Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Swissair-þotan sem fórst við Kanada Hljóðritinn stöðvaðist áður en þotan fórst KOMIÐ er í ljós, að hljóðriti sviss- nesku MD-11 þotunnar, sem fórst við Nova Seotia 2. september sl., stöðvaðist sex mínútum áður en flugvélin hrapaði í hafíð. Engu að síður er búist við að hljóðritinn, sem varðveitir samtöl í stjórnklefa þotunnar, muni auð- velda rannsóknarmönnum að gera sér mynd af þeim vanda, sem flug- mennirnir glímdu við. Flugriti þotunnar, sem varðveit- ir upplýsingar um starfsemi stjórn- og flugleiðsögukerfis þotunnar, hætti sömuleiðis að starfa sex mín- útum áður en þotan fórst. Hvort tveggja styrkir þá skoðun að alvarleg bilun hafí orðið í raf- kerfum þotunnar, að sögn Dana Doiron, talsmanns kanadísku sam- gönguöryggisnefndarinnar (CTSB), sem stýrir rannsókninni á flugslysinu. Slökktu flugmennirnir sjálfir á hljóð- og flugritunum? Hugh Waterman, fyrrverandi þotuflugmaður og flugslysarann- sóknarmaður hjá bandarísku flug- málastjórninni (FAA), heldur því þó fram að flugmennirnir hafi allt eins getað hafa slökkt á tækjunum í tilraunum sínum til að finna or- sakir reykmyndunar í stjórnklef- anum. ,Ekki hefur slokknað sjálfkrafa á ritunum tveimur samtímis því þeir eru tengdir hvor sínu rafkerfinu," sagði Watennan. Fjarskiptum við þotuna lauk einnig um sex mínútum áður en hún fórst. Hið síðasta sem flug- mennirnir sögðu í samtölum við flugumferðarstjóra á jörðu niðri var að þeir yrðu að lenda tafarlaust vegna reykmyndunar í stjómklef- anum. Talið enn brýnna að ná braki þotunnar upp Við framrannsókn á flugritanum hefur í ljós komið, að ýmis kei-fi þotunnar störfuðu óeðlilega á síð- ustu mínútum flugsins áður en flugritinn hætti að virka. Þetta, segja fulltrúar CTSB, gera enn brýnna en áður að sem mest af braki þotunnar náist upp af hafsbotni svo hægt verði að gera ítarlega rannsókn á rafköpl- um hennar í þeim tilgangi að kom- ast að því hvað olli óeðlilegri starf- semi stjórn- og aflkerfa MD-11 þotunnar. Höfuðborg í kafí ÞESSI sýn af Dhaka, höfuðborg Bangladesh, blasti við Sheikh Hasina, forsætisráðherra lands- ins, er hann kynnti sér skemmdir af völdum flóða undanfarnar vik- ur og mánuði. Hafa þau valdið gífurlegum skaða í Iandbúnaði og iðnaði um allt landið. Næstum eitt þúsund manns er talið hafa látist vegna flóðanna, sem hófust í byrjun júlí. Reuters Kínverskir fjölmiðlar fara á kostum Monica Lewinsky sögð KGB- njósnari Peking. Reuters. KÍNVERSKIR fjölmiðlar hafa ekki þagað um vandræði Bills Clintons Bandaríkjaforseta frekar en aðrir og líklega hafa óvíða verið settar fram ævin- týralegri tilgátur um hvað að baki liggi. Þannig segir vinsælt slúðurrit að Monica Lewinsky, sem átti í kynferðissambandi við forsetann, hafi í raun verið sovéskur njósnari. Opinber málgögn kínverskra stjórnvalda hafa falið fréttir af skýrslu saksóknarans Kenneths Starrs á Clinton á innsxðum og sleppt því að greina frá inni- haldi hennar í smáatriðum. Hins vegar hafa víðlesnustu blöð Kína smám saman verið að færa sig upp á skaftið og í gær birtu Guandong-tíðindi grein undir fyrirsögninni: „Kynlífs- hneyksli Clintons: Hvíta húsið eða lostahöllin?" Er þar komið víða við en mesta athygli vekur fullyrðing um að Lewinsky hafí barnung verið send til Banda- ríkjanna frá Sovétríkjunum, þar sem henni hafí verið ætlað að koma Bandaríkjaforseta í kynlífskh'pu er hún kæmist til vits og ára. „Upplýsingar hafa leitt í Ijós að Monica Lewinsky var njósnari á vegum Sovétríkj- anna. Ætlunarverk hennar var að draga Bandaríkjaforseta niður í svaðið,“ segir í blaðinu. Heimildarmaður þess er sagður fyrrverandi yfírmaður í KGB, sem nú rekur karaókí-bar í Moskvu. Lagt að Tony Blair að lækka skatta Hafnar skamm- tímaúrræðum Sunderland. