Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
Afmælis-
svning LIF
FRIMERKI
FRÍMERKI 98.
ENDA þótt unnt sé að finna
margs konar efni til að ræða um í
frímerkjaþáttum, reynist sumar-
tíminn eðlilega ódrjúgur í þeim
efnum. Segja má og, að þann tíma
noti frímerkjasafnarar eins og aðr-
ir til að hvíla sig frá tómstundaiðju
vetrarins og hugsi þá um önnur
hugðarefni, sem tengjast sumrinu.
En nú haustar að, og þá beinist
hugurinn aftur að frímerkjasöfnun
eða öðrum tómstundastörfum.
I síðasta þætti var því lofað að
minnast næst á afmælissýningu þá,
sem haldin var í júníbyrjun á 30
ára afmæli Landssambands ís-
lenzkra frímerkjasafnara,
FRÍMERKI 98. Verður reynt að
efna það loforð að einhverju leyti í
þessum þætti. Sýningin var að
þessu sinni haldin í félagsheimili
Bústaðakirkju. Því miður kom í
ljós, að þau húsakynni henta ekki
vel fyrir frímerkjasýningar. Er því
tæplega við því að búast, að þang-
að verði aftur leitað til sýningar-
halds.
I sýningarskrá birtust ávörp frá
núverandi formanni L.Í.F., Sigurði
R. Péturssyni, og eins kveðja frá
forstjóra íslandspósts hf., Einari
Þorsteinssyni. Eru þetta íyrstu
ámaðaróskir hins nýja hlutafélags
um póstrekstur á íslandi til frí-
merkjasafnara. Er Ijóst af þeim, að
sú ágæta samvinna, sem samtök ís-
lenzkra frímerkjasafnara hafa átt
við Póst og síma á liðnum áratug-
um, helzt í sama horfi og áður. Þá
er það fagnaðarefni, að stjórn ís-
landspósts hf. ætlar að setja metn-
að sinn í að vanda frímerkjaútgáfu
sína og halda þannig sömu stefnu
og sama staðli og ekki síðri en ríkti
hjá Pósti og síma. Forstjórinn seg-
ir svo orðrétt: „Við erum stolt af
sögu íslenskra frímerkja og viljum
að þessi litlu íslensku listaverk
haldi áfram að sóma sér í heimi frí-
merkjanna." Undir þessi orð hljót-
um við, sem söfnum frímerkjum,
að taka heils hugar. Fyrsti formað-
ur LÍF, Sigurður H. Þorsteinsson,
á þarna stutta grein um upphaf
Landssambandsins, en ekki er ég
viss um, að þar komi allt nógu skil-
merkilega fram. Eins hefði verið
eðlilegt að rekja sögu LÍF í stórum
dráttum öll þau 30 ár, sem sam-
bandið hefur komið við sögu ís-
lenzkra frímerkjasafnara, en ekki
aðeins þann tíma, sem Sigurður
sjálfur stýrði því.
Af söfnum innlendra frímerkja-
safnara á FRÍMERKI 98 er helzt
að nefna vel þekkt safn Hjalta Jó-
hannessonar af ísl. upprunastimpl-
um. Safn hans batnar hægt og síg-
andi, enda fékk það nú stórt, gyllt
silfur. Jón Egilsson átti þarna gott
fjórblokkasafn frá lýðveldistíman-
um og eins safn af margs konar
sýningarblokkum, sem gefnar hafa
verið út til fjáröflunar af sýningar-
nefndum. Heldur Jón einstaklega
vel til haga öllu, sem varðar sýn-
ingar okkar á liðnum áratugum, og
setur fallega upp. Auðvitað hefur
allt slíkt sögulegt gildi fyrir sam-
tök okkar. Vekur þetta starf hans
vonandi aðra til umhugsunar um
þessa hirðusemi hans. Að því leyti
er fengur í að fá þess konar efni
með á sýningar okkar, þótt það etji
ekki kappi við hefðbundin frí-
merkjasöfn. Einar I. Sigurgeirsson
er óþreytandi í því að kynna okkur
hinn ferðaglaða páfa, eins og fram
hefur komið á margs konar frí-
merkjum um víða veröld. Vinur
okkar, Ameríkaninn Don Brandt,
er alltaf fundvís á efni, sem kemur
mörgum á óvart, enda fer hann
sjaldnast troðnar slóðir, sá góði
maður. Sýndi hann sérkennilega
blöndu í fjórum römmum, allt frá
Japan, um Kólumbus landkönnuð
og til afbrigða í þeirri dularfullu
sögu í GILDI merkjanna í upphafi
aldarinnar. Það má svo sannarlega
safna frímerkjum á margvíslegan
hátt og það án þess, að til þurfi að
kosta stórfé. Guðmundur S. Thor-
grimsen átti þama efni úr íslenzkri
póstsögu, m.a. úr í GILDI útgáf-
unni. Fyrir það fékk hann silfrað
brons. Guðmundur átti lengi heima
í Noregi, en hefur safnað ísl. frí-
merkjum um fjölmörg ár.
