Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 13 FRÉTTIR Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri um möguleika í gerð kvikmynda Gæti orðið ein stærsta atvinnu- grein Islendinga Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og kvik- myndagerðarmaður. FRIÐRIK Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður segir að ís- lenskir kvikmyndaframleiðendur hafi barist fyrir því í mörg ár að settir verði meiri peningar í kvik- myndagerð á íslandi og segir að- spurður að það muni tvímælalaust koma íslenskum kvikmyndafram- leiðendum til góða verði komið á einhvers konar skattaívilnunum fyi-ir þessa atvinnugi'ein. Hann segir að ekkert hafi verið gert til að koma til móts við kvikmynda- gerð á íslandi frá því að Kvik- myndasjóður var stofnaður árið 1978, en fullyrðir að kvikmynda- gerð gæti orðið ein stærsta at- vinnugrein íslendinga ef staðið væri rétt að málum. Flest önnur lönd í Evrópu bjóði upp á einhvers konar skattafríðindi fyrir þá sem framleiði kvikmyndir og mörg lönd geri hreinlega út á það að laða að erlenda kvikmyndafram- leiðendur, þar á meðal Irland. „Við höfum lengi hvatt íslensk stjómvöld til þess að setja meiri peninga í kvikmyndagerð," segir Friðrik Þór. „Við höfum auk þess bent hundruð sinnum á það að ís- lensk kvikmyndafyrirtæki eru mun hagstæðari en erlend kvikmynda- fyrirtæki, vegna þess að við gerum þó myndimar á íslensku og komum með hlutfallslega jafnmikið fjár- magn inn í landið og erlendu fyrir- tækin,“ segir Friðrik Þór ennfrem- ur og útskýrir nánar. „Fyrir hverja krónu sem Islendingar lögðu til dæmis í kvikmyndina Djöflaeyjuna komu útlendingar með sex krónur að utan. Þ.e. úr erlendum sjóðum eða erlendu einkafjármagni." Friðrik Þór segir að það gangi reyndar ekki lengur að íslensk stjórnvöld leggi ekkert í kvik- myndagerð hér á landi, en treysti á sama tíma á það að peningar komi að utan. „Þetta kerfi er orðið ansi úrelt og það er búið að ganga svakalega á það. Þetta getur geng- ið í nokkur ár, en það eru allir orðnir svo þreyttir á okkur. Við er- um nánast aðhlátursefni," segir hann og heldur áfram. „Islenskir kvikmyndaframleiðendur taka við styrkjum úr til dæmis kvikmynda- sjóðum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, en svo þegar til dæmis danskir framleiðendur vilja gera myndir hér á íslandi, geta þeir ekld sótt í neina sambærilega sjóði hér og fá enga fyrirgreiðslu.“ Fyrirgreiðsla í flestum löndum Friðrik segir að gott dæmi sé framleiðsla dönsku myndarinnar Vinarbragð sem nú er sýnd í Há- skólabíói, en framleiðendur þeirr- ar myndar hafi ekki fengið nein fríðindi á Islandi þótt hún hafi ver- ið tekin hér. íslenska kvikmynda- samsteypan hafi þó tekið þátt í kostnaði við gerð myndarinnar til þess að reyna að borga til baka aftur þá peninga sem Danir hefðu lagt í íslenska kvikmyndagerð, eða „bara til að halda haus“, eins og Friðrik Þór orðar það. Hann segir að það þekkist varla nokkurs staðar annars staðar í heiminum að yfirvöld komi ekki til móts við erlenda kvikmyndafram- leiðendur og að í flestum löndum Evrópu væri einhvers konar fyrir- greiðsla til slíkra fyrirtækja. „Það er mismunandi hvernig þetta er gert,“ segir hann aðspurður hvers konar fríðindi séu í boði fyrir kvik- myndafyrirtæki í þessum löndum. „Irar eru til dæmis með ágætis fyrirkomulag. Þeir borga m.a. 15% af fjárhagsáætlun myndarinnar til baka. Sé fjárhagsáætlunin til dæmis 100 milljónir greiða þeir fyrirtækinu fimmtán milljónir til baka. En í staðinn verður fyrir- tækið til dæmis að ráða írskt starfsfólk og versla við írsk fyrir- tæki. Það er vel fylgst með þessu öllu og fyrirtækið verður að geta sannað það að það sé að eyða pen- ingunum á írlandi,“ segir hann og bætir því við sem öðru dæmi að listamenn eins og handrits- og tón- Ustarhöfundar sem hafi búsetu á írlandi geti sótt um að vera undan- þegnir skatti. Góð auglýsing fyrir landið Friðrik Þór telur aðspurður að það sé nauðsynlegt að gera Island aðlaðandi fyrir erlenda kvik- myndaframleiðend- ur, ekki síst vegna þess hve góð aug- lýsing það gæti ver- ið ef kvikmynd yrði alfarið tekin hér á landi. „Það líta allir á erlenda kvik- myndagerð í eigin landi sem ódýra auglýsingu," segir Friðrik Þór og tek- ur kvikmyndina Braveheart sem dæmi, en hún var alfarið tekin á Skotlandi. Hann segir að eftir að sú mynd hafi verið sýnd hafi ferða- mönnum fjölgað mjög mikið til Skotlands. „Auk þess hefur þetta haft áhrif á sölu á skoskum vörum og bara ímynd landsins,“ segir hann. Eins og kunnugt er, er Cary Granat forstjóri Dimension Films hjá bandaríska kvikmyndafyrir- tækinu Miramax staddur á Islandi um þessar mundir m.a. til að kanna hugsanlega tökustaði fyrir kvikmyndina Highlander. