Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Umferðarslys Færri hafa látist á Islandi en í Danmörku FRETTIR Brynjólfur Mogensen segir góða skráningu slysa forsendu forvarnaraðgerða Um 60 þúsund slys á ári kosta yfír 20 milljarða Morgunblaðið/Júlíus Á NORRÆNU umferðaslysaþingi kom í gær fram að árlega lenda 60 þúsund manns í slysum og tapast við það 3.691 mannár. FJÖLDI látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa er 8 á ís- landi og svipaður í Noregi og Sví- þjóð en heldur meiri eða 11 í Dan- mörku og Finnlandi. Á Islandi eru fjögur umferðarslys á hverja þús- und íbúa en tvö á Norðurlöndunum og skýrist munurinn e.t.v. af mis- munandi skráningu. Þetta kom m.a. fram í erindi Ragnars Árnasonar, prófessors við Háskóla Islands, á norrænu umferðarslysaþingi í gær. Ragnar sagði að miðað við fjölgun bíla og aukna umferð eða ekna kfló- metra hefði umferðarslysum hlut- fallslega fækkað hérlendis. Hann sagði alvarlegum slysum hafa fækk- að seint á síðasta áratug og ætti lög- leiðing bílbeltanotkunar líklega stór- an þátt í því. Reiknaður hefur verið út kostnað- ur við einstaka flokka umferðarslysa og þannig kostar minniháttar slys varlega áætlað 1,8 milljónir króna en getur farið í 2,4 milljónir. Alvar- leg slys kosta á bilinu 16,4 til 23,7 milljónir króna, mjög alvarleg slys 49,7 til 69,7 milljóna og banaslys 140 til 167,9 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna umferð- arslysa er á bilinu 2,7 til 3,8% af þjóðarframleiðslu sem áætla má að sé þá á bilinu 15 til 18 milljarðar króna. Sagði Ragnar hlutfallið hafa farið eilítið lækkandi á síðustu 10 ár- um úr 2,9 í 2,3% ef lægri tölur væru notaðar en úr 4 í 3,2% ef miðað væri við hærri áætlun. GÓÐ skráning alh'a slysa er for- senda þess að hægt sé að grípa til forvarnaraðgerða og lækka kostnað af völdum slysa sem í dag er talinn yfn- 20 milljarðar króna, jafnvel á bil- inu 20 til 30 milljarðar. Árlega lenda um 60 þúsund manns í slysum og 3.691 mannár tapast. Þetta kom fram í máli Brynjólfs Mogensen, læknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, á norrænu umferðar- slysaþingi í gær. Ólafur Ólafsson landlæknir setti þingið og sagði það nú í fyrsta sinn fjalla um slys í öllum farartækjum en ekki aðeins bílslys. Hann taldi dauðsfóllum af völdum umferðarslysa hafa fækkað síðustu árin en sagði alvarlegum meiðslum fjölga. Landlæknir sagði hraða og áfengi aðalorsök í flestum slysum. Brynjólfur Mogensen sagði að heilbrigðisráðuneytið hefði ákveðið að nota skráningarkerfið Sögu frá Gagnalind hf. við slysaskráningu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og er gert ráð fyrir að það verði komið í gagnið víðast hvar á næsta ári. í viðtali við Morgunblaðið sagði Brynjólfur að gera megi ráð fyrir að skráningin nái til alls landsins árið 2000 og upp frá því verði hægt að nota efniviðinn sem safnast til að byggja á tillögur um forvarnir. Hann segir landlæknisembættið og slysa- vamaráð munu hafa forgöngu um úrvinnslu þeirra upplýsinga og telur brýnt að geta lækkað kostnað vegna slysa, þó ekki væri nema um 1% sem þýða myndi 200 til 300 milljónir á ári. Kvaðst hann ekki í vafa um að það væri mögulegt. Hann sagði og