Ekki má svo gleyma ungu kyn-
slóð okkar. Um nokkurt skeið hef-
ur borið þar einna hæst á þeim
Guðna Friðriki Arnasyni með Kól-
umbusarsafn sitt og Gísla Geir
Harðarsyni með Tónskáldin sín.
Bæði eru þessu söfn mjög áhuga-
verð og hafa oft unnið til góðra
verðlauna. Gísli Geir fékk stórt
silfur fyrir sitt safn, en Guðni Geir
sýndi sem dómaranemi, og var
safn hans því ekki með í sam-
keppnisdeild. Þá átti Kári Sigurðs-
son safn, sem höfðar einvörðungu
til íslenzkrar sögu og nefnist
Merkir íslendingar. Er það vel
þekkt frá fyrri sýningum. Hlaut
það stórt silfur.
Ekki verður svo skilizt við
FRÍMERKI 98, að nokkurra er-
lendra safna verði ekki getið.
Frá FRÍMERKI 98
Bandarískur safnari, Roger Quin-
by fékk gullverðlaun fyrir svo-
nefnda Wasa-útgáfu frá 1918, þeg-
ar borgarastyrjöld geisaði í Finn-
landi. Hallvard Slettebp frá Noregi
fékk einnig gull fyrir sérsafn um
skátahreyfinguna. Hann átti svo
annað safn á sýningunni, póstsögu-
safn frá Noregi, og fékk stórt, gyllt
silfur fyrir það. Annar ágætur
Norðmaður og fyrrum formaður
norska Landsambandsins, Ingolf
Kapelrud, átt þarna safn, sem
sýndi burðargjöld í Kína á lýðveld-
istímanum 1911 - 1949. Fyrir það
hlaut hann stórt, gyllt silfur. Þá
sýndi Þjóðverjinn Wolfgang Holz
íslenzka númerastimpla, en þeir
hlutu eðlilega að vekja sérstaka at-
hygli okkar. Hann hefur dregið
þar að safni sínu marga stimpla,
enda fékk hann gyllt silfur fyrir.
Mér finnst það ánægjulegt, að
núverandi stjórn LÍF hefur um
nokkur ár lagt áherzlu á að auka
tengsl við safnara í Þýzkalandi og
Hollandi og eins í Bandaríkjunum,
en áður voru fyrir góð samskipti
við safnara á öðrum Norðurlönd-
um. Það er einmitt mikilvægt fyrir
íslenzka safnara, sem fæstir eiga
e.t.v. heimangengt, að geta á sýn-
ingum hér heima kynnzt söfnum
„kollega" sinna erlendis og þá um
leið, á hvem hátt þeir byggja upp
söfn sín. Ekki á þetta sizt við, þeg-
ar þeir hinir sömu safna íslenzku
efni sérstaklega, svo sem Wolf-
gang Holz gerir. Hann hefur sýnt
hér áður og jafnframt um leið
heimsótt sýningarnar og íslenzka
safnara. Slíkar heimsóknir og bein
kynni hljóta að örva áhuga ís-
lenzkra safnara til muna. Þetta er
að sjálfsögðu mjög jákvæð stefna á
frímerkjasýningum og ber að efla
hana.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Málþing Ferðamálaráðs
um framboð ferðamöguleika á íslandi:
Vilja erlendir ferðamenn
það sem hér er í boði?
Er frambc& á íer&amarkaðt
hérÍernda í samraemí vtð þttsun
efiSrspvmar á erlendum
möriv&m?
Þetta er spurningin sem starfsmenn
Fer&amólará&s Islands erlendis
og fleiri velta upp og ræ&a á
málþingi ráðsins laugardaginn,
19. september, kl. 11:00, á Grand
Hotel Reykjavik (Háteigi á 4. hæ&).
Dagskrá:
Setning: Magnús Oddsson ferðamálast|óri.
Stutt ávörp:
• Einar Gústavsson, forstöðumaður Ferðamálaráðs í New York,
og Stephen Brown, starfsmaður lcelandair Holidays í Bandarikjunum.
• Ársæll Harðarson, starfsmaður Flugleiða í Kaupmannahöfn.
