Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 51 Íl Mér þótti svo vænt um að sjá hve mikils virði það var þér að vera viðstödd brúðkaup mitt og Bennýjar í sumár. Á sjálfan brúðkaupsdaginn kom ég við hjá þér á leiðinni í kirkj- una því tvísýnt var hvort þú kæmist í brúðkaupið. En þú lést ekkert stöðva þig og mættir í þínu fínasta í brúðkaup mitt öllum að óvörum. Pað gladdi mig meira en orð fá lýst að sjá þig þar og ég veit að það var þér mikils virði að fá að upplifa þessa stóru stund með okkur. Elsku amma, ég bið góðan guð að varðveita þig og blessa, og ég mun minnast þín sem fallegrar, hlýlegr- ar, umhyggjusamrar og yndislegrar ömmu um ókomna tíð. Góði guð, vilt þú vaka yfir elsku afa í þessari miklu sorg, styðja hann og styrkja og vera honum nálægur. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré með innri augum mínum og undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi ogvemdarhverjarós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. Þinn (Davíð Stef.) Vilhjálmur. Elsku langamma. Guð hefur nú tekið þig frá okkur og á arma sína. Eg veit að hann mun sjá vel um þig, og nú mun þér líða vel aftur. En það verður skrítið að koma í Amarsmárann án þess að þú takir á móti mér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og langafa. En mér þykir svo leitt að hafa ekki fengið að kynnast þér betur og feng- ið að eiga fleiri ár með þér. Eg veit samt að þú munt örugglega fylgjast með mér um ókomna tíð og vonandi leiðbeina mér. Pabbi minn og mamma munu sjá til þess að ég minnist þín ávallt en þú varst mér svo góð langamma. Elsku góði Guð, ég veit að missir langafa er mikill og því vil ég biðja þig, góði guð, að styrkja hann í þess- ari miklu sorg og vera okkur öllum nálægur. Blessuð sé minning þín, elsku langamma. Þinn Viktor Freyr. Þegar ég sest niður og minnist Hjördísar Þórðardóttur eða Hjöddu mágkonu, eins og hún var jafnan nefnd í minni fjölskyldu, koma margar myndir fram í hugann. Hún giftist Vilhjálmi móðurbróður mín- um og varð þá eins og mágkona okk- ar allra en þau voru svo samrýnd að það var oftast talað um Hjöddu og Villa í sama orðinu. Allt frá barnsár- um mínum hefur minningin um hana verið til. Móðir mín og hún tengdust fljótt sterkum vináttuböndum og þær töluðu saman á hverjum degi síðustu árin. Þær gátu trúað hvor annarri fyrir gleði sinni og sorgum. Slík vinátta er dýrmæt gjöf. Eftir að móðir mín varð ekkja fannst henni gott að geta leitað til vinarins Hjöddu mágkonu. Þegar ég fór suður til náms átti ég notalegt skjól í Ásgarðinum, þar var alltaf tekið á móti mér með hlýju og alúð og þar fékk ég ekki annað að fínna en ég væri ein af fjölskyldunni. Hjördís var glæsileg kona, hafði heillandi framkomu og skemmtileg- an húmor. Ekki alls fyrir löngu fóru dætur mínar í heimsókn til hennar, sú heimsókn varð þeim minnisstæð og töluðu þær um hvað hún hefði verið skemmtileg. Hjödda hafði nefnilega þann hæfíleika í samskiptum við fólk að geta gefið af sér. Hún lagði sig fram um að láta fólki líða vel. Hún var hreinskiptin og hafði lifandi frá- sagnargleði og hélt óskiptri athygli manna. Það gilti einu hvort hún talaði við börn eða fullorðna. Hjödda var mikill fagurkeri, hafði næmt auga fyi-ir fallegum hlutum og bar heimili hennar glöggt vitni um það. Það er margs að minnast þegar lit> ið er til baka, margar ánægjulegar samverustundir hef ég og fjölskylda mín átt saman með Villa og Hjöddu í gegnum árin. Með þessum fátæklegu orðum vil ég koma til skila