Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNB L AÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GREIÐSLUR VEGNA BIÐLISTA BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hafa tekið upp þá nýj- ung í félagslegri þjónustu að greiða foreldrum tveggja ára barna og eldri, sem eru á biðlistum eftir leikskólavist hjá bænum, 11 þúsund krónur á mánuði þar til nægilegt framboð er á vistun fyrir þau. Um 200 börn eru nú á biðlistum, en hafin verður bygging tveggja nýrra leikskóla á næsta ári. Bæjaryfirvöld reikna með, að kostnaður vegna greiðslnanna nemi 22-26 milljónum króna á ári. Þær eru miðaðar við meðaltalsmismun á gjaldi fyrir leikskólavistun hjá bænum og vistun hjá dagmæðrum. Greiðslurnar eru skattskyldar. Hafnarfjarðarbær hefur niðurgreitt dagvistun hjá dag- mæðrum fyrir einstæða foreldra, en aðrir foreldrar hafa þurft að greiða fullt gjald hjá þeim. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri, bendir á, að greiðslur til foreldra verði tíma- bundnar, því reiknað sé með því, að eftirspurn verði full- nægt þegar byggingu nýju leikskólanna lýkur. Af þessu er Ijóst, að bæjarstjórn vill að bærinn tryggi leikskólavistun frá tveggja ára aldri. Því er eðlilegt, að hann taki þátt í kostnaði allra foreldra vegna vistunar barnanna hjá dagmæðrum þar til það tekst. Þau útgjöld munu og verða hvati fyrir bæjaryfirvöld til að hraða bygg- ingu leikskóla. SUÐURSTRANDAR- VEGUR SVEITARSTJÓRNARMENN í Grindavík og Þorláks- höfn telja mikilvægt að Suðurstrandarvegur verði þeg- ar settur á vegaáætlun. Rök þeirra eru þung á metunum. Það er mikilvægt að tengja byggðir á þessum slóðum betur saman í atvinnu- og þróunarsvæði með bættum samgöng- um. Vegurinn milli Þorlákshafnar og Grindavíkur myndi styttast um 39 km með Suðurstrandarvegi - eða 40%. í skýrslu Byggðastofnunar um hagkvæmni vegarins kemur fram að flutningur á fiski milli Suðurlands og Suð- urnesja sé um 11 þúsund tonn á ári. Sterkar líkur standa til að þessi flutningur aukizt verulega, allt að þrefaldist, með þessum vegi. Það er og skoðun útvegsmanna að veg- urinn muni auðvelda sókn austur með suðurströndinni. Með löndun í Þorlákshöfn - og flutningi sjávarfangs til annarra fiskvinnslustaða sem og til útflutnings um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar - mætti spara margra klukkutíma stím fiskveiðibáta. Suðurstrandarvegur myndi að auki stuðla að vexti ferðamannaþjónustu á svæðinu - og meiri umferð höfuðborgarbúa á skemmtilegum „hringvegi" dags- eða helgarferða. Krafan um Suðurstrandarveg er því studd gildum byggðar- og hagkvæmnisrökum. HREINSUN STRANDARINNAR HREINSUN strandlengjunnar á höfuðborgarsvæðinu er eitt umfangsmesta verk, sem ráðist hefur verið í hérlendis í umhverfismálum og það hófst í byrjun þessa áratugar. Nýtt fráveitukerfi skólps á að vera komið í fulla notkun árið 2000 samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum, sem Islendingar hafa gengizt undir. Reykjanesbær og varnarliðið hafa nú í anda þessara skuldbindinga undirritað samning um safnrásir fyrir skólp á svæðinu þar syðra, þar sem búa um 7.000 manns. Samn- ingar voru undirritaðir í fyrradag