Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Jeltsín að missa tökin
KAUP OG SALA GJALDMIÐLA STOÐVUÐ I RUSSLANDI
Seðlabankinn í Rússlandi stöðvaði kaup og sölu gjaldmiðla í gær þegar leit út fyrir að
gengi rússnesku rúblunnar myndi hrapa niður úr öllu valdi
Daglegt gengi á millibankamarkaði í Moskvu
Staða rúblunnar gagnvart bandaríkjadollar
(Viðsnúinn ás, rúblur lyrir hvern dollar)
7,5
8,0
23. mars
Jeltsin rekur Tsjemomyrdin
forsætisráðherra
og alla rikisstjóm hans
24. apríl
Dúman samþykkir loks
skipun Kíríjenkós i
embætti forsætisráðh.
12. maí
Kolanámumenn
hefja mótmæli
vegna ógreiddra
launa
13. igúst
George Soros, alþjóðlegur
fjáríestir, hveturfíússa
til að fella gengi rúblumar
17. ágúst
fíússland leyfir gengis-
fellingu rúblunnar
13. júlí
Erlendar lánastofnanir
(IMF og fleiri) heita
fíússlandi láni upi
rúma 22 milljarðt
20.JÚII
IMF lætur fíússa fá
fyrstu 4,8 milljarðana
afláninu
23. ágúst
Jeltsm rekur ríkisstjórn
Kiríjenkós og tilnefnir
Tsjernomyrdín sem
starfandi fors.ráðherra
27. ágúst
Kaup og sala gjaldmiðla
stöðvuð til að forðast
| algerí hrun rúblunnar
5 12 26 2 9 16 23 2 10 16 23 30 6 13 22 27 5 12 18 25 1
Jartúar Febrúar Mars Apríl Maí
8 15 22 29 6 13 20 27 3 10 17 24
Júní Júlí Ágúst
Reuters
ÓÐAVERÐBÓLGA hefur gripið um sig í Rússlandi og fékk þessi
gamla kona lítinn afgang eftir innkaup sín í gær í Sankti Pétursborg.
Efnahagskreppa er
skollin á í Rússiandi, sú
versta frá hruni Sovét-
ríkjanna árið 1991.
Ovissa ríkir ekki ein-
ungis um úrlausnir í
efnahagsmálum, segir
Davíð Logi Sigurðsson,
heldur hrannast upp
óveðursský í stjórnmál-
um landsins og virðist
ekki útilokað að dagar
Borís Jeltsíns sem for-
seta séu senn taldir.
LJÓST er að skipun Viktors
Tsjemomyrdíns í embætti forsætis-
ráðherra hefur alls ekki haft róandi
áhrif á rússneska fjármálamarkaði
heldur einmitt hið gagnstæða.
Áhrifa af efnahagslegu öngþveiti í
Rússlandi síðustu daga er þegar
tekið að gæta annars staðar, ekki
síst í nágrannaríkjunum. Seðlabanki
Rússlands virðist kominn í þrot og
jafnframt lítur út fyrir að rússnesk
stjómvöld megi vænta minni samúð-
ar erlendis frá en áður því banda-
rískir og evrópskir ráðamenn eru
sammála um að ekki komi lengur til
greina að dæla fjármunum í Rússa
enda væri það eins og að kasta pen-
ingum í botnlausa hít. Rússar verði
að leysa eigin efnahagsvanda.
Seðlabankinn í Rússlandi setti
bann við öllum viðskiptum með er-
lenda gjaidmiðla í gær vegna ótta
um að gengi rússnesku rúblunnar
félli niður úr öllu valdi. Á miðviku-
dag hafði bankinn bannað skipti á
rúblum og dollurum en í þetta sinn
var gengið enn lengra og eru þessar
ráðstafanir algert einsdæmi á rúss-
neskum peningamarkaði. Líkja
menn ástandinu nú við hið efna-
hagslega hrun Indónesíu sem varð
þess valdandi að Suharto forseti var
hrakinn frá völdum eftir að óeirðir
höfðu brotist út.
