Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 13
FRÉTTIR
Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri um möguleika í gerð kvikmynda
Gæti orðið ein
stærsta atvinnu-
grein Islendinga
Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og kvik-
myndagerðarmaður.
FRIÐRIK Þór Friðriksson kvik-
myndagerðarmaður segir að ís-
lenskir kvikmyndaframleiðendur
hafi barist fyrir því í mörg ár að
settir verði meiri peningar í kvik-
myndagerð á íslandi og segir að-
spurður að það muni tvímælalaust
koma íslenskum kvikmyndafram-
leiðendum til góða verði komið á
einhvers konar skattaívilnunum
fyi-ir þessa atvinnugi'ein. Hann
segir að ekkert hafi verið gert til
að koma til móts við kvikmynda-
gerð á íslandi frá því að Kvik-
myndasjóður var stofnaður árið
1978, en fullyrðir að kvikmynda-
gerð gæti orðið ein stærsta at-
vinnugrein íslendinga ef staðið
væri rétt að málum. Flest önnur
lönd í Evrópu bjóði upp á einhvers
konar skattafríðindi fyrir þá sem
framleiði kvikmyndir og mörg
lönd geri hreinlega út á það að
laða að erlenda kvikmyndafram-
leiðendur, þar á meðal Irland.
„Við höfum lengi hvatt íslensk
stjómvöld til þess að setja meiri
peninga í kvikmyndagerð," segir
Friðrik Þór. „Við höfum auk þess
bent hundruð sinnum á það að ís-
lensk kvikmyndafyrirtæki eru mun
hagstæðari en erlend kvikmynda-
fyrirtæki, vegna þess að við gerum
þó myndimar á íslensku og komum
með hlutfallslega jafnmikið fjár-
magn inn í landið og erlendu fyrir-
tækin,“ segir Friðrik Þór ennfrem-
ur og útskýrir nánar. „Fyrir hverja
krónu sem Islendingar lögðu til
dæmis í kvikmyndina Djöflaeyjuna
komu útlendingar með sex krónur
að utan. Þ.e. úr erlendum sjóðum
eða erlendu einkafjármagni."
Friðrik Þór segir að það gangi
reyndar ekki lengur að íslensk
stjórnvöld leggi ekkert í kvik-
myndagerð hér á landi, en treysti
á sama tíma á það að peningar
komi að utan. „Þetta kerfi er orðið
ansi úrelt og það er búið að ganga
svakalega á það. Þetta getur geng-
ið í nokkur ár, en það eru allir
orðnir svo þreyttir á okkur. Við er-
um nánast aðhlátursefni," segir
hann og heldur áfram. „Islenskir
kvikmyndaframleiðendur taka við
styrkjum úr til dæmis kvikmynda-
sjóðum Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar, en svo þegar til dæmis
danskir framleiðendur vilja gera
myndir hér á íslandi, geta þeir
ekld sótt í neina sambærilega sjóði
hér og fá enga fyrirgreiðslu.“
Fyrirgreiðsla í
flestum löndum
Friðrik segir að gott dæmi sé
framleiðsla dönsku myndarinnar
Vinarbragð sem nú er sýnd í Há-
skólabíói, en framleiðendur þeirr-
ar myndar hafi ekki fengið nein
fríðindi á Islandi þótt hún hafi ver-
ið tekin hér. íslenska kvikmynda-
samsteypan hafi þó tekið þátt í
kostnaði við gerð myndarinnar til
þess að reyna að borga til baka
aftur þá peninga sem Danir hefðu
lagt í íslenska kvikmyndagerð, eða
„bara til að halda haus“, eins og
Friðrik Þór orðar það.
Hann segir að það þekkist varla
nokkurs staðar annars staðar í
heiminum að yfirvöld komi ekki til
móts við erlenda kvikmyndafram-
leiðendur og að í flestum löndum
Evrópu væri einhvers konar fyrir-
greiðsla til slíkra fyrirtækja. „Það
er mismunandi hvernig þetta er
gert,“ segir hann aðspurður hvers
konar fríðindi séu í boði fyrir kvik-
myndafyrirtæki í þessum löndum.
„Irar eru til dæmis með ágætis
fyrirkomulag. Þeir borga m.a. 15%
af fjárhagsáætlun myndarinnar til
baka. Sé fjárhagsáætlunin til
dæmis 100 milljónir greiða þeir
fyrirtækinu fimmtán milljónir til
baka. En í staðinn verður fyrir-
tækið til dæmis að ráða írskt
starfsfólk og versla við írsk fyrir-
tæki. Það er vel fylgst með þessu
öllu og fyrirtækið verður að geta
sannað það að það sé að eyða pen-
ingunum á írlandi,“ segir hann og
bætir því við sem öðru dæmi að
listamenn eins og handrits- og tón-
Ustarhöfundar sem hafi búsetu á
írlandi geti sótt um að vera undan-
þegnir skatti.
Góð auglýsing
fyrir landið
Friðrik Þór telur
aðspurður að það sé
nauðsynlegt að gera
Island aðlaðandi
fyrir erlenda kvik-
myndaframleiðend-
ur, ekki síst vegna
þess hve góð aug-
lýsing það gæti ver-
ið ef kvikmynd yrði
alfarið tekin hér á
landi. „Það líta allir
á erlenda kvik-
myndagerð í eigin
landi sem ódýra
auglýsingu," segir
Friðrik Þór og tek-
ur kvikmyndina
Braveheart sem
dæmi, en hún var
alfarið tekin á
Skotlandi. Hann
segir að eftir að sú
mynd hafi verið
sýnd hafi ferða-
mönnum fjölgað
mjög mikið til
Skotlands. „Auk
þess hefur þetta
haft áhrif á sölu á
skoskum vörum og bara ímynd
landsins,“ segir hann.