og verða safnrásirnar samtals með frárennslisrás út í sjó um 5 km að lengd. Samningar um þetta verkefni hafa staðið yfir frá árinu 1990. Reykjanesbær greiðir 48% kostnaðar, sem er um 450 milljónir króna, en varnarliðið 52% og greiðir það sinn kostnaðarhluta á árinu 2003, en Reykjanesbær sér um framkvæmdir. Með þessu átaki verður svo til öll strönd Faxaflóa orðin hrein, er verkinu lýkur. Það er ánægjulegt, hve duglega er tekið á þessum hreinsunarmálum strandlengjunnar. Hér áður fyrr var það almenn skoðun, að sjórinn tæki við öllu skolpi og losaði manninn við það á ódýran og þægilegan hátt. Menn hafa nú komizt að því að sú er ekki raunin og nauðsynlegt sé að stemma stigu við hvers konar mengun. Þetta átak er liður í því. Málefnaskrá sameiginlegs framboðs þrigg;ia flokka lögð fram Morgunblaðið/Kristinn GLATT var á hjalla þegar málefnaskráin var kynnt í gær. Heimir Már Pétursson réttir Sighvati Björgvinssyni plöggin. Fj ölsky ldumál sett í öndvegi Tólf mánaða fæðingarorlof, ótekjutengdar barnabætur, ný jafnréttislög, jafnréttisstofn- un, komugjöld í heilsugæslu afnumin, endur- skoðuð vinnulöggjöf, aðkoma sjóðsfélaga að stjórn lífeyrissjóða, sanngjarnt auðlindagjald, endurskoðuð stóriðjustefna, samgöngufjárlög og lög um starfsemi stjórnmálaflokka. Þetta er meðal þess sem er að finna í málefnaskrá sameiginlegs framboðs Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista, ALÞÝÐUFLOKKUR, Al- þýðubandalag og Kvenna- listi lögðu í gær fram sam- eiginlega málefnaskrá til næstu fjögurra ára og lýstu því jafn- framt yfir að stefnt væri að því að flokkarnir byðu fram sameiginlega lista í öllum kjördæmum landsins. Forystumenn flokkanna sögðu að unnið væri að því að taka ákvarðanir um fjármál sameiginlegs framboðs og undirbúningur væri hafinn að fram- boði í einstökum kjördæmum. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði að þetta væri ekki stefna sem væri klippt út úr stefnu gömlu flokkanna heldur væri þetta ný stefna þar sem horft væri til framtíðarinnar. Ekki væri verið að setja fram stefnu í öllum málaflokkum eins og stjórnmálaflokkarnh' hafa gert heldur verkefnaskrá til fjögurra ára um þau viðfangsefni sem tekist yi'ði á um á næsta kjörtímabili. Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, sagði að í málefnaskránni væri tekist á við það verkefni að móta velferðarkerfi sem tæki mið af breyttu þjóðfélagi. Vel- ferðarkerfið hefði á sínum tíma tekið mið af þeirri staðreynd að konur hefðu almennt verið heima og gætt bús og barna. I hinni alþjóðlegu um- ræðu hefði verið bent á að eitt stærsta verkefni stjómmálamanna væri að breyta velferðarkerfinu með tilliti til þess að konur tækju nú virkan þátt í atvinnulífínu. Þetta hefði tekist meist- aralega í málefnaskrá þessa nýja framboðs, eins og Guðný komst að orði. Róttæk vinstristefna, sagði Mar- grét Frímannsdóttir, fonnaðm' Al- þýðubandalagsins, þegar hún kynnti málefnaskrána. Hún sagði að í mál- efnaskránni væri lögð sérstök áhersla á fjölskyldumál, umhverfismál og að færa stjórnkerfið nær fólkinu. Hún viðurkenndi að tillögurnar kostuðu fjánnuni, en tillaga um fjárlög til fjög- urra ára gæfi