Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Frumherja hf. 3,2 milljónir á fyrri hluta ársins Utkoman í samræmi við væntingar HAGNAÐUR samstæðu Frumherja hf. nam 3,2 mkr. fyrstu sex mánuði ársins samanborið við um 1,2 mki-. tap á sama tíma í fyrra. Heildarvelta fyrstu sex mánuðina var 167,3 mkr. og jókst um 15,7% frá sama tíma í fyrra. Að sögn Óskars Eyjólfssonar framkvæmdastjóra félagsins er út- koman í samræmi við væntingar og er hún helst að þakka auknu hag- ræði vegna betri nýtingar starfsfólks og samlegðaráhrifum, að hans sögn. Rekstrargjöld Frumherja voru 161,8 mkr. á fyrri árshelmingi, borið saman við 147,7 mkr. á sama tíma í fyrra, og jukust því um 9,5% á milli ára. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að fjárhagur þess sé traustur og nam eigið fé þess 288,7 mkr. í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 67,5% og veltufjárhlutfall 1,77. Vejtufé frá rekstri nam 15,3 mkr. í tilkynningunni kemur fram að talsverðar breytingar hafi orðið á rekstri Frumherja á tímabilinu með tilkomu fleiri verkefna og rekstrar- hagræðingu. Félagið, sem áður hét Bifreiðaskoðun hf., annast nú skoð- unar- og prófunarstarfsemi á öku- tækjasviði, rafmagnssviði og lög- mælissviði auk þess sem dótturfélag Frumherja hf. annast skoðanir á innra eftirliti í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Verkefnastaða félagsins er góð, að því er segir í fréttatilkynningunni, og vonast er til að með tilkomu nýrra verkefna náist enn frekari hagræðing í rekstri á seinni hluta ársins. Fleiri verkefni forsenda aukins vaxtar „Þessi útkoma er í samræmi við væntingar. Reksturinn hefur gengið eins og áætlað var og þær hagræð- ingar sem gerðar hafa verið eru að skila sér og munu skila sér enn bet- ur á síðari hluta ársins," segir Óskar Eyjólfsson. Hann segir hagræðið aðallega fólgið í samlegðaráhrifum sem skap- ast af sparnaði í starfsmannahaldi. „Það má segja að nýting starfs- manna sé betri en hún var áður. Einnig hefur starfsfólki verið fækk- að á þessu ári og á því síðasta. Hann sagði að það sem gera þurfi í eftirlitsgeiranum til að ná frekara hagræði, og til að skapa vaxtar- möguleika, sé að fá fleiri verkefni og nefnir þá helst verkefni sem nú eru á höndum hins opinbera, eins og t.d. vinnueftirlit, skipaskoðanir og heil- brigðiseftirlit. „Við þurfum að halda úti ákveðn- um mannafla og húsnæði og það þarf að nýta betur. Það gæti náðst með t.d. einkavæðingu vinnueftir- lits, skipaeftirlits og heilbrigðiseftir- lits sem allt fellur vel að starfsemi okkar. Eg tel að það sé hagræði í þvi íyr- ir fyrirtæki í landinu að geta samið við einn aðila, um að sinna því eftir- liti sem þarf, í stað margra." Óskar segir að þó vaxtarmögu- leikar séu ekki miklir að óbreyttu hjá fyrirtækinu séu vaxtarbroddar Frumherii hf. VSras1’ Jan.-júní 1998 Jan.-júní Rekstrarreikningur 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 167,3 161,8 144.6 147.7 +15,7% +9,5% Rekstrarhagnaöur fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 5,5 -0,7 -3,1 3,5 - Hagnaöur fyrir skatta 4,8 0,4 Hagnaður tímabilsins 3,2 -1,2 - Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12 '97 Breyting \ Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 305,7 307,3 -0,5% Veltufjármunir 122,1 117,6 +3,8% Eignir samtals 427,8 424,9 +0,7% | SkuJdir og eigid fé: \ Eigið fé 288,7 281,6 +2,5% Langtímaskuldir 70,1 76,4 -8,2% Skammtímaskuldir 68,9 66,7 +3.3% Skuldir og eigið fé samtals 427,7 424,7 +0,7% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 67,5% 66,3% Veltufjárhlutfall 1,77 1,76 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 15,3 11,4 +34,2% hjá því. Til dæmis segir hann að 100% aukning hafi orðið í ástands- skoðun bifreiða og einnig talsverð aukning í tjónaskoðun. Það er þó að- eins lítill hluti af veltunni, að hans sögn. 77 milljóna króna tap hjá Marel Minni fjár- festingar í fískiðnaði Úr samstæðureikningi Marels hf. 30. júní 1998 IMrntíl 30.6 1998 30.6 ‘97 Breyting Rekstrartekjur 1.731,8 2.056,2 -15,8% Rekstrargjöld 1.788,0 1.906,2 -6,2% Rekstrarhagnaður (56,3) 150,1 Fjárm.gj. umfram fjármunatekjur (33,8) (13,5) 150,4% Hagnaður af reglulegri starfsemi (90,1) 136,6 Hagnaður fyrir skatta (109,1) 136,6 Hagnaður ársins (77,1) 104,9 30.6 1998 31.12'97 Breyting