Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, MAGNÚS SÆVAR PÁLSSON, Álakvísl 118, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 23. ágúst, verður jaiýisunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn L september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sparisjóð vélstjóra, bankabók nr. 1175-482424. Linda Hrönn Gylfadóttir, Alda Hrönn Magnúsdóttir, Gylfi Þór Magnússon, Annarósa Ósk Magnúsdóttir, Anna Margrét Magnúsdóttir, Alda María Magnúsdóttir, Tómas Hauksson, Guðbjörg K. Pálsdóttir, Gunnar Steinn Þórsson, Haukur Tómasson, Valur Tómasson, Pálína Særós Pálsdóttir, Alda Björg Bjarnadóttir, Gylfi Hallvarðsson. Ástkær fósturdóttir mín og systurdóttir okkar, RAGNHEIÐUR ÞÓRSDÓTTIR, Gröf, Víðidal, lést á heimiii sínu miðvikudaginn 26. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigfús Sigfússon, Skúli Sigfússon, Helga Sigfúsdóttir, Benedikt Sigfússon, Jóhanna Sigfúsdóttir. + Móðir okkar, BERGLJÓT BJARNADÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, áður til heimilis að Haukadal, Dýrafirði, er látin. Andrea og Guðmunda Helgadætur. Ástkær eiginkona mín, RAGNHILDUR ÍSLEIF ÞORVALDSDÓTTIR, Bakkatúni 6, Akranesi, er látin. Baldur Guðjónsson. + Ástkær eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar, VIGNIR GUÐNASON, Kópubraut 16, Innri-Njarðvík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur miðvikudaginn 26. ágúst. Guðríður Árnadóttir, Árni Óskarsson, Guðný Óskarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA R. STEFÁNSDÓTTIR, Suðurhólum 16, Reykjavík, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 26. ágúst. Esther Guðmundsdóttir, Sigurður Jensson, Sævar Th. Guðmundsson, Súsanna Magnúsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Kristján G. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. EINAR AÐALS TEINSSON + Einar Aðal- steinsson fædd- ist á Akureyri 19. júní 1941. Hann lést í Mflanó á Italíu 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 21. júlí. Við andlátsfregn vin- ar.okkar Einars flaug um hugann hvemig á þessu gæti staðið. Átti hann ekki mörgu ólok- ið? Eru ekki góðir menn eilífír? Var Einar ekki sú stoð og sá góðleiki sem hægt er að ætlast til af mönnum? Hann var það, hann hafði ná því stigi að vera öllum eins, hann var hættur að flokka menn þess verðuga eða óverðuga að njóta vinsemdar. Óskilyrtur kærleikur hafði snert hann og hann leitaðist við að gefa slíkan kærleik frá sér til allra sem á þurftu að halda. Allt hverfult í þessum heimi líður undir lok, það er eðli þess. En lífið er lifandi ferli sem verður ekki fangað eða því haldið, eðli þess er breyting. Aðeins er hægt að leitast við að taka þátt í dansi lífsins, undrast með líf- inu, anda með lífínu. Líkaminn deyr, allt hið persónulega kemur og fer. En sú vera sem er maður er meira en líkami og hugur. Maðurinn er fyrst og fremst vitundarvera. Um stund hefur vitundarvera tengst eða sett um sig hjúp þess persónulega, sá hjúpur er hverfull, flík sem notuð er tímabundið í ákveðnum tilgangi. Eftir stendur vitund sem er samofín sjálfu lífinu og lífíð er eilíf hrynjandi. Fyrir vitund er aðeins líf. Allt er ein heild. Þetta vissi Einar. Hér er ekki bara um skoðun að ræða, þetta er ekki eitthvað sem vitrir menn hafa sagt og aðrir lesið eða heyrt. Þetta er vissa eða upplif- un vitundar. Með tímanum verður þessi vissa augljósari þáttur í mann- legu eðli. Eru ekki góðir menn eilífir? Frá sjónarhóli vitundar eru allar vitund- arverur að eilífu þátttakendur í gleðileik tilverunnar. Það er aðeins í heimi hugans sem tilveran vill breyt- ast í vandamál og mistök. Sú vitund sem við þekktum sem Einar mun vaka yfir fjölskyldu hans. Birgir Bjarnason í minningunni er eins