Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Frumherja hf. 3,2 milljónir á fyrri hluta ársins Utkoman í samræmi við væntingar HAGNAÐUR samstæðu Frumherja hf. nam 3,2 mkr. fyrstu sex mánuði ársins samanborið við um 1,2 mki-. tap á sama tíma í fyrra. Heildarvelta fyrstu sex mánuðina var 167,3 mkr. og jókst um 15,7% frá sama tíma í fyrra. Að sögn Óskars Eyjólfssonar framkvæmdastjóra félagsins er út- koman í samræmi við væntingar og er hún helst að þakka auknu hag- ræði vegna betri nýtingar starfsfólks og samlegðaráhrifum, að hans sögn. Rekstrargjöld Frumherja voru 161,8 mkr. á fyrri árshelmingi, borið saman við 147,7 mkr. á sama tíma í fyrra, og jukust því um 9,5% á milli ára. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að fjárhagur þess sé traustur og nam eigið fé þess 288,7 mkr. í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 67,5% og veltufjárhlutfall 1,77. Vejtufé frá rekstri nam 15,3 mkr. í tilkynningunni kemur fram að talsverðar breytingar hafi orðið á rekstri Frumherja á tímabilinu með tilkomu fleiri verkefna og rekstrar- hagræðingu. Félagið, sem áður hét Bifreiðaskoðun hf., annast nú skoð- unar- og prófunarstarfsemi á öku- tækjasviði, rafmagnssviði og lög- mælissviði auk þess sem dótturfélag Frumherja hf. annast skoðanir á innra eftirliti í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Verkefnastaða félagsins er góð, að því er segir í fréttatilkynningunni, og vonast er til að með tilkomu nýrra verkefna náist enn frekari hagræðing í rekstri á seinni hluta ársins. Fleiri verkefni forsenda aukins vaxtar „Þessi útkoma er í samræmi við væntingar. Reksturinn hefur gengið eins og áætlað var og þær hagræð- ingar sem gerðar hafa verið eru að skila sér og munu skila sér enn bet- ur á síðari hluta ársins," segir Óskar Eyjólfsson. Hann segir hagræðið aðallega fólgið í samlegðaráhrifum sem skap- ast af sparnaði í starfsmannahaldi. „Það má segja að nýting starfs- manna sé betri en hún var áður. Einnig hefur starfsfólki verið fækk- að á þessu ári og á því síðasta. Hann sagði að það sem gera þurfi í eftirlitsgeiranum til að ná frekara hagræði, og til að skapa vaxtar- möguleika, sé að fá fleiri verkefni og nefnir þá helst verkefni sem nú eru á höndum hins opinbera, eins og t.d. vinnueftirlit, skipaskoðanir og heil- brigðiseftirlit. „Við þurfum að halda úti ákveðn- um mannafla og húsnæði og það þarf að nýta betur. Það gæti náðst með t.d. einkavæðingu vinnueftir- lits, skipaeftirlits og heilbrigðiseftir- lits sem allt fellur vel að starfsemi okkar. Eg tel að það sé hagræði í þvi íyr- ir fyrirtæki í landinu að geta samið við einn aðila, um að sinna því eftir- liti sem þarf, í stað margra." Óskar segir að þó vaxtarmögu- leikar séu ekki miklir að óbreyttu hjá fyrirtækinu séu vaxtarbroddar Frumherii hf. VSras1’ Jan.-júní 1998 Jan.-júní Rekstrarreikningur 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 167,3 161,8 144.6 147.7 +15,7% +9,5% Rekstrarhagnaöur fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 5,5 -0,7 -3,1 3,5 - Hagnaöur fyrir skatta 4,8 0,4 Hagnaður tímabilsins 3,2 -1,2 - Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12 '97 Breyting \ Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 305,7 307,3 -0,5% Veltufjármunir 122,1 117,6 +3,8% Eignir samtals 427,8 424,9 +0,7% | SkuJdir og eigid fé: \ Eigið fé 288,7 281,6 +2,5% Langtímaskuldir 70,1 76,4 -8,2% Skammtímaskuldir 68,9 66,7 +3.3% Skuldir og eigið fé samtals 427,7 424,7 +0,7% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 67,5% 66,3% Veltufjárhlutfall 1,77 1,76 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 15,3 11,4 +34,2% hjá því. Til dæmis segir hann að 100% aukning hafi orðið í ástands- skoðun bifreiða og einnig talsverð aukning í tjónaskoðun. Það er þó að- eins lítill hluti af veltunni, að hans sögn. 77 milljóna króna tap hjá Marel Minni fjár- festingar í fískiðnaði Úr samstæðureikningi Marels hf. 30. júní 1998 IMrntíl 30.6 1998 30.6 ‘97 Breyting Rekstrartekjur 1.731,8 2.056,2 -15,8% Rekstrargjöld 1.788,0 1.906,2 -6,2% Rekstrarhagnaður (56,3) 150,1 Fjárm.gj. umfram fjármunatekjur (33,8) (13,5) 150,4% Hagnaður af reglulegri starfsemi (90,1) 136,6 Hagnaður fyrir skatta (109,1) 136,6 Hagnaður ársins (77,1) 104,9 30.6 1998 31.12'97 Breyting