Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 53 V FRÉTTIR Meiri viðskipti forsenda lækkunar gjaldskrár Mison hlífðargas frá fsaga VEGNA ummæla Þórólfs Árnason- ar, forstjóra Tals, í Morgunblaðinu í gær vill Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- fulltrúi Landssímans, gera eftirfai'- andi athugasemd: „Þórólfur heldur því fram að ein- ungis á einni þjónustuleið bjóði Landssíminn lægra verð en Tal. E.t.v. hefur hann ekki séð nýju gjald- skrána sem tekur gildi í dag, fimmtu- dag, en allir sem kynna sér málið sjá að þetta er einfaldlega rangt. Því hvet ég alla farsímanotendur til að bera saman verð þessara tveggja fyiir- tækja og hvaða þjónustu þeir eru að fá hjá hvorum aðila um sig. Þórólfur vill sjálfur fá að komast í bókhald samkeppnisaðilans og efast um að rekstrarlegar forsendur séu fyrir lækkun GSM-þjónustunnar. En rekstur Símans GSM hefur gengið framar vonum á þessu ári og afkoma Landssímans íyrstu sex mánuði árs- ins er mjög góð. Póst- og fjarskipta- stofnun sem hefur efth'lit með Lands- símanum hefur þegar fengið sendan sundurgreindan árshlutareikning til þess að þar sé hægt að sannreyna að ekki er verið að niðurgreiða fai'síma- þjónustu með hagnaði úr öðrum rekstri. GSM-viðskiptavinum Lands- símans hefur fjölgað jafnmikið það Kennsla um alnetið í Nýja músík- skólanum sem af er þessu ári og þeim fjölgaði á öllu ái'inu 1997. Þvi er ekki nokkur þörf á að niðurgreiða farsímaþjónust- una heldur vai- þvert á móti talin ástæða til þess að láta rúmlega 58.000 GSM-notendur njóta mikilla viðskipta með þvi að lækka gjaldskrána. En hún vai' ekki eingöngu lækkuð þai' heldur einnig hjá þeim sem nota NMT-farsíma en þeim gefst nú kost> ur á að velja sér þrjú símanúmer sem þeh' geta hringt í með 15% afslætti auk þess sem verð fyrir sérþjónustu í NMT kei'finu var lækkað. Því er það ekki rétt að einungis sé verið að lækka verð á þjónustu til þess að bregðast við samkeppni. Nýlega vai' lækkað mínútugjald fyrir símhring- ingar til Bandaríkjanna og Kanada og nú hefur verið tilkynnt um lækkanir til Norðurlandanna auk þess sem fleiri verðlækkanh' til útlanda hafa verið boðaðar. Einnig er rangt að tala um að Landssíminn hafi einokun á ákveðnum sviðum símaþjónustunnar. Á sama hátt og Western Wireless og The Walter Group stofnsettu Tal geta önnur símafyrirtæki hvenær sem er hafið hér starfsemi vegna þess að samkeppni var gefin frjáls á öllum sviðum fjai'skipta um síðustu ára- mót.“ voru ái'ið 1919 og eru samtök Kven- félagasambanda á Norðurlöndunum. Um 300 þúsund konur eru í samtök- unum og hafa þau látið margt gott af sér leiða. Löndin skiptast á for- mennsku í stjórn NHF og er for- maður nú forseti Kvenfélagssam- bands Islands, Dröfn Hjartardóttir. UM ÞESSAR mundir er ísaga hf., dótturfyrirtæki AGA, að setja á mai’kað hlífðargas sem nefnt er Mi- son og segir í fréttatilkynningu að það valdi minni mengun en sú gas- tegund sem Isaga hefur hingað til boðið upp á, Fogon. Helsti kostur Mison hlífðargassins er að það dreg- ur úr ósonmengun. „Hefðbundnar aðferðir til að minnka ósonmengun við suðu eru uppsetning loftræstibúnaðar eða jafnvel notkun hjálma með aðfluttu lofti. Mison hlífðargas inniheldur hins vegar köfnunarefnismónoxíð (NO) og við suðu með Mison gengur köfnunarefnismónoxíðið í efnasam- band við óson og verður til súrefni og köfnunarefnisdíóxíð. Víðtækar til- raunir og reynsla hafa sannað að þessi aðferð dregm' mjög úr mengun og bætir vinnuaðstæður,“ segir enn- fremur. Myndin er tekin í Landssmiðjunni þar sem Mison hefur verið notað að undanfórnu. Frá vinstri: Stefán Frið- þórsson, framleiðslustjóri Lands- smiðjunnai’, Thomas Ljunggi'en, framkvæmdastjóri málmiðnaðarsviðs Isaga, og Þráinn Sigurðsson, þjón- ustufulltrúi málmiðnaðarsviðs Isaga. ---------------------- LEIÐRÉTT Ekki borgarstarfsmenn f MYNDATEXTA á bls. 4 í gær var sagt frá malbikunarframkvæmdum við Ellliðavatn og sagði að mennirnir á myndinni væru borgarstarfsmenn. Þetta er ekki rétt heldur eru þeir starfsmenn Hlaðbæjar-Colas. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Erik, ekki Einar í frétt í blaðinu sem birtist á þriðjudag, var Erik Júlíus Mogensen á einum stað sagður Einar. Það er að sjálfsögðu ekki rétt og eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á mistök- unum. NÝI músíkskólinn hefur flutt starf- semi sína frá Laugavegi í félags- heimili Fylkis í Árbæ. Flutningurinn er m.a. í samræmi við niðurstöður í greinargerð um málefni tónlistar- skóla á vegum Reykjavíkurborgar. Þar kom fram að verulegur skortur væri á framboði tónlistarkennslu í úthverfum borgai'innar. Nýi músík- skólinn er nú á sínu fjórða starfsári og hefst kennsla í honum 21. septem- ber nk. í skólanum er m.a. boðið upp á fjarkennslunám fyrir fullorðna í gegnum alnetið. í Nýja músíkskólanum er boðið upp á nám fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lögð er áhersla á vandað tónlistarnám þar sem þörfum hvers nemanda er sinnt af kostgæfni. Mikil áhersla er lögð á mætingu nemenda og fylgst með framvindu námsins. Nýi músíkskólinn hefur það að markmiði að kenna samkvæmt þörf- um einstaklingsins en þó eftir meg- inmarkmiðum námskrár tónlistar- skólanna. Námið er þannig upp- byggt að nemandi getur stundað nám við skólann í þrjú til fjögur ár með aukagreinum. Að námi loknu á nemandi að vera fær um inngöngu í flestar framhaldsdeildir tónlistar- skóla. Boðið er upp á einkatíma í hljóð- færaleik og söng, forskólanám fyrir 3-6 ára börn, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu, hljómsveitarsamspil og hægferð fyrir fullorðna. Skólastjóri Nýja músíkskólans er Stefán S. Stefánsson. Konur og neytendavald RÁÐSTEFNA Húsmæðrasambands Norðurlanda verður haldin á Hótel Loftleiðum 18.-20. september. Kon- ur og neytendavald er yfirskrift ráð- stefnunnar og verða þátttakendur 120 talsins frá öllum Norðurlöndun- um. Á ráðstefnunni verða flutt mörg fróðleg erindi, Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður Manneldis- ráðs, flytur aðalerindið, jafnframt verður kynning á íslenskum ostum og mjólkurafurðum. Einnig munu þátttakendur kynnast íslenskum heimilum. Ráðstefnan verður sett kl. 10 laug- ardaginn 19. september á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-3. NHF eru samtök sem stofnuð Rætt um utanríkismál ÞRIÐJI og síðasti fundur í röðinni opnum umræðufundi sem Stefna, fé- lag vinstri manna, efnir til verður fimmtudaginn 17. september. Fjall- að verður um utanríkismál undir yf- irski'iftinni ísland og umheimurinn. Fundarstjóri verður Svanhildur Kaaber kennari. Frummælendur verða Ingunn Anna Jónasdóttir kennari, Stefán Pálsson sagnfræð- ingur og Steingi-ímur J. Sigfússon alþingismaður. Fundurinn verður í Risinu, Hverf- isgötu 105, og hefst kl. 20.30. Allt áhugafólk um stjórnmál og þá sérstaklega um þau efni sem hér verða til umfjöllunar er hvatt til að sækja fundina sem eru opnir öllum almenningi, segir í fréttatilkynningu. Stuðningur við ÍE HEILBRIGÐISSTOFNUNIN á Húsavík boðaði til opins fundai' á Hótel Húsavík laugardaginn 12. september sl. um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Þar mættu forsvarsmenn Islenskrar erfðagrein- ingar og fóru yfir málið og svöruðu fyrirspurnum. í lok fundar var að kröfu fundar- manna borin upp og samþykkt af öll- um þorra fundarmanna eftirfarandi ályktun: „Opinn fundur á Hótel Húsavík laugrdaginn 12. september á vegum Heilbrigðisstofnunai' á Húsavik þakkar forsvarsmönnum Islenskrar erfðagreiningar góðan og upplýsandi fund og lýsir stuðningi við starf fyr- h'tækisins og skorar jaffnramt á stjórnvöld að greiða götu þess.“ Göngufólk í Seljahverfí GÖNGUHÓPUR félagsmiðstöðvar- innar Hólmasels byi'jar aftur laugar- daginn 19. september. Mæting er eins og venjulega alla laugardaga kl. 10.30 við félagsmiðstöðina. Rúna íris Guðmundsdótth', íþróttakennari, leiðir hópinn og býð- ur gamla sem og nýja félaga vel- komna. Fallegar peysur og prjónakjólar Man kvenfataverslun Hverfisgötu 108, á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar, sími 551 2509. INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT GFP 4435 > Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr. GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,- GFP 4220 220 Iftrar 88x89x65 37.579,- 35.700,- GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,- GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,- GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,- 3) Eigum einnig ymsan stænðir frystiskápa #indesil Frystíkistur Tilboðsverð sem eru komin til að vera. ___ BRÆÐURNIR momssoK Láqmúla 8 • Sími 533 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.