Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐ FLYTJA STÓR TRÉ - II - Flutningur og gróðursetning - í SÍÐASTA pistli var farið nákvæm- lega yfir það hvemig á að undirbúa stór tré fyrir flutning. Undirbúningurinn felst í því að róta- skera plöntumar á réttum tíma. Hér verður haldið áfram þar sem frá var horf- ið og er nú komið að því að flytja stóru trén frá fyrri vaxtar- stað yfir í nýju heim- kynnin. Sagt er að hættu- legasti tíminn í h'fi plantna sé einmitt í flutningum. Því er um að gera að vanda vel til verka. Þegar stór tré em tekin upp er grafin renna í kringum þau í þeirri fjarlægð sem ræturnar vom skomar í. Klippt er á allar stórar rætur með átaksklippum. Þegar komin er góð renna allt í kringum tréð er því hallað á ýmsa vegu á með- an skorið er undir hnausinn. Þegar hnausinn er tilbúinn og tréð laust er trénu hall- að til hliðar og strigabút rennt undir hnausinn. Þá er trénu hallað í hina áttina og strigabúturinn dreginn að hluta til undan trénu þannig að nú stendur tréð á striganum. Strig- inn er svo hnýttur saman á hornunum ofan á hnausnum, upp við stofn trés- ins. Mikilvægt er að striginn falli þéttingsfast upp að hnausnum, þannig styður hann við hnausinn og held- ur betur raka á rótunum. Þegar um er að ræða mjög stór tré get- ur verið gott að bregða hænsnaneti utan um hnausinn og tryggja þannig enn frekar að hann haldist í heilu lagi á meðan á flutning- um stendur. Þegar tré em flutt milli staða verður að gæta þess að yfirbygg- ing þeirra verði ekki fyrir hnjaski. Sár á berld, brotnar greinar og annað slíkt gera trén veikari fyrir og geta hreinlega komið í veg fyrir að trén nái nokkum tíma að dafna. Er þá verr af stað farið en heima setið. Ef trén era laufguð er mikilvægt að breiða yfir þau á meðan á flutningi stendur til að draga úr útgufun um blöð plantnanna. Jafnvel getur verið til bóta að úða vatni yfir trén áður en breitt er yfir þau. Yfirbreiðslan má alls ekki vera úr glæm plasti, það gerir illt verra. Hún þjónar í raun tvennum tilgangi: Að skyggja á plöntumar og skýla þeim fyrir vindi.-Best er að flytja stór tré á vorin áður en þau laufgast eða á haustin um það leyti sem þau fá haustlit eða em búin að feíla laufið. Skemmdir af völdum ofþomunar verða þá í lágmarki. Einnig getur veðrið á meðan á flutningi stendur gert gæfumuninn. Brakandi þurrkur getur orðið banamein trjáa þótt hann haldi sjálfsagt lífinu í bú- stofni bændastéttarinnar. Heppi- legasta veðrið fyrir trjáflutninga er skýjað, lygnt og smá rign- ingarúði. Sjálf gróðursetningin fer þannig fram að graf- in er ógnarstór hola. Hún þarf að vera dá- lítið rýmri en svo að hún rúmi hnaus plöntunnar. Áður en plantan er sett í hol- una er gott að setja í hana ágætis slettu af húsdýraáburði og hræra hann saman við moldina sem fyr- ir er. Húsdýraáburð- urinn ætti helst ekki að komast í snert- ingu við rætur plönt- unnar því hann get- ur brennt þær. Því getur verið gott að setja þunnt moldarlag ofan á hræringinn í botni holunnar. Trénu er því næst komið fyrir í holunni þannig að það stendur dálítið dýpra en það stóð áður. Moldinni er nú mokað að hnausnum og hún þjöppuð var- lega til að tryggja að hvergi sé loftrými við ræturnar. Eftir gróðursetninguna er plantan vökvuð vel og vandlega. í raun er tæplega hægt að drekkja ný- fluttum trjám. Stór tré taka á sig talsverðan vind. Uppbinding er því nauð- synleg á meðan trén era að ná rótfestu. Uppbindingar era af margvíslegum toga og jaðrar við trúarbrögð hvaða gerð menn vilja nota. Sjálfsagt er einfaldast að nota tvo tii þrjá góða staura fyrir hverja plöntu og reka þá niður í dálítilli fjarlægð frá stofni plöntunnar. Þeir þurfa að ganga talsvert djúpt niður í jarðveginn til að eitthvað hald sé í þeim. Því næst er plantan bundin þannig upp að stofn hennar getur ekki sveiflast til. Nota má gúmmí- slöngur, gamlar nælonsokkabux- ur eða strigaborða til að binda plöntuna upp. Eftir tvö til þrjú vaxtartímabil ætti rótakerfi plöntunnar að vera það þroskað að fjarlægja má uppbindinguna. Ef vel er að verki staðið má spara sér nokkur ár með því að gróðursetja stór tré. Hitt er ann- að mál að þegar stór tré era flutt án undirbúnings verða þau fyrir miklu áfalli og getur það tekið þau nokkur ár að jafna sig eftir slíkar hremmingar, ef þau þá hreinlega deyja ekki drottni sín- um. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. BLON VIKUNMR 393. þáttur l’mxjío Ágásta BjörnsdóUir UNNT er að flytja allstór grenitré, ef und- irbúningur er réttur. í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð reynsla af Efamol ÁSTÆÐA þess að ég skrifa er að vekja athygli á fæðubótaefninu Efamol (kvöldvorrósaolía). Ég er búin að starfa við hár- greiðslustörf í 28 ár og var farin að finna fyrir verkj- um í liðamótum og þá einkum í höndum og fót- um. Var mér þá bent á að taka inn Efamol kvöldvor- rósaolíu ásamt Sinkvít. Eftir ea. 2 vikna notkun var ég farin að finna veru- legan mun á líðan minni, sem og á húð og nöglum. Ég hélt því áfram að taka þessi efni inn með góðum árangri. Til þess að sann- færa mig um það að það væri Efamol sem hefði þessi áhrif ákvað ég að hætta að taka það inn um tíma. Eftir nokkra daga fóru þreytu- og liðamóta- verkir að gera vart við sig á nýjan leik. Síðan hef ég tekið Efamol og Sinkvít inn daglega sem fæðubót- arefni. Einnig hef ég heyrt um tilfelli þar sem Efamol hefur hjálpað til við að lækna slæma húð í andliti. Ég er því sannfærð um að Efamol gerir kraftaverk við mörgum kvillum og vil því með þessari grein benda fólki á þessa vöru sem eflaust hefur víðtæk- ari vii-kni en rætt var um hér. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Heilsuhússins fyrir góða þjónustu. Anægður viðskipta- vinur Heilsuhússins. Ólafur antiksafnari ÁSTA hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að Ólafi antiksafnara sem er annaðhvort frá Borgarnesi eða Akranesi. Ásta lánaði Ólafi bók sem heitir Marks, og er bókin um antikmerki. Saknar Ásta bókinnar sárt. Ásta biður Ólaf um að hafa samband í síma 553 8237. Ættingja leitað VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Ég hef lengi vitað að ég er af íslenskum ættum og mig hefur alla tíð langað að vita eitthvað um ætt- ingja mína hér. Eg er fædd 1. júlí 1971 á Nantucket-eyju. Ég er dóttir íslenskættaðrar konu. Amma mín giftist ofursta í bandaríska hern- um og var/er islensk. Hann lagði stund á nám í West Point. Móðir mín var 22 ára þegar ég fæddist, ljóshærð, bláeygð og var í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum. Faðir minn var 24 ára, uppruni hans er ekki vitaður en talið að hann sé af bresku bergi brotinn. Ég var ættleidd í okt. 1971 í Cambridge Massa- chussetts. Ef einhver ætt- ingi minn kannast við þessa sögu og langar að hafa samband við mig þá er ég með E-mail heimilis- fang hda71.hotmail.com eða faxnr. 00-55-11-883- 2579.“ Helen Aden. Dæmið ekki ÉG er hneyksluð á grein eftir Böðvar Böðvarsson og Bjarneyju Sólveigu Gunnarsdóttur sem ég las í bréfum til blaðsins í Morgunblaðinu í dag, þriðjudaginn 25. ágúst. Ég vil bara segja við þau, ég skil ósköp vel að þeim líði illa en fólk ætti bara að at- huga hvað það er að gera áður en það skrifar undir fyrir aðra. Þau eru að tala um refsingar í Asíu og Af- ríku-löndum þar sem við- hafðar eru hýðingar og af- tökur. Við búum í kristnu og siðuðu samfélagi hér, þar sem líkamlegar pynt- ingar og aftökur heyra fortíðinni til. Enda verður enginn betri manneskja þótt henni sé refsað líkam- lega. Það ætti að gera meira af því að setja þá er misstíga sig á lífsins braut í endurhæfingu. Sagði ekki frelsari okkar, dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmd. Sigrún Ármannsdóttir. Tapað/fundið Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst fyrir ut- an Iðnskólann í Reykjavík 17. eða 18. ágúst. Upplýs- ingar í síma 557 5678. Fjallahjól í óskilum í Vogahverfi BLEIKT og fjólublátt fjallahjói fannst í Voga- hverfi um miðjan júní. Þeir sem kannast við það hafi samband í síma 553 5254. Dýrahald Páfagaukur týndist í Garðabæ LJÓSBLÁR páfagaukur, 11 ára og grannur, týndist sl. laugardag í Garðabæn- um, frá Markarflöt 31. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband við Kolbrúnu í síma 565 6114. Góð fundarlaun. Grænn páfagaukur týndist GRÆNN páfagaukur með gult höfuð týndist á milli Reykjavíkur og Seltjarn- arness fyrir rúmri viku. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 561 9464. SKAK llinsjón Margeir l’étiirsson STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Recklinghausen í Þýskalandi í sumar. Alex- ander Nenashev (2.625), Úsbekistan, hafði hvítt og átti leik gegn Georg Siegel (2.540), Þýskalandi. 26. Hxe5! - Bxe5 27. Re7+ - Kh8 28. Hxd8 - Hxd8 29. Rc6 - Bxg3 (Svartur tapar manni þvi 29. - He8 gekk ekki vegna 30. Dxf7. Nú vinnur hvítur létt) 30. hxg3 - He8 31. Dfl - De6 32. Kg2 - h5 33. Bxh5 - c4 34. Bf3 - c3 35. Dd3 - Db3 36. Bd5 - Db2 37. Df5 - De2 38. Dxf7 og svartur gafst upp. Joszef Pinter, sem var fastur maður í ungverska landsliðinu áður en Polgar- systur, Leko og Almasi komu til sögunnar, sigraði á mótinu með 7 v. af 9 mögu- legum. 2.-3. Aiterman, Isra- el og Nenashev 6‘/2 v., 4. Kiril Georgiev, Búlgaríu 5V2 v., 5. Siegel 414 v., 6.-7. Luther og Mainka, báðh Þýskalandi 4 v., 8.-9. Skákkonurnar Kachiani, Þýskalandi og Stefanova, Búlgaríu 2V2 v., 10. Hen- richs, Þýskalandi 2 v. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI ~~3 „ ~7Yi/erf7ig er- 'cJap ?" Víkveiji skrifar... OPNUN Hvalfjarðarganga hef- ur nokkuð verið til umræðu á síðustu vikum eftir að biskup Is- lands gerði athöfnina að umræðu- efni á Hólahátíð nýverið. I Morgun- blaðinu var haft eftir stjórnarfor- manni Spalar „að aldrei hafi tíðkast að prestur væri fenginn til að koma við opnun samgöngumannvirkja, hvorki við brýr, jarðgöng né veg- spotta“. Þetta mun vera rangt og hafa nokkur dæmi um slíkt verið nefnd við Víkverja. Árið 1974 var vegurinn yfir Skeiðarársand opnaður við hátíð- lega athöfn. Að lokinni eiginlegri opnunarathöfn hófst dagskrá þjóð- hátíðanefnda í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum. Þar annaðist Sigurbjöm Einarsson biskup hátíð- arstund og bað hann meðal annars fyrir mannvirkjunum á Skeiðarár- sandi. GAMLA gufan stendur alltaf fyrir sínu, hugsaði skrifari einn dag í vikunni er hann hlustaði frá morgni og fram yfir miðjan dag á Rás 1 á Ríkisútvarpinu. Fræðandi þættir og þægileg tónlist, bæði sí- gild og léttari, lét vel í eyrum við heimilisstörfin. Trúlega eru alltof margir sem missa af fjölbreyttu og fræðandi efni þessarar stöðvar sem sannarlega stendur fyrir sínu. Upprifjun frá sjávarsíðunni, björgunarafrek og sorgleg slys var meðal efnis þennan dag. Það var sérkennilegt að heyra frásögn af togaranum Garðari, sem fyrir tæp- um 70 árum var mesta fley íslenska fiskiskipaflotans, og fletta svo Morgunblaðinu tveimur dögum síð- ar og sjá þá myndir og frétt um kolmunnaafla nótaskips með nánast sama nafni. Nú er nafnið Gardar en sem fyrr er skipið meðal þeirra af- kastamestu í flotanum. IÞESSUM dálki í gær var meðal annars fjallað um úrslitaleik bik- arkeppninnar í knattspyrnu milli Eyjamanna og Ólafsfirðinga, sem fram fer á sunnudaginn. Ohætt er að taka undir þau orð skrifara gær- dagsins að þessi leikur getur orðið hin besta skemmtun og fótboltanum til framdráttar enda eigast við tvö af toppliðum íslenskrar knatt- spyrnu. Síðustu ár hefur mikil stemmning myndast fyrir og á þessari hátíð sem bikarúrslitaleikur er. Svo verð- ur öragglega um helgina því bæði lið eiga dygga stuðningsmenn. Von- andi átta vallargestir sig á því að fótbolti er fjölskylduskemmtun þar sem böm era stór hluti áhorfenda. Áfengi og íþróttir eiga ekki samleið og undantekningunum, sem sést hafa á bikarúrslitaleikjum undan- farinna ára, má gjarnan fækka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.