Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 35 LISTIR Síðasti sonurinn KVIKMYJVDIR Háskólabfó, Kringlubfó BJÖRGUN ÓBREYTTS RYANS („SAVING PRIVATE RYAN“) ★★★★ Leikstjóri Steven Spielberg. Handrit Robert Rodat. Tónlist John Williams. Kvikmyndatökustjóri Janusz Kam- inski. Aðalleikendur Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Vin Diesel, Ban-y Pepper, Adam Gold- berg, Jeremy Davies, Giovanni Rubisi, Matt Damon, Ted Danson, Dennis Farina, Harve Presnell. 170. mín. Bandarísk. Dreamworks. 1998. HRIKALEGT miskunnarleysi hernaðar hefur sjaldan eða aldrei verið fest á kvikmynd með jafn- trúverðugum árangri og í nýja meistaraverkinu hans Stevens Spi- elbergs, Björgun óbreytts Ryans. Sem gefur Lista Schindlers, bestu mynd hans til þessa, ekkert eftir, nema síður sé. Hún lýsir ekki aðeins ytra ástandi stríðs með öll- um sínum ómennska ljótleik, held- ur engu síður sálarástandi mann- eskjanna á blóðvellinum. Þær eru ekki einhverjir ódrepandi, tilfínn- ingasnauðir rambóar, heldur af holdi og blóði. Osköp venjulegir menn, sem aðstæðurnar hafa gert að byssufóðri og manndrápurum í hildarleik á framandi grund. I upphafi myndarinnar kemst herstjómin í Washington að því að þrjú skeyti eru á leið til móður einnar í Miðríkjunum. Þau færa henni þær sorgarfregnir að þrír sona hennar eru fallnir í átökum. Herstjómin kemst einnig að því að konan á einn son til viðbótar, óbreyttann fallhlífarhermann, James Ryan (Matt Damon), ein- hversstaðar að baki víglínunnar. Það er ákveðið að senda björgunar- flokk til leitar að pilti og koma hon- um heilum heim. Stríðsatburðarásin hefst á Inn- rásardeginum (D-Day), í Norm- andí. Herfylki undir stjórn Millers höfuðmanns (Tom Hanks) er rétt búið að ná fótfestu ásamt innrásar- liðinu á blóðlitaðri ströndinni þegar Miller er tilkynnt að hann eigi, ásamt mönnum sínum, að fínna Ryan og bjargá úr eldlínunni, Mannúð eða áróður? Sjálfsagt sín ögnin af hvoru. Þetta er ein af mörgum, siðferðilegum spurning- um sem myndin vekur hjá áhorf- andanum. Onnur sem brennur á leiðangursmönnum í öllu mannfall- inu: Hví skyldi þessi Ryan vera svo dýrmætari en aðrir, eru ekki öll mannslíf með sama verðmiða þegar á hólminn er komið? Sú er altént skoðun Uphams (Jeremy Davies), nýliða í leiðangri Millers og einnar athyglisverðustu persónu myndar- innar. Hann er samnefnari fyrir gráan massann, hinn venjulega, óbreytta borgara sem er hrifinn inní vitfyrringu styrjaldar úr sínu eiginlega umhverfi. Rétt morðtól í hendur og skipað að drepa. Byssan hans fyllir hann hinsvegar skelf- ingu, hann er ekki til neins brúks í slátruninni. Spielberg setur engu að síður fram sinn sterka, siðferðilega boð- skap með hefðbundinni atburðarás stríðsmyndar, en er alltaf nær per- sónunum og raunveruleikanum en menn eiga að venjast. Hinn sanna djöfulskap hernaðar dregur hann upp í ógleymanlegu atriði í síðari hluta myndarinnar. Herflokkurinn hefur fundið Ryan, en allir eru samtaka í að svíkjast ekki undan grundvallarskyldum hermannsins, og verja brú í nágrenni víglínunnar. í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI í Gerðubergi verður opnuð sýning á vatnslita- og olíumyndum Bjargar Isaksdóttur fóstudaginn 18. septem- ber kl. 16.30. Við opnunina syngur Gerðuberg- skórinn undir stjórn Kára Friðriks- sonar, við harmonikkuundirleik Benedikts Egilssonar og píanóundir- leik Unnar Eyfells; félagar úr Tón- horninu; Big Bandi Gerðubergs leika og Gunnhildur Hrólfsdóttir les upp úr nýrri bók sinni, Það sem enginn sér, sem kom út nú í ágúst. Björg Isaksdóttir er fædd 31. maí 1928. Hún hefur að mestu unnið við gerð leikhúsbúninga og við allskyns hönnun og saumaskap. Lengst af Hér beitir Spielberg óhugnanleg- um vágný til að byggja upp spenn- una er fjendurnir færast nær. Að lokum berjast menn einsog frummaðurinn í upphafi: Þegar annað hentar ekki betur dugar það sem hendinni er næst. Hér sjáum við brjálæði stríðsins einsog það kemur af