ótölulegan fjölda blaða- greina og útvarpsþátta. Þá var Ein- ar með doktorsgráðu í sagnfræði. Tel ég næstum víst að Einar hefði komist í hóp allra fremstu lista- manna Islands, ef honum hefði enst ævin til, en hann skilur þegar eftir sig skarð í íslenskri sjónvarps- og kvikmyndagerð. En Einar bjó ekki aðeins yfir ein- stökum dugnaði og yfirburðagáfum, heldur djúpri réttlætisvitund og sannleiksþörf. Einar var mannvinur mikill og mátti ekkert aumt sjá. Hann barðist af harðfylgi gegn óréttlæti, fátækt, kúgun í hvaða formi sem var, og beitti sér ötullega gegn kynþáttamisrétti. Sérhæfði hann sig sérstaklega í ofsóknum nasista gegn gyðingum og fjallaði um þær í máli og myndum. Einar var þannig í senn trúr fræðum sín- um og eigin sannfæringu og skorti ekki þor til að íylgja þeim eftir, jafnvel þótt það kæmi við kaunin á sumum. Það sætti undrun flestra sem til Einars þekktu hve geyst hann fór í öllu því _sem hann tók sér fyrir hendur. Ég gleymi aldrei viðbrögð- um Einars þegar ég lét í ljós undr- un mína með það á sínum tíma, að hann skyldi vinna að gerð nýrrar skáldsögu samhliða doktorsritgerð- inni, en Einar brosti bara 1 kampinn og afsakaði sig á þá lund að eitthvað yrði hann að hafa fyrir stafni. Þetta var dæmigert fyrir Einar. Hann unni sér sjaldan hvíldar. Það var eins og hann væri knúinn áfram af innri tímavél, eða einhvers konar samviskutrölli, sem elti hann uppi hvert sem hann fór, svo hann varð að hafa sig allan við til að hrinda öllu því í framkvæmd sem köllun hans bauð honum áður en það yrði um seinan. Trúlega hefur Einai* ofgert sér með jafnmikilli sálarpressu, enda þótt hann byggi óneitanlega yfir efnum til að komast lengra en flest- *rv ir jafnaldrar hans. Sýnt var að Ein- ar skorti þolinmæði til að helga líf sitt ritstörfum og kvikmyndagerðin féll betur að persónuleika hans og þörf hans fyrir að tjá listræna feg- urð, til dæmis í krafti tónlistar og óspilltrar náttúru. En þótt Einar væri baráttumaður mikill og kallaði ekki allt ömmu sína í glímu lífsins, var hann óvenju til- finninganæmur og viðkvæmur ung- ur maður, eins og svo oft einkennir listamenn. Einar var dul og flókin manngerð. Hann bjó yfir afar töfr- ^ andi og djúpum persónuleika, var fylginn sér og æði metnaðargjarn. Jafnhrífandi og afdrifaríkur ein- staklingur hlaut að eiga sér marga öfundarmenn. Eflaust hefur Einar lært smám saman að brynja sig gegn afbrýðisemi og baktali lítil- sigldra sálna, en ég þykist vita að hann hafi jafnan tekið illa ígrundaða gagnrýni afar nærri sér. Minnist ég nú nokkurra óvæginna gagnrýnis- radda í garð vinar míns með svolitl- um hryllingi. Mættu hin sviplegu örlög Einars heitins gjarna verða til þess að ýta undir ítarlegar og uppbyggilegar umræður um hlutverk menningar og lista í landinu, til dæmis í þeim tilgangi að hlúa betur að ungu og hæfileikaríku listafólki. Einar, megi Ijós þitt skína sem allra lengst og birta upp dapra til- veru þeirra sem minna mega sín, megi ljós þitt draga fram sannleik- ann í þágu þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, megi ljós þitt ylja köldum og sái-um í neyð og lýsa áfram veg okkar í baráttunni fyrir réttlæti, fegurð og ást í alltof grimmum heimi: Og orkan sem úr sál þinni kom, smeygði sér í nýrra efni og varð að m óstöðvandi ljósi sem breiddi smám saman vængi sína um alla jörð og lagðist til rekkju með Iistagyðjunni sæluríku í endalausri ást og ham- ingju á guðdómlega friðsælum stað - til að hvílast fyrir næstu bardaga- lotu. Vinur minn, rithöfundur og lista- maður, fyrirgefðu mér að hafa misst af þér. Benedikt S. Lafleur. + Utför SVEINS EIRÍKSSONAR fyrrum bónda í Steinsholti, sem lést sunnudaginn 23. ágúst, fer fram frá Skálholti laugardaginn 29. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR ÞORBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR frá Aðalvík, Bergþórugötu 51. Börn, tengdabörn og barnabörn. Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 |: HOTEL LOFTLEIÐIR ^ O ICELANDAIR HOTELS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.