færi á að leggja nýjar áherslur í ríkisfjármálum. Oft þyrfti að leggja í kostnað til að ná fram markmiðum um betra samfélag, en sá kostnaðm- kæmi í mörgum tilvikum til baka. Fjölþrepa tekjuskattur Fyrsti kafli málefnasamningsins ber yfirskriftina „Fjölskylda - samfé- lag - einstaklingur", en það endur- speglar nokkuð þær áherslur sem flokkarnir vilja leggja í málefnasamn- ingnum. Bent er á að hlutverk fjöl- skyldunnar sé samofið þjóðfélaginu, en örar þjóðfélagsbreytingar undan- farna áratugi geri það að verkum að staða fjölskyldunnar sé óskýr. Taka verði tillit til ólíkra fjölskyldugerða við mótun stefnu í uppeldis-, félags-, mennta- og heilbrigðismálum. Lagt er til að fæðingarorlof verði lengt úr 6 mánuðum í 12 mánuði og að foreldrar geti tekið það á fullum laun- um. Feður hafi sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, en geti tekið allt að 6 mánuði. Komið verði á fæðingarorlofssjóði sem sjái um greiðslur í fæðingarorlofí. Stefnt er að því að taka upp íjöl- þrepa skattkerfi í tekjuskatti. Barna- bætur verði hækkaðar og ótekju- tengdar, en ákveðið var að tekjutengja þær að fullu á síðasta ári. Flokkamir vilja að foreldr- um verði heimilt að nota ónýttan persónufrádrátt barna 18 ára og yngri. Sömuleiðis verði dregið úr jaðarskattaáhrifum á lág- og millitekjuhópa, sérstak- lega hvað varðar áhrif tekjutengingar á tiygginga- og bótagi'eiðslur. I kaíla um jafnrétti og lýðræði segir að jafnréttismálum verði sköpuð af- gerandi staða innan stjómarráðsins, t.d. með stofnun jafnréttisráðuneytis. Sett verði ný jafnréttislög og komið verði á fót sérstakri jafnréttisstofnun sem sjái um eftirlit og framkvæmd laganna. Jafnréttismat fylgi öllum stjórnarfrumvörpum og samþykktum Alþingis. Lagt er til að bundið verði í stjórn- arskrá að almenningur geti með til- teknum hætti kallað fram þjóðarat- kvæðagi’eiðslu um mikilvæg mál. Enn- fremur er gert ráð fyrir að komið verði á rannsóknamefndum á Alþingi, sem geti að eigin framkvæði tekið upp mál og rannsakað þau, s.s. um fram- kvæmd laga og meðferð opinberra fjármuna. Við breytingar á kosninga- kerfinu verði haft að leiðarljósi að það verði einfalt og auðskiljanlegt og stuðli að jöfnuði milli landshluta, di'agi úr misvægi atkvæða, miði að fækkun kjördæma og stuðli að jöfnun kynj- anna á Alþingi. Hámarksbiðtími eftir heilbrigðisþjónustu I kaflanum um heilbrigðismál segir að komugjöld í heilsugæslunni verði afnumin. Tannlækningar verði felldar inn í heilsugæsluna. Gert er ráð fyrir að tekið verði upp reglulegt eftirlit með heilsufari fólks og allir eigi rétt á slíkri rannsókn á 5-7 ára fresti. Sett skal á stofn- un embætti umboðsmanns sjúklinga. Ennfremur verði settar reglur um hámarks bið- tíma eftir heilbrigðisþjónustu og ai- mannatryggingakerfið bæti betur en nú er þá tekjuskerðingu sem fólk verði fyrir vegna veikinda bama sinna og annama aðstandenda. Þá segir að bömum og unglingum verði tiyggð ókeypis geðheilbrigðisþjónusta í tengslum við skóiakerfið. Sérstaklega er vikið að vernd per- sónuupplýsinga og sagt að hún verði stórefld. Skýi'ar reglur verði settar um eignar- og ráðstöfunarrétt á dulkóðuðum upplýsingum