Bankakerfið gjaldþrota?
Það er reyndar samdóma álit
fréttaskýrenda að Borís Jeltsín, for-
seti Rússlands, hafí gjörsamlega
misst stjóm á málum. Hefur forset-
inn ekki látið sjá sig í Kreml undan-
fama tvo daga, hann er talinn
heilsulaus og rúinn trausti og
spumingin virðist ekki hvort hann
láti af embætti áður en árið er úti
heldur hver taki við stjómar-
taumunum af honum.
BANDARISK þingnefnd íhugar nú
að senda breskum stjómvöldum
reikning vegna björgunaraðgerða á
McKinley-fjalli í júnímánuði þar sem
tveimur breskum hermönnum var
bjargað með aðstoð þyrlu. Var
kostnaður sá mesti sem um getur í
sögu björgunaraðgerða í Alaska-ríki.
Björgunaraðgerðirnar, sem tóku
fjóra daga, kostuðu u.þ.b. 220.000
dollara eða rúmlega 15 milljónir ísl.
kr. Hinn geysihái kostnaður varð
vegna aftakaveðurs en vegna þess
urðu björgunarþyrlur margoft frá
að hverfa áður en rofaði til þannig
að tækifæri gafst tii að sækja menn-
ina tvo. Var kostnaðurinn næstum
því þreföld sú upphæð sem eytt var
í björgunaraðgerðir á öllu síðasta
Ríkisstjóm Jeltsíns tilkynnti 17.
ágúst síðastliðinn að hún ætlaði að
láta gengi rúblunnar fljóta, binda
enda á markaðsviðskipti með
skammtíma ríkisbréf auk þess sem
90 daga greiðslustöðvun erlendra
skulda var ákveðin. Þessar róttæku
aðgerðir komu í kjölfar tímabils þar
sem reynt var að halda gengi
rúblunnar stöðugu og leitast var við
að stoppa í göt efnahagslífsins með
aðstoð tveggja lánveitinga frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).
Ríkisstjóminni mistókst hins vegar
að koma nauðsynlegum efnahags-
umbótum í gegnum Dúmuna, neðri
deild rússneska þingsins og hvarf
þá tiltrú innlendra og erlendra fjár-
festa út í veður og vind.
ári við McKinley-fjall. Sagði Jim
O’Toole, talsmaður þingnefndar um
orkumál og náttúruminjar, að
sennilegt væri að farið yrði fram á
endurgreiðslu vegna björgunarinn-
ar því McKinley fjall væri ólíkt öðr-
um að því leytinu til að það væri af-
ar illkleift og sannarlega engin
sunnudagsgöngutúr að ganga á það.
Auknar kröfur væru því gerðar um
að fjallgöngumenn sem kæmu sér í
vandræði greiddu fyrir þá aðstoð
sem þeir hlytu.
Talsmaður breska vamarmála-
ráðuneytisins kvaðst ekki hafa
heyrt um endurgreiðslukröfur
Bandaríkjamanna og sagði að ráðu-
neytið myndi bregðast við slíkum
kröfum er þær bærust.
Vitað var að gengi rúblunnar
myndi falla eftir aðgerðirnar 17.
ágúst en fjármálasérfræðingar rík-
isstjórnarinnar vonuðust til þess að
þeim tækist að koma í veg fyrir að
rúblan félli niður fyrir 9,5 gagnvart
Bandaríkjadollaranum. Þessar von-
ir bmgðust hins vegar algerlega á
mánudag þegar menn kepptust við
að selja rúblur sínar og kaupa doll-
ara, og gengu rússneskir bankar
harðast fram í þeirri viðleitni til að
bjarga eigin skinni enda skulda þeir
umtalsverðar fjárhæðir erlendis. Er
samt sem áður talin hætta á að þeir
verði gjaldþrota komi ríkisaðstoð
ekki til.
