Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 11 FRÉTTIR Hemingway býður leið- sögumönnum í stórafmæli HINN þekkti stangaveiðimaður og rithöfdndur Jack Hemingway var á Islandi fyrir skemmstu, dvaldi hér við veiðar í ýmsum ám í þrjár vikur og hélt síðan af landi brott til annarra veiðilendna. Hann var m.a. í nokkra daga við Laxá í Leirársveit og þar sitja eftir tveir leiðsögumenn, Jón Oddur Guðmundsson og Eiríkur Þor- láksson með heimboð frá honum og boð í 75 ára afmælisveislu hans sem haldin verður í október næstkomandi. „Þetta er besti karl og hefur ver- ið hjá okkur í nokkur ár. Það er skrýtið miðað við hversu lengi hann hefur stundað ferðalög og flugu- veiði hversu stutt er síðan hann uppgötvaði Island. Það eru ekki nema fjögur ár síðan hann kom fyrst, en honum hefur gi-einilega líkað lífið hér því hann hefur komið reglulega síðan og staldrað lengi við. Hann var til að mynda þrjár vikur núna og renndi m.a. I Fnjóská, Rangárnar og ég held í Laxá í Aðaldal auk Laxár í Leirár- sveit. Hann lifir af því að ferðast um, veiða og skrifa síðan um reynslu sína í hin ýmsu blöð,“ sagði Jón Oddur í samtali við Morgun- blaðið. Hemingway, sem er sonur hins heimskunna rithöfundar Er- nests Hemingways, veiddi ágætlega í íslensku ánum að þessu sinni. Mætti með farmiða „Hemingway hefur oft verið að tala um að bjóða okkur Eiríki heim og ítrekað það á hverju sumri. Við höfum þakkað kurteislega fyrir en síðan ekki hugsað meira um það. I sumar mætti hann hins vegar með farmiða og afhenti okkur. Við þurf- um að vísu að koma okkur frá New York og heim til hans í Idaho, en við setjum það ekki fyrir okkur. Við verðum úti allan október, mest við silungsveiðar í Idaho, en við vonumst einnig til að komast til Washington State til að veiða stálhaus. Þetta er allt skipulagt og að frumkvæði Hem- ingways," sagði Jón Oddur. Jón sagðist enn fremur reikna með því að afmælisveislan yrði hin glæsilegasta, enda skildist sér að gestir yrðu eitthvað um 500 talsins. Þar yrðu ýmsir, búast mætti við ein- hverjum stjömufansi sem tengdist dóttur hans, Mariel Hemingway, sem er þekkt leikkona. „Buzz Aldrin, sá sem kom á hæla Neils Arm- strongs á tunglið, verður þarna líka að mér skilst.“ „Hemingway er búinn að upplifa margt og þetta er að mörgu leyti stórmerkilegur karl,“ segir Jón Oddur, „hann er svo forfallinn í veiðidellunni að með ólíkindum má heita. Hann hefur sagt okkur margt af því og annað höfum við lesið í æviminningum hans. Hann segir til dæmis frá því er hann var sendur í njósnaleiðangur á bak við víglínuna í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld- inni. Hann þurfti að stökkva í fall- hlíf og í annarri hendinni var byss- an, en í hinni flugustöngin. Hann þurfti að skrökva því að yfirboðara sínum að hann væri með einhver loftnet í stangarhólkinum. Svo var karlinn að kasta hér og þar þegar færi gafst og einu sinni er hann var niðursokkinn í veiðiskapinn hrökk hann upp við að þýskur herflokkur var kominn fast að honum. En hann hafði verið með fóður sínum í Frakklandi fyrir stríð og kunni því frönsku. Hann gat því kjaftað sig út úr vandræðunum! JACK Hemingway og Jón Oddur Guðmundsson með fallegan smálax við Laxfoss í Laxá í Leirársveit. EIRÍKUR Þorláksson og Jón Oddur Guðmundsson með fína veiði úr Laxá á dögunum. Hjörleifur Guttormsson Opnar heima- síðu á Netinu HJÖRLEIFUR Guttormsson al- þingismaður hefur opnað heimasíðu á Netinu undir heitinu Grænn vett- vangur en nafnið vísar til starfa hans að umhverfismálum. Á vefsíðunum er að finna heimild- arsafn um umhverfismál auk blaða- greina. Einnig fæst í gegnum heima- síðuna yfirlit um öll þingmál og ræður höfundar á Alþingi síðastliðin 10 ár. Slóðin að heimasíðu Hjörleifs er: http:/Avww.althingi.is/hjorlg/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.