• Dieter Wendler, forstöðumaður Ferðamálaráðs í Frankfurt.
• Guðný Margrét Emilsdóttir, fulltrúi Ferðamálaráðs/Flugleiða á Italíu.
• Magnús Ásgeirsson, starfsmaður Flugleiða i Paris.
• Reno Caldarelli frá lcelandair Holidays UK í Bretlandi.
Stjórnandi málþingsins verður
Haukur Birgisson, markaðsstjóri
Ferðamálaráðs. Að loknum
framsögum verða umræður og
fyrirspurnir. Gert er ráð fyrir að
málþinginu Ijúki um kl. 13:00.
Ferðamálaráð íslands
VSÍ hvetur ríkisstjórnina til
virkari efnahagsstjórnar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun framkvæmda-
stjómar Vinnuveitendasambands
íslands:
„Vinnuveitendasambandið hefur
fyrr á þessu ári hvatt til aðhalds í
efnhagsstjórn og í því sambandi
lagt höfuðáherslu á fjölþættar að-
gerðir til að auka þjóðhagslegan
sparnað. Framkvæmdastjórn VSÍ
áréttar þessa áskorun og bendir á
að lausatök í efnahagsstjóm munu
óhjákvæmilega koma til með að
kreppa að samkeppnisgreinum at-
vinnulífsins og valda landsmönnum
búsifjum. Til að fyrirbyggja það og
treysta samkeppnisstöðu atvinnu-
lífsins er óhjákvæmilegt að stjórn-
arflokkarnir beiti samþættum að-
gerðum til að draga úr eyðslu og
auka sparnað.
íslenskt efnahagslíf hefur staðið
með miklum blóma síðustu árin og
hagvöxtur verið tvöfalt meiri en í
víðskiptalöndunum. Þessi árangur
hvílir á þeim umbótum sem gerðar
vom á fyrri hluta áratugarins þegar
stöðugleika var komið á í efnhags-
og verðlagsmálum og samkeppnis-
stöðu atvinnuveganna var komið í
viðunandi horf. Þessar aðstæður
kunna nú að vera í hættu vegna of-
þenslu á vinnumarkaði og ójafn-
vægis í viðskiptum við útlönd.
Fyrirsjáanlegt er að á næstu ár-
um dragi úr hagvexti í heiminum
sem og hér á landi. Við þær aðstæð-
ur munu gjöld hins opinbera aukast
meira en tekjurnar. Það er óhjá-
kvæmilegt að miða útgjöld ríkis-
sjóðs á næsta ári við það að afgang-
ur verði af skatttekjum. Að öðrum
kosti stefnir hratt í hallarekstur á
ný þegar draga fer úr hagvexti.
Flýta þarf eignasölu til að greiða
niður opinberar skuldir og minnka
NÝTT starfsár hófst hjá Styrktar-
félagi krabbameinssjúkra barna 1.
september sl. Undanfarna vetur
hefur verið opið hús fyrir félags-
menn á skiifstofunni á Suðurlands-
braut 6 einu sinni í hverjum mánuði
og verður svo einnig nú í vetur.
þannig vaxtabyrði ríkissjóðs.
Þótt aðstæður krefjist enn betri
árangurs í ríkisfjármálum hefur
þróunin ótvírætt verið í rétta átt
síðustu misseri, andstætt því sem
gildir um fjármál sveitarfélaga.
Fyrir liggur að sveitarfélögin voru
að meðaltali rekin með halla sem
nam a.m.k. 6% af tekjum á síðasta
ári. Vísbendingar eru um að halli af
rekstri sveitarfélaga verði enn meiri
í ár og það eins þótt tekjur þeirra
hafi aukist stórlega vegna mikils
hagvaxtar og launahækkana í land-
inu. Við þessar aðstæður er halla-
rekstur vitnisburður um ábyrgðar-
lausa fjármálastjórn og ógnun við
stöðugleikja sem við þarf að bregð-
ast. VSÍ telur því koma til álita að
takmarka heimildir sveitai-félaga til
að ástunda hallarekstur í góðæri.
Mikilvægast er þó að sveitarstjórn-
armenn skynji ábyrgð sína á efna-
hagsástandi og stuðli að jafnvægi
með ábyrgri fjármálastjórn."
Opið hús verður þannig í fyrsta
skipti á þessu starfsári fimmtudag-
inn 17. september, en ekki 27. eins
og kom fram í blaðinu í gær, og
hefst kl. 20.30. Boðið verður upp á
veitingar. Félagsmenn eru hvattir
til að mæta vel.
Opið hús hjá SKB