Verðhrun rúblunnar á þriðjudag
var hið mesta í fjögur ár og var
gengi hennar gagnvart dollaranum
7,86 við lok viðskipta þann daginn.
Seðlabankinn sagðist í fyrradag
ekki geta gert meira til að styrkja
rúbluna en bankinn hefur eytt 9
milljörðum Bandaríkjadala undan-
fama tvo mánuði til að styrkja
gengi rúblunnar gagnvart dollaran-
um, þar af 1,8 milljarða dala síðan
17. ágúst.
Skelfing breiðist út
Óvænt ferð Tsjernomyrdíns til
Simferapol á Krímskaga í fyrradag
þar sem hann hitti Michel Cam-
dessus, framkvæmdastjóra IMF,
var af sumum talin vísbending um
að Rússar óttuðust að IMF myndi
neita að standa í skilum með næstu
greiðslu, upp á næstum fímm millj-
arða Bandaríkjadala, sem tengist
aðstoð sjóðsins upp á rúmlega 22
milljarða Bandaríkjadala sem Rúss-
ar tryggðu sér fyrr í sumar. IMF á
hins vegar útistandandi um 20 millj-
arða Bandaríkjadala hjá Rússum og
mögulegt er að sjóðurinn komist að
þeirri niðurstöðu að ekki sé annað
hægt í stöðunni en halda áfram
greiðslum til Rússa.
Almenningur í Rússlandi hefur
reynt að losa sig við rúblur, annað-
hvort með því að kaupa vörur fyrir
þær eða með því að kaupa dollara.
En skelfing hefur ekki aðeins grip-
ið um sig meðal almennings í Rúss-
landi heldur hefur hún jafnvel náð
út fyrir landamæri Rússlands því
viðskiptavinir Rigas Kormerc-
banka í Lettlandi, sem er fjórði
stærsti banki landsins, streymdu í
gær í bankann til að taka peninga
sína út. Var talið að þeir óttuðust
hversu há lán bankinn ætti
útistandandi í Rússlandi en líkur
aukast stöðugt á því að þau lán
muni aldrei fást endurgreidd.
Fréttaskýrendur töldu reyndar
flestir að bankakerfíð í Lettlandi
myndi standa af sér þetta áhlaup
en einhverjir bankanna í landinu
voru þó taldir í hættu.
í raun voru fréttaskýrendur sam-
mála um að efnahagsástand allra
ríkja á þessu svæði væri háð fram-
vindu mála í Rússlandi. Jafnvel
bankar í Sviss og Þýskalandi hafa
orðið fyrir áfóllum vegna ástandsins
í Rússlandi og tilkynnti Credit Suis-
se Group í gær að bankinn sæi fram
á 250 milljóna dollara tap vegna
hrunsins þar.
Jeltsín strengjabrúða?
Atburðarásin hefur verið mjög
hröð og alger óvissa ríkir um fram-
haldið. Alls kyns samsæriskenning-
ar eru nú á kreiki, auk orðróms um
afsögn Jeltsíns, og tengist sú vin-
sælasta brottrekstri Kíríjenkós sem
talinn er sanna áhrif manna eins og
auðkýfingsins Borís Berezovskys
sem nýtti sér erfiðleika í efnahags-
málum og veika stöðu Jeltsíns til að
koma til valda ríkisstjórn sem væri
honum vinsamlegri.
Berezovsky studdi Jeltsín fjár-
hagslega í síðustu forsetakosning-
um og hann er nátengdur bæði
Tatjönu, dóttur Jeltsíns, og Valent-
ín Júmashev, einum helsta ráðgjafa
hans. Mun Berezovsky lítt hafa
kunnað við umbótastefnu Kíríj-
enkós og viljað tryggja eigin fjár-
málahagsmuni. Sá hann einnig
tækifæri til að græða ótæpilega á
gjaldmiðlabraski.
