Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ohugnanleg lífsreynsla tveggja Islendinga í nauðlendingu á flugvellinum í Calgary „Horfðum á eld- glæringar standa út úr hreyflinum“ Tveir Islendingar sluppu með skrekkinn þegar flugvél sem þeir voru í nauðlenti í Kanada í mánudagskvöld eftir að kviknað hafði í hreyfli. „NOKKRU eftir að kviknaði í öðrum heyflinum ávarpaði flugstjórinn far- þega, sagðist vera í vandræðum með annan hreyfilinn og að hann hefði í öryggisskyni ákveðið að lenda. Á meðan horfðum við sem sátum við vænginn á eldglæringar standa út úr hreyflinum,“ sagði Axel Omarsson í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann var ásamt Sigurbimi Bárð- arsyni að koma af hrossasýningu í Calgary í Kanada þegar eldur kvikn- aði í hreyfli þotu sem flytja átti þá og 280 aðra farþega til Amsterdam. Petta gerðist skömmu eftir flugtak vélarinnar síðastliðið mánudags- kvöld. Ómar og Sigurbjörn komu heim í gær. Axel Ómarsson upplýsti Morgun- blaðið um að þeir Sigurbjöm Bárð- arson hefðu vegna verkfalla hjá Northwest og Air Canada orðið að breyta upphaflegri áætlun sinni frá Kanada til íslands og fengið far með vél frá hollenska leiguflugfélaginu Martinair frá Calgary til Amster- dam. Potan var af gerðinni Boeing 767. „Vélin var komin á loft og að draga inn hjólin þegar þessi svaka- legi hvellur kom, ljósin í farþega- rýminu duttu út og við sáum eld og reyk úr hreyflinum," segir Axel enda sátu þeir Sigurbjöm við vænginn. Hann sagði að strax hefði byrjað skvaldur milli farþega og greinilegur ótti gripið um sig. Þeir vora flestir hollenskir, margir ellilífeyrisþegar en einnig margar fjölskyldur með böm. Flugfreyjur lágu á bæn „Fólkið var allt dauðskelkað og þetta var svo stuttu eftir Swissair- slysið að menn vora vissir um að þetta væri allt búið. Fyrst reyndu flugfreyjumar að róa fólkið í hátalarakerfi vélarinnar en þær vissu ekkert hvað var að gerast og vissu ekk- ert hvað þær áttu að segja. Pær sáust nokkrar liggja á bæn svo þeim var nú ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði.“ Skömmu síðar segir Axel flugstjórann hafa tilkynnt að hann væri í vandræðum með vélina og hygðist nauðlenda. „Síðan bíða menn skelkaðir, það er allt í myrki, aðeins annar hreyfill þotumnar gengur og það tekur einar 20 mínútur að snúa við. Pá era menn orðnir veralega skelkaðir og búnir að rifja upp að Swissair-vélin var send á haf út til að losa eldsneyti þar sem talið var að kviknað hefði í henni,“ segir Axel. Flugvélin var á miklum hraða í lendingunni og segir hann flugmenn ekki hafa notað kný- vendi og þvf hafí það tekið hana óra- tíma að stöðvast. Hemlað var með hjólunum og við það kviknaði í þeim en öðra hverju reyndu þeir knývendi og segir Axel vélina þá alltaf hafa rykkst til hliðar. Allt hristist og skalf „Það hristist og skalf allt í vélinni, töskuhólfin ofan við sætin opnuðust, allt laust dót var á fleygiferð og fólk var í sjokki. Síðan koma slökkvibílar og sjúkrabílar og ráða strax við eld- inn og farið er að dæla eldsneyti úr vélinni. Þeir vildu enga áhættu taka með fólldð og héldu okkur inni í nokkuð á annan tíma. Enginn vissi neitt og flugstjórinn talaði um að spuming væri hvort hann gæti keyrt ÞEIR Axel Ómarsson (t.v.) og Sigurbjörn Bárðarson segja nauðlendinguna hafa verið óhugnanlega lífsreynslu. vélina upp að rananum, sem hann vissi auðvitað að var ekki hægt, og var greinilega í sjokki sjálfur. Hann talaði við okkur á ensku, hollensku og þýsku og var skipulagður í fram- setningu sinni þegar hann ávarpaði okkur fyrst en við heyrðum að hann var strekktur og ákvað að tala við okkur þegar hann var búinn að tryggja að hann hefði stjóm á vél- inni. Hann var það rólegur að hann vissi alveg hvað hann var að gera.