og sumir hafi alltaf verið til. Þannig er það með Einar Aðalsteins- son, tæknifræðing, að ég veit hvorki hvenær ég heyrði hans fyrst getið né man ég hvenær fundum okkar bar fyrst saman. Mað- urinn var einhvern veg- inn hluti þess umhverf- is sem stóð mér næst hátt á annan áratug. Við áttum samleið um tólf ára skeið eða þann tíma sem ég sat í stjórn Öryrkjabandalags Islands. Á meðan ég var formaður þess áttum við mik- il og góð samskipti. Einar veitti þá vinnustofum bandalagsins forstöðu en hann hafði m.a. átt þátt í því að öryrkjar fengu storf við hátækniiðn- að hér á landi. Víða erlendis inna ör- yrkjar slík störf af hendi og hafði Einar jafnan mikinn áhuga á að kynna sér nýjungar á þessu sviði. Mér verður stundum hugsað til þess hversu rangt sé að setja af- burðamenn á ýmsum sviðum í stjórnunarstörf. Hefði Einar kannski betur notið sín við hönnun, nýsmíðar og uppfinningar? Hugur hans stóð til þess en hann hrjáði tímaskortur sem fleiri. Einar hafði þann sið að koma til mín ekki sjaldn- ar en einu sinni í mánuði og skegg- ræða og bollaleggja um vinnustofur Öryi'kjabandalagsins, en þær og starfsfólkið bar hann mjög fyrir brjósti. Byggðum við ýmsar skýja- borgir sem hrundu flestar vegna fjárskorts og aðstöðuleysis. Við vor- um hins vegar sannfærðir um að hægt væri að byggja þær á föstum grunni ef vilji og aðstaða væru fyrir hendi. Einar sýndi jafnan á sér nýjar hliðar og fáir ætla ég að þekkt hafi hann til hlítar nema Anna S. Björns- dóttir, ljóðskáld, eiginkona hans og börn þeirra. Við Einar höfðum þekkst lengi þegar ég komst að því hversu mikill hugræktarmaður hann var. Stúlka nokkur úr austurvegi, sem unnið hafði að málefnum fatl- aðra, heimsótti okkur eitt sinn hjá Öryi'kjabandalaginu og voru henni kynntir ýmsir þættir starfseminnar. Þegar þau Einar hittust var undir eins ljóst að þau höfðu um margt HLÍF STEFANÍA ÞÓRARINSDÓTTIR + Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 1. október 1911. Hún lést í Reykjavík 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Gíslason, factor og útgerðarmaður, og Matthildur Þor- steinsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal. Þau bjuggu á Lundi í Vestmannaeyjum. Systur Hlífar er komust til fullorðinsára voru þær Ragnhildur, Hildur Þóra og Theódóra Ása, sem nú er ein eftirlifandi af þeim systrum. Hlíf giftist Olafi Siggeirssyni, Hún hét Hlíf Stefanía Þórarins- dóttir og var móðursystir mín. Næ- stelsta systir hennar mömmu. Þær voru fjórar systurnar frá Lundi í Vestmannaeyjum. Ég var skírð í höf- uðið á henni. Hún var stóra Hlíf, ég var litla Hlíf. Frá því ég var lítil stelpa leit ég upp til hennar, mér fannst hún alltaf svo glæsileg, vel klædd og snyrt með stóra skartgripi og slæður. Hún var heimskona, óað- finnanleg til fara og bar sig vel. Þeg- ar ég var lítil var hún hárgreiðslu- meistari í Þjóðleikhúsinu og það var ekki ósjaldan sem litla Hlíf varð þess f. 16.8. 1914, d. 16.8. 1960, og eignuðust þau þijá syni. Þeir eru: 1) Þórarinn kaupmaður, f. 27.10. 1937, fyrri kona hans var Gerður Kristdórs- dóttir og þeirra börn eru Þyri Ólöf, Kristín og Viðar. Síðari kona hans er Marta Bjarnadóttir kaupmaður og eiga þau börnin Jóninu og Evu Guðnýju. Fyrir hjónaband átti hann dótturina Ásdísi 2). Geir læknir, f. 7.6. 1940, kvænt- ur Ingibjörgu Bjarnardóttur hdl., þeirra börn eru Björn og Þórunn. 