Líkur á að Tsjemomyrdín taki
við af Jeltsín er einnig mikið til um-
ræðu en talið er að hann eigi litla
möguleika ef kosið verður eftir tvö
ár eins og til stendur. Hins vegar
stæði hann betur að vígi ef Jeltsín
færi frá nú og boðað yrði til kosn-
inga því þá myndi Tsjemomyrdín
njóta þess að vera starfandi forseti.
Ekki er ólíklegt að efnahagsólg-
una, að minnsta kosti umfang henn-
ar, undanfarna daga megi m.a.
rekja til þessarar gífurlegu óvissu
sem ríkir í stjórnmálum Rússlands.
Enginn virðist vita hver er við
stjórnvölinn í Kreml, hvort Jeltsín
sé nú einungis strengjabrúða auð-
kýfínga og hvað gerist þegar og ef
hann fer frá.
Rannsaka
fjáröflun
Als Gores
JANET Reno, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefur
fyrirskipað nýja rannsókn á
fjáröflun Als
Gores, vara-
forseta
Bandaríkj-
anna, fyrir
Demókrata-
flokkinn.
Símtöl, 45
talsins, sem
Gore mun
hafa átt við
stuðningsmenn á skrifstofu
sinni verða skoðuð sérstaklega
í þetta sinn. Að rannsókninni
lokinni mun Reno skera úr um
hvort skipaður verði sérstakur
saksóknari sem rannsaki frek-
ar fjáröflun varaforsetans í
Hvíta húsinu.
Sprengjutil-
>
ræði í Uganda
FJÓRAR sprengjur hafa
sprangið í langferðabifreiðum í
Uganda í þessari viku, að sögn
blaðsins New Vision, nú síðast
í rútu sem var á leið frá Kigali í
Rúanda til Kampala. 32 hafa
látist í tilræðunum en skæru-
liðar úr Þjóðfrelsisher Úganda
hafa lýst þeim á hendur sér.
Fjarstýrðar
jarðsprengjur
JAPANSKIR vopnaframleið-
endur hyggjast þróa nýja gerð
jarðsprengna með fjarstýr-
ingu, að sögn tímaritsins New
Scientist, þannig að þær
springi ekki sjálfkrafa þótt
stigið sé á þær. Slíkar sprengj-
ur falla ekki undir alþjóðalegt
samkomulag um bann við
framleiðslu og notkun jarð-
sprengna, sem kennt er við
Ottawa. Samtök sem berjast
gegn notkun jarðsprengna
segja fyrirætlun Japananna
aðeins tilraun til þess að kom-
ast í kringum Ottawa-sam-
komulagið.
Jarðskjálfti
í Kína
JARÐSKJÁLFTI sem mæld-
ist 6,6 á Richters-kvarðanum
skók Xinjiang-hérað í norð-
vestur hluta Kína í gær. Engar
fréttir höfðu bárust af tjóni en
hin opinbera jarðskjálftavakt
sagði ráðlegt að bíða frekari
frétta frá héraðinu.
Banvæn
sinnepsolía
ELLEFU manns að minnsta
kosti og um 500 manns hafa
lagst inn á sjúkrahús í Nýju
Delhi, höfuðborg Indlands,
undanfama daga, eftir að hafa
neytt mengaðrar sinnepsolíu.
Sinnepsolía er mikið notuð við
matargerð í austur- og norður-
hluta Indlands.
Kosið í Belize
ÞINGKOSNINGAR fóra fram
í gær í Belize, smáríki við
Karíbahafsströnd Suður-
Ameríku og fyrrverandi bresk
nýlenda. Kjörsókn var mikil,
en kosningabaráttan einkennd-
ist af spillingarásökunum og
deilum um mikla skattbyrði.
Dýrasti björgunarleiðangurinn í Alaska
fhuga að krefjast
endurgreiðslu
Los Angelcs. The Daily Telegraph.
Janet Reno