skepnunni. Maður á mann í miskunnarlausu návígi: Sá sterk- ari vinnur. Annar sígildur þáttur Björgunar óbreytts Ryans er snilldarlegt upp- hafið og endirinn á fjöldagi-afreitn- um í Normandí. Þar sýnir leikstjór- inn okkur mátt sinn og megin, nær tilfinningum manns gjörsamlega á sitt vald með þögulu myndmáli og afburða leik sem lætur engan ósnortinn. Björgun óbreytts Ryans er margslungin mynd undir sínu grimma stríðsátakamyndarformi. Höfundunum hefur tekist ótrúlega vel að flétta saman ádeilunni, vit- firranni og magnaðri afþreyingu. Óskarsverðlaunamyndin í ár býður uppá traustan leik, frábæra kvik- myndatöku og tónlist, skynsamlegt handrit sem tekur á stóram málum með áhiifaríkum einfaldleik, og yfir öllu vakir fyiTum undrabarnið Spi- elberg, sem nú hefur sannað sig sem einn merkasti kvikmyndagerð- armaður samtímans. Allir þessir þættir draga upp ógleymanlega raunverulega mynd af ógnum stríðs og kvöl og heimsku mannsins. vann hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur og við Þjóðleikhúsið en einnig í Svíþjóð (þar sem hún vann m.a. í sænsku konungshöllinni) og í New York. Björg stundaði nám í teikn- ingu, málun og höggmyndagerð í Myndlistaskólanum í Reykjavík á ár- unum 1967-1977. Eftir 1978 hefur hún stundað nám í Svíþjóð, Finnlandi og farið í námsferðir til New York, segir í fréttatilkynningu. Björg hefur m.a. sýnt á Mokka, í Bogasal, í Svíþjóð, á Ítalíu, í Bók- hlöðunni á Akranesi, í Þrastarlundi, í Keflavík, Ferstiklu og nú síðast árið 1995 á Café Mílanó í Reykjavík. Sýningin er á vegum Félagsstarfs Gerðubergs. Sæbjörn Valdimarsson. A Björg Isaksdóttir sýnir í Gerðubergi I TILKYNNING UM SKRÁNINGU VÍKJANDI SKULDABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS 1 1 LAN DSBANKI ÍSLANDS HF. 1 1. flokkur 1998 kr. 500.000.000.- Útgáfudagur: 3. september 1998 Gjalddagi: 3. september 2008 Sölutímabil: 3. september 1998 - 3. september 2000 Grunnvísitala: Nvt. 182,6 Einingar bréfa: 5.000.000,- og 10.000.000,- Áv. kr. á útgáfudegi: 1. flokkur 1998 - 5,52% Skráning: Vikjandi ákvæði Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka þegar útgefin skuldabréf í 1. flokki 1998 á skrá og verða þau skráð 22. september 1998, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Bankastjóri tók ákvörðun um sölu og útgáfu á 500 mkr. af 1.500 mkr. heimild hinn 3. september 1998. Verði ákvörðun tekln um að nýta heimildina frekar að því er varðar þær 1.000 mkr. sem eftir standa verður það tilkynnt Verðbréfaþingi íslands og bréfin skráð I kjölfarið. skuldabréfa: Við slit á félaginu víkur krafa samkvæmt skuldabréfi þessu fyrir öllum kröfum á hendur útgefanda. Skuldin endurgreiðist á eftir öllum kröfum öðrum en hlutafé. Söluaðilar: Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77,101 Reykjavík. Umsjón með útgáfu: Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77,101 Reykjavík. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarslýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík. L Landsbanki « íslands f Viöski ptastofa Landsbanka íslands Laugavegl 77, 155 Reykjavik, siml 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.ls EŒEsponri ***** INTTRNATIOKAI cÖrfipuf6r œfmnm RAIUNO BDB PRlME WBz,, j PHBði IPkUTTIRI a Breiðvarmnu Það sjónvarpsefni sem í augum margra krefst einna bestra myndgæða er íþróttir. Það er því vel við hæfi að horfa á íþróttir á Breiðvarpinu þar sem myndgæði eru með þeim betri sem hugsast geta í sjónvarpi. íþróttaumfjöllun er að finna á einum sex sjónvarpsstöðvum og á íjórum tungu- málum. Fyrst ber að nefna Eurosport og Sky News en einnig er góð umfjöllun um íþróttir á CNN, ARD, Pro Sihben og RAIUNO. íþróttaáhugafólk er því vel sett með áskrift að Breiðvarpinu. O z o o s > z z 20.000 HEIMItl BIGA ÞHSS NÚ KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. V Hrzngdu strax OG KYNNTU »ÉR MÁLXDl Opið til kl. 22 á kvöldin og 17 um helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.