Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 61 FÓLK í FRÉTTUM STUÐMENN hafa verið á ferð- inni um landið í allt sumar og hlotið hljijar viðtökur hjá land- anum sem hefur verið duglegur að mæta til að rifja upp gömul og ný stuðmannaspor. Hljóm- sveitin er nú komin aftur til Reylgavíkur og ekki til að hvíla sig, heldur héldu Stuðmenn tvær samkomur um helg- ina, bæði á Hótel íslandi á föstudagskvöldið og í Þjóð- leikhúskjallaranum á menn- ingarnótt. Þá var lágmenningarkvöld yfírskrift samkomunnar. „Okkur langaði að skapa ein- hvers konar andsvar við menn- ingamótt, þama í kjallara musteris hámenningarinnar. „Popptónlist er að sumra mati einhvert allra lægsta afbrigði menningarinnar, og því fannst okkur lgörið að gefa fólki kost á að velta sér upp úr dreggjum mannlífsins fram á morgun í myrkum kjailaranum," sagði Jakob Frímann aðspurður. Yfirskrift um lágmenningu aftraði ekki fólki að mæta á samkomuna þetta kvöld, nema síður væri. „Það mun víst aldrei hafa verið jafnmargt í þessu húsi hvorki fyrr né síðar, og stóð samkoman í um átta klukku- tíma alls, síðustu gestirnir voru farnir um hálfsjöleytið. Þetta var því einhvers konar mara- þonvaka,11 sagði Jakob Frím- ann. Það er ekki víst að sam- komurnar verði jafnlangar í lokahrinu Stuðmanna sem hefst um næstu helgi á Suðurnesjum og þar næstu helgi fá bæði Akureyringar og Reykvíkingar að hrista skankana í takt við stuðmennska tóna. „Síðan er vertíðinni lokið í bili. Sveitin er að vinna nýja breiðskífu, auk þess sem for- söngvararnir eru báðir í veiga- miklum hlutverkuin í nýrri ís- lenskri kvikmynd sem tökur eru að heíjast á,“ sagði Jakob Frím- ann um áform sveitarinnar á næstunni. EGILL og Ragnhildur eru alltaf góð saman. STUÐKONURNAR Aðalheiður Árnadóttir og Elín Reynisdóttir. MARGRÉT Böðvarsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Júlí- us Sigurðsson nutu lágmenn- ingarinnar út í ystu æsar. JAKOB Frímann í ham. Morgunblaðið/Halldór ÁGIJST Guðmundsson, Ágústa Sigurðardóttir, Guðlaug Guðna- dóttir og Ragnar Reynisson voru í rétta stuðinu í Þjóðleikhús- kjallaranum. KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir spennumyndina „Nightwatch“ með Ewan McGregor, Nick Nolte og Patricia Arquette í aðalhlutverkum, en myndin er bandarísk endurgerð dönsku myndarinnar Næturvörðurinn sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum árum. A nálum á næturvaktinni NÆTUR- VÖRÐURINN verður að hafa sig allan við á vaktinni. Frumsýning UNGUR laganemi fær hluta- starf sem næturvörður um svipað leyti og raðmorðingi tekur að ógna íbúum borgarinnar, en meiri skelfing fylgir því að allar vís- bendingar um morðingjann benda til sektar næturvarðarins. Lögreglan er að nálgast hann óðfluga og þessi sak- lausi ungi maður er efstur á lista yfir grunaða, en til þess að leysa gátuna verður hann svo sannarlega að halda sér glaðvakandi. Hugmyndina að myndinni fékk danski leikstjórinn Ole Bornedal þegar hann heimsótti líkhús í Kaupmannahöfn sem honum þótti í senn fagurt og ógnvekjandi. Það vakti hann til umhugsunar um lífíð og hvernig menn lifa því og hann setti sér það markmið að gera mynd í anda klassískra spennumynda frá sjötta og sjöunda áratugnum, en þó með þeim hætti að myndin höfðaði til kvikmyndahúsagesta í dag. „Það besta við spennumyndir fyrri ára er að þær eru bæði ógnvekjandi og stíl- hreinar í senn og í Næturverðinum var það takmarkið að skapa mikla spennu en jafnframt að gera mynd- ina skemmtilega á að horfa,“ segir Bomedal. í því skyni að færa upprunalegu dönsku myndina í búning fyrir bandaríska áhorfendur fengu þeir Bomedal og framleiðandinn Michael Obel til liðs við sig handritshöfund- inn Steven Soderbergh sem gert hef- ur myndirnar „Sex, lies and videota- pe“, Kafka og „King of the Hill“. Þegar handritið lá fyrir reyndist auðvelt að fá leikara í fremstu röð til að fara með hlutverk í myndinni og fyrir valinu í aðalhlutverkin urðu Nick Nolte, sem fer með hlutverk lögreglumannsins, Ewan McGregor, sem leikur næturvörðinn, og Patricia Arquette og Josh Brolin sem leika vini hans. Auk þess að fá réttu leik- arana í aðalhlutverkin var ekki síður mikilvægt að setja réttar kringum- stæður fyrir atburðarás myndarinn- ar og til þess að gera drungalega sviðsmynd líkhússins fengu þeir Bornedal og Obel til liðs við sig Ric- hard Hoover, sem meðal annars sá um sviðsmyndina í myndunum „Dead Man Walking" og „Ed Wood“. Danski kvikmyndatökumaðurinn Dan Laustsen sá svo um að festa myndina á filmu, en hann hefur verið á bak við myndavélina í rúmlega 20 dönskum kvikmyndum írá því árið 1979 og var hann jafn- framt töku- maður við gerð uppruna- legu myndar- innar um næturvörð- inn. Nick Nolte, sem fór með fyrsta kvik- LAGANEMINN (Ewan Mc- Gregor) fær hlutastarf sem næturvörður í líkhúsinu. myndahlutverk sitt í myndinni „The Deep“, á nú að baki fjölda minnis- stæðra hlutverka, en meðal mynda sem hann hefur leikið í eru „Down and Out in Beverly Hills“, „48 Ho- urs“, „The Prince of Tides“, „Lor- enzo’s Oil“, „Cape Fear“ og „Jefferson in Paris“. Skoski leikarinn Ewan McGregor lék í tveimur af umtöluðustu mynd- um ársins 1996, en það voru myndirnar „Trainspotting“ og Emma, en áður hafði hann leikið i skosku myndinni „Shallow Grave“. Hann hefur nú haslað sér völl sem leikari í Bandaríkj- unum og lék hann þar síðast í myndinni ,A Life Less Ordinarý* sem Danny Boyle leik- stýrði, en hann leikstýrði einnig „Train- spotting“. NICK Nolte í hlutverki lögreglumannsins í „Nightwatch". Fjaran Jón Möller leikur rómantíska píanótónlist Víkíngasveitin skemmtir i víkingaveisluni Jöstmlags- og laugardagskviilil Hljómsveit Rúnars Júl. ásamt Magnúsi Kjartans sjá um Jjörid á dansgóljimi Jöstudags- og laugardagskvöld STRANDGÖTU 55 SÍNII 565 1890

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.