sem unnar eru úr sjúki'askýi'slum og um greiðsi- ur íyrir notkun þeirra. Leyfi til notk- unar slíkra upplýsinga verði veitt á grundvelli reglna sem tryggja að trún- aðarsamband læknis og sjúklings skaðist ekki. Vald Tölvunefndar og að- staða hennar til að gæta hagsmuna borgaranna verði stórbætt. Flokkarnir hafna öllum hugmynd- um um skólagjöld og vilja að innritun- argjöldum verði haldið í lágmarki. Fiokkarnh vilja að framlög ríkisins til rannsókna og menntamála verði hækkuð til samræmis við það sem best gerist meðal annarra þjóða. Stefnt er að því að stúdentspróf verði stytt úr fjórum árum í þrjú. I málefnaskránni segh' að virðis- aukaskattur á bækur og tímarit verði afnuminn. Um Ríkisútvarpið segir að mótuð verði ný stefna um RIJV með það að meginmarkmiði að styrkja hlutverk þess og rækt við íslenska menningu. Flokkarnir vilja að stofnað verði á ný til félagslegra vaikosta í húsnæðis- málum, eins og komist er að orði. Ætl- unin er að gera leiguhúsnæði að raun- hæfum kosti fyrir þá sem annað hvort vilja eða geta ekki eignast húsnæði. Sömuleiðis ætla flokkarnir að hækka örorkubætur þannig að þær dugi til framfærslu. Dregið verði úr tekju- tengingu bóta og tenging við tekjur maka verði afnumdar. Vinnulöggjöfin endurskoðuð „Lífskjör hér á landi byggjast á óhófiega löngum vinnutíma. Ljóst er að bætt afkoma þjóðarbúsins hefur ekki skilað sér nægjanlega til þeirra sem standa höllum fæti. Omögulegt er fyrir tekjulægstu hópana að ná endum saman með 40 stunda vinnuviku. Launamunur er alltof mikill. Hann hefur verið að aukast á undanfömum árum, ekki síst launamunur kynjanna. Réttindi og öryggi launafólks hér á landi eru mun minni á mörgum sviðum en gerist í nálægum löndum. Þessari þróun verður að snúa við,“ segir í inn- gangi að kafla sem ber yfirskriftina „Afkoma fólks“. Flokkamir ætla sér að endurskoða vinnulöggjöfina til að koma á eðlilegu jafnvægi milli samtaka launafólks og atvinnurekenda, eins og komist er að orði. Þeir vilja að markvisst verði unn- ið að því að útrýma launamun kynj- anna. Launabókhald atvinnufyrir- tækja verði gert gagnsætt og aðgengi- legt t.d. nýrri jafnréttisstofnun eða kjararannsóknarnefndum. Lýst er yfir stuðningi við áframhaldandi uppbygg- ingu öflugs lífeyrissjóðakei'fis. Hins vegai' þurfí að ti'yggja aðkomu sjóðs- félaganna sjálfra að stjórn sjóðanna. Jafnframt þui-fi að draga úr mun á réttindum og skyldum starfsmanna hins opinbera og starfsmanna á al- mennum launamarkaði. Samræma þurfi lífeyrisréttindi, fæðingarorlof og ráðningarkjör þessara hópa. Almannaréttur, vernd lífríkis, verð- mætra náttúruminja og landslags- gerðar, sjálfbær nýting auðlinda eru sögð lykilatriði í umhverfisstefnu framtíðar. Tryggja beri sameign þjóð- arinnar á helstu auðlindum lands- manna í stjómarskrá og breyta verði nýsettum lögum um rannsóknir og eignai'hald á auðlindum í jörðu. Sanngjarnt auðlindagjald I kaflanum um umhverf- ismál er kveðið á um stefn- una varðandi auðlinda- gjald, en þar segir: „Tekið verði sanngjarnt gjald fyr- ir afnot af auðlindum í þjóðareign til lands og sjávar sem m.a. verði notað til að standa straum af þeim kostnaði