Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 13 FRÉTTIR Fín útkoma í Flekkunni STUTT í löndun á Iðunni. MJÖG góð útkoma var í Flekku- dalsá á Skarðsströnd í sumar, en vertíðinni lauk þar nýverið. Þar veiddust 230 laxar, en alls er veitt á þrjár stangir og veiðitíminn aðeins 70 dagar en ekki 90-100 eins og víð- ast er lenska. Að sögn Ómars Blöndal Siggeirs- sonar, eins leigutaka árinnar, var meðalþunginn hærri heldur en gengur og gerist í Dölunum og stærsti laxinn var 24 pund. Veiddist sá snemma sumars og sagði Ómar að mjög vænir fiskar, allt að 19 punda, hefðu veiðst reglulega þótt auðvitað hefðu smálaxar einnig gengið og veiðst samhliða. Lélegn sumri lokið í Elliðaánum Einhverri lélegustu vertíð sem um getur er nú lokið í Elliðaánum. Lokatalan var 492 laxar. 568 laxar veiddust í fyrra og var þá talið varla mögulegt að veiðin gæti orðið verri. Það hefur þó gengið eftir og aug- ljósasta spurningin er sú hvað ger- ist næsta sumar. Aðeins 965 laxar gengu fram hjá teljaranum við raf- stöðina og miðað við að lítið er orðið af laxi sem iiggur þar fyrir neðan má ljóst vera að það er ekki mikill lax eftir á þessu mikla vatnasvæði sem nær alveg inn í Hólmsá og Suð- urá. Ljómandi veiði í Leirvogsá Enn er veitt í Leirvogsá og í gær- morgun voru komnir 525 laxar á land. Reytingsveiði hefur verið í september. Þetta er nær allt smá- lax, allt niður í 2-2,5 pund. Nokkrir 10-11 punda hafa veiðst en þeir stærstu voru 16 punda fiskur úr Tröllafossrennum og svo einn 13 punda. Samkvæmt veiðibók hefur sá 16 punda verið borinn miklu of- urliði, því eigi færri en fjórir veiði- menn eru ski'áðir fyrir hænginn sterka. Kannski hefur ekki veitt af. Þetta er næstum jafnmikil heildar- veiði og í Elliðaánum, en tekin á tvær stangir á móti 6 stöngum í El- liðaánum. 411 laxar veiddust í Leir- vogsá í fyrra, þannig að hér er um verulega viðbót að ræða. Sæmilegt í Koi-pu Enn eni einhverjir veiðidagar eftir í Korpu og samkvæmt veiði- bók eru komnir 230 laxar á land eða þar um bil. Það vantar eina opnu í bókina, en séu 30 laxar á henni eins og búast má við, þá er fyrrgreind tala rétt. Þetta er nokkuð langt frá því sem Korpa getur best, en samt örlítið betra en í fyrra, er 217 laxar komu á land. September hefur ver- ið fremur stirður og þeir veiða helst sem nota flugu. Stíflan og Brúar- hylur hafa verið drýgstu veiðistað- irnir í seinni tíð. Laxinn er nánast allur smár, sá stærsti í sumar 9 punda. Tölur úr ýmsum áttum 36 sjóbirtingar og 12 laxar hafa veiðst í Tungufljóti það sem af er. Rólegt hefur verið í veiðinni þar eystra, en á mánudag og þriðjudag dró þó til tíðinda með þeim hætti að veiðimenn sáu nokkuð af fiski að ganga og birtingur sást víða um ána. Næstu dagar gætu því orðið góðir, sérstaklega ef einhver veður- breyting lætur á sér kræla. Stóra Laxá hafði gefið 223 laxa í gæi-morgun og ljóst að aflahrotan mikla á dögunum var ekki nýr tónn. Eitthvert slangur er þó af fiski, en hefur tekið illa. Alls voru 96 laxar komnir af svæðum 1 og 2, 34 af svæði 3 og 93 af svæði 4. Alls 223 laxar. HJÁ OKKUR HALDAST VERÐ OG GÆÐI í HENDUR - VIÐ BJÓÐUM ÁVALT HAGKVÆMUSTU LAUSNINA FYRIR ÞIG 20“ LG sambyggt sjónvarp og video. Með Black Hi-Focus skjá, skarpari mynd, PAL/SEGAMBG með NTSC video, 100 rása mynni. rafræna barnalæsingu og fjarstýringu. 2ja hausa VHS- video með NT5C afspilun, Digilal Auto Tracking, hægt að stilla á “replay". Hágæðatæki á góðu verði. 20" LG sjónvarp með Black Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega skarpa mynd. Hátalara að framan, ACMC sjálfvirkum stöðvaleitara, 40 rása minni, fjarstýringu, barnalæsingu og fl. Hægt að fá með og án textavarpi. Black Line myndlampi, fiatur skjár, Nicam Stereo, íslenskt textavarp, allar aðgerðir á skjá, Pat/NTSC, barnalæsing, tengi fyrir höfuðtól, 2x20 W magnari, 2 Scarttengi o.mfl. LG 6 hausa stereo videotæki. Topptækið frá LG, NICAM HiFi stereo. Gefur fullkomna upptöku og afspilun. Long play, fjarstýringu, 80 stöðva minni, barnalæsing og fl. LG Brauðvél, tilbúið brauð W-; vegur ca. 700 gr. Tímastillir hægt að stilla ’> ..Jg vélina allt að 13 tímum fyrir bakstur. 3 stillingar Ijóst, meðal, eða dökkt Mál: (b,h,d.)35x33x25,5 cm. 7,2kg. LG uppþvottavél.lítil en öflug Ummál 50x54 cm. Vegur aðeins 24 kg. 900W, öflugur og vandaður Ummál: (h,b,d) 53 x 32,2 x 39,2 /16,3 kg. GOLDSTARLG S10HP 2 hausa videotæki með VHS, gefur sérlega góða og skarpa mynd, 60 rása mynni, Auto play, kyrramynd, QSR flýtiprógram, og fl. gott og vandað tæki á frábæru verði. Wð erum ' nKs^a - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeftja ( Evrópu VERIÐ VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.