Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLIGEIR HÖSKULDSSON + Óli Geir Höskuldsson fæddist í Reykjavík 18. september 1978. Hann lést af slysför- um 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kdpavogskirkju 16. september. Ég get ekki sungið neitt gleðilag nú er grátraust í haustsins kiljum. Og altaf styttir hinn stutta Stormur á fjöllum með víkingsbrag, og ólga í hafsins hyljum. Mér verður svo grátsamt og gleðifátt, og geigskuggar yfir mig færast. Pað, sem mér áður var hugkvæmt og hátt, er að hverfa úr sýn, verða lágt og smátt, síðan hjartað mitt hættir að bærast. Drottinn minn góður! Gefðu mér dag góðviðrisdaginn bjarta. Kenn mér að una við orðinn hag, ef að þú gefur mér heiðan dag og heitt og sláandi hjarta. (Jónas Þorbergsson) Elsku Pétur, Dóra, Dagný og Signý. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Níels Jónsson og fjölskylda. „Hann Óli Geir er látinn,“ sagði vinur minn mér þegar hann sótti mig í skóiann á flmmtudaginn. Já, og þetta var ekki lélegur brandari eins og ég var að vona, heldur blá- *Ttaldur veruleikinn, eins kaldur og yfirþyrmandi og hann getur frekast orðið. Umferðin hafði tekið líf besta vinar míns rétt áður en hann varð tvítugur. Bleikur, eins og ég fékk að kalla Óla, var vinur í raun og ég gat alltaf talað við hann um hvað það sem mér lá á hjarta. Með okkur félögun- um var hann alltaf hann sjálfur, það voru engir stælar í Óla. Ég sakna hans en ég veit að ég hitti hann aft- ur, hvar sem það verður. Óli, þú verður alltaf með okkur og þótt tíminn lækni öll sár mun hann seint fylla það skarð sem þitt brott- hvarf setur í líf okkar sem eftir lif- um. Elsku Dóra, Pétur, Dagný og Signý. Við eigum öll minningar um yndislegan dreng. Látum þær ylja okkur í þessu myrkri sem nú liggur yfir. Ykkar vinur Sverrir Árnason. Ég vaknaði á fimmtudagsmorgun- inn við símtal sem ég átti erfítt með að trúa að væri satt, en það var satt. Óli Geir var dáinn. Ég kynntist Óla fyrst þegar við vorum iitlir að æfa fótbolta með Breiðabliki og í ellefu eða tóif ára bekk þegar hann byrjaði í Digranesskóla. Manstu þegar við prófuðum fyrsta rafmagnsgítarinn, •t'eða allan tímann í æfingahúsnæðinu í Sigtúni? Það voru bestu tímamir sem gleymast aldrei. Við félagarnir erum stór vinahóp- ur og alltaf þegar eitthvað stóð til eða bara til að slappa af og spjalla saman þá vorum við velkomnir heim til Óla. Með þessum fáu orðum vil ég minnast besta vinar sem hægt er að húgsa sér. Elsku Dóra, Pétur, Dagný og Signý. Ég bið Guð að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinur Sigurður Heiðar Helgason. Nú ertu farinn frá okkur. Mér finnst þetta svo ósanngjarnt. Af hverju joú? En sumir hlutir eru ein- faldlega óútskýranlegir og nú sit ég eftir með fullt af frábærum minn- ingum um þig. Hvernig þú spilaðir á ^Öoassann þinn, hvernig þú brostir og hvað þú varst hreint út sagt frábær og meiriháttar góður vinur. Það leið ekki ein sekúnda sem þú stóðst ekki með vinum þínum. Jafnt í blíðu og stríðu. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert nú staddur. Þinn saknandi vinur Þóroddur Eiríksson. Að morgni 10. sept- ember hringdi síminn og í ljós kom að þetta var símtal sem ég aldrei mun gleyma. Mér var sagt frá því að hann Óli Geir væri látinn. Ég gat í fyrstu ekki trúað því að Óli væri farinn og við gætum aldrei séð hann aftur. Sorgin og sársaukinn eru ofsa- leg því það var alltaf gott að sjá þig. Við áttum alltaf svo góðar stundir saman og upplifðum svo margt í sameiningu. Gleðistund- irnar með þér voru óteljandi og ég mun alltaf finna fyrir þér og varð- veita minningu þína. Ég veit og finn fyrir því að við munum hittast aftur, hvenær og hvar veit ég ekki en ég veit að þangað sem þú fórst mun ég koma. Þinn vinur að eilífu, Garðar Haukur. Elsku Óli Geir minn. Ég get ekki með orðum lýst hvað það tekur mig sárt að þú sért farinn frá okkur. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Ég kynntist þér fyrir tæplega tveimur árum sem ejnum af mörg- um vinum Garðars. Ég man að mér fannst þú dálítið öðruvísi en hinir. Þú varst svo rólegur og hlédrægur. Eitt sinn þegar við vorum að spjalla saman var umræðuefnið skammdegið, vetm-inn og myrkrið. Þá kom í Ijós að við áttum það sam- eiginlegt að þola illa þennan kalda og dimma hluta ársins. Þú varst svo hissa að það væri einhver ann- ar sem liði eins og þér og ég mun aldrei gleyma því hvað þú varst ánægður. Ég veit að nú ertu á stað þar sem myrkur og kuldi eru ekki til, ég vildi að þú hefðir ekki farið svona snemma. Þetta er syo óréttlátt. Elsku hjartans Óli Geir, ég mun aldrei gleyma þvi síðasta sem þú sagðir við mig og mig langar að segja: Sömuleiðis ðli. Eygló Lilja. Óli Geir. Þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur vissi ég ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Ég trúði þessu ekki. Það er svo margt sem mig langar að segja en kem bara ekki öilu frá mér núna. En á þessum alltof stutta tíma gerðum við mest, en þetta leið bara of fljótt Ég man þegar við hittumst og kynntumst í MK. Við töluðum sama tungumálið alveg uppá staf, hóstuðum báðir og höfðum ná- kvæmlega sama „mission". Strák- amir héldu örugglega að við værum geðveikir þegar við fórum á trúbbann og fannst við vera einum of uppteknir af því sem við ætluðum að gera. Þeir stóðu að sjálfsögðu með okkur, og okkur tókst að gera það sem við ætluðum þó að við yrð- um aldrei heimsfrægir. Minningamar eru svo margar og aliar mest góðar, allt sem við gerð- um var gaman og ég á aldrei eftir að gleyma þér. Ég veit við hittumst aftur einhvemtíma seinna því við áttum einu eftir ólokið. Það vitum við báðir en við vitum bara ekki hvenær. Ég þakka þér allar okkar stundir, þú ert sannur vinur. Þinn háværi vinur Friðgeir Ingi Eiríksson. Takk fyrir samfylgdina ÓIi Geir, sjáumst síðar. Guð geymi þig. Gunnar og Þórarinn Þórss. Óli, þú munt ávallt vera í huga mér og með mér hvert sem ég fer. Við áttum okkar tíma saman og núna ert þú sá sem horfir á okkur og verndar. Ég mun ávallt hugsa til þín og aldrei gleyma. Dauúinn gerir okkur öll að englum gefurokkurvængi mjúka sem amai’klær. (Jim Morrison) Markús Fry. Þetta er svo óréttlátt gagnvart þér og öllum þeim sem elskuðu þig að þú sért búinn að yfirgefa okkur. Von- andi líður þér betur á þeim stað sem þú ert á núna. Minningai-nar um þig, elsku Óii minn, lifa í hjarta mínu. Pétur. Kæri vinur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvfl í friði, kæri vinur. Sendi öllum ástvinum Óla mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn (Tóti). Mig langar til að segja nokkur orð um hann Öla Geir minn sem fallinn er nú frá langt fyrir aldur fram. Nú lifir aðeins minningin um hann í huga mér og hjarta. Ég og Óli minn áttum margar góðar stundir saman heima og heiman. Óli Geir var einn besti vinur sem hægt var að eiga. Ég minnist þeirra góðu stunda sem við sátum oft tímunum saman og töluð- um um allt milli himins og jarðar, ekkert var það sem við gátum ekki talað um. Alltaf fékk maður stuðning og skilning. Engu virtist það skipta hvað klukkan var, alltaf var maður velkominn til Óla og það eina sem hann sagði var: „Mi casa, su casa.