Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 53 FRETTIR FRA setningu 28. Kiwanisþings umdæmisins Island-Færeyjar sem sett var í Seljakirkju. 200 fulltrúar sóttu umdæmisþing Kiwanis 28. UMDÆMISPING Kiwanisum- dæmisins Ísland-Færeyjar var haldið dagana 21.-23. ágúst í Reykjavík. Um 200 fulltrúar frá klúbbum umdæmisins sóttu þingið. Þingsetning fór fram í Selja- kirkju þar sem sr. Valgeir Ástráðs- son flutti Kiwanisfólki hugvekju, ávörp fluttu innlendir og erlendir gestir þingsins. Að lokum söng Barnakór Kópavogs nokkur lög við mikla hrifningu Kiwanisfóiks. Auk hefðbundinna þingstarfa var fulltrúum frá Barnaspítala Hrings- ins afhent fjögur mjög fullkomin sjónvarpstæki að gjöf til spítalans. Gjöf þessi er afrakstur söfnunar sem Kiwanishreyfíngin stóð fyrir starfsárið 1997-1998 með framlög- um frá Kiwanisklúbbum og stuðn- ingi frá Japis og Sam-myndböndum. Á þingið mættu þrír erlendir gestir David Hoderman, stjórnar- maður í heimsstjórn, Thor Heved- ing frá Noregi og Eero Kitsing frá Eistlandi. Erlendu gestirnir voru mjög hrifnir af umdæmisþinginu, góða veðrinu og landi og þjóð. Söfnunarfé K-dags varið til Geðhjálpar Á þinginu var samhljóða sam- þykkt að verja söfnunarfé næsta K- dags, sem verður 10. október, til Geðhjálpar sem er samtök fólks með geðsjúkdóma, aðstandenda þeirra og áhugafólks um geðheil- brigðismál. Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geðhjálpar ávarpaði þingið og þakkaði Kiwan- ismönnum þeirra stuðning til geð- verndarmála en á núvirði hafa Kiwanismenn afhent söfnunarfé frá K-dögum að upphæð um 150 millj- ónir til geðverndarmála. Söfnunar- FRÁFARANDI umdæmisstjóri Björn Ag. Siguijónsson t.v. og verð- andi umdæmisstjóri Georg Þór Kristjánsson t.h., á milli þeirra er Sæmundur Sæmundsson. AFHENDING gjafa til Barnaspítala Hringsins. Á myndinni eru Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir Barnaspftalans, og Dóra Guðbjartsdóttir, formaður markmiðanefndar. Kúmendag*ar í Viðey KÚMENIÐ í Viðey er löngu full- þroskað og síðustu forvöð að sækja sér birgðir fyrir veturinn. Þægileg- ast er að koma með plastpoka og skæri og klipa sveipina af jurtinni. Kúmenið er mest meðfram veginum, sem liggur efth' eynni miðri, en einnig víða annars staðar. Öllum er velkomið að nýta sér þetta, segir í fréttatilkynningu. Næsta helgi verður hin næstsíð- asta í Viðey á þessu sumri með skipulagðri dagskrá. Á laugai'dag verður tveggja tíma gönguferð um Vestureyna. Hún hefst við kirkjuna kl. 14.15. Gengið verður framhjá Klausturhól, um Klifíð, Kattarnefið á Eiðinu og yfir í Vesturey. Þetta er ein skemmtilegasta gönguleiðin í Viðey, margt að sjá og mikil saga. Þai'na eru t.d. Áfangar, listaverk R. Serra, sem kynnt verður sérstakelga í þessari ferð. Einnig eru þarna steinar með áletrunum. Gangan tek- ur um tvo tíma. Á sunnudag kl. 14 messar sr. Hjalti Guðmundsson í Viðeyjar- kh'kju. Dómkórinn syngur og Mar- teinn H. Friðriksson dómorganisti leikur á orgelið. Eftir messu verður svo staðarskoðun. Þá verður kirkjan sýnd, einnig fornleifagröfturinn og margt söguríkt þar í nánd. Loks verður Stofan sjálf skoðuð. Staðar- skoðun er flestum auðveld, krefst ekki langrar göngu og þar er margt áhugavert fýrir augað. Ferðir hefj- ast kl. 13. Sérstök ferð með kirkju- gesti verður kl. 13.30. Ljósmyndasýningunni lýkur um þessa helgi, en hjólaleigan og hesta- leigan verður áfram til staðar, sem og veitingar í Viðeyjarstofu. ---------------- Málþing um heilbrigðisstörf í friðargæslu MÁLÞING um heilbrigðisstörf í friðargæslu verður á morgun, laug- ardag, frá kl. 10-17, í Borgartúni 6, Reykjavík. Málþingið er haldið af ís- lenskum læknum og hjúkrunarfræð- ingum sem hafa verið við friðar- gæslu í Bosníu á vegum Sameinuðu þjóðanna og NATO, með þátttöku breskra og norskra friðargæsluliða. Málþingið nýtur stuðnings utan- ríkisráðuneytisins og Félags Sa- meinuðu þjóðanna á Islandi. Ungir framsdknar- menn Stuðningur við Siv FRAMKVÆMDASTJÓRN Félags ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv Frið- leifsdóttur sem ráðherra: „Framsóknarflokkurinn er á tíma- mótum því framundan er uppstokk- un ráðherraembætta og trúnaðar- starfa í kjölfar brotthvarfs Guð- mundar Bjarnasonar úr