Veltufjármunir 1.796,7 1.714,8 4,8% Fastafjármunir 787,7 845,5 -6,8% Eignir samtals 2.584,4 2.560,3 0,9% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 983,8 1.151,4 1.106,1 -11,1% 879,0 31,0% Skuldir samtals 2.180,0 495,3 ~ Eigið fé 2.584,4 2.560,3 0,9% | Veltufé frá rekstri (47,0) 199,3 REKSTRARTEKJUR Marel sam- stæðunnar á fyrri árshelmingi 1998 námu 1.732 milljónum króna saman- borið við 2.056 milljónir á sama tíma í fyrra, sem jafngildir 16% sam- drætti tekna. Tap af rekstri fyrir- tækisins eftir skatta varð 77 m.kr. en 105 m.kr. hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra. Heildareignir Marel í lok júní voru bókfærðar á 2.584 milljónir króna, en voru 2.560 milljónir við síðustu áramót. Skuldir án tekju- skattsskuldbindingar námu 2.155 m.kr. en voru 2.501 milljón við síð- ustu áramót. Eigið fé félagsins í lok júní 1998 var 404 milljónir en var 495 milljónir króna í árslok 1997. Hlutafé er 218 milljónir að nafn- verði. I lok tímabilsins var eiginfjár- hlutfall 16%, veltufjárhlutfall 1,8 og lausafjárhlutfall 1,1. Tap móðurfé- lagsins án dótturfyrirtækja, að teknu tilliti til tekjuskattsskuldbind- inga var á fyrri árshelmingi 62 m.kr samanborið við 25 m.kr. hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur drógust saman um 15% I fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að helsta ástæða fyrir tapi fyrirtækisins sé að tekjur hafi dregist saman um 15% frá fyrra ári sem rekja má til samdráttar I sölu Marel hf. og dótturfyrirtækisins Carnitech A/S í fiskiðnaði. Meginá- stæðu þessa samdráttar í tekjum má rekja til minni fjárfestingar i fisk- iðnaði. Þá er bent á að versnandi ástand þorskstofnsins í Barentshafi og samdráttur á veiðiheimildum hafi minnkað framboð á fiski og valdið verulegri hækkun á verði á óunnum fiski. Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri segir að söluaukníng samstæðunnar í kjúklinga- og kjöt- iðnaði hafi skilað góðum árangri en það vegi samt sem áður ekki upp þann samdrátt sem orðið hefur í fiskvinnslu: „Við höfum t.a.m. ein- ungis afgreitt eitt vinnslukerfi á þessu ári samanborið við þrjú í fyrra. Skýringin á þeim samdrætti felst í því að verð á lítið unnum fiski hefur verið mjög hátt undanfarið og þvi einfaldlega ekki hagkvæmt fyrir fiskframleiðendur að fjárfesta í stór- um vinnslubúnaði þegar verðmunur- inn á unnum og óunnum afurðum er mjög lítill. Eg tel þó ekki líklegt að þetta ástand verði viðvarandi. Ann- aðhvort mun verð á blokk lækka eða unnar afurðir hækka og eftirspurn eftir vinnslukerfum þ.a.l. aukast.“ Geir segir rekstraráætlanir sam- stæðunnar ekki gera ráð fyrir að skila hagnaði á árinu í heild en hins vegar sé búist við að aukin sala og batnandi verkefnastaða styrki reksturinn. Þá hafi verið gerðar ráð- stafanir til að lækka rekstrar- og að- fangakostnað auk þess sem Ijóst er að launakostnaður muni lækka í kjölfar þeirra uppsagna sem gi-ipið var til á árinu. Góður fjárfestingarkostur Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, segir tap félagsins ekki koma á óvart þó að það sé ívið meira en flestir bjugg- ust við: „Þrátt fyrir slakt milliupp- gjör, þá tel ég þetta fyrirtæki góðan fjárfestingarkost og þá sérstaklega til lengri tíma litið. Markaðurinn hefur verið þeim óhagstæður á árinu og allar líkur á að það breytist til batnaðar. Þá hefur félagið verið að hasla sér völl á nýjum sviðum í kjöt- og kjúklingavinnslu og ekki hægt að krefjast þess að þær ráðstafanir fari að skila tekjum undir eins.“ Albert segir erfitt að spá í seinni hluta ársins en til aðeins lengiú tíma litið þá gætu menn farið að sjá veru- legan bata hjá Marel. ----------------- Verðbréfaþing 505 m.kr. viðskipti VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu 505 m.kr., mest á langtíma- markaði skuldabréfa, alls 234 millj- ónir. Viðskipti með hlutabréf námu 77 m.kr., mest með bréf Samherja, 27 milljónir króna og með bréf SR- mjöls og SÍF, um 12 m.kr með bréf hvors félags. Verð bréfa Vinnslu- stöðvarinnar hækkaði í gær um 7,8% og verð bréfa Frumherja hækkaði um 5,6%. Hlutabréf sjávar- útvegsfyi-ii-tækja hækkuðu almennt í verði og vísitala sjávarútvegs hækkaði um 1,4%. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,98% í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.