Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ —v46 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MINNINGAR OLOFÞORUNN SVEINSDÓTTIR > + Ólöf Þórunn Sveinsdóttir fæddist í Dagverð- arnesseli í Klofn- ingshreppi í Dala- sýslu 22. október 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 27. ágúst. Þau voru tíu systkinin á Sveinsstöðum. Nú eru fimm þessara glæsilegu systk- ina fallin. Nú síðast Olla fóðursystir mín sem er til moldar borin í dag. Olla var bara 68 ára er hún lést. Allt of ung. Hún og fjölskylda hennar voru tíðir gestir á Grund á Fellsströnd þar sem við bjuggum foreldrar mínir og systkini um nokkurt skeið. Olla og fjölskylda komu með Reykjavík inn á gafl í steinhúsinu á Grund; ekki aðeins með því sem þau komu með heldur líka þau sjálf með öllu umhverfi sínu og andrúmslofti. Þó ekki með því að vera „reykvískari" en við heldur líka með því að ganga í öll verk í heyskapnum eða öðru eftir því sem til féll. Og Friðgeir Har- aldsson var hjá foreldrum mínum árum saman og okkur finnst hann yfirleitt vera einn af hópnum, svo lengi var hann í sveit heima. Olla var svo falleg allt til loka að fágætt var. Fyrir nokkrum árum hitti ég mann tekinn að fullorðnast sem hafði séð hana tilsýndar í dyr- unum á vegavinnuskúr vestur á Fjörðum. Hann fékk enn glampa í auga áratugum síðar þegar hann minntist á þessa glæsilegu konu. Þau systkinin frá Sveinsstöðum voru reyndar óvenjulega fallegur hópur og þar er erfitt að finna neitt annað en gott hjartalag. Þessum línum fylgja samúðarkveðjur á út- farardegi ekki síst til Halla sem lif- ir konu sína, barna þeirra hjóna, tengdadætra og barnabarna. Á þessari stundu finna þau vonandi að við getum skapað skjól fyrir hvert annað þegar mikið liggur við. Svavar Gestsson. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. . Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Mikill harmur er kveðinn eftirlifendum við fráfal! JÖðursystur minnar, Ólafar Þór- unnar Sveinsdóttur, sem fædd var í Dag- verðarnesseli á Fells- strönd, Dalasýslu. Ólöf var náttúrabarn að eðli og upplagi. Glæsileg heimskona að ásýnd og framgöngu, grann- holda, hávaxin og tígu- leg. Hún var hlátur- mild, fasaprúð og hug- blíð, brosmild og barn- góð. Heimahaginnn fylgdi henni alla tíð í ljúfsára minni skugga fóðurmissis á ungum aldri og tryggð við Dalina. Þrátt fyrir vitneskjuna um dauð- ans óvissa tíma er náttúra manns- ins sú að hugsa um lífið og horfa hjá skuggum og slútandi skýjum. Þegar öndin sofnar eilífðarsvefni vakna brennandi spurningar um lögmál lífs og dauða. Hvert er það vald, sem allt fram knýr, en ósýn tjöldin hjúpa, sem innst í vitund allra býr og allra kné því krjúpa? A himni og jörðu heldur það, þitt hjarta er því innsiglað, þess nálægð nær úr íjarska. Við lífsins barm, við dauðans dyr vér krjúpum þöglum vörum. Þú sjálfur hnígur síð sem fýr og seint átt von á svörum. 0, vesæll maður, mold ert þú. 0, minnstu Guðs þíns, vak og trú. 0, bið hann þig að blessa. I hjarta þínu Guð þér gaf sinn geisla úr himins boga. Lát tendrast þína trú, sem svaf, sem tiginborinn loga. í þér er Guð. í Guði þú. Frá Guði kemur hjálp þín nú. Ó, kijúp hans barn tii bænar. (Lárus H. Blöndal). Fráfall ástvinar vekur í senn sorg og eftirsjá. Þá hættir okkur stundum til að gleyma lífshlaupi og góðum gerðum. Sá sem lifað hefur lífi sínu í vináttu, kærleika og sannleika skilur eftir sig minnis- varða, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Eftir stendur