Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJOR KENNARA ALLT stefnir nú í hreint ófremdarástand í skólum víða um land vegna skorts á hæfum kennurum. I Reykja- vík, þar sem til þessa hefur verið auðveldast að fá kennara með réttindi til starfa við skólana, stefnir nú í að ráða þurfi leiðbeinendur, þ.e. fólk án kennararéttinda, til að sinna umsjónarkennslu. Víða á landsbyggðinni fást ekki einu sinni leiðbeinendur til starfa. Einsetning grunnskól- ans eykur enn á vandann, því að hún útheimtir fleiri stöð- ur kennara. I Morgunblaðinu í gær kemur fram að of fáir kennara- nemar séu útskrifaðir til þess að fylla þær stöður, sem ein- setning skólans kallar á. Það er sennilega hluti vandans. : Enginn vafi er hins vegar á að launakjör kennara eru meg- inorsökin, því að menntaðir kennarar hafa í stórum hópum fundið sér aðra vinnu en kennslu. Greinilegt er að síðustu ’ kjarasamningar hafa engan veginn nægt til að sætta kenn- ara við kjör sín. Kennarastarfinu fylgir mikil ábyrgð. Það er engin furða að menntaðir kennarar hiki við að axla þá ábyrgð þegar næg eftirspurn virðist vera eftir kennara- menntuðu fólki í öðrum atvinnugreinum, fyrir mun hærri laun. Aðstæður á vinnumarkaði nú eru einfaldlega þannig ;að skólarnir eru í samkeppni við aðra vinnuveitendur um hæft starfsfólk. Þeir verða að geta boðið betri kjör, eigi • þeim að haldast á góðum starfsmönnum. Fyrir foreldra barna á skólaaldri hlýtur þessi staða að vera mikið áhyggjuefni. Haldgóð menntun og góðir kennar- ar skipta gífurlega miklu máli fyrir velferð barna og fram- tíðarmöguleika þeirra. Eins og staðan er í dag geta foreldr- ar sagt með nokkrum rétti að sveitarfélögin, sem hafa nú tekið við rekstri grunnskólans, uppfylli ekki í sumum tilvik- um þá skyldu að veita börnum þeirra góða menntun. Sveitarfélögin eru hins vegar í erfiðri stöðu. Hækki þau laun kennara verða þau annað hvort að hækka útsvar eða skera niður aðra þjónustu og framkvæmdir. Hvorugt á vinsældum að fagna meðal kjósenda og skattgreiðenda. En er einhver önnur leið? Morgunblaðið hefur áður varpað fram þeirri hugmynd að einstök sveitarfélög efni einfald- lega til atkvæðagreiðslu um það hvort fólk sé reiðubúið að greiða hærra útsvar eða falla frá öðrum útgjöldum á veg- um sveitarfélaga til þess að tryggja börnum sínum betri skóla. Full ástæða er til að ítreka þessa tillögu, því að vandséð er hvaða aðrar lausnir eru til á vandanum. Verði ekkert að gert, munu foreldrar missa trúna á skólakerfi, sem rekið er á vegum hins opinbera. Þá kann að fara svo að þeir, sem betur mega sín, taki sig einfald- lega saman um rekstur einkaskóla fyrir börnin sín til þess að geta boðið réttindakennurum laun, sem eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. Ástandið í skólum sveitar- félaganna yrði enn verra eftir en áður. Er það frekar það, sem menn vilja? GRENNDARLÖGGÆZLA ENDURNYJUÐ áherzla dómsmálaráðuneytisins og lögreglunnar í Reykjavík á svokallaða grenndarlög- gæzlu er fagnaðarefni. Markmið grenndarlöggæzlu er, eins og fram kom í grein í Morgunblaðinu í gær, „að vinna með borgarbúum að því að fækka afbrotum í ibúðahverf- um í borginni og auka öryggi borgaranna, vernda réttindi og eignir þeirra, gera umhverfið öruggara fyir börn og fullorðna, efla vitund borgaranna um ábyrgð á eigin um- hverfí og auka samvinnu allra hagsmunaaðila, með það að lokamarkmiði að auka lífsgæði íbúa í borginni.“ Ekki fer á milli mála að það er af hinu góða að auka samvinnu almennings og lögreglunnar í baráttunni gegn afbrotum og agaleysi. í sumum hverfum Reykjavíkur ótt- ast almennir borgarar um öryggi fjölskyldu sinnar og eigna og hafa ástæðu til. Lögreglan þarf að hlusta á áhyggjuefni fólks og ábendingar og leita leiða til að mæta þeim. Um leið geta almennir borgarar þjónað því hlutverki að vera augu og eyru lögreglunnar og þannig auðveldað henni störfin. Grenndarlöggæzla ætti líka að geta þjónað því hlutverki að bæta samstarf lögreglunnar við borgar-, skóla- og fé- lagsmálayfirvöld. Þannig ættu kraftar þessara stofnana að nýtast betur til að fyrirbyggja ýmis vandamál, sem leiða ungt fólk út á braut afbrota og óreglu. Breytingar á svæðisskipulagi miðhálendis Islands í kjöl N áttúru verndarhugr verði látnar ráða fei Hægt er að gera hvort tveggja í senn; að taka frá stór verndarsvæði af ýmsum gerð- um en jafnframt að ganga mjög langt til móts við hagsmuni orkuvinnslu, vegagerðar og ferðaþjónustu. Þetta er ein meginniður- staða vinnu við