sem þjóðin ber af nýt- ingu þeirra og stuðla að réttlátari skiptingu afraksturs auðlinda." Flokkarnh' vilja að mótuð verði sjálfbæi' orkustefna með forgangsröð- un um nýtingu og verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, sem miði að því að íslendingai' verði sjálfum sér nægir um orku. Jafnframt vilja þeh’ að Is- lendingar standi við skuldbindingar sínar í umhverfismálum, m.a. með því að staðfesta og fullgilda Kyoto-bókun- ina um losun gi'óðurhúsategunda út í andrámsloftið. Þá segir að öll áform um hefðbundna orkufreka stóriðju verði tekin til endurskoðunar. Sú stefna er mörkuð að skattkerfið hvetji til sparnaðar og fjárfestinga í rannsóknum, nýsköpun í atvinnulífi og eflingar menntunar og menningar. Flokkarnir vilja að heimildir sveitarfé- laga til tekjuöflunar verði lýmkaðar. Þeir vilja ennfremm- að lög verði sett um starfsemi stjóiTimálaflokka. I kafla um atvinnulífið segir að stjórnkerfi fiskveiða verði gjörbreytt fyrir árið 2002. Tryggt verði að aðilar hafi ekki tekjur af ráðstöfun veiðirétt- inda. Ætlunin er að auðvelda nýliðum aðgang að greininni. Sérstaklega er tekið fram að bæta þurfi stöðu báta- og smábátaútgerðar á grunnslóð og tryggja aukinn rétt þeiraa til veiða á heimaslóð. Flokkarnir telja að kanna eigi hvort tímabært sé að hverfa frá kvótakei'fi í framleiðslu landbúnaðai-vara og gera bændum kleift að bera ábyrgð á mark- aðssetningu afurðanna. Flokkarnir vilja að Landsbanka og Búnaðarbanka verði gefinn tíma til að aðlaga sig nýju rekstrarfyrirkomulagi í samræmi við ákvörðun Alþingis. Jafnframt vilja þeir gera kröfu um að engar ákvarðanh' verði teknar um sölu án samráðs við starfsfólk og vilja að dreifð eignaraðild verði tiyggð. I málefnaskránni segir að endur- skoða þui'fi rekstur ríkisins frá gi'unni og skilgreina með skýram hætti hver verkefni ríkisins skuli vera. Stefnt er að því að gera rammafjárlög til fjög- urra ára og fjárlög til tveggja ára. Sömuleiðis er ætlunin að leggja fram samræmd samgöngufjárlög sem taki til vegamála, flugmála og hafna. Við gerð slíkra samgöngufjárlaga eigi að hafa það að leiðarljósi að styrkja byggð í landinu. Áfram í NATO og ekki í ESB Forystumenn flokkanna mótmæltu því að utanríkisstefnan væri óskýr, en viðurkenndu jafnframt að í þeim mál- um hefðu flokkarnir orðið að mætast á miðri leið. „Nauðsynlegt er að fram fari ítarleg og hreinsldptin umræða um stöðu Is- lands hvað varðar öiyggis- og friðar- mál. Ekki eru þó ráðgerðar breytingai' á aðild íslands að NATO á kjörtíma- bilinu. Framtíðannarkmiðið hlýtur samt að vera að ísland geti staðið utan hernaðarbandalaga. Teknar verði upp viðræður við Bandaríkjastjórn um varnarsamning- inn. Uppsagnarákvæði hans taka gildi árið 2000 og varnarsamningurinn er úti árið 2001. Fyrir liggur vilji Banda- ríkjamanna til að loka herstöðvum í Evrópu og draga úr herstyrk sínum, þ.á m. á Islandi. Þessi breyttu viðhorf era ekki síst vegna friðvænlegrar þró- unar í okkar heimshluta. Þessa þróun ber að styðja. Brottför hersins hefði fyrirsjáanlega veraleg áhrif á efna- hags- og atvinnulíf hér á landi, ekki síst á Suðumesjum og þess vegna er nauðsynlegt að hefja þegar undirbún- ing til að mæta þeim breytingum.