Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 61 FÓLK í FRÉTTUM STUÐMENN hafa verið á ferð- inni um landið í allt sumar og hlotið hljijar viðtökur hjá land- anum sem hefur verið duglegur að mæta til að rifja upp gömul og ný stuðmannaspor. Hljóm- sveitin er nú komin aftur til Reylgavíkur og ekki til að hvíla sig, heldur héldu Stuðmenn tvær samkomur um helg- ina, bæði á Hótel íslandi á föstudagskvöldið og í Þjóð- leikhúskjallaranum á menn- ingarnótt. Þá var lágmenningarkvöld yfírskrift samkomunnar. „Okkur langaði að skapa ein- hvers konar andsvar við menn- ingamótt, þama í kjallara musteris hámenningarinnar. „Popptónlist er að sumra mati einhvert allra lægsta afbrigði menningarinnar, og því fannst okkur lgörið að gefa fólki kost á að velta sér upp úr dreggjum mannlífsins fram á morgun í myrkum kjailaranum," sagði Jakob Frímann aðspurður. Yfirskrift um lágmenningu aftraði ekki fólki að mæta á samkomuna þetta kvöld, nema síður væri. „Það mun víst aldrei hafa verið jafnmargt í þessu húsi hvorki fyrr né síðar, og stóð samkoman í um átta klukku- tíma alls, síðustu gestirnir voru farnir um hálfsjöleytið. Þetta var því einhvers konar mara- þonvaka,11 sagði Jakob Frím- ann. Það er ekki víst að sam- komurnar verði jafnlangar í lokahrinu Stuðmanna sem hefst um næstu helgi á Suðurnesjum og þar næstu helgi fá bæði Akureyringar og Reykvíkingar að hrista skankana í takt við stuðmennska tóna. „Síðan er vertíðinni lokið í bili. Sveitin er að vinna nýja breiðskífu, auk þess sem for- söngvararnir eru báðir í veiga- miklum hlutverkuin í nýrri ís- lenskri kvikmynd sem tökur eru að heíjast á,“ sagði Jakob Frím- ann um áform sveitarinnar á næstunni. EGILL og Ragnhildur eru alltaf góð saman. STUÐKONURNAR Aðalheiður Árnadóttir og Elín Reynisdóttir. MARGRÉT Böðvarsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Júlí- us Sigurðsson nutu lágmenn- ingarinnar út í ystu æsar. JAKOB Frímann í ham. Morgunblaðið/Halldór ÁGIJST Guðmundsson, Ágústa Sigurðardóttir, Guðlaug Guðna- dóttir og Ragnar Reynisson voru í rétta stuðinu í Þjóðleikhús- kjallaranum. KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir spennumyndina „Nightwatch“ með Ewan McGregor, Nick Nolte og Patricia Arquette í aðalhlutverkum, en myndin er bandarísk endurgerð dönsku myndarinnar Næturvörðurinn sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum árum. A nálum á næturvaktinni NÆTUR- VÖRÐURINN verður að hafa sig allan við á vaktinni. Frumsýning UNGUR laganemi fær hluta- starf sem næturvörður um svipað leyti og raðmorðingi tekur að ógna íbúum borgarinnar, en meiri skelfing fylgir því að allar vís- bendingar um morðingjann benda til sektar næturvarðarins. Lögreglan er að nálgast hann óðfluga og þessi sak- lausi ungi maður er efstur á lista yfir grunaða, en til þess að leysa gátuna verður hann svo sannarlega að halda sér glaðvakandi. Hugmyndina að myndinni fékk danski leikstjórinn Ole Bornedal þegar hann heimsótti líkhús í Kaupmannahöfn sem honum þótti í senn fagurt og ógnvekjandi. Það vakti hann til umhugsunar um lífíð og hvernig menn lifa því og hann setti sér það markmið að gera mynd í anda klassískra spennumynda frá sjötta og sjöunda áratugnum, en þó með þeim hætti að myndin höfðaði til kvikmyndahúsagesta í dag. „Það besta við spennumyndir fyrri ára er að þær eru bæði ógnvekjandi og stíl- hreinar í senn og í Næturverðinum var það takmarkið að skapa mikla spennu en jafnframt að gera mynd- ina skemmtilega á að horfa,“ segir Bomedal. í því skyni að færa upprunalegu dönsku myndina í búning fyrir bandaríska áhorfendur fengu þeir Bomedal og framleiðandinn Michael Obel til liðs við sig handritshöfund- inn Steven Soderbergh sem gert hef- ur myndirnar „Sex, lies and videota- pe“, Kafka og „King of the Hill“. Þegar handritið lá fyrir reyndist auðvelt að fá leikara í fremstu röð til að fara með hlutverk í myndinni og fyrir valinu í aðalhlutverkin urðu Nick Nolte, sem fer með hlutverk lögreglumannsins, Ewan McGregor, sem leikur næturvörðinn, og Patricia Arquette og Josh Brolin sem leika vini hans. Auk þess að fá réttu leik- arana í aðalhlutverkin var ekki síður mikilvægt að setja réttar kringum- stæður fyrir atburðarás myndarinn- ar og til þess að gera drungalega sviðsmynd líkhússins fengu þeir Bornedal og Obel til liðs við sig Ric- hard Hoover, sem meðal annars sá um sviðsmyndina í myndunum „Dead Man Walking" og „Ed Wood“. Danski kvikmyndatökumaðurinn Dan Laustsen sá svo um að festa myndina á filmu, en hann hefur verið á bak við myndavélina í rúmlega 20 dönskum kvikmyndum írá því árið 1979 og var hann jafn- framt töku- maður við gerð uppruna- legu myndar- innar um næturvörð- inn. Nick Nolte, sem fór með fyrsta kvik- LAGANEMINN (Ewan Mc- Gregor) fær hlutastarf sem næturvörður í líkhúsinu. myndahlutverk sitt í myndinni „The Deep“, á nú að baki fjölda minnis- stæðra hlutverka, en meðal mynda sem hann hefur leikið í eru „Down and Out in Beverly Hills“, „48 Ho- urs“, „The Prince of Tides“, „Lor- enzo’s Oil“, „Cape Fear“ og „Jefferson in Paris“. Skoski leikarinn Ewan McGregor lék í tveimur af umtöluðustu mynd- um ársins 1996, en það voru myndirnar „Trainspotting“ og Emma, en áður hafði hann leikið i skosku myndinni „Shallow Grave“. Hann hefur nú haslað sér völl sem leikari í Bandaríkj- unum og lék hann þar síðast í myndinni ,A Life Less Ordinarý* sem Danny Boyle leik- stýrði, en hann leikstýrði einnig „Train- spotting“. NICK Nolte í hlutverki lögreglumannsins í „Nightwatch". Fjaran Jón Möller leikur rómantíska píanótónlist Víkíngasveitin skemmtir i víkingaveisluni Jöstmlags- og laugardagskviilil Hljómsveit Rúnars Júl. ásamt Magnúsi Kjartans sjá um Jjörid á dansgóljimi Jöstudags- og laugardagskvöld STRANDGÖTU 55 SÍNII 565 1890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.