“ Svo reif hann sig á fætur og spilaði spil eða tekið var í tölvuna. Alltaf fór ég glaður frá Óla og hlakkaði alltaf til að hitta hann aftur og nú þarf ég bara að hugsa aftur til þeirra gleði- stunda og Oli er hjá mér á ný. Ég kveð þig nú, Óli Geir, með söknuð í hjarta. Misst hef ég þann besta og traustasta vin minn sem ég hef átt. Guð blessi og verndi ykkur, Dóra, Pétur, Dagný og Signý, og gefi hann ykkur styrk í þessum erf- iðleikum. Óli Geir vinur minn, ég mun sakna þín sárt um aldur og ævi. Ég veit við munum sjást á ný. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þinn elskandi vinur Hilmar Ævar. Óli Geir, nú ertu farinn og kemur ekki aftur í þennan heim en um síðir kemur að endurfundum, það er víst. Óli, ég mun sakna þín. Guð geymi þig. Örn Sævar (Össi). Elsku Óli Geir minn. Nú ert þú farinn frá mér og öllum þeim sem elskuðu þig og kunnu að meta þinn vinskap. í mínum augum varst þú alltaf ljúfi, góði, feimni strákurinn sem öllum líkaði vel við og enginn hafði neitt illt um að segja. Þú varst alltaf svo eðlilegur og laus við alla sýndarmennsku en einmitt þann eiginleika hef ég alltaf kunnað best við í fari þínu. Ég, Rósa og Sara töl- uðum stundum um hvað það væri gott og auðvelt að tala við þig og ég veit að við eigum allar eftir að sakna þessara góðu stunda með þér. Það eru þessar minningar og margar fleiri sem ég á um þig sem ég hugga mig við þegar sorgin verður óbæri- leg- , , Elsku Óli. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert staddur núna og ég veit að einhverntíma munum við hittast aftur. Þín vinkona Birna Hlín. Með fáeinum orðum langar mig til þess að kveðja góðan vin minn Óla Geir Höskuldsson. Það var svo gaman þegar við vin- irnir vorum allir saman heima hjá þér yfirleitt og áttum þar margar af bestu stundum lífs okkar. Þú varst alltaf sá traustasti og þér gat maður treyst fyi'ir öllu. Það skipti þig ekki máli hvaða tíma sólarhringsins það var, maður var alltaf velkominn inn í hlýjuna í herberginu þínu. Þar gát- um við gert allt milli himins og jarð- ar, t.d. spilað á hljóðfæri, spilað á spil, spjallað og margt fieira. Ég kveð þig, Óli Geir, með mik- inn söknuð í hjarta. Vinir að eilífu. Sverrir Steinn. Óli Geir Höskuldsson var vinur sem reyndist okkur öllum vel og það getur enginn tekið frá okkur þær stundir sem við áttum með Óla. Við viljum senda öllum sem eiga um sárt að binda vegna þessa voðalega slyss innilegar samúðarkveðjur en sérstaklega þó foreldrum hans og systkinum. Minning hans lifir með okkur að eilífu. Hann var einn af þessum hörðu. Fyrir hönd vinahópsins, Ólafur Tómasson. SIGRÚN GÍSLADÓTTIR + Sigrún Gísla- dóttir fæddist á Kleifarstöðum á Barðaströnd 29. apríl árið 1918. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri 12. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafsson og Steinunn Ólafs- dóttir. Þeim varð sex barna auðið og var Sigrún yngst þeirra. Hin _ hétu Hallfríður, _ Ólafur, Gunnar, Ingvi og Ósk, öll látin. Hálf- systkini Sigrúnar, samfeðra, eru Ragnheiður húsmóðir í Súðavík, Steinunn húsmóðir í Amma Sigrún er dáin. Þannig vildi til að ég eignaðist ívar, son minn, á afmælisdaginn hennar íýr- ir rúmum tveimur árum. Hún skynjaði það samt ekki sökum sjúkdóms sem hrjáð hefur hana lengi og þrjú undanfarin ár hefur hún lítið getað tjáð sig. Ymsar minningar koma upp í hugann. Oft dvaldi ég í Löngu- mýrinni hjá henni og afa Sig- mundi. Alltaf var gott að koma til ömmu. Hún, þessi fallega en lát- lausa kona sem átti svo