Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 52
■Jí 52 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ GUÐRUN HJORDIS ÞÓRÐARDÓTTIR . Hún sagðist vera bjartsýnismann- eskja og ætlaði ekld að gefast upp fyiir hinum illskeytta sjúkdómi. Eins gaf það henni mikinn styrk að tengdasonur hennar Guðmundur Ólafsson læknir var vakinn og sofinn að tryggja henni bestu hugsanlegu meðferð og umönnun. En ég skynjaði það samt að hún var við öllu búin. Hún sagðist hafa farið fram á það að engu væri leynt fyrir henni varðandi sjúkdóminn, og hún vissi því vel að framundan var erfið og óviss barátta. Ég fann það líka að hún var sann- færð um tilvist æðri máttarvalda og trúði því að eitthvað nýtt og frjótt biði mannsins að loknu þessu lífi. Pessi stund sem við áttum saman var mér dýnnæt og hjálpar mér nú þeg- ar ég kveð Hjördísi hinsta sinni. Pótt fallegt sumar sé að baki og hausti að, er engu að kvíða. Haustið á sína fegurð, þegar litasinfónína náttúrunnar skartar fölnandi skrúði sínu, eða hvít mjöllin skríður niður fjallatoppa að byggð og bæ. Ég á þá ósk að tign og fegurð haustins fylgi þér, Hjördís, á vit nýrra heimkynna. Vilhjálmi afa, sem mest hefur misst færi ég innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni og eins börnum þeirra og barnabörnum, vinum og vandamönnum. Sigurður Magnússon. Á kveðjustund vil ég þakka þér, elsku Hjödda, þau 35 ár sem við höf- um átt samleið. Ég var aðeins sex ára þegar hún Laula þín kom inn í líf mitt og kynnti mig fyrir þér, þessari frábæru mömmu. Þér sem alltaf varst með húmorinn í farteskinu, til- búin að taka þátt í hinum ýmsu upp- átaekjum okkar og alltaf til staðar. Á seinni árum, eftir að við vinkon- urnar urðum fullorðnar, hafði ein- hvern veginn ekkert breyst. Þú alltaf jafn glæsileg og enn með húmorinn í lagi. Jafnframt svo hlý sem hefur m.a. sýnt sig í öllum þeim hlýju kveðjum sem þið hjónin hafið sent okkur jafnt á sorgar- sem gleði- stundum í lífi okkar. Hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig- Elsku Laulu vinkonu minni, Villa þínum og öllum öðrum ástvinum sendi ég kveðju með ósk og von um að minningarnr góðu sem þau eiga um þig ylji á erfiðum stundum og mildi sorgina. Jóna Dóra Karlsdóttir. í dag kveðjum við hana Hjöddu, sem var nágrannakona okkar í tæp 30 ár. Okkar vinskapur byrjaði þeg- ar við vorum að byggja í Breiðholt- inu. Það tókst strax gott samband á milli okkar hjónanna. Mennirnir okkar höfðu sama áhugamál, þ.e. golf, og við Hjödda höfum ákaflega gaman af því að fara í búðir, hún var mjög smekkleg og hafði gaman af að hafa fallega hluti í kringum sig, það þýddi ekkert að bjóða henni með á útsölur því hún var búin að kaupa hlutinn ef henni fannst hann fallegur löngu áður en útsalan byrjaði. Það var mikill söknuður þegar Hjödda og Villi fluttu úr götunni fyrir nokkrum árum. Hún hafði alltaf verið svo umhyggjusöm gagn- vart börnum okkar og barnabörnum sem er best lýst með orðum sem dótturdóttir okkar sagði þegar hún heyrði að Hjödda væri dáin: „Hún var alltaf svo góð“, og ömmu Mörthu sem hún hafði alltaf samband við og kom þegar við hjónin vorum ekki heima, færði henni eitthvað allt frá pönnukökum til blóma. Við viljum þakka fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt saman. Elsku Villi, börn, barnabörn og barnabarnabarn, þó svo að við séum úti