Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ s Eg þakka lífið „Hann féll frarn á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „ Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? ... Trú þín hefur bjargarþér. “ S Eg þakka fyrir tón- listina í eyrum mín- um. Ég þakka fyrir myndina í augum mínum. Ég þakka fyrir lífið í æðum mínum. Ég veit ekki hvað ég var eða hvað ég verð. Ég hef ekki áhyggjur af því. Ég er hér núna. Ég þakka fyrir æsku mína. Ég þakka vináttuna sem var. Hvert einasta svar, hvert einasta við- mót, hver einasti hugur hafði gildi og áhrif á mig. Ég þakka foreldrum mínum og systkinum. Polinmæðin er dyggð og ástin náð. Ég þakka tillitssemi kennara minna. Ég VIÐHORF þakka traust ----- þeirra sem Eftir Gunnar hafa falið mér Hersvein verkefhi. Ég þakka réttláta dóma. Ég þakka mis- kunnsemina og fyrirgefninguna. Annars hefði ég kiknað undan byrðinni. Ég þakka landinu, stundirnar með þvi jafnt vetur sem sumar. Ég þakka skjólið og öryggið. Ég þakka innihald bókanna, það breytti mér. Eg þakka hjálparhöndina. Ég þakka konunni sem braut regluna til að liðsinna mér. Ég þakka manninum sem tók málstað minn gegn hagsmunum sínum. Ég þakka heppnina og hlið- hollar tilviljanir. Ég man eftir konu sem hjúkraði mér á spítala. Ég man eftir huggunarorðunum. Ég man eftir ... Ég þakka umvöndun og mild- an agann. Ég þakka orðin sem hafa opn- að mér sýn. Ég þakka iðnina og tæknina og athafnasemi annarra. Ég þakka þeim sem hjálpuðu mér án þess að bera skylda til og líka þeim sem bar skylda til. Ég þakka þeim sem umbera mig. Ég þakka af veikum mætti. Ég er byrjandi. Ég reyni að muna ég á ekkert skilið. Ef til vill endist mér ekki ævin til að þakka fyrir allt, ekki bara fyrir matinn. Ég reikna með að þakklætið sé mikilvægt í mannlegum sam- skiptum. Tilætlunarsemin kemur hinsvegar oft í veg fyrir að manneskjan muni að þakka. Henni finnst bara eðlilegt að fá svona mikið án þess að vinna fyrir því: Heilsu, öryggi, heimili, börn ... Mörgum (held ég) finnst svo eðlilegt að hafa það sem þeir búa við og að þiggja frá öðrum, að það hvarflar ekki að þeim að þakka. Þeir upplifa hvorki innra þakklæti né færa öðrum þakkir fyrir góðviljann. Og: „Við komum ekki auga á það besta í lífinu, heilsuna, fyrr en við erum orðin heilsulaus, æsk- una fyrr en á gamals aldri og frelsið fyrr en í ánauð.“ Ef sérhver er einn, hversu mikið á hann þá ekki öðrum að þakka af því sem hann öðlast? Ekkert er sjálfgefið. Enginn dagur. Ekkert líf. Enginn dauði. Allt er annaðhvort gefið eða tek- Lúkas 17.16-20. ið. Sumir menn þakka allt, bæði það sem þeir fá og það sem þeir missa, jafnt gæfu sem ógæfu. Þeir þakka fyrir að hafa fengið að eiga það áður en þeir misstu það og þeir þakka ógæfuna því hún breytti þeim. Aðrir þakka að minnsta kosti fyrir góðar gjafir lífsins. Þökkin geymir einhvern leyndardóm. Ég held að í henni felist ein- hver máttur, eitthvað veigamikið atriði. Maður þakkaði Jesú og það tryggði honum gæfuna. Þakklætið veitir gleði, bæði þeim sem finnur til þess og þeim sem þiggur það. Þakklætið full- gerir verkið. Manneskjan hefur allt að þakka. Henni skortir aldrei þakkarefnin. Hún getur þakkað himin og jörð, vini, samúð, orð, aðstoð, virðingu, peninga. Þakk- arefnin