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar, viðskipta- fulltrúa í Bandaríkjunum, hafa að- ilar hjá viðskiptaþjónustu utanrík- isráðuneytisins verið í sambandi við Granat frá því snemma í vor, en þá var hann að skoða nokkra áhugaverða staði til kvikmynda- gerðar, en þeirra á meðal var ís- land. Að sögn Magnúsar virðist Cranat hins vegar vera búinn að gera það upp við sig að framleiða kvikmyndir á íslandi, gangi þeir hlutir upp sem snúa að fram- leiðslukostnaði. Fæðingardeildin á Blönduósi Engin ákvörðun verið tekin um lokun STJÓRN Stéttarfélagsins Sam- stöðu í Austur-Húnavatnssýslu hefur mótmælt harðlega öllum áformum um lokun fæðingardeild- ar á Blönduósi og hefur í bréfi til heilbrigðisráðherra lýst yfir undr- un á fyrirhugaðri lokun. Að sögn Bolla Ólafssonar, famkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar á Blönduósi, hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin um að loka fæðingardeildinni. „Það sem hefur gerst er að starf- andi Ijósmóðir hefur sagt upp störf- um og mun hætta um næstu mán- aðamót," sagði Bolli. „Ég skil ekki þennan blástur. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að loka. Ljósmóðirin sagði upp með stuttum fyrirvara og það mun taka nokkurn tíma að ná í aðra.“ Sagði hann að með nýrri sveitarstjórn eigi að skipa nýja stjórn Heilbrigðisstofn- unar en að það hafi enn ekki verið gert og að nýja stjórnin kæmi til með að taka ákvörðun um framhald- ið. Á sjúkrahúsinu er starfandi kvensjúkdómalæknir en hann mun láta af störfum vegna aldurs í nóv- ember. í samþykkt stjórnar Stéttarfé- lagsins Samstöðu, kemur fram að með öllu sé óviðunandi að íbúar í Húnavatnssýslum skuli þurfa að búa við mun meira öryggisleysi í heilbrigðisþjónustu en fyrir 25-30 árum. Skorað er á alla sem á ein- hvern hátt geta beitt sér að sameina kraftana og hrinda þessum niður- skurðarhugmyndum til föðurhús- anna. Sjórnin krefst þess að stjórn og framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar á Blönduósi beiti sér af fullum þunga í þessu máli. Umferðarráð veitir landlækni gullmerki Morgunblaðið/Jim Smart Þökkuð störf í þágu umferðar- öryggismála ÓLAFI Ólafssyni landlækni var veitt gullmerki Umferðarráðs fyrir ötul störf að umferðarör- yggismálum við hátíðlega at- höfn í Perlunni í fyrradag. Tók hann við viðurkenningunni úr hendi Þórhalls Ólafssonar for- manns Umferðarráðs, sem sagði að landlæknir hefði unn- ið lengið að umferðarmálum og m.a. beitt sér sérstaklega fyrir notkun hjólreiðahjálma og bflbelta, auk annarra mikil- vægra verkefna sem unnin hafa verið í forvörnum á sviði umferðaröryggismála. Ólafur hefur setið í Umferðarráði frá 1990, en er nú að láta af störf- um þar. í greinargerð frá Umferðar- ráði segir að fyrir allt þetta og störf hans vilji Umferðarráð þakka Ólafi Olafssyni, manni sem hafí verið ötull talsmaður og leiðandi í öflugu slysavarna- starfí og þá ekki síst í uinferð- aröryggismálum, þjóð sinni til heilla. rorritun og kerfisfræði Boðið er upp á morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið Markmiðið með náminu er að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fvrir starfsfólk til að vinna við forritun og kerfisfræði. Námið er samtals 360 klukkustundir (540 kennslustundir), byrjar í byrjun september og lýkur í maí '99. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið og inntökuskilyrði er að fá á skrifstofu skólans. ívar Kjartansson Kerfísfraeðingur „Eftir aö ég lauk nóm í Forritun og kerfísfraaði hjó NTV var ég róðinn í hug- búnaðardeild Nýherja. Nómskeidið, aðstaðan og kennarar voru framar öllum vonum. Eg mœli eindregið með þessu námskeiði fyrir þá sem hafa áhuga á að hasla sér völl á þessu sviði." - Kerfisgreining - Gagnagrunnsfræði - Pascal forritun í °rfá - HTML forritun * iS- - Delplii forritun V fatis i V - Lotus Notes forritun 1 ***nm ** - Lotus Notes forritun 2 - Lotus Notes kerfisstjórnun -Java forritun - Hlutbundin hönnun (SELECT) - Áfangapróf og lokaverkefni Nýi tölvu- & viðskiptaskálinn $--------------------------------------------------------- Hólshrauní 2 - 220 Hafharfirði - Slml: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skolí@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.