Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Nú verða menn að taka til hendinni ÞAÐ líður senn að síðasta þingi þessa kjörtímabils og ekki seinna vænna að sýna á öll sín spil fyrir upp- gjör næsta vors. Þegar góðærið færir svo mörgum sanna gósen- tíð er von að hér á bæ sé hugað að þeim sem þetta góðæri hefur svo undarlega mikið hjá garði gengið. Sannarlega vitum við að það gildir um fleiri í þessu þjóðfélagi ofur- innflutnings og einka- neyzlu ofhlæðis í kjöl- farið hjá miklum fjölda fólks. Jafnframt hljótum við auðvit- að að fylgjast með vaxandi mis- skiptingu gæðanna s.s. margir hafa mætavel bent á. Ég minni aðeins á einn virtasta mann markaðarins, Sigurð B. Stefánsson, sem nýlega hefur bent hér bærilega á og ekki síður orð fyrrum forsætisráðherra okkar og góðs samstarfsmanns um árafjöld, Steingríms Hermannsson- ar, sem í viðtölum lýsti misskipting- unni sem meinvaldi þjóðlífsins. Af fyrri kynnum og reynslu veit ég að þar mælir hann manna heilastur, því í öllu stjómmálavafstri sínu gleymdi hann ekki að gæta að hag þeirra sem minna máttu sín og vildi kjör þeirra betri og bjartari. Dag hvem fæ ég hingað inn til mín lifandi sannanir þeirra lífskjara sem ættu ekki að þekkjast hjá þess- ari auðugu þjóð í þessari gullöld góðærisins. Öfan á heilsumissi og hremmingar hvers konar þarf þetta fólk alltof margt að berjast von- lausri baráttu við að láta enda ná saman eða þá að það tekst með því að herða sultarólina á svo margan hátt. Það er von að spurn- ingar vakni dag hvem hversu þetta megi vera, hvert leiðir þetta þjóðfélag okkur, þegar kaldur og grimmur markaðurinn án alls sem mannlegt er ræð- ur svo ríkjum, að vísi- tölur verðbréfanna era guðspjöllin helgu sem tíunda verður hvert kvöld sem sú Grótta- kvörn er í gangi. Öryrki kom hér með glöggt yfírlit yfir tekj- ur sínar og útgjöld. Ungur missti hann svo heilsu að enginn er rétturinn í lífeyrissjóði, heilsufarið um árafjöld slíkt að vinnumöguleikar era engir og bæt- ur almannatrygginga allt í allt 68 Dag hvern, segír Helgi Seljan, fæ ég inn til mín lifandi sannanir öeirra lífskjara sem ættu ekki að þekkjast. þús. kr. og þá komin inn í þá tölu uppbót vegna lyfja- og lækniskostn- aðar, sem öll hverfur í þá hít og ríf- lega það. Þá era það 63 þúsundin ein eftir til alls lifibrauðsins og þeg- ar húsaleigan að frádregnum húsa- leigubótum sem vel að merkja era rækilega skattteknar og annað henni tilheyrandi var komin inn í myndina þá voru 40 þúsund eftir til allra annarra þarfa. Ég veit ég lifi, Helgi Seljan Eg sé fyrir mér mennskan heim ÉG SÉ fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og ég hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Island sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla ... ég sé fyrir mér hvemig þetta muni gerast ... ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alstaðar í öll- um götum, hittist fólk heima hjá hvert öðra vikulega. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sín- ar og þrár, aðeins eftir hamingju- sömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, óinerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og lit- lausa tilvera. Ég sé fyrir mér fólk alstaðar úti um allt land byrja að hittast viku- lega og reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og ein- staklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu upp- götvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fýrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alstaðar og úti um allt, þetta fer að gerast, muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, ham- ingju og gleði. Eg sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjóm á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn geng- ur fýrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er að- eins þannig að öll völdin, öll upp- spretta græðginnar, allir áhrifa- miðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki Júli'us Valdimarsson en ég lifí ekki lífinu eins og það er kallað, sagði þessi annars óvílsami maður og hver maður fær séð að það eru orð að sönnu. Hann spurði aðeins í hógværð sinni: Er til of mikils mælzt að þessi 63 þúsund verði þó 70 þúsund sem era hin lægstu lágmarkslaun? Og ég varð að svara því til að það þætti þeim sem með fjármálin fara hrein fjarstæða, algjör