fleiri aðila koma við sögu, m.a. Slysa- varnafélagið og dómsmálaráðuneyt- ið. Brynjólfur segir nauðsynlegt að skrá allt í sambandi við slys, hvar, hvenær, við hvaða aðstæður, hvaða farartæki eða annað komi við sögu, hverjir áverkar séu og hversu marg- ir slasist. Einnig sé nauðsynlegt að fylgja sjúklingum eftir. Hann segir að út úr sjúkrasögunni verði síðan dregnar upplýsingar um einstaka hópa sem verða fyrir slysum og unn- ið með þá en ekki einstök nöfn. Brynjólfur sagði að þessi slysaskrán- ing væri í vissum skilningi miðlægur gagnagrunnur. Kvaðst hann vona að alþingismenn tækju tillit til þessa starfs þegar rætt yrði um gagna- grunnsfrumvarp og einkaleyfí á Al- þingi í haust. Ekki mætti hindra for- varnarstarf með því að koma í veg fyrir að hægt yrði að nota slysa- skráninguna. Olle Bunketorp frá Svíþjóð lýsti kerfi slysaskráningar sem yfii'völd ákváðu að koma upp þar í landi árið 1996. Vandinn væri að læknar og hjúkrunarfræðingar hefðu vart tíma til að sinna slíkri skráningu og eftirliti og því hefðu verið þjálfaðir sérstakir starfsmenn til þess. Hann sagði banaslys kosta rúmar 12 milljónir sænskra króna, ef menn hlytu alvarlega áverka væri kostn- aðurinn 5,4 milljónir og fyrir minni háttar áverka hefði verið reiknaður út um 230 þúsund króna kostnaður. Hann sagði kostnað við skráning- una vera kringum 30 milljónir og myndi hann því borga sig upp. Gaf hann sér þá forsendu að fækka mætti minni háttar slysum um 100, alvarlegum um 10 og banaslysum um eitt en samanlagður sparnaður af því gæti numið um 90 milljónum króna. Þá ræddi Thomas Lekander, frá sænsku vegagerðinni, um tölur um banaslys. Sagði hann mismunandi upplýsingar fást frá þeim sem skráðu slys. Opinberar tölur um banaslys í umferðinni árið 1996 væru 537, 527 væru skráð af heilbrigðis- kerfínu og hjá tryggingafélögum hefðu það ár verið skráð 487 dauðs- föll í umferðinni. Hann sagði mis- muninn skýrast að nokkru í mismun- andi forsendum skráningaraðilanna og að brýnt væri að samræma skrán- ingu. Hagfræðistofnun Háskóla Islands reiknar út kostnað vegna sjóslysa við Island Kostnaður er talinn 3,2 til 4,3 milljarðar á ári KOSTNAÐUR vegna sjóslysa við ísland er talinn vera milli 3,2 og 4,3 milljarðar króna. Er það milli 0,6 og 0,8% af þjóðarframleiðslunni í fyrra. Þessar tölur kynnti Marta Skúladóttir, frá Hagfræðistofnun Háskóla Islands, á norræna um- ferðarslysaþinginu í gær. Marta sagði erfitt að reikna út kostnað við slys á sjó þar sem svo margir þættir hefðu áhrif á hann. Hún skipti kostnaðinum í tvennt, annars vegar væri um að ræða kostnað einstaklinganna og hins vegar þjóðfélagsins en þar er um að ræða forvarnir, læknismeðferð, skaðabætur og bætur frá almanna- tryggingum. Þjóðfélagslegi kostn- aðurinn er hærri, um það bil 2,3 milljarðar en kostnaður einstak- linga um 1,5 milljarðar. Af þjóðfé- lagslega kostnaðinum eru trygg- ingabætur stærsti liðurinn eða um 73%. Marta sagði brýnt að leita leiða til að lækka kostnað vegna sjóslysa. Á slysaþinginu í gær var einnig rætt um mannlega þáttinn í sjó- slysum, hversu sjómennska væri hættuleg, hvernig kæruleysi ætti oft þátt í sjóslysum og fjallað um tíðni drukknana í skemmtisigling- um við