3) Ragnar, skipsljóri heiðurs aðnjótandi að fá að sitja uppi í Ijósastúku og horfa á eitthvert barnaleikritið og fara á bakvið og fylgjast með þegar hún var að laga greiðslurnar á leikurum sýningar- innar í hléum. Þetta var ævintýra- heimur fyrir mig og tilhlökkunin alltaf jafnmikil hjá mér, sama hversu oft ég fór að sjá Kardimommubæinn eða eitthvert annað barnaleikrit. Seinna vann hún lengi við af- greiðslustörf í Markaðinum, sem þótti á þeim tíma ein besta kvenfata- verslun bæjarins. Eftir að ég var orðin fullorðin sýndi hún mér og annað að tala en vinnustaði og bar þá meðal annars trúarbrögð og mannrækt á góma. Varð ég þess þá vís að hann var í stjórn Guðspekifé- lagsins og síðar varð hann forseti þess. Þannig var sama upp á hverju bryddað var: heimspeki, trúarbrögð- um, tæknilegum málum, stjórnmál- um eða skáldskap. Einar átti svör við ýmsum spurningum og lagði drjúgan skerf til samræðna á þess- um sviðum. Það var snemma í júnímánuði að ég framdi dálítið skemmdai'verk á tölvu minni og þui'fti ákveðinn íhlut sem ég vissi að Einar seldi hjá Ör- yrkjabandalaginu. Við höfðum ekki hist í nokkur ár og urðu samfundir okkai' einlægai'i en ég bjóst við. Að skilnaði hétum við hvor öðrum að hittast oftar því að hvor saknaði hins. Þessi hlýja kveðja Einars gerði mig dálítið viðkvæman og vermdi mig um hjartaræturnar. Hugsaði ég með mér að fölskvalausa framkomu hans og einlægni mættu ýmsir hafa að leiðarljósi. Eitthvað var Einar í huga mér næstu vikurnar á eftir. Aðfaranótt föstudagsins 10. júlí síðastliðinn dreymdi mig að við stæðum frammi fyrir óleystu, tæknilegu vandamáli. I draumnum sagði Einar að lausnin lægi í raun ljós fyrir en hann þyi'fti tíma til þess að inna hana af hendi. Ég áleit að þetta væri eins og hver annar draumur fyrir daglátum og þeim hremmingum sem tölvurnar og nútímatæknin færa okkur mannfólk- inu og leiddi ekki frekar hugann að draumnum. Tíminn leið við annríki og ýmis störf. Nokkru síðar frétti ég að hann hefði látist suður á Italíu þar sem hann sótti Evrópuþing guð- spekinga. Mér hnykkti við, og ég spurði sjálfan mig hvað nú yrði um það starf sem hann bar svo mjög fyrir brjósti. Stundum ákveður maðurinn með ljáinn að reiða til höggs gegn þeim gróðri sem hæst ber og stendui' í blóma. Okkur, sem á horfum. reyn- ist það torskilið og spyrjum hvort verið geti að skaparinn kæri sig ekki um að við sjáum fölva haustsins hylja fegurð sumarsins. Einar átti margt eftii' ógert, en enginn veit sitt endadægui'. Ég minnist þessa samstarfsmanps míns með virðingu og þakklæti. Ég votta um leið eiginkonu hans, Önnu S. Björnsdóttur, og börnum þeirra einlæga samúð mína. Megi fordæmi Einars og minningarnar um hann styrkja þau í sorg sinni. Arnþór Helgason. og útgerðarmaður, f. 15.2. 1947, kvæntur Möttu Rósu Rögnvaldsdóttur, þeirra börn eru Ólafur og Ragnheiður Hlíf. Barnabarnabörn Hlífar eru orð- in 11 talsins. Hlif hélt utan til náms 16 ára gömul og nam hún hárgreiðslu- iðn í Kaupmannahöfn. Að loknu námi og til ársins 1949 rak hún eigin hárgreiðslustofu í Iteykja- vík, síðast hárgreiðslu- og snyrtistofuna Edínu í Pósthús- stræti 13. Árið 1949 hóf hún störf í tískuversluninni Mark- aðnum hjá Ragnari Þórðarsyni kaupmanni, jafnframt því sem hún vann sem hárgreiðslumeist- ari hjá Þjóðleikliúsinu. Hlíf vann við verslunarstörf þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1985. Síðustu árin hefur hún verið búsett í Garðabæ, í eigin húsi fyrir aldraða við Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Hlífar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mínum alltaf jafn mikinn áhuga, spui'ði um Óla og börnin og hvað þau væru að gera og hvernig gengi. Þeg- ar ég heimsótti hana tveimur dögur fyrir andlátið á spítalann hélt hún uppteknum hætti. „Hvað segirðu mér nú af krökkunum þínum, Þór- arni, Hildi og Hjördísi?" Mér þótti vænt um hana. Ég votta frændum mínum og fjölskyldum þeirra ásamt einu eftirlifandi systur hennar, Theódóru Ásu í Keflavík, samúð mína og minna. Hvíli Hlíf Stefanía í friði. Hlíf Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.