fínt og snyrtilegt heimili. Ýmislegt gerðu amma og afi fyrir barnabörnin sín. Mér er minnisstæð vikudvöl með þeim í sumarbústað í Borgarfirði. Þar var líka Simmi frændi minn og jafnaldri. Rigning og leiðinda- veður var flesta daga og held ég að við höfum ekki verið mjög þæg þessa viku, þá 12 ára gömul. Amma og afi gerðu gott úr öllu saman, kenndu okkur ýmsa leiki og endalaust var spilað á spil. Einnig eru mér minnisstæðir margir bíltúrar austur að Mý- vatni, í Vaglaskóg og til fleiri Reykjavík og Gísli afgreiðslumaður í Reykjavík. Hinn 22. mai 1941 giftist Signin eiginmanni sínum Sigmundi Björns- syni, f. 13. maí 1916, d. 19. ágúst 1981._ Synir þeirra eru Ivar, kvæntur Kristínu Einars- dóttur, og Björn, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur. Barnabörn Sigrún- ar eru sjö og langömmubörnin eru orðin sex. Utför Sigrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. staða. Sunnudagsmorgnarnir voru líka skemmtilegir. Fyi-st var farið í bíltúr með afa og síðan var farið heim til ömmu og fengið eitthvað gott. Þegar bræður mínir tveir, ðmar og Ingvar, fóru að fara í Löngumýrina var alltaf fyrsta setningin sem þeir sögðu: „Amma ís.“ Veturinn eftir að afi dó árið 1981 svaf ég oft um helgar hjá ömmu. Það voru góðar stundir og þá fann ég líka að ömmu leið vel að haí'a einhvern hjá sér. Síðustu áiin fækkaði heimsóknun- um en alltaf færðist bros yíír andlit- ið hennar þegar ég birtist, sérstak- lega þegar ég kom með bömin mín tvö. Brosið hennar sé ég víst ekki aftur en minningin um góða konu lif- ir í huga mínum. Blessuð sé minning ömmu Sigrúnar. Arna ívarsdóttir. Elsku amma í Löngó, eins og þú varst ævinlega kölluð af okkm- barnabömunum, nú er lífshlaup þitt á enda rannið og þú ert komin til afa. Hann hefur eflaust tekið þér opnum örmum og nú líður þér vel. Við sem eftir sitjum eigum dásamlegar minn- ingar um yndislega ömmu sem ekki verða frá okkur teknar. Alltaf var jafngaman að koma til ykkar afa í Löngumýrina á vorin að sýna ykkur einkunnabækumar okk- ar. Þið lásuð þær vandlega yfir, hrósuðuð okkur í hástert og alltaf fengum við eitthvað gott í gogginn á eftir. Eftir að þú varðst ein var alltaf jafn notalegt að koma til þín og segja þér frá því sem við börnin vorum að gera. Öilum sumrum eyddir þú á hnjánum úti í fallega garðinum þín- um. Þar var að finna flestar tegund- ir blóma sem þú hlúðir svo vel að. Þér þótti afskaplega gaman að sýna okkur þennan fallega garð sem þú ræktaðir svo vel og hafðir mikið dá- læti á. Ekki munum við öðruvísi eft- ir þér en með saumavélina uppi við og varst svo dugleg að sauma handa okkur barnabörnunum. Alltaf vildir þú að saumaskapurinn væri óað- finnanlegur og því skoðaðir þú fötin okkar sem keypt voru til að líta eftir handbragðinu. Þegar mamma og pabbi fóru að heiman varst þú vön að bjóða okkur systkinunum í mat til þín. Ævinlega pöntuðum við „buff á pönnu“. Þetta er það besta buff sem við höfum fengið. Ekki má nú heldur gleyma rúgbrauðinu, skonsunum og „dökku kökunni með hvíta kreminu" eins og hún var alltaf kölluð. Þetta var nokkuð sem við fengum aðeins í Löngumýrinni. Öll jólaboðin og gamlárskvöldin eru okkur ofarlega í minningunni. Þarna sameinaðir þú alla fjölskyld- una á yndislegum kvöldstundum. Þessar stundir eru viss hluti af lífs- hlaupi okkar. Veikindi þín fóru að hrjá þig alltof snemma og smám saman fjar- lægðist þú okkur. Elsku amma í Löngó, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Sigmundur, Sigrún og Anna Elín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.