eru alltumlykjandi og ef til vill flest ósýnileg. Gjöfin er þegin og hana þyrfti til að þakka. En þakklætið er mönnum frjálst og það eru mis- tök að reikna með þakklæti ann- arra. Ekki reikna með þvi, óvænt þakklæti gefur mest. Sífellt þakklæti getur líka verið þreytandi. Réttur hugur þakk- lætis er á óræðum stað. Þakklætið er gott en krafan er vond. Það sem eitrar mannleg samskipti mest er andstæða þakkarinnar: Krafan um að fá, krafan um að aðrir geri þetta eða hitt. Krafan um að njóta virðingar, krafan um hvernig aðrir eiga að vera, hvað þeir eiga að gera og hvemig tilfinningar þeir eigi að sýna. Krafan er snákurinn í grasinu. Hún splundrar samböndum og skiptir fjölskyldum. Krafan um mannlega reisn er rétt en krafan til annarra um meira og meira er röng. I kröfu- gerðarmanninum býr h'tið þakk- læti. Hann ætlast til alls og man ekki að hann var ekkert og hefur ekki orðið neitt. Bara að hann gæti lært að þakka yrði líf hans og annarra bærilegt og gleðin gæti hugsanlega skotist í heim- sókn til hans endrum og eins. Ég er ekki sérfræðingur í þakklæti. Ég hef bara rekið mig á að krafan til annarra veldur sí- felldu angri og ég hef séð hvem- ig þakklætið bætir andlega heilsu manna. Þakklætið er eftirsóknarvert. En það verður sennilega að vera gert með réttum hug og vera satt. Það er gott og aðdáunar- vert þegar það heppnast. Jafnvel hamingjan er háð þakklætinu, því sá sem kann að þakka fyrir það sem hann hefur, fyrir það sem aðrir gefa honum og fyrir aðra lánsemi í lífinu er líklegur til að skynja gæfu sína. Hinn gerir meiri kröfur en sann- gjamt er og stefnir hærra en hann getur flogið og fall hans verður ef til vill mikið. Þakklæti er tilfinning sem þarf að rækta og þess vegna er hægt að læra að þakka. Þakka lífið og að minnsta kosti allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Niður með kröfuspjöldin! „Statt upp og far leiðar þinnar." Framboð á menntun í hestamennsku eykst enn SIFELLT íjölgar þeim sem vilja auka menntun sína á sviði hesta- mennskunnar og h'tur út fyrir að um það bil 100 manns muni sestjast á skólabekk til að læra fræðin í vetur. Þá er ekki talinn fjöldi manns sem væntanlega mun sækja styttri reiðnámskeið af ýmsu tagfi. Möguleikamir á að afla sér menntunar í hesta- mennsku eru sífellt að aukast, en fyrir utan nám við bændaskól- ana á Hólum og Hvanneyri er nú boðið upp á nám á hestabraut við Framhaldsskólann á Skógum undir Eyjafjölium og nýr skóii, Hestaskólinn, mun hefja göngu sína í október. Við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal munu 30-35 nemend- ur stunda nám í hestamennsku í vetur, flestir á almennri hrossa- braut, en 5-6 á reiðkennara- braut og hefja þeir nám eftir áramót. Eftir eins árs nám á hrossabraut og þriggja mánaða verknám gefst nemendum kost- ur á að þreyta tamningapróf Um 100 manns í námi í hestamennsku í vetur. Ásdís Haraldsdóttir kynnir hér skólana. Félags tamningamanna. Það próf þurfa nemendur m.a. að hafa til að komast á reiðkenn- arabraut. Við Bændaskólann á Hvann- eyri er hrossarækt valgrein og hafa um 10 manns þegar skráð sig í hana. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar skólastjóra eiga nokkrir nemendur enn eftir að skrá sig í valgreinar svo þessi tala getur breyst. Eni þetta nokkru færri nemendur en stundað hafa nám í hrossarækt á Hvanneyri á undanförnum árum. Mikil aðsókn hefur verið í nám við Hestabraut Framhalds- skólans á Skógum undir Eyja- fjöllum, en kennsla á þeirri braut hófst í fyrra. Alls eru 27 nemendur skráðir, þar af 20 ný- nemar og getur skólinn ekki tekið við fleiri nemendum. Að sögn Sverris Magnússonar skólameistara er aðsóknin framar vonum og er nú stefnt að því að bæta aðstöðu til náms í hestamennsku á Skógum. Nýr skóli, Hestaskólinn, hef- ur verið settur á stofn á Ingólfs- hvoli í Olfusi. Aðalkennari og skólastjóri er Hafliði Halldórs- son tamningamaður. Þar verð- ur boðið upp á fjögur 10 vikna námskeið á ári í tamningu, þjálfun, hrossarækt, járningu, fóðrun og mörgum fleiri grein- um. Námið er jafnt fyrir Islend- inga og útlendinga, en þeim er gefínn kostur á íslenskunámi, enda fer kennslan fram á ís- lensku. Tólf nemendur verða á hverju námskeiði og nú þegar er orðið fullt á námskeiðinu sem hefst í janúar, en 10 hafa skráð sig á fyrsta námskeiðið sem hefst í október. Skráningar eru einnig hafnar á námskeið sem hefst í apríl. Morgunblaðið/RAX NEMENDUR og kennarar á hestabraut á Skógum undir Eyjafjöllum. * I hestamennsku til reynslu í einn vetur MARGIR eiga sér þann draum að geta stundað hestamennsku. Það er aftur á móti hægara sagt en gert að hella sér út í sportið, kaupa hest, reiðtygi og allt sem til þarf ef maður er ekki alveg viss hvort það hentar manni. Það var einmitt þessi staðreynd sem kveikti hug- myndina hjá Anton Viggóssyni um að bjóða fólki upp á að leigja alla útgerðina í einn vetur og sjá svo til með áhugann eftir það. Anton er potturinn og pannan í þessu nýstárlega verkefni, en tvær fjölskyldur standa saman að því. Þær ætla að vera með fjórtán hesta á húsi á svæði hestamannafélags- ins Andvara á Kjóavöllum í vetur. Hugmyndin er að bjóða fólki að leigja einn hest og allt sem til þarf svo sem bás, reiðtygi, fóður og fleira frá janúar fram á vor. Þeir sem þama verða saman í húsi munu svo skiptast á að hirða hest- ana. Veturinn á því að gefa nokkuð raunverulega mynd af því hvað fylgir því að eiga hest, ríða út og sjá um að hirða hann. Anton sagði í samtali við Morg- unblaðið að lögð verði áhersla á að fá góða og þæga hesta sem henta öllum. Því geti þeir sem aldrei hafi komið á hestbak áður líka tekið þátt í þessu. Vanir hestamenn og tamningamaður verða innan hand- ar og verður boðið upp á reiðnám- skeið fyrir þá sem telja sig þurfa á því að halda. „Fólki verður hjálpað alla leið og þeir sem eru óvanir geta byrjað á byrjuninni,“ sagði hann. „Einnig verður lögð áhersla á að allir læri að umgangast hestana og gilda strangar reglur í hesthúsinu. Þrátt fyrir það verður hverjum og einum frjálst að haga sínum útreiðum hvemig sem honum hentar svo framarlega sem reglurnar verða í heiðri hafðar.“ Anton segist lítið hafa auglýst þessa starfsemi enn, en viðbrögð hafa samt verið góð. „Nú er ég í sambandi við bændur og er að safna að mér hestum. Hestarnir verða svo til sölu ef þeir sem fá áhuga á að halda áfram í hesta- mennskunni vilja kaupa reiðskjót- ann eftir veturinn." Ásdís Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.