stjórnmál- um. Verði niðurstaðan sú að skipa nýjan ráðherra lýsir framkvæmda- stjórn SUF yfir fullum stuðningi við að Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi formaður SUF, verði næsti ráðherra flokksins. Slík ráðstöfun væri í sam- ræmi við það markmið SUF að efla hlut yngri kynslóðarinnar í stjórmál- um svo og jafnréttisáætlun flokksins. Siv Friðleifsdóttir hefur sýnt styrk og ábyrgð í störfum sínum innan þingsins og utan og að hún er kraft- mikill stjórnmálamaður sem hefur metnað og hæfileika til að takast á við krefjandi verkefni fyrir hönd framsóknarmanna. SUF skorar því á formann flokks- ins og þingflokk að nýta það sjaldgæfa tækifæri sem felst í því að velja ung- an, öflugan stjórnmálamann til ráð- herrastarfa. Betra tækifæri til þess að styrkja flokkinn er vandfundið." ------------------ Síðasta sýningar- helgi Siggu- bæjar BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býð- ur nú um helgina til síðustu sýning- arhelgar Siggubæjar, sem stendur við Hellisgötu, fyrir vetrarlokun. Siggubær er eini upprunalegi „bær- inn“ sem upþi stendur í Hafnarfirði af þeim veggjalágu húsum er aðeins höfðu glugga á göfiunum. Siggubær var byggður árið 1902 af Erlendi Maiteinssyni sjómanni sem þar bjó á tæpum 20 fermetrum ásamt þriggja manna fjölskyldu sinni. Dótth’ hans, Sigríður, sem jafn- framt vai' síðasti íbúi hússins, erfði bæinn og bjó þar nær alla sína ævi. Bærinn er lýsandi fyrir verka- manna- og sjómannaheimili í Hafn- arfirði á fyrrihluta þessarar aldar og er hann gestum opinn á laugardag og sunnudag frá kl. 13. fénu verður varið til uppbyggingar á framtíðarhúsnæði Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykjavík. Umdæmisþinginu lauk með loka- hófi sem Kiwanisfólk hélt á Hótel Sögu þar sem margt var um mann- inn og skemmtun hin besta. Afmælishátíð Samvinnuhá- skólans á Bifröst AFMÆLISHÁTÍÐ Samvinnuhá- skólans verður haldin á Bifröst á morgun, laugardag, kl. 15. Hátíðin er haldin í tilefni af því að 80 ár eru lið- in frá því að Samvinnuháskólinn í Reykjavík hóf göngu sína og 10 ár eru liðin frá því að kennsla á há- skólastigi hófst við skólann á Bifröst. Afmælishátíðin hefst með dag- skrá í hátíðarsal skólans. Þar munu meðal annars flytja ávörp Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Páll Skúlason rektor Háskóla ís- lands, Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuháskólans og nokki'ir að- standendur Samvinnuháskólans. Ólafur Magnús Magnússon og Sig- ríður Óðinsdóttir flytja tónlist milli ávarpa. Kynnt verður ný aðstaða upplýs- ingamiðstöðvar, endurnýjaður tölvubúnaður skólans og Stofnun Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Boðn- ar verða skoðunarferðir um svæðið. Boðið verður til kaffisamsætis að dagskrá lokinni. Allir eru velkomnir á þessa afmælishátíð. Aðalfundur Skógræktar- felagsins á Hvolsvelli AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags íslands verður haldinn á Hvolsvelli dagana 28.-30. ágúst. Á fundinum verður m.a. skoðað- ur glæsilegur árangur í Land- gi-æðsluskógrækt en þar hefur Skógræktarfélag Rangæinga stað- ið hvað fremst í flokki, segir í fréttatilkynningu. Undanfarin ár hefur félagið árlega unnið að gróð- ursetningu 200-300 þúsund skógarplantna en þar hefur verið beitt öflugum aðferðum við upp- græðslu sands og hrauna. Dagskrá fundarins er fjölbreytt að vanda, m.a. halda Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, og Ólafur Örn Haraldsson þingmaður fyrirlestra. Þá verður fjallað um stefnumörkun félagsins og ýmis- legt annað sem tilheyrir hefð- bundnum aðalfundarstörfum. Aðalfund Skógræktarfélags Is- lands sækja hátt í 200 manns en öllum félagsmönnum í skógi-æktar- félögum er velkomið að sitja fund- inn og hlýða m.a. á fróðleg erindi. GYM fyrir alla Við bjóðum eitt fjölbreyttasta tækjaúrval landsins þjáifara 09 Opið hús helgina 29.-30. ágúst frá kl. 10-17 Kynnum nýjan meöliruaklúbb GYM - 80 Ouaantur glaöningui* fyrir þa sem skrá sig iyv'w múnnðmnot » Kynningartímar í • spinning • kickbox • body pump • eróbikk EAS Kynning á EAS fæðubótaefnum Kynnum einnig einkaþjálfaranám ISSA Suðurlandsbraut 6 (bakhús), sími 588 8383, fax 568 7Q17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.