Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ferðabrot frá Israel IV Naglasúpa á krossgötum Eftir friðsama tíð í Amirim, þar sem grænmetisætur brutu land fyrir 30 árum og fólk lifir af ferðamennsku og heilsu- rækt, heldur Freysteinn Jóhannsson ----------------—p--- áfram ferð sinni um fímmtugt Israel. LEIÐIN frá Amirim vestur á strönd liggur fyrst um grýttar hæðir, en þegar þeim sleppir tekur gróðursældin við fram sléttuna til sjávar. Við beygjum til norðurs fram hjá Akko í átt að Nahariyya. Þar við veginn er samyrkjubúið Lohamei Hag- hetaot og þar er Helfararsafnið. Samyrkjubúið var stofnað 19. apríl 1949, þegar sex ár voru liðin frá uppreisninni í gyðingahverfi Varsjár. Flestir stofnendanna voru menn, sem höfðu lifað af ofsóknir nazista, og til Israel komu þeir staðráðnir í að stofna samyrkjubú í minningu þeirra, sem börðust í gyðingahverfunum. Safnið geymir sögu þeirra gyðinga, sem í gettó- unum voru. Þama eru stundaðar rannsóknir, haldnar sýningar, fyr- irlestrar og námskeið og á síðasta ári komu þangað um 120 þúsund gestir. Okkur eru sagðar tvær sögur af handahófi; gyðingakona í Vilnius hafði gifzt pófessor í heimspeki þar í borg. Dag einn er gyðingum safnað í hús eitt til að hlusta á frásögn illa særðrar konu, sem sagði þeim frá útrýmingar- herferð nazista á hendur gyðing- um og lýsti því, hvemig hún fyrir tilviljun eina hafði komizt lifandi undan kvölurunum. Hjónin áttu bágt með að trúa frásögninni, vildu eigna kommúnistum í Vilnius hlut í ofsóknunum, en ákváðu samt að flýja úr borginni. Og hvert fóra þau ? Þau flúðu í annað gyðinga- hverfi, í annarri borg - trúðu því ekki, að það sem gerðist í Vilnius, væri líka að gerast annars staðar. Fyrir tilviljunina lifði konan stríðið af. BARNASAFNIÐ er í sérstakri turnlaga byggingu; þriggja hæða kjarni með göngubeltum umhverfis. HÚS andspyrnunnar í gyðingahverfunum; Helfararsafnið, geymir sögu þeirra, sem bjuggu í gettóunum. MINNINGASTUÐ, nýjasta dansverk Rami Be’er er kraftmikið og áhrifaríkt. Miðjarðar- haf ÍSRAEL RADDIR barnanna óma þegar gengið er um gettóið. AFMÆLISSÝNINGIN í Suzanne Dellal Centre er svipmikil og fjölbreytt eins og afmælisbarnið sjálft. EGYPTA- 'J—» Q í Tulsin í Sovétríkjunum sálugu bjuggu um 3000 gyðingar í opnu gettói, þegar fréttir fóra að berast af ofsóknunum á hendur gyðing- um. Svo stóð til að loka gyðinga- hverfinu, en þar sem kommúnistar vildu aðeins unga menn til liðs sig við sig, en ekki fjölskyldur, ákváðu gyðingamir að berjast til þrautar gegn nazistum, þegar þeir kæmu. Þetta var í október 1942. Þúsund þeirra voru drepnir á staðnum, tvö þúsund flúðu til skógar, en aðeins 70 komust af. En í öllum hörmungunum reyndi maðurinn að lifa ein- hverju lífi. Og í því lífi, sem annars staðar, var menning; tón- leikar voru haldnir, leikrit leikin, fyrirlestrar fluttir, ljóð lesin og sögur sagðar. Og lífinu var lýst í myndum. I safninu era geymd um 3000 myndverk um helförina og eru þau talin vera um helmingur þeirra teikninga og annarra mynd- verka, sem til era í heiminum um þetta efni. Af þeim 3000, sem safnið geym- ir, era um 1000 frá tíma helfarar- innar, gerð undir dauðans ógn í gettóum og útrýmingarbúðum, fal- in og síðan flutt út með ýmsum hætti, oft ævintýralegum, alltaf hættulegum. í einum sal safnsins skoðum við teikningar af lífi og dauða í gettó- inu. Á barmi hyldýpisins heitir þessi sýning og höfimdur mynd- anna er Ella Lieberman-Shieber. Og þegar hryllingur þeirra síast inn í meðvitund mína er líkt og ég loki hringi. Hann á upphaf sitt í Auswitch fyrir tuttugu áram, þeg- ar leið mín lá um Pólland. Þá gekk ég um búðirnar og þögn þeirra æpti á