“ Þegar búið var að dæla eldsneyti af vélinni var farþegum ekið inn í flugstöðina og tók nokkra klukku- tíma að koma öllum fyrir á hóteli um nóttina. Axel segir að farþegar hafí verið misjafnlega á sig komnir en prestur var fenginn á staðinn til að róa fólk. Óhugnanlegt „Þetta var óhugnanlegt og maður var auðvitað skíthræddur. í hvert skipti sem maður flýgur koma flug- slys í hugann og hvað þá þegar mað- ur sér út um gluggann að það er kviknað í hreyfli! Jæja, hvar endar þetta? hugsaði ég,“ sagði Axel. Hann sagði þá Sigurbjörn síðan hafa hald- ið ferð sinni áfram næsta dag. „Þeir komu með aðra vél, sömu gerðar, frá FARÞEGAR í flugi Martinair í biðröð á flugvellinum í Calgary í Kanada ferðbúnir til Amsterdam áður en lagt var upp í annað sinn undir kvöldmat á þriðjudagskvöld. sama flugfélagi en núna vantaði tölu- vert af farþegum og þannig ákváðu til dæmis margir Þjóðverjar að taka vél til Frankfurt. En þetta var eina leiðin til landsins og ekkert annað að gera.“Þeir Axel og Sigurbjöm lentu í Amsterdam um klukkan 10 í gær- morgun og tóku Flugleiðaþotu heim laust eftir hádegi. En var ekkert erfítt að fara aftur í vélina frá Cal- gary? „Eftir streituna verður maður dofínn og hættir að hugsa um þetta. Og það era hverfandi líkur á að lenda í þessu aftur. Hugsunin snýst um það,“ sagði Axel og kvaðst óhik- að halda áfram að sækja hesta- mannamót erlendis enda starfa hann og Sigurbjöm við hrossaútflutning og að kynningu íslenska hestsins er- lendis. „Það er gaman að þessu - svona eftir á,“ sagði Axel að lokum. „Það verður bara að horfast í augu við þetta. „Það kemur ekkert fyrir mig,“ er hugsunin yfirleitt en svo lendir maður sjálfur allt í einu í svona atburðarás og horfír upp á þessa skelfingu gi'ípa um sig,“ sagði Sigurbjöm Bárðarson. Hann segir ekki hafa verið tíma til að hugsa um neitt annað en að halda ferðinni áfram daginn eftir, með ákveðinn beyg í sér samt. „Svo setj- umst við inn í vél, fáum sömu sætin aftur og í flugtakinu era allir stein- þegjandi og bíða eftir hvort vélin hefur sig nú upp eða ekki og við horfðum stíft út um gluggann. En svo gekk það auðvitað og þá var klappað. I Amsterdam skiptum við um vél og í flugtakinu kom aftur svipuð tilfínning upp þegar vélin var að hefja sig til flugs en einhvern veg- inn leið mér þó betur af því að þetta var íslensk vél og íslensk áhöfn, það er bara ósjálfrátt." Sigurbjöm sagði fólki hafa verið veitta áfallahjálp í flugstöðinni í Cal- gary og daginn eftir var öllum far- þegum hóað saman, ávörp flutt og reynt að stappa í þá stálinu. Einnig vai' öllum afhent afsökunarbréf frá flugfélaginu. „Þá var ekki síður klappað þegar hollenska vélin lenti í Ámsterdam, það fór fagnaðarstuna um vélina og lófatakið glumdi lengi, það var eins og verið væri að fagna Pavarotti og fólki fannst það vera heimt úr helju. Og þetta er vissulega miklu meiri lífsreynsla en maður áttar sig á því þetta hefur staðið tæpt, eldur í hreyfli og 40 tonn af eldsneyti um borð, og spuming um hvert neista- flugið bærist.