Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HANNES Hlífar Stefánsson (t.h.) að tafli gegn Simon Agdestein. Svæðamdt Norðurlanda í skák Jafntefli varð á öllum borðum SKAK FYRRI skákin í þriðju umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák var tefld í gær í Munkebo á Fjóni í Danmörku. Nú eru að- eins sex keppendur eftir á mót- inu og komast sigurvegararnir í þeim þremur einvígjum, sem nú standa yfír, beint í úrslitamót heimsmeistarakeppninnar. Sú keppni fer fram í borg spilavít- anna, Las Vegas í Bandan'kjun- um. Heimsmeistai’arkeppnin í skák hefur tekið miklum breyt- ingum síðan Kasparov og Short kluíú sig frá Alþjóðaskáksam- bandinu árið 1993 og tefldu heimsmeistaraeinvígi undir merkjum atvinnumannasam- bands skákmanna. Af þeim sök- um eru nú tveir heimsmeistai-ar í skák, hjá Alþjóðaskáksam- bandinu ríkir Anatólíj Karpov, en hjá atvinnusambandinu Garry Kasparov. Mótið á Fjóni er eitt undanrásamótanna, þar sem teflt verður um titilinn, sem Karpov heldur núna. Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari er eini íslending- urinn sem eftir er á svæðamót- inu í Danmörku. Fimm íslenskir stórmeistarar hófu keppni á mótinu en svo óheppilega tókst til að þeir hafa teflt mikið sam- an. I fyrstu umferð vann Mar- geir Pétursson Þröst Þórhalls- son, 3-1, Hannes Hlífar Stef- ánsson vann Helga Ass Grét- arsson, ÍÁ-Á, og Helgi Ólafs- son vann John Rödgaard frá Færeyjum, 2Á-1Á. I annarri umferð vann Hannes Hlífar Helga Ólafsson, 3-1, en Mar- geir tapaði fyrir Svíanum Ralf Ákesson, Á-IÁ. Hannes Hlífar tefldi í gær fyrri skák þriðju umferðar við norska stórmeistarann Rune Djurhuus og hafði svart. Hann- es tefldi af miklu öryggi og var jafntefli samið eftir 32 leiki. Norski stónneistarinn hefur teflt mjög vel á mótinu, hann sló sigahæsta mann mótsins, Dan- ann Curt Hansen, út úr keppn- inni í fyrstu umferð, með 2-0. Hinar tvær skákimar í 3. um- ferð urðu einnig jafntefli, Ein- arGausel, Noregi - Ralf Ákes- son, Svíþjóð, og Peter Heine Nielsen, Danmörku - Tom Wedberg, Svíþjóð. Það var sam- merkt öllum skákunum í gær að teflt var af mikilli varfærni. Við skulum nú sjá fyni skák Hannesar Hlífars og Runes Dj- urhuus. Hvítt: Rune Djurhuus Svart: Hannes Hlífar Stef- ánsson Italski leikurinn 1. e4 - e5 2. Re3 - Rf6 3. Bc4 - Rc6 4. d3 - Bb4 5. Rf3 - d5 6. exd5 - Rxd5 7. 0-0 - Bxc3 Það hefði verið hættulegt fyrir svart að taka peðið á c3, t.d. 7. — Rxc3 8. bxc3 - Bxc3 9. Ba3!? - Bxal 10. Dxal - f6 11. Hel, með hótuninni 12. d4, og svartur lendir í erfiðleikum, vegna þess að hann getur ekki forðað kónginum af miðborðinu með því að hróka stutt. 8. bxc3 - 0-0 Ekki er gott fyrir svart að leika 8.— Rxc3 9. Del ásamt 10. Rxe5 o.s.frv. 9. h3 - Kh8 10. Hel - f6 11. Bd2 - Be6 12. Bb3 - Bf7 13. d4 - exd4 14. cxd4 - Rb6! a b c d • l g h Hannes hefur mjög góð tök á stöðunni og með síðasta leik sínum tryggir hann sér yfírráð yfír hvítu reitunum, d5 og c4. 15. Bf4 - Dd7 16. c3 - Ra5 17. Bxf7 - Dxf7 18. Dc2 - Hfe8 19. Rd2 - Rac4 20. Db3 - c6 21. a4 - Dd5 22. Hxe8+ - Hxe8 23. Rxc4 - Dxc4 24. Dxc4 - Rxc4 25. a5 - g5 26. Bc7 - Kg7 27. g4 - Hc8 28. Bg3 - c5 29. a6 - bxa6 Svartur má ekki gefa hvíta peðinu á a6 líf, vegna þess að í því tilviki verður svarti hrókur- inn bundinn við að koma í veg fyrir að hvítur leiki B-b8 og Bxa7. 30. Hxa6 - cxd4 31. Hxa7+ - Kg6 32. cxd4 - Hd8 og kepp- endur sömdu um jafntefli, því að það er eftir litlu að sækjast, t.d. 34.Ha4 - Hxd4 35. Kh2 - Rd2 36.Hxd4 - Rf3+ 37. Kg2 - Rxd4 o.s.frv. Bragi Kristjánsson Vilja auka flugsamgöngur milli Grænlands og Islands Morgunblaðið/Kristinn PETER Gronvold Samuelsen, ráðherra samgöngu-, ferða- og Ijar- skiptamála, vonast til að íslensk flugfélög taki þátt í aukinni sam- keppni um millilandaflug til Grænlands í nánustu framtíð. RÍKISSTJÓRNIR íslands og Grænlands vilja efla flugsam- göngur milli landanna og auka samstarf á vettvangi ferðamála. Mestur áhugi er fyrir því að skiptast á reynslu, upplýsingum og þekkingu á sviði upplýsinga- tækni í sambandi við ferðamál. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðræðum Halldórs Blön- dals samgönguráðherra og Pet- ers Grönvolds Samuelsens, sam- göngu-, ferða- og fjarskiptamála- ráðherra Grænlands, sem er staddur í þriggja daga opinberri heimsókn hér á landi. „Markmið okkar er að ná auknum fjölda farþega sem ferð- ast til Islands og áfram til Græn- lands. Við viljum byggja upp flug á milli landanna þannig að ferða- mönnum sem hingað koma verði gefinn kostur á að halda áfram til Grænlands,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra á blaðamannafundi þar sem kynnt var hvað ráðherrunum hefði far- ið á milli. Einokun á flugi til Grænlands afnumin . Gronvold Samuelsen lýsti því einnig yfir að hann vildi auka flugumferð milli landanna. Hann sagðist óska þess að íslensk flug- félög kæmu í auknum mæli inn í samkeppni um millilandaflug á Grænlandi. Áratuga einokun í millilandaflugi hefði í langan tíma haldið verðinu háu. Undan- farið hefði þó rofað til þar sem einokun flugfélagsins SAS á millilandaflugi til Grænlands var afnumin nýlega. „Við viljum lækka verð á flugi til og innan Grænlands og með aukinni sam- keppni í flugsamgöngum mun það takast. Við vonumst því til að þróunin haldi áfram í rétta átt og er næsta skref að fylgja í kjölfar pólitískra samstarfssamninga," sagði Gronvold Samuelsen á fundinum í gær og vísaði þar í SAMIK-samninginn sem er í gildi um samstarf landanna á vett- vangi ferðamála. Sagði Gronvold Samuelsen að Grænlendingar væru háðir flug- samgöngum. Tveir nýir flugvellir yrðu fljótlega opnaðir á vestur- strönd Grænlands og hefðu þeir miklar jákvæðar breytingar í för með sér, en Grænland hefur unn- ið mikið að eflingu ferðaþjónustu í landinu. , Morgunblaðið/Kristinn RAGNHEIÐUR Olafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, stingur nýjum rafbíl fyrirtækisins í samband. Landsvirkjun festir kaup á rafbíl * Ihuga kaup á tveim- ur rafmagnsj eppum LANDSVIRKJUN heíúr fest kaup á litlum raftnagnsbíl til notkunar í inn- anbæjarakstri og íhugai- jafnframt kaup á tveimur litlum rafmagnsjepp- um til staðbundinnar notkunar í grennd við virkjanir. Smábíllinn er af gerðinni Peugeot 106 og er sá fjórði sem keyptur er hingað til lands. Hinir þrír eru í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Raf- magnsveitu Akureyrar og Landssím- ans. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fúlltrúi Landsvii’lqunai', segir að bíll- inn hafí verið ívið dýrari en bensínbíl- ar af sömu gerð og jafnframt þurfí að kaupa í hann rafgeyma sem kosta um 600 þúsund krónur, en endast jafnt og bíllinn. „Okkur reiknast til að raf- magn í bílinn kosti um 150 krónur fyrir 100 kílómetra, þannig að aukinn stofnkostnaður miðað við bensínbíl jafnast út á nokkrum árum.“ Þorsteinn segir að bíllinn endist til um 80 kílómetra aksturs áðui- en þarf að endurhlaða hann. Full hleðsla tek- ur heila nótt. Bíllinn verðm- notaður í venjuleg- um bæjarakstri, en jafnframt í kynn- ingarskyni. „Við hugsum okkur til dæmis að starfsmenn fari á honum þegar þeii' halda erindi á ráðstefnum, taka á móti gestum, á fundi með stjómvöldum og við fleiri tækifæri. Við viljum ganga á undan með það að sýna að það geti verið skynsamlegt að nota svona bíla í ákveðnum til- gangi." Þorsteinn segir að rannsóknir hafi sýnt að yfirleitt gildi það um fyinr- tælqabíla í innanbæjarakstri og um annan bíl á heimili að þeir eru ekki keyrðir meira en um 50 kílómetra á dag og því geti rafbílar tekið þau hlutverk að sér. Landsvh’kjun hefur kannað mögu- leika á kaupum á tveimur litlum raf- magnsjeppum af gerðinni Toyota Rav, en Þorsteinn segir að þar sem þeir séu ekki fjöldaframleiddir geti biðin eftir þeim orðið 1-2 ár. Jepp- amir kosta rúmar tvær milljónir ki’óna hver og við bætast kaup á raf- geymum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.