svæðisskipulag miðhálendis 7 Islands, sem kynnt var á opnum fundi 1 Reykjavík á miðvikudag. KYNNTAR voru helstu nið- urstöður skipulagsvinn- unnar og breytingar á skipulagsgögnum frá áður auglýstri skipulagstillögu í kjölfar fjölda athugasemda sem bárust sam- vinnunefnd um svæðisskipulagið, en nefndin mun skila af sér til Skipu- lagsstofnunar fyrir miðjan nóvem- ber. Nefndin heldur fast við þá skoð- un að víkja eigi frá fyrirliggjandi virkjunarhugmyndum vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna, ekki síst norðan Vatnajökuls. Tillaga að svæðisskipulagi miðhá- lendis Islands til 2015 var auglýst 6. júní 1997. Frestur til að skila inn at- hugasemdum við tillöguna rann út 10. desember 1997 og bárust athuga- semdir frá alls 95 aðilum; einstak- lingum, félagasamtökum, sveitarfé- lögum, stofnunum og ráðuneytum. Að sögn Gísla Gíslasonar, eins ráð- gjafa samvinnunefndar um svæðis- skipulagið, voru þær yfirleitt afar vandaðar og málefnalegar. Skerpt skil milli nýtingar og vemdar Athugasemdunum hefur verið skipt í þrjá flokka eftir umfangi og eðli. Samvinnunefndin hefur fjallað um þær allar, tekið saman umsagnir um þær og sent öllum sem sendu inn athugasemdir. Undir fyrsta flokkinn falla athugasemdir og hugleiðingar sem snerta ekki sjálfa skipulagstil- löguna, svo sem um eignarhald lands og stjómsýslumörk. Þar era einnig athugasemdir um aðdraganda skipu- lagsvinnunnar, skipun samvinnu- nefndar og óskir um að skipulags- vinnunni verði frestað eða jafnvel hætt. Umsagnir um þessa þætti liggja utan verkahrings samvinnu- nefndarinnar. I öðrum flokki eru almennar ábendingar og leiðréttingar sem nefndin telur sjálfsagt að verða við, þar á meðal um örnefni, staðfræði og samræmi milli uppdrátta og greinar- gerðartexta. í þriðja flokknum eru svo veiga- miklar og efnislegar athugasemdir sem kröfðust mikillar skoðunar. Beindist athygli samvinnunefndar- innar einkum að þessum athuga- semdum og hafa margar þeirra að meira eða minna leyti haft áhrif á niðurstöðu hennar, þó að ekki sé um að ræða breytingar á grundvallar- hugmynd skipulagstillögunnar. Meg- inbreytingar á skipulagsgögnum lúta að nánari útfærslu rammaskilgrein- inga, þ.e. hvernig einstakir þættir landnotkunar eru skilgreindir. Þá eru skerpt nokkuð skil á milli nýting- ar og verndar, auk þess sem bætt verður við nokki'um skýringanipp- dráttum og kortum, sem hafa verið vinnukort en verða nú gerð sýnileg í skipulagsgögnunum. Verndarhugmynd tillögunnar styrkt enn frekar Helstu breytingar frá auglýstri til- lögu hvað varðar vemdarsvæði eru þær að verndarhugmynd tillögunnar er styrkt enn frekar með stækkun verndarsvæða, án þess þó að ganga svo nokkru nemi á aðra hagsmuni, svo sem orkuvinnslu. Þá er aukinn þáttur svæða á náttúruminjaskrá í flokki náttúruverndarsvæða og al- mennra verndarsvæða, en þetta á við um jökulhluta Núpsstaðar, hluta Arnarvatnsheiðar og Hallmundar- hrauns, Fögrufjöll og Tungnaárfjöll vestan Lakagíga, Laufrönd og Neðribotna ásamt hlíðarfæti Trölla- dyngju. Geithellnadalur færist úr flokki náttúruverndarsvæða í almenn verndarsvæði. Áréttað hefur verið með skýrari hætti í almennri stefnumörkun svæð- isskipulagsins að beitarfriðun og frekari beitarstjórn sé nauðsynleg í framtíðinni til að vernda viðkvæm gróðurlendi og til að endurheimta fyiTÍ landgæði. Byggingarsvæðum er skipt í þrennt; orkuvinnslusvæði, sam- göngumannvirki og þjónustusvæði ferðamanna. Þá hefur skilgreining á landnotkunarflokknum „önnur svæði“ verið víkkuð nokkuð og þar með opnað fyrir möguleika á að þar geti fremur en annars staðar komið til álita ýmiss konar byggingarsvæði við endurskoðun skipulagsins, svo sem í þágu vegagerðar, orkuvinnslu eða ferðaþjónustu. Áfram fyrirvari við Fljótsdalsvirkjun Umfangsmestu athugasemdirnar sem gerðar voru við skipulagstillög- una eru á sviði orkumála. Gagnrýn- in beindist einkum að Fljótsdals- virkjun, Norðlingaölduveitu og Skaftárveitu 1. Nefndin fellir þess- ar virkjanir ekki út en gerir skýra fyrirvara við þær allar. Á hinn bóg- inn er tekið undir mjög eindregnar óskir yfirvalda orkuvinnslu um að fallið verði frá flokkun virkjana í fyrri og síðari hluta skipulagstím- ans, þannig að flokkurinn „hugsan- leg orkuvinnslusvæði" er felldur inn í flokkinn „fyrirhuguð orkuvinnslu- svæði“. Engar breytingar eru gerð- ar varðandi fjölda virkjana en gerð- ur er fyrirvari um nokkrar virkjanir á sambærilegan hátt og Fljótsdals-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.