mig svo að mér setti óhug, sem hefur í raun aldrei dáið sál minni. Standandi á járnbrautarastöð- inni fann ég teinana titra undan lestunum, sem komu æðandi dag og nótt með fórnarlömb gasklef- anna. Og nú, þarna á veggjum andspyrnusafnsins, sé ég í teikn- ingunum svart á hvítu það sem ímyndun mín upplifði í Auswitch. En raddirnar era ekki þagnað- ar að heldur. í turnlaga byggingu er sérstakt bamasafn. Þar fikra gestir sig niður í hringjum og ganga um leið hjá endurgerðum húsum og heyra barnsraddir lýsa lífinu í gettóinu. Þetta eru börn að lesa úr bréfum, dagbókum og öðru efni, sem börn gettóanna bjuggu til. Og þegar horft er inn í herbergin og hlustað á lýsingar barnanna er auðvelt að sogast al- gjörlega inn í þann heim, sem þarna er verið að end- uróma. Það er svo þrátt fyr- ir allt ákveðinn léttir að sjá á sjónvarps- skjám löngu fullorðið fólk rifja upp endur- minningar úr gettóun- um. Þetta fólk hefur að minnsta kosti kom- izt af. Á einum veggnum stendur: „Ef allir dag- ar eilífðinnar breytt- ust í blek og ég hefði pappír, sem næði um jörðina alla, myndi ég hvergi nærri geta lýst til fulls þeim þjáningum og tárum sem þessar villimannslegu pynt- ingar ollu.“ Hvað má ég þá í þessu blaði? Yehudit Arnon lifði gettóið af. Hún varð að hætta dans- námi 12 ára af því að hún var gyðingur, en fann áfram sína upplyftingu í dansinum. Þjóðverj- ar báðu hana að dansa fyrir sig á jólum, en hún neitaði og var refsað fyrir með því að standa berfætt í snjónum úti. Og berfætt í jóla- snjónum hét hún því, að ef henni auðnaðist líf, þá myndi hún helga það dansinum. Og hér er ég, segir hún og brosir. Og hún hefur staðið vtö sitt. Hún kom til ísrael 1948, settist að á samyrkjubúinu Ga’at- on í Vestur-Galíleu og þar stofnaði hún dans- skóla og byggði upp dansflokkinn, sem kenndur er við samyrkjubúskap og nútímadans; Kibbutz Contemporary Dance Company. Yehudit Arnon er lágvaxin og snaggara- leg þar sem hún stendur og lýsir ástríðu sinni og list. Hún er brosmild og brosið lýsir upp dökk augun. Nú er hún listrænn ráð- gjafi dansflokksins, sem er rómað- ur mjög og hefur komið víða fram erlendis við góðan orðstír. List- rænn stjórnandi hans og aðaldans- höfundur er Rami Be’er, sem er fæddur og uppalinn á Ga’aton og gekk til liðs við dansflokkinn 1980. Og lífið í gettóinu leitar enn fram í dansinn. Rami Be’er segir um sitt nýjasta verk sitt; Minn- ingastuð: Sem sonur fólks, sem lifði ofsóknimar af, kaus ég að fást við efni, sem hefur leitað á hug minn áram saman: þau áhrif sem minningarnar um helförina hafa á líf okkar...“ En ísraelskur dans blómstrar víðar en á samyrkjubúum. í Tel Aviv er Suzanne Dellal Centre, þar sem dansflokkarnir Batsheva og Inbal era á heima- velli. Þetta dans- og leikhús er fal- lega í sveit sett í elzta hluta Tel Aviv; Neve Tzedek. í því eru þrír salir; sá stærsti tekur 400 manns i sæti, annar 260 og í þeim þriðja eru 160 sæti. Þarna fara fram dans- og leiksýningar og einnig eru verk sviðsett úti í grænum garði á sumardögum. Miðstöð þessi var tekin í notkun 1989, en á bak við stendur Dellal fjölskyldan í London. Algengt er að söfn í ísra- el séu að litlum eða stóram hluta reist fyrir fé frá Gyðingafjölskyld- um erlendis. í tilefni 50 ára afmælis Israels- ríkis er þarna sýnt dansverk í 8 þáttum, sem á að gefa mynd af þeirri grósku, sem nú ríkir með danshöfundum og dönsuram í Isr- ael. Þetta er svipmikil sýning og fjölbreytt, sérhver dansþáttur með sínu lagi; heimur út af fyrir sig, en saman era þeir margþætt mynd af því þjóðfélagi sem ísraelsmenn búa við nú um stundir. Yehudit Arnon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.