“ Flokkarnir vilja að allra mögulegra leiða verði leitað til að hafa áhrif á ákvarðanatöku og stefnumörkun á gi-undvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Sighvatur lýsti stefn- unni í Evrópumálum þannig að ekki væri ætlunin að sækja um aðild að ESB á kjörtímabilinu, en aðildin væri hins vegar á dagskrá, að því leyti að nauðsynlegt væri að ítarleg umræða færi fram um kosti og galla aðildar. „Nauðsynlegt er að stöðugt fari fram opin og lýðræðisleg umræða um stöðu Islands í Evrópu. Is- lensk stjómvöld eiga að virkja alla tiltæka sérfræði- aðstoð innan stjórnkerfisins, mennta- kerfisins og hagsmunasamtaka til að ræða kosti þess og galla að taka þátt í samstarfi Evrópuríkja með tilliti til framtíðarstefnu og heildarhagsmuna þjóðarinnar. Slík umræða er nauðsyn- legur undanfari ákvarðanatöku. Þó er ekki áformað að Island sæki um aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabil- inu. Verði breytingar á kjörtímabilinu sem kalla á aðra afstöðu, áherslur eða markmið en sett eru fram í þessari málefnaskrá, skulu stofnanir þeirra flokka og samtaka sem að samkomu- laginu standa íjalla um þær breyting- ar og taka afstöðu til þeirra." Finna má málefnaski’ána í heild á Fréttavef Morgunblaðsins og er slóðin http://www.mbl.is. Stóriðjustefna endurskoðuð og Kyoto-bók- unin samþykkt Stofnað verði jafnréttisráðu- neyti og jafn- réttisstofnun Viðamikil könnun á heilbrigði og lífskjörum íslendinga Kanna mun á notkun heilbrigðisþj ónustu Hafín er gerð viðamikillar könnunar sem ætlað er að gera úttekt á heilbrigði og lífs- ---------y—................................. kjörum Islendinga og hafa sennilega flestir þeir, sem eru í úrtakinu, þegar fengið þykkt umslag inn um bréfalúguna hjá sér. Meðal þess, sem verður kannað, er hvort heilbrigð- iskerfíð standi undir því fyrirheiti að vera til jafns opið öllum borgurum. inum 18 til 75 ára af öllu landinu á mánudag og verður unnið úr listunum eftir því, sem þeir berast til baka. Sp- urningarnar á listanum eru á 36 síð- um og kvaðst Rúnar eiga von á því að heildarskýrsla byggð á niðurstöðum könnunarinnar liggi fyrir í febrúar. Rúnar gerði könnun fyrir tíu árum, sem aðeins náði til höfuðborgarsvæð- isins. Spurningarnar á listanum koma frá þeirri könnun auk framlags frá Hjartavernd, sem studdist við breska fyrirmynd. Spurningalistarnir væru því sambland af svipuðum könnunum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og spurninga, sem tækju mið af íslensk- um aðstæðum. RÚNAR Vilhjálmsson, prófessor í félags- fræði á námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands, stjórnar verkefninu, sem nefnist Heil- brigði og lífskjör íslendinga. Ásamt honum sjá um það Jó- hann Ágúst Sigurðsson, pró- fessor í læknisfræði, Tryggvi Þór Herbertsson, lektpr og hagfræðingur, og Olafur Olafsson landlæknir. „Hugmyndin er sú að afla upplýsinga um útbreiðslu og skoða ýmsa þætti líkamlegrar og andlegrar heilsu hjá hinum ýmsu hópum samfélagsins,“ sagði Rúnar. „Jafnframt ætl- um við að skoða þá þætti bæði í aðstæðum og lifnaðarhátt- um, sem gætu tengst þessum heilsufarsþáttum.