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að Bretar gætu ekki skýlt sér fyrir þeim vind- um, sem nú blésu um efnahagslífið í heiminum, en hann kvaðst vera andvígur einhverjum skammtíma- úrræðum vegna hás gengis punds- ins og hárra vaxta. Blair lýsti þessu yfir er hann kom til Norðaustur-Englands þar sem nokkrum verksmiðjum hefur verið lokað að undanfornu en leið- togar verkalýðsfélaganna, sem halda ársþing sitt í Blackpool í þessari viku, hafa rekið mikinn áróður fyrir vaxtalækkun. Blair sagði, að takast yrði á við efnahags- erfiðleika en mikla þá ekki fyrir sér um leið. Blair tilkynnti, að 4,5 milljörðum ísl. kr. yrði varið til að hjálpa því fólki, sem misst hefði vinnuna, en lagði um leið áherslu á, að stjórn- völd ættu fá svör við þeim efna- hagshræringum, sem ættu sér stað utan landsteinanna. Það eru tvö er- lend fyrirtæki, Fujitsu og Siemens, sem hafa lokað verksmiðjum í Norðaustur-Englandi og sagt upp 1.600 manns. Afstaða Blairs í efnahagsmálum mælist vel fyrir í atvinnu- og fjár- málalífinu en vitað er, að nokkur kurr er í verkalýðsfélögunum. Fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu Býr sig undir að verða handtekinn Kuala Lumpur. Reuters. ANWAR Ibrahim, fyrrverandi fjár- mála- og aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, sagði í gær að lögreglan hefði handtekið enn einn af fyrrver- andi aðstoðarmönnum hans. Er þetta fimmta handtakan er tengist ásökunum, um óviðurkvæmilega hegðun í kynferðismálum, landráð og spillingu, á hendur Anwar og fé- lögum hans. Abdul Rahim Mohamad Noor, lögreglustjóri í Malasíu, sagði í gær að ummæli Anwars frá því á þriðju- dag, þess efnis að starfsaðferðir lög- reglunnar minntu á starfsaðferðir ísraelsku leynisþjónustunnar, Mossad, væru algerlega óviðunandi. „En ef Anwar er að halda því fram að við beitum eins konar fram- skógarlögmáli í rannsókn okkar á ásökunum á hendur honum get ég svo sem skilið það, í ljósi sálará- stands hans nú um stundir." Anwar kvaðst á þriðjudag búast við því að verða handtekinn seinna í mánuðinum, eða eftir að Elísabet Englandsdrottning er farin frá Malasíu en hún fer þangað í heim- sókn um helgina til að vera viðstödd lokahátíð Samveldisleikanna. Anwar, sem áður var álitinn væntanlegur eftirmaður Mahathir Mohamads forsætisráðherra, var sviptur embættum sínum 2. septem- ber síðastliðinn en hefur margoft ít- rekað að ásakanir á hendur sér um kynferðisglæpi og landráð séu upp- lognar, einungis tilkomnar vegna þess hve margir litu stjórnmála- frama hans hornauga. Vangaveltur fréttaskýrenda í Noregi Líklegast að Bondevik sitji áfram VEIKINDI Kjell Magne Bonde- viks, forsætisráðherra Noregs, hafa ýtt mjög undir vangaveltur um hvort ríkisstjórn hans muni sitja út árið en á næstu mánuðum bíður hennar fjárlagaumræða, sem talið var á fyrstu mánuðum stjórn- arinnar, að myndi fella hana. Eitt mesta átakamálið era hinar um- deildu foreldragreiðslur til þeirra sem vilja vera heima hjá