innilegu þakklæti móður minnar, bróður míns og fjölskyldna okkar beggja fyrir það tiygglyndi og þann hlýhug sem þú, Hjödda mín, sýndir okkur alla tíð. Við kveðjum góðan vin með söknuði. Elsku Villi, við biðjum góðan guð að blessa þig, börnin, tengdabörnin, barnabömin og barnabai'nabamið. Blessuð sé minning mætrar konu. Sólveig Helga Jónasdóttir. Komið er að kveðjustund þó ótrú- legt sé og erfitt að hugsa sér að ynd- isleg frænka mín og besta vinkona sem ég hef eignast um ævina sé horfin af sjónarsviðinu. Minningar hrannast upp. Allt frá því við vorum smátelpur vorum við svo lánsamar að njóta væntumþykju mæðra okk- ar, Bjargar og Björneyjar, í garð hvor annarrar, en þær voru systur og gekk þessi væntumþykja áfram til okkar og varð eiginlegt systra- samband okkar á milli. Hjördís frænka mín, eða Hjödda frænka, var nokkrum árum eldri ég og þessi stórglæsilega hæfileika- kona var mér fyrirmynd alls sem gott er. Alltaf skyldi hún leyfa mér að taka þátt í því sem hún var að gera og var það ekki lítið. Hún lærði á píanó, stundaði ballett og fimleika, var á skautum og skíðum og fékk ég að njóta alls þessa með henni. Það verður aldrei nægilega þakkað. Seinna á lífsleiðinni, eftir að kom að farsælu hjónabandi Hjöddu og elskulegs^ eiginmanns hennar, Vil- hjálms Olafssonar, hélst vinátta okkar óbreytt. Heimili Hjöddu og Vilhjálms var hverjum sem er góð fyrirmynd, þar sem glæsileiki og reisn var yfir öllu. Umhyggja og glaðværð í fyrirrúmi hvort sem voi'u börnin þeirra, húsið eða garður. Allt bar vott um einstaka snyrtimennsku og ástúð. Elsku Hjördís, þín verður sárt saknað. Þín frænka, Hjördís Hvanndal. Árstíðirnar koma og fara, sóh-íkt og hlýtt sumar hefur kvatt, fyrstu svölu haustvindarnir blása, og nýjar fannir sáust í Esjunni í liðinni viku. Náttúran býr sig undir komandi vet- ur. Við erum áhorfendm- að hinu eilífa tifí tímans, lífí og dauða. En þegar ástvinur deyr erum við samt alltaf óviðbúin að taka missinum og sorginni. Góður vinur minn, íyirver- andi tengdamóðir mín Hjördís Þórð- ardóttir lést sl. fimmtudag, eftir stutta sjúkralegu. Ég fínn fyrir þessari sterku tilfmningu að ég hef misst mikið. Hún hafði nýlega greinst með hættulegan sjúkdóm en ég vonaði eins og allir vinir hennar að hún myndi sigrast á þessum veik- indum. Fyi-ir aðeins nokkrum dög- um síðan var hún viðstödd brúðkaup sonar míns, klæddi sig upp í sitt fín- asta skart þótt hún væri veik. Hún ætlaði ekki að verða af þessari stóru stund. Það var í síðasta sinn sem ég sá hana uppábúna en þrátt fyrir veikindi var hún falleg og tignarleg. Fundir okkar Hjördísar,eða ömmu í Brúnó, hafa verið miklu færri síðustu árin en áður fyrr, en þó höfum við alltaf haldið sambandi. Ég vil þakka henni þann þroska og skilning sem hún hefur sýnt mér og fyrir að halda tryggð við gamlan vinskap, þótt leiðir okkar í daglegu amstri hafí skilið. Þegar við höfum hist höfum við talað saman eins og fyrmm af hreinskilni, eins og vinum einum er lagið. Eins hefur hún sýnt konu minni Agnesi og Magnúsi syni okkar vináttu og hlýju. Hjördís var glæsileg kona í fasi og háttum og gerði umhverfi sitt allt sérstakt og fágað. Fallegir og sér- stakir hlutir voru alltaf í kring um hana. Hún sagði mér að faðir hennar Þórður, sem langa ævi stundaði sjó- mennsku og siglingar, hafi þegar hún var barn og unglingur fært henni ýmsar fallegar flíkur og hluti þegar hann kom úr siglingum, hluti sem vora fáséðir í Reykjavík þess tíma. Ef til vill má rekja smekk hennar til þessa