í Orlando þá er hugur okkur hjá ykkur og við biðjum Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Oskar og Brynja. í dag kveðjum við elskulega og trygga vinkonu okkar, Hjördísi, með miklum söknuði. Ekki óraði okkur hjónin fyrir því að það væri okkar síðasta símtal 8. sept sl. Erfitt er að sætta sig við fráfall hennar sem bar svo snöggt að. Okkar vinskapur spannar rúma hálfa öld og aldrei hefur borið skugga þar á. Hjödda, eins og hún var oftast kölluð af sín- um nánustu vinum, var ein af glæsi- legustu stúlkum Reykjavíkur. Hvar sem hún fór vakti hún eftirtekt fyrir fegurð, fágaða framkomu og smekk- legan klæðnað sem hún bar með reisn. Hjödda var mjög einlæg, skapgóð og bjó yfir sérstaklega góð- um „húmor“ svo auðvelt var að láta sér líða vel í návist hennar enda oft hlegið dátt. Minningarnar brjótast fram, sem aldrei gleymast, eins og „Þorláksmessuballið" í Sjálfstæðis- húsinu árið ‘47, Hjödda í grænu angórupeysunni, sem vakti mikla kátínu, því flestir voru komnir með grænar angóruflyksur á sig þegar ballinu lauk. Við minnumst allra ferðalaganna að Húsafelli, Galtalæk, í Þjórsárdal og víðar með allan barnahópinn okkar, þá var oft glatt á hjalla og Hjödda hrókur alls fagnaðar. Svona gætum við haldið áfram endalaust, því samverustund- irnar voru svo margar og frábærar. í maí á síðasta ári hringdi Siggi tO ykkar hjóna og erindið var að fá ykkur með til Spánar í sumarhúsið okkar. Eftir aðeins tveggja tíma um- hugsun ákváðuð þið að koma með okkur, sem lýsir hversu samtaka þið voruð að taka ákvarðanir með stutt- um fyrirvara. Spánarferðin er okkur ógleymanleg. Við keyrðum eftir Costa Blanca-ströndinni, til Benidorm, Calpe, litla fallega fiski- mannaþorpsins, því næst upp í fjöll- in til Guadalest þar sem við sungum afmælissönginn fyrir Villa. Ekki má gleyma ferðalaginu á La Manga- golfvöllinn, þar var Villi kominn á heimaslóðir. Oftast var dagurinn skipulagður er við sátum við morg- unverðarborðið í sólinni á verönd- inni. Við áttum saman dýrmætar samverustundir, sem ylja okkur um ókomin ár. Hjödda minntist oft á þetta ferðalag okkar með þakklæti og gleði. Eiginmann sinn, börn og barnabörn umvafði hún ástúð og umhyggju, enda helgaði hún sig heimilinu sínu til hinstu stundar. Við minnumst þess er þau hjón bjuggu þröngt í Ásgarði með barnahópinn sinn, hve allt var í röð og reglu, fágað og fínt, alveg út á götu. Síðar byggðu þau sér glæsihús við Brúna- stekk, þar ræktuðu þau fallegan garð af mikilli natni og snyrti- mennsku, sem einkenndi hennar líf. Fyi-ir nokkrum árum fluttu þau í Arnarsmára. Þar sem annars staðar bjuggu þau sér yndislegt heimili. Villi og Hjödda voru samrýnd hjón, sem báru virðingu hvort fyiár öðru. Kæra vinkona, við kveðjum þig með söknuði og þökkum samfylgdina og ógleymanlegar samvei-ustundir. Við vitum að þú hefur hlotið góða heim- komu. Elsku Villi, Birna, Óli, Öddi, Laula, tengdabörn og barnabörn, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur frá okkur, börnum okkar og fjölskyldum þeirra. Biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímamótum og geyma dýrmætar minningar um yndislega eiginkonu, móður og ömmu um aldur og ævi. Hin fegursta rós í runni þú varst, þú rólegi prúði svanni. Og kærleikans ilminn blíða barst og birtu í foðurranni, því þú áttir auðlegð - andans skart, varst elskuð af hveijum manni. Að vita þig dána vina mín, það veldur mér sárum harmi. Á leiði þitt sólin sæia skín og signir það ljóssins armi. En þegar ég hugsa heim til þín þá hrynja mér tár af hvarmi. Þín minning sem sólin skæra skín, það skal okkar söknuð lina. Já, þökk fyrir æskuárin þín og aila dagana hina. Eg legg þessi visnu laufblöð mín á leiði þitt, elsku vina. (Herdís og Ólína Andrésd.) Við biðjum þér guðs blessunar. Dóra og Sigurður. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐMUNDUR SVEINSSON, sem andaðist í heimaborg sinni, Las Vegas, verður jarðsettur í Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 18. september, kl. 13.30. Fjölskyldan. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs fööur okkar, afa og langafa, ODDGEIRS SVEINSSONAR málarameistara, áður Brú við Suðurgötu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar- staða, III. hæðar, fyrir alúð og umhyggju. Sigrún Oddgeirsdóttir, Tómas Oddgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, FANNEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Nesbala 12, Seltjarnarnesi. Starfsfólki Heimahlynningar Krabbameins- félagsins eru færöar sérstakar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun við hina látnu. Friðjón Guðmundsson, Heimir Hávarðsson, Þuríður Magnúsdóttir, Haraldur Friðjónsson, Magnús Örn Friðjónsson, Elín Árnadóttir, Guðmundur V. Friðjónsson, Þórlaug Sveinsdóttir, Héðinn Friðjónsson og ömmubörn. ÁSMUNDUR HALLGRÍMSSON + Ásmundur Hall- grímsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu 7. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 15. september. Kveðja frá Stýri- mannaskólanum Ásmundur Hall- grímsson, fyrrverandi kennari við Stýri- mannaskólann í Reykjavík, er lát- inn langt um aldur fram. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um allnokkurt skeið og þjáðist af hjartveiki. Ásmundur fór ungur til sjós eins og ættfeður hans höfðu gert í áranna rás. Hann stundaði sjó á bátum, togurum og farskip- um. Um tíma, meðan hann var kennari við Stýrimannaskólann, gerði hann ásamt öðrum út trillu á sumrin. Ásmundur lauk farmannaprófi 1959, en áður hafði hann lokið verslunarprófi. Hann varð kennari við Stýrimannaskólann 1965 og var það til ársins 1983, en 1969 lauk hann prófi úr varðskipadeild skól- ans. Ásmundur hvarf til annarra starfa 1983 en kom aftur að skólan- um sem kennari 1985 og vai' það þar til hann varð að láta af störfum vegna veikinda árið 1997. Asmundur er ógleymanlegur öllum þeim sem honum kynntust fyrir margra hluta sakir. Hann var slíkur dugnaðarforkur, að honum féll aldrei verk úr hendi. Hendur voru látnar standa fram úr ermum að hverju sem hann gekk. Nemendum hans er það í fersku minni að um leið og klukk- an gall birtist Ásmundur í dyrum kennarastofunnar á leið í tíma, og er hann kom inn í stofuna svipti hann af sér jakkanum, bretti upp ermarnar og hófst handa við kennsluna. Ásmundur var kröfuharður við nemendur eins og sjálfan sig. Hann ætlaðist til, og gekk eftir því, að nemendur undir- byggju sig fyrir tímana. Það gerði hann sjálfur af sam- viskusemi og nákvæmni. Það voru fáir nemendur sem komu tvisvar ólesnir í tíma hjá Ásmundi. Allt líf Ásmundar var í mjög föstum skorðum. Hann mætti til vinnu tímanlega á hverjum morgni og lagði síðustu hönd á undirbúning kennsludagsins væri því ekki lokið daginn