böi’num sínum. Þá era horfur í norskum efnahagsmálum verri en um árabil vegna lægra olíuverðs og lægra gengis norsku krónunnar. Engu að síður telja stjórnmálaskýrendur líklegast að stjómin muni standast áfóllin og ástæðan er sögð sú að aðrir valkostir séu fáir og ólíklegir. Sú er að minnsta kosti niðurstaða úttektar Aftenposten. Bondevik hefur tilkynnt að hann muni snúa aftur til starfa 24. sept- ember en hann hefur verið í veik- indaleyfi frá 31. ágúst. I fjarveru hans hafa mörg einkennileg um- mæli verið látin falla, t.d. vakti það furðu margra er Jon Lilletun, kirkjumálaráðherra, sagði að ef til vill hefðu ráðherrar treyst um of á Bondevik. RáðheiTai’nir yrðu að leysa málin sjálfir og gætu ekki treyst því að forsætisráðherrann gerði allt. Þá hafa ummæli föður Bondeviks vakið athygli en hann hefur ítrekað viðvaranir til sonar síns um að embættið myndi reyn- ast honum ofviða. Foreldrar Anne Enger Lahn- stein, starfandi forsætisráðherra, hafa einnig séð ástæðu til að leggja orð í belg og vara við því að dóttir þeirra haldi of lengi um stjórnar- taumana, því hún sé „of umdeild" og hafi tilhneigingu til að „ryðjast áfram“. Bondevik einn sé fær um að ná samkomulagi við aðra. Augun beinast að Jagland Veikindaleyfi Bondeviks hefur verið framlengt í tvígang, en snúi hann aftur á tilsettum tíma, virðast stjórnmálaskýrendur á einu máli um að hann geti tekið til við fjár- málaframvarpið eins og ekkert hafi ískorist. Bondevik verði þó ekki að- alleikarinn í átökum haustsins, því augu flestra murú beinast að Thor- bjorn Jagland, leiðtoga Verka- mannaflokksins og fyrrverandi for- sætisráðheiTa, sem hefur nú mik- inn meðbyr. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum styðja um 44% kjósenda flokk hans. Jagland verður að gera það upp við sig hvort Verkamannaflokkur- inn eigi að veita minnihlutastjórn miðflokkanna stuðning, eða reka stjómina í fang Hægriflokksins og Framfaraflokksins. Sé ekki stuðn- ing þar að fá, gæti Jagland orðið næsti forsætisráðheira. Stjórnmálaskýrendur Aftenpost- en telja að línumar muni hafa skýrst áður en október sé úti, en telja hins vegar yfir helmingslíkur á því að ríkisstjórnin haldi velli, vegna þess hve aðrir valkostir séu rýrir. Astæðan sé sú að Verkamanna- flokkurinn og Hægi'iflokkurinn vilji ekki verða til þess að kalla stjórnai’kreppu yfir Norðmenn. Þeir kjósi að ríkisstjómin gefist sjálf upp. Þó sé ekki útilokað að þessir flokkar felli stjórina, eða að Carl I. Hagef, formaður Framfara- flokksins, ákveði að hætta stuðn- ingi við stjórnina þar sem hún hafi tapað vinsældum sínum. Verkamannaflokkui’inn líklegasti arftakinn Falli stjórnin, telja stjórnmála- skýrendurnir einna líklegast að Verkamannaflokkui’inn muni taka við völdum sem minnihlutastjórn. Einn möguleikinn sé stuðningur erkióvinarins, Hægriflokksins, eða þá með stuðningi Miðflokks eða Sósíalíska vinstriflokksins. Þá úti- loka stjómmálaskýrendur ekki að Kristilegi þjóðarflokkurinn skipti um forsætisráðherra, og er nafn Einars Steensnæs einna helst nefnt. Af öðram möguleikum, sem þó þykja fjarlægir, era nefndir: Verkamannaflokkurinn með stuðn- ingi Kristilega þjóðarflokksins, meirihlutastjórn Verkamanna- flokks og hægrimanna, stjórn allra flokka og minnihlutastjórn Mið- flokks, Hægriflokks og mögulega Framfaraflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.