Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 31 AÐSENDAR GREINAR Hydro Island - hvenær kemur þú? EINU sinni var kveðið: Sovét Island - Sovét Island hvenær kemur þú? Og sam- eignarsinnar - komm- únistar - tóku undir. Þá dreymdi um iðn- vætt nútíma samfélag verkamanna og bænda og sáu í draumsýn iðn- væðinguna í Sovétrílq- unum og víðar í lönd- um sósíalismans. Gott dæmi um þessa fögru draumsýn er írásögn í tímaritinu Rétti. Höf- undm- frásagnarinnar lýsir fjálglega þeim umskiptum sem orðið hafa í Rúmeníu frá því hann dvaldi þar í júlí 1953 á „vegum Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðrar æsku“ og 17 árum síðar. Hann skrifar: „Mér virtist arkitektúr Rúmenanna frábær“, og síðan, „í Rúmeníu fer fram víðtæk umbylt- ing þjóðfélagsins úr landbúnaðar- landi í háþróað iðnaðarríki... Ailir virðast skilja nauðsyn hennar sem höfuðforsendu fyrir bættum lífs- kjörum almennings... Rúmensku félagarnir voru mjög ánægðir með framvindu þessarar umbyltingar og árangur hennar... Aðallega er það ungt fólk sem flyst úr sveitun- um... Það hópast í tækniskólana, jafnvel á námskeið, sem einstakar verksmiðjur standa fyrir, og gerist síðan menntað iðnverkafólk." Síðan segir höfundur frá heimsókn í olíu- efnaiðjuver, þar sem meðalaldur verkafólksins var 23 ár... þar unnu 3.500 manns“. Þetta var draumsýnin. En varð- andi iðnþróunina í Rúmeníu fór svo að Rúmenía breyttist úr matarbúri Balkanskaga við valdarán komm- únista í fátækasta hungursvæði Evrópu á nokkrum árum. Ef dæmið yrði fært hingað til lands og „sjávarútvegur og trillu- útgerð“ yrði sett í stað landbúnaðar, þá mætti heimfæra draumsýn kommúnistans hér á landi. En sem kunnugt er er iðnvæðing samfé- lagsins alls staðar draumur sameignar- sinna og reyndar fleiri. Það kemur m.a. fram í Lesbók Morgunblaðs- ins í grein sem heitir „Horfur í orkumálum héimsins", þar sem höfundurinn ræðir um þörf þróunarlanda fyr- ir iðnvæðingu og efast um „að Kyoto-bókunin geti talist raunhæf‘. Hann slær úr og í í þessari sam- antekt sinni um eitrun lofthjúpsins og virðist heldur hliðhollur aukn- um útblásturskvóta formanns Það sem breyst hefur í stóriðjulandslagi hér, segir Siglaugur Bryn- leifsson, er að tveir áhrifamenn úr stjórn- arflokki virðast hafa verið „bondefangaðir“ í Osló. Framsóknai’flokksins en andstæð- ur, fyrir Islands hönd. Það er erfitt að ræða um þessi efni við þá aðila sem hafa alla sína tíð litið á þungaiðnað sem forsendu bættra h'fskjara jarðarbúa og hvika ekki frá þeirri skoðun, þótt grunn- framleiðslan í þessum miklu þungaiðnvæddu löndum, eins og Sovétríkjunum, þ.e. matvæli, séu framleidd á smáskikum bænda með fremur frumstæðum aðferðum Siglaugur Brynleifsson Nýr frábær bókhaldshugbúnaður KERFISÞRÓUN HF. Fákaleni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfislliroun Fyrir árið 2000 KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfislhroun Frábært verð 2.995 Barnaskór teg. 7576-7582 Litir: Svart, blátt og brúnt, rúskinn m/reimum eða frönskum rennilás. Stærðir 22-31 um samdægurs SKÆÐI Kringlunni, 1. hæð, s. 568 9345 www.mbl.is - (63% framleiðslunnar í lykil- greinum sbr. Wemer Rösenér: The Peasantry of Europe. Blackwell 1995). Höf. talar um samvinnu iðnríkja og þróunarríkja um iðnvæðingu. Iðnvæðing er þeg- ar i framkvæmd í mörgum þróun- arríkjum, með þeim afleiðingum að sveitafólk hrúgast í borgirnar og matvælaframleiðsla dregst saman og hungur og borgarastyrjaldir verða afreksturinn. Rúmenska at- burðarásin endurtekur sig. Og hér á landi hófst þungaiðnaðarferlið í tíð höfundar greinarinnar, sem þá var mikill hvatamaður stóriðjupóli- tíkurinnar sem orkumálastjóri. Það sem hefur breyst í stóriðju- landslagi hér á landi síðustu miss- eri, er að tveir áhrifamenn Fram- sóknarflokksins virðast hafa verið „bondefangaðir" í Ósló á fundum með stjórnarmönnum Norsk- Hydro, svo vandlega að þeir mega með sanni kallast fulltrúar þess fyrirtækis og virðast sjá í draum- sýn meginhluta Vesturöræfa undir vatni og stór-álver á Reyðarflrði. Ef af þessu yrði myndi það verða ein mesta búbót fyrir Landsvirkj- un og starfslið þeirrar stofnunar og hagsmunaaðila. Svo Landsvirkjun sér fram á að geta haldið lífí með áframhaldandi sveitar- eða þjóðar- styrk og verið áfram þau „óbæri- legustu sveitarþyngsli“ í samfloti við