Danmörku. Þar drukknuðu 349 á fimm ára tímabili 1989 til 1993 og af þeim voru aðeins 11% með björgunarvesti. Er talið að helmingur þeirra sem ekki notuðu vesti og jafnvel fleiri hefðu komist af ef þeir hefðu gert það. Kostnaði haldið niðri með hentifánaútgerð Þá var rætt um skráningu skipa, hvort hentifánaskip væru síður ör- ugg en skip sem eru öðruvísi skráð, hvort þau uppfylltu síður reglur um björgunar- og fjar- skiptabúnað, aðbúnað áhafnar og fleira og hvort hörð samkeppni í flutningum ýtti undir að útgerðir skráðu skip sín undir hentifána til að halda rekstrarkostnaði niðri, m.a. með ódýrum vinnukrafti. Borgþór Kjærnested, eftirlitsfull- trúi Alþjóðasambands flutninga- verkamanna, minnti á Estonia- slysið þegar 850 manns drukkn- uðu í september 1994. Sagði hann sænskt fyrirtæki og eistneskt hafa sameinast um rekstur á eignarhaldsfélagi um skipið sem skráð hefði verið á Kýpur en gert út frá Eistlandi. Eftir það hefði svo til öllum Svíum í áhöfn skips- ins verið sagt upp en þeir voru í miklum meirihluta og Eistar ráðnir í þeirra stað. Hann sagði áður hafa komið upp hugmynd um að Eistar ynnu við hlið Svía til að öðlast reynslu en útgerðin hafnað því. Hann sagði yfirlýsing- ar samdar og skrifað undir reglur og samninga en langan tíma tæki að koma þeim í gagnið. Borgþór sagði þróunina þá, að reglur vinnumarkaðarins væru á undanhaldi og Norðurlöndunum hefði t.d. mistekist að ná saman um norræna stefnu í siglingamálum. Noregur hefði komið upp alþjóð- legri skipaskráningu sem þýddi að sjómenn þeirra væru settir í land og ráðið fólk frá þróunarlöndum í þeirra stað á launum sem enginn á Vesturlöndum gæti keppt við. Sagði hann öryggi sjófarenda næstum því vera lúxus þrátt fýrir allar alþjóðlegar samþykktir. Norrænir lög- menn funda í Stykkishólmi LÖGGJÖF um peningaþvætti er meðal þess sem forystumenn nor- rænu lögmannafélaganna ræða um á fundi sínum í dag, en þá hefst árlegur fundur fram- kvæmdastjóra, formanna og vara- formanna félaganna, sem haldinn er í Stykkishólmi að þessu sinni. Alls sextán lögmenn, þrír frá hverju hinna Norðurlandanna, en fjórir frá íslandi taka þátt í fund- inum, sem lýkur síðdegis í dag. Óformleg samstarf um Iangt skeið Að sögn Jakobs R. Möller, for- manns Lögmannafélags Islands, hafa hin noirænu lögmannafélög- in verið í óformlegu samstarfi meira og minna alla þessa öld, en Lögmannafélag íslands hefur tekið þátt í því samstarfí undan- farna áratugi. Öll noirænu lög- mannafélögin eru síðan meðlimir í ráði evrópsku lögmannafélag- anna. Að sögn Jakobs verða fímm að- alviðfangsefni m.a. til umfjöllunar á fundinum í dag. Þar á meðal eru ný íslensk lög um lögmenn og peningaþvætti, en verið er að herða löggjöf um peningaþvætti alls staðar í Evrópu og þar á með- al hér. Að sögn Jakobs verður væntanlega lagt fram frumvarp þess efnis í haust. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Bílvelta í Mosfellsbæ FÓÐURBÍLL valt á hliðina á hringtorgi á veginum í ingum lögreglunnar urðu engin slys á fólki og ekki gegnum Mosfellsbæ kl. 11 í gær. Samkvæmt upplýs- lá fyrir hvort Ijón hefði orðið á farmi. 0 l 1 0 0 3 i I I | I I ( I I 1 [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.