“ Yfírmaður sljórnmáladeildar Atlantshafsbandalagsins staddur á íslandi DR. KLAUS- Peter Klaiber, yfír- maður stjórnmáladeildar Atlants- hafsbandalagsins, segist undrast það atriði nýbirtrar málefnaskrár samfylkingar vinstri manna að vilja draga úr nærveru bandaríska hers- ins hér á landi og segir að hann hefði fremur skilið það ef hreyfíng með þessi stefnumál hefði verið stofnuð íyrst eftir fall Berlínar- múrsins. Dr. Klaiber er staddur hér á landi vegna fundar stefnumótunarhóps Atlantshafsbandalagsins sem hald- inn er á Egilsstöðum í dag og á morgun. í gær fundaði hann með embættismönnum í utanríkisráðu- neytinu, formanni utanríkismála- nefndar Alþingis og formanni sendi- nefndar Islands hjá þingmannasam- tökum Atlantshafsbandiriagsins. „Það er eðlilegt að þessar hug- myndir séu ræddar, en ég skil ekki af hverju þeim er haldið á lofti núna,“ sagði dr. Klaiber um stefnu samíylkingar vinstri manna gagn- vart Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni. „Eg hefði skilið það ef nýr flokkur með þessa stefnu hefði verið stofnaður skömmu eftir fall Berlínarmúrsins og lok kalda stríðs- ins. Við höfum áttað okkur á því að sú mikla ógn sem áður var er ekki til staðar lengur, en okkar bíða engu að síður mikil verkefni. Ástandið í Bosníu og Kosovo eru dæmi um þau og sama er að segja um innanlandsþróunina í Rússlandi nú. Ég held að af öllum þessum ástæðum ættum við að fagna því að Bandaríkin vilja bindast Evrópu sterkum böndum." Ríki utan NATO ræða aðild í stefnuskrá samfylkingar vinstri manna kemur fram að markmiðið skuli vera að Island geti staðið utan hernaðarbandalaga. Klaiber bendir á að í flestum þeim ríkjum Evrópu sem standa utan bandalagsins, til dæmis Svíþjóð, Finnlandi og Aust- urríki, sé mikil umræða í gangi um hvort þau eigi að gerast meðlimir. „Nú er öryggi ís- lands tryggt með aðild að Atlantshafsbanda- laginu og með þeirri tryggingu sem fylgir 5. grein sáttmála banda- lagsins [um að aðildar- ríkin skuli verja hvert annað], og sérstöku sambandi við Banda- ríkin. Það er ekki hægt að halda því fram að ekki sé nein ógn til staðar leng- ur. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að besta leið Islands í framtíðinni sé að vera utan bandalagsins og taka ekki þátt í sameigin- legri öryggisskuld- bindingu. En _ég er auðvitað ekki íslend- ingur.“ „Það er íslendinga áð ákveða hvaða leið þeir vilja fara í fram- tíðinni. En hvað Atl- antshafsbandalagið varðar teljum við að traust samstarf við Bandaríkin sé mikil- vægur þáttur í því viðhalda öryggi meg- inlands Evrópu. Evr- ópa er öruggari með nærveru Bandaríkjamanna en án þeirra.“ Klaiber segir að nærvera Banda- í-íkjamanna í Evrópu sé merki um trúverðugleika skuldbindinga þeirra gagnvart Ewópu, og í þeim aðildai'- ríkjum þar sem bandarískt herlið sé til staðar sé mikill vilji til þess að ekki sé dregið úr styrk herliðsins. „Það hafa verið uppi umræðui' í Bandaríkjunum um að draga úr hernaðaramsvifum í Evrópu. Nú er herstyrkur þeirra þar kominn niður í 100 þúsund manns, og það er sá fjöldi sem ríkisstjóm Bandaríkjanna hefur skuldbundið sig til að viðhalda. Bandaríska herstöðin á íslandi er mjög mildlvæg hernaðarlega fyrir bandalagið og við erum mjög þakk- lát íslandi íyrir að hafa endurtekið endumýjað samþykki sitt fyrir veru hersins hér. Ég vona að þessari skuldbindingu verði viðhaldið, því hún er hluti af öi'yggisstefnu íslands innan Atlantshafsbandalagsins." „Það e.r ekkert sérstakt sem ógnar öryggi íslands sem stendur, reyndai' gildir það sama um til dæmis Hol- land, Frakkland, ítah'u og önnur Evrópulönd. En ég held að ef við vilj- um stefna að því að heimsálfan verði laus við hryðjuverk og átök þjóðar- brota verðum við að leggja saman krafta okkar og vinna saman, ekki hvert ríki út af fyrir sig.“ Undrast stefnu vinstri flokkanna í örygg’isniálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.