Eins og kunnugt er, er Cary
Granat forstjóri Dimension Films
hjá bandaríska kvikmyndafyrir-
tækinu Miramax staddur á Islandi
um þessar mundir m.a. til að
kanna hugsanlega tökustaði fyrir
kvikmyndina Highlander. Að sögn
Magnúsar Bjarnasonar, viðskipta-
fulltrúa í Bandaríkjunum, hafa að-
ilar hjá viðskiptaþjónustu utanrík-
isráðuneytisins verið í sambandi
við Granat frá því snemma í vor,
en þá var hann að skoða nokkra
áhugaverða staði til kvikmynda-
gerðar, en þeirra á meðal var ís-
land. Að sögn Magnúsar virðist
Cranat hins vegar vera búinn að
gera það upp við sig að framleiða
kvikmyndir á íslandi, gangi þeir
hlutir upp sem snúa að fram-
leiðslukostnaði.
Fæðingardeildin
á Blönduósi
Engin
ákvörðun
verið tekin
um lokun
STJÓRN Stéttarfélagsins Sam-
stöðu í Austur-Húnavatnssýslu
hefur mótmælt harðlega öllum
áformum um lokun fæðingardeild-
ar á Blönduósi og hefur í bréfi til
heilbrigðisráðherra lýst yfir undr-
un á fyrirhugaðri lokun. Að sögn
Bolla Ólafssonar, famkvæmda-
stjóra Heilbrigðisstofnunar á
Blönduósi, hefur hins vegar engin
ákvörðun verið tekin um að loka
fæðingardeildinni.
„Það sem hefur gerst er að starf-
andi Ijósmóðir hefur sagt upp störf-
um og mun hætta um næstu mán-
aðamót," sagði Bolli. „Ég skil ekki
þennan blástur. Það hefur engin
ákvörðun verið tekin um að loka.
Ljósmóðirin sagði upp með stuttum
fyrirvara og það mun taka nokkurn
tíma að ná í aðra.“ Sagði hann að
með nýrri sveitarstjórn eigi að
skipa nýja stjórn Heilbrigðisstofn-
unar en að það hafi enn ekki verið
gert og að nýja stjórnin kæmi til
með að taka ákvörðun um framhald-
ið.
Á sjúkrahúsinu er starfandi
kvensjúkdómalæknir en hann mun
láta af störfum vegna aldurs í nóv-
ember.
í samþykkt stjórnar Stéttarfé-
lagsins Samstöðu, kemur fram að
með öllu sé óviðunandi að íbúar í
Húnavatnssýslum skuli þurfa að
búa við mun meira öryggisleysi í
heilbrigðisþjónustu en fyrir 25-30
árum. Skorað er á alla sem á ein-
hvern hátt geta beitt sér að sameina
kraftana og hrinda þessum niður-
skurðarhugmyndum til föðurhús-
anna. Sjórnin krefst þess að stjórn
og framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
stofnunar á Blönduósi beiti sér af
fullum þunga í þessu máli.
Umferðarráð veitir landlækni gullmerki
Morgunblaðið/Jim Smart
Þökkuð störf
í þágu umferðar-
öryggismála
ÓLAFI Ólafssyni landlækni var
veitt gullmerki Umferðarráðs
fyrir ötul störf að umferðarör-
yggismálum við hátíðlega at-
höfn í Perlunni í fyrradag. Tók
hann við viðurkenningunni úr
hendi Þórhalls Ólafssonar for-
manns Umferðarráðs, sem
sagði að landlæknir hefði unn-
ið lengið að umferðarmálum
og m.a. beitt sér sérstaklega
fyrir notkun hjólreiðahjálma
og bflbelta, auk annarra mikil-
vægra verkefna sem unnin
hafa verið í forvörnum á sviði
umferðaröryggismála. Ólafur
hefur setið í Umferðarráði frá
1990, en er nú að láta af störf-
um þar.
í greinargerð frá Umferðar-
ráði segir að fyrir allt þetta og
störf hans vilji Umferðarráð
þakka Ólafi Olafssyni, manni
sem hafí verið ötull talsmaður
og leiðandi í öflugu slysavarna-
starfí og þá ekki síst í uinferð-
aröryggismálum, þjóð sinni til
heilla.
rorritun og kerfisfræði
Boðið er upp á morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið
Markmiðið með náminu er að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fvrir starfsfólk
til að vinna við forritun og kerfisfræði. Námið er samtals 360 klukkustundir
(540 kennslustundir), byrjar í byrjun september og lýkur í maí '99.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið og inntökuskilyrði er að fá
á skrifstofu skólans.
ívar Kjartansson
Kerfísfraeðingur
„Eftir aö ég lauk nóm í
Forritun og kerfísfraaði hjó
NTV var ég róðinn í hug-
búnaðardeild Nýherja.
Nómskeidið, aðstaðan og
kennarar voru framar öllum
vonum. Eg mœli eindregið
með þessu námskeiði fyrir
þá sem hafa áhuga á að
hasla sér völl á þessu
sviði."
- Kerfisgreining
- Gagnagrunnsfræði
- Pascal forritun í °rfá
- HTML forritun * iS-
- Delplii forritun V fatis i V
- Lotus Notes forritun 1 ***nm **
- Lotus Notes forritun 2
- Lotus Notes kerfisstjórnun
-Java forritun
- Hlutbundin hönnun (SELECT)
- Áfangapróf og lokaverkefni
Nýi tölvu- &
viðskiptaskálinn
$---------------------------------------------------------
Hólshrauní 2 - 220 Hafharfirði - Slml: 555 4980 - Fax: 555 4981
Tölvupóstfang: skolí@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is