uppeldis. Henni var umhugsað að allir sem sóttu hana heim fengju notið hinnar bestu gestrisni, og virtist engu skipta hvort gesti bar óvænt að garði eða ekki, alltaf vora dregin fram veisluföng. Hún var glaðlynd, hlý í viðmóti og hreinskilin í öllum samskiptum. Gat talað um tilfinn- ingar sínar, og líkaði ekki hálfkveðn- ar vísur, allt átti vera heilt. Þessir eiginleikar mótuðu líka heimili hennar þar sem öllu var komið íyrir af smekkvísi og af samræmi og andrúmsloftið var hlýtt og vinalegt. Þeir sem þjáðust áttu samúð henn- ar. Þótt hún ynni utan heimilis um nokkurt skeið eftir að börnin hennar vora farin að heiman, var heimilið alltaf fyrst og fremst hennar vett- vangur, þar sem öllum var sinnt af kostgæfni, svo stundum jaðraði við ofdekur. Hún var börnunum mínum besta amma, og þeir eru ófáh' dag- arnir og næturnar sem hún að- stoðaði við uppeldi þeiri'a. Tilbúin jafnt að örva sem hugga eftir því hvernig stóð á. Og eftir að börnin uxu úr grasi hélt hún áfram að vera þeim stuðningur í námi og starfi. Ég veit að þeim þótti hún frábær amma enda gátu þau alltaf leitað til hennar með vandamál sín. Hún var engin venjuleg amma. Ég átti þess kost að hitta Hjördísi tveimur dögum fyrir andlát hennar, en þá var hún rúmliggjandi heima. Við spjölluðum saman drjúga stund, rifjuðum upp skemmtilegar minning- ar frá uppeldi bamanna og ræddum veikindi hennar og eilífðarmálin. Hún var afskaplega glöð yfir því hvað fjöl- skylda hennar öll væri samhent og sterk, en ýmsir óvæntir erfiðleikar hafa dunið yfír hana að undanfórnu. Sjá næstu síðu. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Íi S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 + Elskuleg móðir mín, SIGURLAUG (SILLA) SVEINSDÓTTIR frá Steinaflötum, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. septem- ber, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnadeildina Vörn, Siglufirði. Rannveig Pálsdóttir og fjölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR FANNEY JÓNSDÓTTIR, húsfreyja á Egilsstöðum, sem lést mánudaginn 14. september sl., verður jarðsungin frá Egils- staðakirkju laugardaginn 19. september kl. 14.00. Jón Egill Sveinsson, Magna Gunnarsdóttir, Ingimar Sveinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Elskulegur bróðir okkar, EIRÍKUR EIRÍKSSON, Kirkjuvegi 12, Keflavík, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju, Bakkafírðí, laugardaginn 19. september kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, systkini. + Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR BJARNEY KARLSDÓTTIR frá Fagradal, á Stokkseyri, iést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík að morgni miðvikudagsins 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON, Melási 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garða- bæ, föstudaginn 18. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, Heiðbrá Ólafsdóttir, Ágúst Heiðar Ólafsson, Áslaug Ólafsdóttir, Arnar Bjarnason, Arinbjörn Ólafsson, Karen R. Gísladóttir, Hinrik Gíslason, Ása S. Eiríksdóttir og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON útgerðarmaður, Heinabergi 22, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, laugar- daginn 19. september kl. 14.00. Friðrik Guðmundsson, Gitte Jakobsen, íris Friðriksdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Guðmundur Friðriksson, Erna Marlen, Guðmundur Þorkelsson, Líney Magnea Þorkelsdóttir, Ólöf Þóra Þorkelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.