kærleikur- inn, ljósið sem lýsir upp myrkur sorgarinnar. „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki; ... „hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ 1. Kor. 13. Slík var lund og breytni Ólafar Sveinsdóttur. Þar komu saman í brennipunkti mannkostir, sem vora og verða fyrirmynd og fordæmi um ókomna tíð. Hún var sólbjört í lífi og geislandi minning mun lýsa lif- endum. María Aldís Kristinsdóttir, Har- aldur G. Blöndal og fjölskylda. Hvað kemur fýrst í hugann þegar setja á niður nokkur orð á blað í minningu góðrar vinkonu, sem ég minnist með söknuði og virðingu og fallin er frá í blóma lífsins? Hún var alltaf svo glæsileg í útliti og fram- komu að um var talað hvar sem hún fór. Minningamar hrannast upp um allar þær ánægjulegu samveru- stundir okkar á myndarlegu og fal- legu heimili þeirra Haraldar og Ollu, að Lágabergi og Fellsmúlanum, en þar bjuggu þau þegar okkar kynni hófust. Heimilið í Fellsmúlanum var nokkurs konar samkomustaður vina, sem alltaf voru velkomnir og tekið á móti opnum örmum af öllum í fjölskyldunni. Og ef við fóram í bíltúr að kvöldi til, þá lá leiðin óafvit- andi í Fellsmúlann. Halli og Olla byggðu sitt draumahús í Lágaberg- inu og auðvitað ríkti þar sama and- rúmsloftið og áður, en þar gátu þau ræktað sinn eigin garð og fyllt hann blómum og gleði. Börnin þeÚTa, tengdaböm og bamaböm voru þar tíðum og aldrei var þröng á þingi hversu margir sem í heimsókn vora. Það var lærdómsríkt að fylgjast með fjölskylduböndum Halla og Ollu við allt sitt skyldfólk, tryggðinni við eldra fólkið í fjölskyldunni, sem þau aldrei gleymdu, tóku með í ferðalög og á tyllidögum í mat og drykk. Vin- áttan á milli þeirra mágkvennanna Ollu og Ingu var sérstök, ég fylgdist með því, að alltaf var tilhlökkun á heimilinu þegar von var á Ingu til landsins, þær mágkonur vora sér- lega samrýndar. Elsku Halli, hugurinn dvelur hjá þér og börnunum þínum og fjöl- skyldum þeirra. Það er gott að vita hversu þétt og vel þau standa sam- an við hlið þína, og að minningar- sjóður ykkar er það sem getur veitt huggun í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elín Guðjónsdóttir. Elsku Olla. Pú barst með þér sólskin og svalandi blæ það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fýrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð, við kveðjum þig vina sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. (Agúst Jónsson.) Við sendum öllum ástvinum Ollu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð vaka yfir ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Stella og fjölskylda. LAUFEY HELGADÓTTIR + Laufey fæddist á Búðum á Fá- skrúðsfirði 8. ágúst 1928, hún lést á Landspítalanum 8. ágúst 1998. Systk- ini Laufeyjar eru Geir og Erla. Laufey kvæntist Sverri Björnssyni 31.12. 1957. Sverrir lést 7. október 1997. Þau eignuð- ust tvo syni: 1) Matthías, börn hans eru Elísa, Sandra, Grétar, og fósturdóttir Brynhildur Kr. I sambúð með Björgu Kr. Gisla- dóttur. 2) Þráinn, börn hans eru Sverrir og Valgerður. Einnig átti Laufey son fyrir hjónaband, Grétar Þorsteins- son og er hann lát- inn. Utför Laufeyjar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Kæra Laufey mín. Eg kveð þig með sökn- uði og trega. Mér finnst svo sárt að þú sért farin. Eg hélt að við myndum sjást aft- ur en enginn veit hvað fyrir okkur ber. Þú varst sannur vinur og reyndist mér trygg í öllu. Það var alltaf gott að koma til þín og tala saman yfir kaffibolla, eða fara saman í bæinn. Eg bið góðan guð að varðveita fjölskyldu þína. Guð blessi þig. Björg Baldursdóttir. OLAFUR THORODDSEN + Ólafur Ólafsson Thorodd- sen fæddist hinn 29. júlí 1918 í Vatnsdal við Patreks- Qörð. Hann lést á Landspítalan- um 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafells- kirkju 13. ágúst. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, - það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Þessar einfóldu en innihaldsríku ljóðlínur norðlenska skáldsins og kennarans komu mér í hug er ég frétti að mágur minn, Ólafur Thoroddsen rafvirkjameistari, hefði kvatt jarðlífið hinn 5. ágúst síðastliðinn áttræður að aldri. Tíminn er afstætt hugtak. Á æskuáranum þótti mér hann afar lengi að líða, en þegar ég lít hálfa öld til baka finnst mer harla stutt síðan fundum okkar Ólafs bar sam- an og þessi háttprúði og stórmynd- arlegi Vestfirðingur heilsaði mér fyrsta sinni. Ólafur hafði þá mann- kosti til að bera að öllum leið vel í návist hans, og við sem bundum við hann vináttu fundum að þau bönd styrktust því meir sem við kynnt- umst honum betur. Kynni okkar ólafs hófust eftir að örlagadisirnar létu leiðir hans og Aðalbjargar systur minnar mætast. Þar voru sannkallaðar heilladísir að verki. Og hikaði Aila ekki eitt augnablik við að ganga með honum lífsgöt- una, þótt 12 ára aldursmunur væri á þeim, hjónaefnunum. Þau giftu sig fyrir 47 árum, 15. ágúst árið 1951. Einar Thoroddsen yfirhafn- sögumaður, bróðir brúðgumans, flutti ræðu í brúðkaupsveislunni og er mér minnisstætt hve vel honum fórust orð þegar hann bauð mág- konu sina velkomna í hóp fjölskyld- unnar, en þar var um glæsilega fylkingu að ræða, því að fjórtán vora böm þeirra heiðurshjóna, Ólafs E. Thoroddsen, útvegsbónda og skipstjóra í Vatnsdal í Rauða- sandshreppi, og konu hans, Ólínu Andrésdóttur frá Dufansdal í Am- arfirði. Fjölskylda Öllu var einnig stór, því að við Heydalsársystkinin vorum tíu, þannig að þarna tengd- ust tvær fjölmennar ættir. En skylt er að taka fram, að Alla ólst upp hjá Matthildi Björnsdóttur, fóðursystur sinni, og manni henn- ar, Jóni H. Jónssyni, verslunar- manni á Hólmavík, sem var mesta öndvegisfólk. Ungu hjónin settust fyrst að í leiguhúsnæði úti á Seltjarnarnesi, sem gekk undir heitinu Marbakki, og bjuggu þar um sig eftir föngum. Húsbóndinn var löngum fjarver- andi, því að hann var lengst af raf- virki í millilandasiglingum á skip- um Eimskipafélagsins, fyrst á Dettifossi, en síðan á Gullfossi, hinu glæsilega flaggskipi íslenska flotans. Þriðja skipið, sem var starfsvettvangur Ólafs, var Fjall- foss. Jafnan hafði hann gítarinn sinn með sér á sjóferðunum og stytti skipverjum stundir með söng og gítarleik í tómstundum þeirra. Hann var lagvís og kunni ókjörin öll af ljóðum og lögum. Og heimili þeirra hjóna ómaði oft af söng, því að húsfreyjan lék einnig á gítar, sem hún átti, og hafði yndi af tón- list. Eitt barnið, Ólafur, var látið nema píanóleik og er tímar liðu skipaði verðmætt hljóðfæri önd- vegið á heimilinu. Það var flygill, sem sannaði með tilvist sinni að tónlistin var mikilsmetin hjá fjöl- skyldunni. Og söngnum fylgdi glaðværð og léttleiki, sem gestir þeirra hjóna nutu með þeim í rík- um mæli og fóra því jafnan glaðari en þeir komu. Ef gleðibankar era til, þá era þeir þar sem slík heimili er að finna. Þegar litið er úr fjarska yfir lífs- hlaup þeirra hjóna þá er auðsætt að það hefur verið farsælt, enda hjónabandið byggt upp af trausti, virðingu og einlægri ást. Og sumt sem þeim fannst