stóriðjustefnu ríkisstjómarinn- ar, þess mikla „þurfalings“. En hvað þarf að gerast til þess að hið fólksfreka selstöðuver Hydro á Reyðarfirði verði mann- að? Til þess er greið leið með til- styrk Fiskistofu, sem er að banna endanlega fiskdrátt trillukarla frá sjávarþorpum og sjávarbyggðum þessa lands í fjörðum og flóum, þótt fiskgengd sé einstök og eyða byggðina, en bjóða í staðinn „há- tekjustörf" iðnverkamanna í álveri Hydro á Reyðarfirði, landbændum verður líkast til fækkað þá vísast að fmmkvæði ráðunauta Byggða- stofnunar og væntanlegra „þjón- ustustofa" hennar. Eftir þessar ráðstafanir ríkis- stjómar og Landsvirkjunar rennur væntanlega upp sú tíð að sameign- arsinnar í sveitarstjórnum ,Aust- urríkis" geta kveðið hárri raustu „Hydro Island - Hydro Island hvenær kemur þú?“ og orðið að ósk sinni eftir hina nýju væntanlegu „Egilsstaðasamþykkt", svo framar- lega sem Norsk-Hydro samþykkir gott boð. Höfundur er rithöfundur. NÚ FYRIR skömmu seldi ríkisstjóm Brasil- íu símafyrirtæki sín. Það var gert með þeim hætti, að þau voru boðin föl á alþjóðlegum mörk- uðum. Nálægt 60% hærra verð fékkst fyrir þau en áætlað hafði ver- ið, svona er spillingin í Suður-Ameríku. Nú fyrir skömmu hringdi maður í ríkis- stjórn Islands frá S-E- bankanum í Svíþjóð (sumir segja, vegna föð- urlegrar ábendingar Steingríms Hermanns- sonar) og bauðst til að athuga kaup á Landsbanka íslands. Ekki þarf að orðlengja það, að fulltrúum bankans var þegar boðið til að gramsa og Undirritaður býðst til, segir Hreggviður Jóns- son, að kaupa Seðla- -----------7---------------- banka Islands, stað- greitt. Tímamörk eru til ársins 2000. skoða innri viðskipti Landsbanka Islands, eins og skiptaráðandi í dán- arbúi, án erfingja, svona er heiðar- leikinn á Islandi. Nú fyrir skömmu óskaði banka- stjóri Islandsbanka eftir því, að hafnar yrður viðræður við hann um yfirtöku á Búnaðarbanka íslands, ríkið fengi greiðslur þegar íslands- banki hefði selt hlutabréfín í Búnað- arbanka Islands, enda kom í ljós að eigið fé Islandsbanka er ekki meira en Búnaðarbankans. Allir vita, að ríkisstjórin getur ekki selt hlutabréf á almennum markaði, svona er heið- arleikinn á Islandi. Nú fyrir skömmu óskuðu spari- sjóðirnir eftir að fá Fjárfestinga- banka íslands afhentan, þó er ekki vitað þegar þetta er skrifað hver á sparisjóðina eða yfirhöfuð hvernig þetta einskonar kaupfélag ætlar að sameinast hlutafélagi. Hvernig væri að breyta sparisjóðunum í hlutafé- lag? Það hljóta að gilda sömu lögmál um þá og ríkisbankana. Jafnvel á Islandi þarf tvö hlutafé- lög til að sameina þau í eitt, svona er heiðar- leikinn á íslandi. Umræðan um breyt- ingu á eignarhaldi á rík- isbönkunum hefur fram til þessa eingöngu mið- ast við tilboð um yfir- töku á vægu verði. Ekki er vitað, hver stefna rík- isstjómar Islands er í þessum efnum. Þó hafði hún samþykkt á Alþingi Islendinga, að gefa ætti ríldsbönkunum fjögur ár til umþótt- unar og endurskipulagningar, sem hlutafélög. Krefjast verður að, ef ríkisstjóm- in ætlar að selja ríkisbankana, verði eftiríárandi haft í heiðri. Hlutabréf bankanna verði boðin út á almenn- um markaði, innanlands eða utan eftir því hver stefna hennar er hvað varðar eignaraðild. Takmarkaðir verði með einum eða öðmm hætti möguleikar á fákeppni. Hlutabréfin verði seld í smáum einingum, svo al- menningur geti eignast hluti í þeim. Hlutabréfin verði staðgreidd. Að lokum, nýtt tilboð til ríkis- stjómarinnar, sem ekki er hægt að hafna. Undirritaður býðst til að kaupa Seðlabanka íslands, stað- greitt. Tímamörk em til ársins 2000. Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Mikið úrval af fallepm rúmfatnaði SkólavörduHtíg 21, Keykjavík, aínti 551 4050 Dánarbú ríkisbank- anna og skiptaráð- endur þeirra Hreggviður Jónsson t. 'UanO Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1998 er 26. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 26 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.800,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1998 til 10. september 1998 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnartjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka lslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1998. Reykjavík, 28. ágúst 1998 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.