ofrausn. Öll barátta Öryrkjabandalagsins í kringum síðustu kjarasamninga til að ná fram þessu algjöra lágmarki tókst ekki betur en þetta og í kjara- samningum þar áður, láglauna- samningunum frægu, vora öryi’kjar einmitt hlunnfamir, ekki meðhöndl- aðir sem það láglaunafólk sem þeir að svo alltof miklum hluta eru. Málarekstur út af því hjá umboðs- manni Alþingis nú aðeins 30 mán- aða, án allra svara enn, enda ráðu- neytissvarendum tregt tungu að hræra. En þessi greindi öryrki innti eftir fleiru. Af hverju fær hann vinur minn í hjólastólnum örorkulífeyri einan sem sjálfstæður einstaklingur af því hann er kvæntur konu sem blessunarlega hefur þokkalegar tekjur? Og ég benti honum aftur á baráttu sem m.a. hefur nú upp á síðkastið átt sér sterkan enduróm á Alþingi en allt komið fyrir ekki. Og enn spurði hann: Vinkona mín, illa fötluð, er að baksa við af veikum mætti að vinna hálfan dag- inn. Útkoman er eitthvað í kringum 1450 krónur í plús á mánuði og þá er jú eftir að draga frá kostnaðinn til og frá vinnu. Er þetta hægt? Ég sagði honum frá hinum ofurlágu tekjumörkum af vinnu án skerðing- ar tekjutryggingar og árangurs- lausri baráttu fyrir því að hækka þau mörk a.m.k. upp í þau sem greiðslur úr lífeyrissjóði eru. Það væri eins og að tala við vindinn. Lokaorðin hans vinar míns sem skýra upphaf þessa pistils vora þessi: Ja, menn verða aldeilis að taka til hendi á þingi í vetur svona fyrir kosningar. Áframhald á þess- um ósköpum okkur til handa skal ég aldrei kjósa yfir mig. Og mundi hér hæfa amen eftir efninu. Höfundur er framkvæmdastjóri ÓBI. auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur ... ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjöró- líka allri sögu mannsins hingað til ... ég sé nýja mannveru fæðast. ísland sem mennskt land Ég sé fyrir mér ísland sem mennskt land. Ég sé fyrir mér Island, sem fyrsta landið í heiminum sem nái þessu marki. Ekki vegna þess að hér búi betra fólk, því að fólk al- staðar annars staðar á plánetunni býr yfir sömu þrá og starfar að sama marki. ísland er hins vegar lítið land, sem samt sem áður hefur / Eg sé fyrir mér, segir Júlfus Valdimarsson, bjartan, breyttan og mennskan heim. öll einkenni annan-a þjóðfélaga. Allar stofnanir og félög era hér eins og annars staðar. Flestir kyn- stofnar og þjóðir eiga fulltrúa sína í íslensku þjóðfélagi og era hluti af því eins og annars staðar. Allar stefnur og straumar, allir fordóm- ar, allt trúleysi, allt vonleysi, allt óöryggi, öll tortryggni, öll græðgi, allt tillitsleysi og allt óréttlæti er hér eins og annarsstaðar. Allt þetta sem þarf að leysa alls staðar í heiminum er einnig hér. Við eram hins vegar svo örfá og það er svo auðvelt fyrir okkur að hittast persónulega og reglulega. Það er svo auðvelt fyiir okkur að mynda mannlegt net sem nær til hverrar götu, allra hverfa, þorpa og bæja, allra skóla og vinnustaða og allra félaga. Þetta er svo auðvelt Tveggja flokka kerfí VERT er að hafa í huga, að frá árinu 1915 hefir ekki verið unnt að mynda meiri- hlutastjórn eins flokks á íslandi. Enda þótt einmennings- kjördæmi hafi verið úti á landsbyggðinni, hafa hlutfallskosning- ar allan tímann verið í höfuðborginni. Það nægði til að hleypa smáflokkum inn á þingið og skapa stj órnarmyndunar- erfiðleika. Frá 1915 voru landskjörnir þingmenn, sex að tölu, valdir með hlutfallskosningu og landið þá eitt kjördæmi. Árið 1933 fengum við svonefnda upp- bótarþingmenn, fallna frambjóð- endur í kjördæmi, er hlutu sæti á Fólk veit í rauninni ekki á kjördegi, segir Magni Guð- mundsson, um hvað það er að kjósa. Alþingi skv. heildarfylgi flokka. Árið 1942 urðu hutfaílskjördæmi sex í landinu utan Reykjavíkur og minnihluti þingmanna eftir það kosinn óhlutbundið. Kerfi hlut- fallskosninga var svo fullkomnað 1959, er landinu öllu var skipt í stór kjördæmi með hlutfallskosn- ingu. Hlutfallskosningar era einmitt gagnrýndar fyrir þá sök, að þær efli smáflokka og flokksbrot og hjá lítilli þjóð. Þetta er svo auðvelt, eins og það er auðvelt fyrir arki- tektinn að byggja líkan að hinni stóra og fallegu byggingu á litlu vinnuborði á vinnustofu sinni. Eins auðvelt eins og það er fyrir arki- tektinn að leysa úr öllum málum, vegna smæðar módelsins íýrir framan hann, getum við leyst úr málum til að byggja okkar félags- lega