“ Hann sagði að þegar talað væri um lifnaðarhætti ætti hann við bæði hollustu- og áhættuhegðun, en með að- stæðum, sem tengdust heilsu, væri átt við bæði fjárhagslegar aðstæður og aðstæður á vinnustöðum og heim- ilum. „Þá erum við að tala um heimilis- aðstæður á borð við álag og áföll í fjölskyldulífi hjá einstaklingum,“ sagði hann. Bera ísland saman við aðrar þjóðir Einnig verður könnuð notkun ís- lendinga á þjónustu, sem í boði er. „Það á fyi'st og fremst við notkun á heilbrigðisþjónustu,“ sagði Rúnar. „Þar er ein af lykilspurningunum í hvaða mæli fólk notar þjónustuna og hvort sú notkun endurspeglast af þörf eingöngu eða hvort til era hópar, sem vannýta þjónustuna eða nota hana ekki í samræmi við raunveru- lega þörf fyrir hana. Þar notum við alþjóðlegar viðmiðanir á notkun þjón- ustu eftir þöyf. Það gefur okkur kost á að bera Island saman við aðrar þjóðir varðandi það hvort fólk van- nýtir þjónustu, í hvaða mæli og hvaða hópar standi þar upp úr. Þetta er orðið mikilvægt frá heilsupólitísku sjónarmiði, því að eiginlega allir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna gengið út frá því að við búum við réttlátt heilbrigðiskerfi, sem allir hafi jafnan aðgang að, óháð bak- grunni eða öðrum þáttum.“ Rúnar sagði að hins vegar hefðu komið fram vísbendingar um að sú væri ekki raunin og vísaði þar til ný- legi'ar könnunar landlæknisembætt- isins, sem leitt hefði í ljós að veruleg- ur hópur fólks hefði til að mynda frestað því að fara til læknis eða fellt læknisheimsókn niður og meginá- stæður hefðu verið önnur verkefni og kostnaður. Keniur kostnaður í veg fyrir notkun þjónustu? „Við munum einnig skoða þessa þætti - kostnað fólks af þjónustunni - og hvort þeir geti aftrað einhverjum hópum frá því að nota þjónustuna þegar þörf er á og einnig þegar fólkið sjálft telur að það þurfi að fara en fer ekki,“ sagði hann. „Þannig að frá heilsupólitísku sjónarmiði skipta þessar niðurstöður töluverðu máli og það hefur ekki verið skipulega og heildstætt athugað hingað til hvernig heilbrigðiskerfið í raun virkar í sam- félaginu.“ Að sögn Rúnars er samanburður- inn aðallega við Bandaríkin og Norð- urlöndin. Bandaríkin væru athyglis- verður samanburður vegna þess að það samfélag væri ólíkt, en Norður- löndin hins vegar líkari. Samanburð- ur við bæði ólík og lík samfélög gæfi gleggri mynd af aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustu. „Þjónustuþátturinn í okkar rann- sókn snýst að miklu leyti um aðgengi, hvernig það er í reynd, ekki hvernig það er á pappír,“ sagði hann. „Við munum einnig bera saman þjónustu- notkun búsetuhópa þar sem könnun- in er á landsvísu. Við vitum fyrir að notkunarstig er mjög ólíkt eftir lækn- ishéruðum. Það má meðal annars rekja til þess að fjöldi heilbrigðis- starfsmanna, bæði hjúkrunarfræð- inga og lækna, er mjög ólíkur í lækn- ishéruðum og það hlýtur að koma fram í mismikilli notkun á þjónustu. Við höfum því grun um það þegar að það er verulegur munur eftir búsetusvæðum hvert raun- veralegt aðgengi er að ís- lensku heilbrigðisþjónust- unni og þá er þetta einnig komið út í byggðapólitíska umræðu.