Veltufjármunir 1.796,7 1.714,8 4,8% Fastafjármunir 787,7 845,5 -6,8% Eignir samtals 2.584,4 2.560,3 0,9% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 983,8 1.151,4 1.106,1 -11,1% 879,0 31,0% Skuldir samtals 2.180,0 495,3 ~ Eigið fé 2.584,4 2.560,3 0,9% | Veltufé frá rekstri (47,0) 199,3 REKSTRARTEKJUR Marel sam- stæðunnar á fyrri árshelmingi 1998 námu 1.732 milljónum króna saman- borið við 2.056 milljónir á sama tíma í fyrra, sem jafngildir 16% sam- drætti tekna. Tap af rekstri fyrir- tækisins eftir skatta varð 77 m.kr. en 105 m.kr. hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra. Heildareignir Marel í lok júní voru bókfærðar á 2.584 milljónir króna, en voru 2.560 milljónir við síðustu áramót. Skuldir án tekju- skattsskuldbindingar námu 2.155 m.kr. en voru 2.501 milljón við síð- ustu áramót. Eigið fé félagsins í lok júní 1998 var 404 milljónir en var 495 milljónir króna í árslok 1997. Hlutafé er 218 milljónir að nafn- verði. I lok tímabilsins var eiginfjár- hlutfall 16%, veltufjárhlutfall 1,8 og lausafjárhlutfall 1,1. Tap móðurfé- lagsins án dótturfyrirtækja, að teknu tilliti til tekjuskattsskuldbind- inga var á fyrri árshelmingi 62 m.kr samanborið við 25 m.kr. hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur drógust saman um 15% I fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að helsta ástæða fyrir tapi fyrirtækisins sé að tekjur hafi dregist saman um 15% frá fyrra ári sem rekja má til samdráttar I sölu Marel hf. og dótturfyrirtækisins Carnitech A/S í fiskiðnaði. Meginá- stæðu þessa samdráttar í tekjum má rekja til minni fjárfestingar i fisk- iðnaði. Þá er bent á að versnandi ástand þorskstofnsins í Barentshafi og samdráttur á veiðiheimildum hafi minnkað framboð á fiski og valdið verulegri hækkun á verði á óunnum fiski. Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri segir að söluaukníng samstæðunnar í kjúklinga- og kjöt- iðnaði hafi skilað góðum árangri en það vegi samt sem áður ekki upp þann samdrátt sem orðið hefur í fiskvinnslu: „Við höfum t.a.m. ein- ungis afgreitt eitt vinnslukerfi á þessu ári samanborið við þrjú í fyrra. Skýringin á þeim samdrætti felst í því að verð á lítið unnum fiski hefur verið mjög hátt undanfarið og þvi einfaldlega ekki hagkvæmt fyrir fiskframleiðendur að fjárfesta í stór- um vinnslubúnaði þegar verðmunur- inn á unnum og óunnum afurðum er mjög lítill. Eg tel þó ekki líklegt að þetta ástand verði viðvarandi. Ann- aðhvort mun verð á blokk lækka eða unnar afurðir hækka og eftirspurn eftir vinnslukerfum þ.a.l. aukast.“ Geir segir rekstraráætlanir sam- stæðunnar ekki gera ráð fyrir að skila hagnaði á árinu í heild en hins vegar sé búist við að aukin sala og batnandi verkefnastaða styrki reksturinn. Þá hafi verið gerðar ráð- stafanir til að lækka rekstrar- og að- fangakostnað auk þess sem Ijóst er að launakostnaður muni lækka í kjölfar þeirra uppsagna sem gi-ipið var til á árinu. Góður fjárfestingarkostur Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, segir tap félagsins ekki koma á óvart þó að það sé ívið meira en flestir bjugg- ust við: „Þrátt fyrir slakt milliupp- gjör, þá tel ég þetta fyrirtæki góðan fjárfestingarkost og þá sérstaklega til lengri tíma litið. Markaðurinn hefur verið þeim óhagstæður á árinu og allar líkur á að það breytist til batnaðar. Þá hefur félagið verið að hasla sér völl á nýjum sviðum í kjöt- og kjúklingavinnslu og ekki hægt að krefjast þess að þær ráðstafanir fari að skila tekjum undir eins.“ Albert segir erfitt að spá í seinni hluta ársins en til aðeins lengiú tíma litið þá gætu menn farið að sjá veru- legan bata hjá Marel. ----------------- Verðbréfaþing 505 m.kr. viðskipti VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu 505 m.kr., mest á langtíma- markaði skuldabréfa, alls 234 millj- ónir. Viðskipti með hlutabréf námu 77 m.kr., mest með bréf Samherja, 27 milljónir króna og með bréf SR- mjöls og SÍF, um 12 m.kr með bréf hvors félags. Verð bréfa Vinnslu- stöðvarinnar hækkaði í gær um 7,8% og verð bréfa Frumherja hækkaði um 5,6%. Hlutabréf sjávar- útvegsfyi-ii-tækja hækkuðu almennt í verði og vísitala sjávarútvegs hækkaði um 1,4%. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,98% í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.