líkan sem síðan er hægt að byggja í margfaldaðri stærð úti um allan heim. Úti í heimi er einnig mikil þekking á byggingu hins mannlega nets og hins félagslega líkans og margir húmanistar al- staðar í heiminum munu aðstoða okkur við þetta litla módel. Ég sé fyrir mér sjálfan mig, brosandi og hamingjusaman ... ég sé fyrir mér börn mín og barna- böm stolt og hamingjusöm og full gleði og tilgangs vegna þess að við höfum svo mikið að gefa hvert öðra... Ég sé fyrir mér fordæmisáhrif þess mennska þjóðfélags sem okk- ur mun takast að mynda hér á Is- landi. Hingað munu margir koma til að upplifa félagslega íýrirmynd hins mennska þjóðfélags. Við mun- um einnig frétta af sífellt fieiri þjóðfélögum, bæjum, þorpum, hverfum og götum þar sem tókst að breyta völdunum og opna fram- tíð eins og hér. Ég sé fyrir mér alþjóðlega mennska þjóð ... ég sé fyrir mér nýja framtíð ... ég sé fyrir mér fólk- ið ... ég sé fyrir mér bjartan, breyttan og mennskan heim! Þetta vil ég segja öllum sem mér þykir vænt um, öllum sem ég þekki og einnig þeim sem ég þekki ekki núna en á eftir að kynnast og einnig öllum hinum. Höfundur er leiðbeinandi i Húman- istahreyfingunni og talsmaður Húmanistaflokksins. geri myndun ríkis- stjórnar erfiða. Stærsti flokkurinn verður að semja við minnihlutaflokk, einn eða fleiri, og þar með víkja frá stefnu sinni, en framkvæma bar- áttumál viðsemjanda að meira eða minna leyti. Þannig er sjón- armiðum minnihlutans þröngvað upp á meiri- hlutann, sem er brot á grundvallarreglu lýð- ræðisins, - þeirri, að meirihlutinn eigi að ráða. Reynslan af hlut- fallskosningum hefir leitt í ljós fleiri ágalla fjölflokkakei’fis. Einn er skortur á vali fyrir kjósendur. Enginn flokkanna getur boðið upp á eigin lausn vandamála, því að semja verður við annan eða aðra. Allt er undir því komið, hvernig kaupin gerast á eyi’inni. Fólk veit í rauninni ekki á kjördegi, um hvað það er að kjósa. Annar ágalli er samábyrgð flokka. Þegar tveir eða fleiri fara með völdin, ber enginn sérstakur þeirra ábyrgð á stjórn- arstefnunni. Þar með er úr sög- unni hin gamla og góða regla, að flokkur standi eða falli með sínum gerðum. Þriðji ágalli margflokka stjórnarsamstarfs er vanmáttur í viðureign sérhagsmuna. Báðir að- ilar eða allir verða að „slá af“ skoðunum sínum, svo að þræða verður eins konar meðalveg. Þetta hefir komið berlega í ljós í glímunni við verðbólgu 1940-90. Er athyglisvert og um leið tákn- rænt, að tvær utanþingsstjórnir stóðu sig best. Þau lönd, sem halda fast við ein- menningskjördæmi, eins og t.d. hin enskumælandi, búa við mun stöðugra stjórnarfar. Þess eins þarf að gæta, að flokkur, sem er í minnihluta með þjóðinni, nái ekki meirihluta á þingi. Slíkt gerist ekki, ef kjördæmin eru tiltölulega smá og atkvæðafjöldi þeirra sem jafnastur. En við erum ekki á þeirri leið. Fyrir dyrum standa lagabreyting- ar til að auka „vægi“ atkvæða, sem svo er kallað. Stanslaus áróður hefir verið rekinn fyrir því í lengri tíð. Önnur hreyfing vekur athygli og gæti orðið til góðs. Hún miðar að því að sameina félagshyggju- öflin. Ef slikt tækist, gæti skapast mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, sem er óskiptur. Myndu kjósend- ur þá öðlast raunhæft val milli tveggja ólíkra pólitískra mark- miða. Afstaða Framsóknar er óljós, því að sá flokkur studdi fé- lagshyggjuflokkana í nýafstöðn- um borgarstjórnarkosningum, en situr í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Kann Framsókn því að klofna eða halda áfram að vera milliflokkur. Margrét Frímanns- dóttir hefir leitt samfylkingaröfl- in. Hún er kona hógvær í mál- flutningi og rökföst. En á móti sækja sérhyggjumenn, sem geta ekki látið af fordómum. Enginn þarf að undrast afstöðu Hjörleifs Guttormssonar eða Steingríms J. Sigfússonar. Hitt vekur meiri furðu, ef Ögmundur Jónasson, óháður, hyggst með „Stefnu" koma á fót enn einum stjórnmála- flokki. Ági-einingur um ESB er mikill, bæði meðal flokka og einstaklinga. En þetta er mál landsmanna allra, og friður myndi nást um það, ef ákveðið væri að senda ekki aðildar- umsókn, nema samþykkt væri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Höfundur er doktor í hagfræði. Magni Guðmundsson 4 C H 4 c 4 4 € 4 4 C 4 4 C $ i c i i C i i i < ( í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.