“ Rúnar sagði að þetta yrði fjölþætt rannsókn að því leyti til að teknir væru fyrir ólíkir þættir heilsufars, ekki aðeins líkamlegir eða andlegir, heldur væru einnig skoðaðar ýmsar aðstæður fólks í fjölskyldu, vinnu og lifnaðarháttum, jafnt hollustu- og áhættuhegðun. „Eg held að við fáum út úr þessu mjög heildstæða kortlagningu af heil- brigðisástandi þjóðarinnar og þeii'ri þjónustu, sem fólk nýtir sér,“ sagði hann. Spurningar á 36 síðum Spurningalistar voru sendir til slembiúrtaks fólks úr þjóðski'á á aldr- Álagsþættir í heimilislífi Könnun Rúnars var gerð 1987 og 1988 í sama hópi og niðurstöður henn- ar hafa birst bæði hér á landi og er- lendis. Þar skoðaði hans meðal annars álagsþætti í heimilislífi, vinnu og fjár- málum meðal íbúa á höfuðborgar- svæðinu og hvernig þessir þættir tengdust heilsufari, aðallega andlegu. Einnig kannaði hann stuðningssam- skipti vina og vandamanna og hvernig þau hefðu verkað á streituferlið og dregið úi' heilsufarslegum afleiðing- um álags. Að sögn Rúnars skipta mestu tveir þættir í þessu máli, annars vegar áfóll í fjármálalífi, til dæmis gjaldþrot, eða í heimilislífi, til dæmis að missa maka eða lenda í skilnaði, eða þá að vera sagt upp störfum. Tekjuháir kvarta jafnoft og tekjulágir ,Áfóll af þessu tagi hafa mjög al- varlegar heilsufarslegar afleiðingar," sagði Rúnar. „Við getum eiginlega sagt að frá geðverndarsjónarmiði skipti gríðarlegu máli hver aðbúnaður er á vinnustöðum og heimilum lands- manna. Menn þurfi að hafa sæmilega gefandi starf, sem þeir geti lifað af og séu nokkuð vissir um að halda, og séu í ástríku heimilisumhverfi. Ef þessar tvær meginstofnanir eru stöðugar og menn njóta þátttökuréttar innan þeirra eru þeir i mun betri stöðu. Fjármálin skipta máli, en þau tengj- ast mjög vinnunni. Þar á ég ekki við að upphæð tekna skipti máli, heldur fjárhagslegt öryggi, og það er nokkuð forvitnilegt að tekjuháir einstaklingar kvarta jafn oft undan fjárhagsáhyggj- um og tekjulágir. Við getum því ekki sagt að upphæð teknanna skipti máli heldur að það sé samræmi milli inn- komu fólks og fjárskuldbindinga þess og neyslu.“ Rúnar kvaðst eiga von á því að könnunin muni gefa samanburð við niðurstöðui-nar, sem hann fékk fyrir tíu árum. Hann kvaðst telja að fram- kvæmd könnunarinnar kostaði hátt á aðra milljón króna. Fengist hefðu styrkir til verkefnisins úr Vísindasjóði og Rann- sóknasjóði Háskóla Is- lands. Hann sagði að víða er- lendis væru kannanir af þessu tagi gerðar reglu- lega og væra snar þáttur í stefnumótun í heilbrigðismálum í við- komandi löndum. Grundvöllur fyrir almennri stefnumörkun „Hér heima höfum við ekki haft þennan upplýsingagrundvöll fyi'ir al- mennri stefnumörkun í heilbrigðis- málum,“ sagði hann. „Hjá landlæknis- embættinu er hugur til að gera þetta reglubundnara. En til þess þarf sér- staka fjárveitingu.“ Hann sagði að slíkar kannanir skil- uðu mjög mikilvægum upplýsingum um þróun heilsufars og þjónustunotk- unar: „Það er mjög bagalegt að við höfum ekki slíkan upplýsingagrund- völl fyrir upplýstri stjórnmálaum- ræðu um heilbrigðismál." Spurningar eru svipaðar og í öðrum löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.