áður. Það var alger undantekning ef Ásmundur mætti ekki til vinnu, helst töldu menn að náttúruham- farir heftu fór hans eins og raunin varð á einu sinni. Þegar farið vai' að grennslast fyrir um hví hann mætti ekki á mánudagsmorgni ein- um kom í ljós að hann hafði skroppið upp að Hvítárvatni eins og svo oft áður, þótt vetur væri genginn í garð, og hafði ekki kom- ist leiðar sinnar sökum ófærðar. Það var því Vetur konungur sem hefti fór hans til byggða. Ásmundur var mikill náttúru- unnandi og ferðamaður. Hann var rammur að afli og hafði gaman af að takast á við náttúruöflin. Eins og oft er með sterka menn þá var Ásmundur jafnlyndur og rólegur maður og stóð ekki í deilum við fólk en hann var hins vegar ákveðinn og fylginn sér þegar honum fannst við eiga. Ásmundur gat við fyrstu kynni virst hrjúfur og fráhrindandi en það var aðeins skel sem hann brynjaði sig með en undir niðri var hann Ijúf- menni og drengur góður og vildi hvers manns götu greiða. Sam- starfsfólk hans í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík saknar nú vinar í stað. Stýrimannaskólinn í Reykjavík, stjórn og starfsfólk sendir innileg- ustu samúðarkveðjur til systkina og fjölskyldu Ásmundar. Vilm. Víðir Sigurðsson skólameistari. SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR + Sigríður Einars- dóttir fæddist á Bakka á Akranesi 28. október 1913. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 6. september síðast- iiðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 14. september. Elsku Sigga. Nú er víst komið að kveðju- stund, því nú ertu á leið til landsins eilífa þar sem við lendum öll að lokum. Þar áttu eftir að hitta marga ástvini eins og systur þínar og á eflaust eftir að verða glatt á hjalla hjá ykkur systrunum, loks- ins sameinuðum að nýju, en ekki er nema ár síðan elsta systirin í hópn- um kvaddi þetta jarðlíf. Biðjum við Guð að blessa ykkur öll þama hin- um megin. Sigga frænka eins og við kölluð- um hana ætíð var ein af þeim ljúf- ustu og skemmtilegustu mann- eskjum sem við höfum kynnst. Alltaf stóðu dyr hennar í Grundar- túninu opnar fyrir hverjum þeim sem þangað vildi leggja leið sína og það gerðum við svo sannarlega oft. Sigga var góð heim að sækja, alltaf með hlaðin borð af kræsing- um og skondnar sögur í pokahorn- inu að segja frá, og þá var sko kátt á hjalla og mikið hleg- ið. Ljúfa hlátursins hennar eigum við eftir að sakna mikið. Vil ég sérstaklega minnast stundanna sem við áttum saman siðla sumars ‘96 en þá dvöldum við Stebbi og barnabarn hennar Hjalti hjá henni í nokkra daga. Þessir dagar voru yndislegir, spjallað saman og tekið í spil á kvöldin og snerum við frænkumar þá saman baki og unnum strákana í sífellu í spilunum, þannig að þeim var hætt að lítast á blikuna. Þökkuð- um við þó þessa heppni í spilunum „sjötta sansinum" en hann var mikið ákallaður. Grínuðumst við Sigga alltaf með „sjötta sansinn" þegar við hittumst og hlógum óg- urlega af því okkur fannst við svo sniðugar, enda hjálpaði hann okk- ur mikið. Sigga mín, við viljum þakka þér fyrir allt, allar stundirnar sem við deildum saman og hvað þú varst okkur alltaf góð, því munum við aldrei gleyma. Minn- ingin um þig verður alltaf björt í hugum okkar. Guð blessi þig og varðveiti. Þín frænka og vinir Vala og Stefán Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.