sér andsnúið í fyrstu snerist þeim til hagsældar. Þannig brá þeim t.d. ónotalega þegar þeim var sagt upp leiguhús- næði á Seltjamamesi. En síðan kom á daginn, að uppsagnarbréfið lagði einmitt grundvöllinn að vel- gengni þeirra, því að þá keyptu þau sér litla kjallaraíbúð (jarðhæð) í Sörlaskjóli og með hana að bak- hjarli byggðu þau sér framtíðar- heimili sitt með reisn og myndar- brag í Álfheimum 15. Þá áttu þau hjón einnig miklu barnaláni að fagna. Þau eignuðust fjögur böm á áranum 1953 til 1964, sem öll era hið mannvænlegasta fólk og hafa stofnað heimili með mökum sínum og eignast níu afkomendur auk tveggja stjúpbarna. (Sjá Mbl. 13.8. bls. 42.) Reglusemi og samstaða einkenndi alla tíð heimih þeirra Óla og Öllu í Álíheimum 15 og innilegt samband foreldranna við bömin og barnabörnin var fagurt og til fyrir- myndar. Þau hjón vora bæði sterkbyggð og heilsuhraust lengst af starfsæv- innar. En um allmörg síðustu ár hafði Ólafur átt við illkynjaðan sjúkdóm að stríða, sem hann tók með mikilli ró og karlmennsku og lét hvergi deigan síga í þeirri bar- áttu. Naut hann og þeirrar bestu læknishjálpar sem völ var á. Eigi að síður var ljóst að hverju dró. En engum datt í hug að eiginkonan, Aðalbjörg, sem stóð eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu og virtist stálhraust, myndi verða kölluð fyrr af jarðlífssviðinu en hann. Sú varð þó raunin á. Hún veiktist af krabba og gekkst undir tvær stórar skurðaðgerðir á sl. hausti. Lágu þá bæði hjónin löng- um á spítala, eða heima hjá sér í Alfheimum 15 þegar af þeim bráði. Þegar Alla sá hvað verða vildi gerði hún ýmsar ráðstafanir, m.a. lét hún aka sér milli grafreita til þess að kjósa sér legstað. En áður spurði hún Óla um óskir hans í þeim efnum og svaraði hann þá að bragði: „Mér er alveg sama hvar ég ligg, ef ég fæ að hvíla hjá þér.“ Segir það stutta svar meira en mörg orð um tilfinningasamband þeirra, sem var með afbrigðum innilegt og náði út yfir gröf og dauða. Andlát Öllu bar að 17. apríl. Ólafur Thoroddsen sýndi þá fá- dæma karlmennsku að klæðast fárveikur og fylgja henni til grafar 24. sama mánaðar. Þeir sumar- mánuðir sem í hönd fóra voru Ólafi erfiðir. En hann kvartaði aldrei og reyndi að dvelja enn um skeið á heimili sínu, með eftirliti og góðri aðstoð barnanna og dóttursonarins Ólafs, sem á námsferli sínum í Reykjavík hefur búið hjá afa sínum og ömmu. En brátt hrakaði heilsu hans í þeim mæli að heimferðirnar lögðust niður. Lá hann þá á Land- spítalanum og heimsóttum við hjónin hann eftir því sem aðstæður leyfðu meðan hann hafði ráð og rænu. Þótti okkur aðdáunarvert hve hann bar sig vel og lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Var við- kvæðið jafnan hjá honum: „Þetta er allt að koma“, eða „þetta fer nú allt að lagast". Þannig var tónninn og minnti á þá hetjulund, sem eig- inkonan sýndi á banasænginni fjór- um mánuðum áður. - Og þegar Ólafur Thoroddsen kvaddi jarðlífið hinn 5. ágúst sl. þá hefur honum öragglega verið heilsað innilega á öðru tilverusviði. Útför hans fór fram frá Lágafellskirkju 13. ágúst, en jarðneskar leifar hjónanna hvíla hlið við hlið í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsdal. - Fyrir hönd fjöl- skyldu minnar og okkar systkina frá Heydalsá kveð ég þessa horfnu vini okkar með sáram söknuði og innilegri þökk fyrir öll okkar sam- skipti og bið góðan guð að blessa minningu þeirra, börn og ástvini alla. Torfi Guðbrandsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.