Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 50
 50 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ I GUÐRÚN HJÖRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Guðrún Hjördís I Þórðardóttir Ifæddist í Reykjavík 25. október 1927. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórður Bjarnason, f. 11.9. 1896 í Syðri- Vík, d. 20.11. 1983, ~ og Björney G. Jóns- dóttir, f. 4.6. 1902 í Götu í Arskógs- hreppi, d. 28.10. 1956. Bræður Hjör- dísar eru Pálmi, f. 18.4. 1926, og Sigurlaugur Jón Sævar, f. 15.7. 1931, d. 18.2. 1987. Hinn 25. september 1948 gift- ist Hjördís Vilhjálmi Ólafssyni, fyrrv. útibússtjóra, f. 18.5. 1926 á Siglufirði. Börn þeirra eru: 1) Birna Þóra, f. 26.12. 1948, fyrri maki Sigurður Magnússon, þeirra börn: a) Vilhjálmur, f. 11.8. 1971, maki Guðrún Benný Svansdóttir, þeirra sonur er Viktor Freyr, f. 21.12. 1996. b) i-j* Hjördís Sóley, f. 22.3. 1976, sam- býlismaður hennar er Kári Gunnarsson. Seinni maki Bimu er Guðmundur Ólafsson, börn hans eru Ólafur, f. 27.3. 1966, Þórarinn Gísli, f. 13.6. 1968, Guð- mundur Tómas, f. 8.5. 1971, d. 10.8. 1998. 2) Ólafur Svavar, f. 15.1.1951, maki Sigrún Stein- grímsdóttir, þeirra böm: a) Steingrímur Þór, f. 10.10. 1974, sambýliskona hans er Elsa Matis. b) Berglind, f. 4.6. 1977. c) Margrét, f. 27.5. 1985. 3) Þórður Orn, f. 28.1. 1953, maki Jóhanna Ólafs- dóttir, þeirra sonur er Arnar, f. 2.5. 1985, sonur Jóhönnu er Jóhann M.W. Einarsson, f. 9.12. 1973, sambýliskona hans er Iris Jensdóttir, þeirra sonur er El- mar Jens Weywadt, f. 9.9. 1998. 4) Sigurlaug, f. 11.2. 1956, maki Agúst Einarsson, þeirra börn: a) Hildur, f. 10.10. 1978. b) Einar, f. 23.9.1981. c) Ágúst Arnar, f. 3.9. 1989. Utför Hjördísar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, nú ert þú farin frá okkur svona fljótt, þó svo að þú hafir verið mikið veik og staðráðin í að sigra, en það fór á annan veg því vegir Guðs eru órannsakanlegir. Minningarnar fljúga í gegnum hugann og eru þær allar ljúfar því þú varst stoð og stytta ef eitthvað bjátaði á og ávallt hægt að leita ráða hjá þér því þú varst svo réttlát og •.reinskilin, máttir aldrei neitt aumt sjá^ sama hver átti í hlut. Ég kveð þig, elsku mamma mín, með þessum fátæklegu orðum og miklum söknuði og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Eg veit þú heira ert horfm nú og hafin þrautir yfir svo mæt, svo góð, svo trygg og trú og tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir. (Steinn Sig.) Guð gejmai þig. Þórður Örn. Mig langar aðeins í örfáum orðum að minnast ástkærrar tengdamóður minnar Hjördísar Þórðardóttur. Þeg- ar ég kynntist eiginkonu minni íyrir tæpum tíu árum, tók þessi sómakona mér strax opnum örmum, mér fannst eins og ég væri einn af sonum henn- Legsteinar í Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 H Erfidrykkjur H ,H H H H H H H H H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ [IIIIIIIIIII] ar. Sá ég þegar að þar fór kona stolt, sem bar sig ákaflega vel, heimili þeirra Vilhjálms bar ríkan vott um ákaflega næmt fegurðarskyn. Þetta kom ekki síst í ljós er þau hjónin ákváðu fyrir þremur árum að flytja úr einbýlishúsi sínu í Brúnastekk í ákaflega fallega íbúð í Amarsmára. Þá kom þetta næma fegurðarskyn svo vel í ljós. Fljótt sá ég hve vel hún hafði hlúð að börnum sínum í upp- vexti og hve ríkur hluti hún var þeim, þótt uppkomin væru. Þá fór ekki hjá því að maður tæki eftir því hve inni- legt samband þein’a Vilhjálms vai-. Með okkur Hjördísi tókst fljótt vinátta og gagnkvæm virðing. Hún var ætíð tilbúin til hjálpar eða að- stoðar hvenær sem var. Alltaf var þetta gert með sama velviljanum og háttvísinni. Oft áttum við saman yndislega daga í sumarbústað okkar í Grafningnum. En ekki síst áttum við hjónin yndislega ferð til Mall- orca með Hjördísi og Vilhjálmi í þrjár vikur síðastliðið vor, þetta var yndisleg ferð, kímni og léttleiki Hjördísar var ávallt til staðar. Þá hafði manni ekki getað dottið í hug að illvígur sjúkdómur hefði tekið sér bólfestu í líkama hennar, eins dug- leg og hún var í alls konar ferðum okkar um eyna. Tveimur mánuðum eftir heimkomuna gi-eindist Hjördís með krabbamein. Hnarreist og dug- leg ákvað hún að ráðast gegn vá- gestinum mikla. Hún hafði fengið tvær lyfjameðferðir, allt var á réttri leið. Hinn 10. sept. vorum við Birna hjá henni um eftirmiðdaginn, vorum við svo ánægð með hvernig gengi. Hún sagði: „Elskurnar mínar, farið þið heim núna, ég er eitthvað svo þreytt." Þremur klst. síðar hringdi Vilhjálmur og tilkynnti lát hennar. Kannski hefur hún fundið þetta á sér og farið með þeirri reisn, sem einkenndi líf hennar allt. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, kæra tengdamamma. Öllum ættingjum hennar sendi ég hinar innilegustu samúðarkveðjur, bið Drottin að styrkja ykkur öll, ekki síst þig, Vilhjálmur minn. Þinn tengdasonur Guðmundur Ólafsson. LEGSTEINAR íslensk framleiðsla Vönduð vinna, gott verð Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 Elsku amma mín. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa. Þið voruð vön að passa mig á meðan mamma var í vinnunni. Hjá ykkur hef ég lært svo margt og, amma, ég veit að þú naust þess að dekra við mig. Við skemmtum okkur svo vel saman, þú gast alltaf hlegið að bröndurunum mínum, spilaðir við mig fótbolta, last fyrir mig og sagðir mér sögur. Seinna þegar ég var sjálfur farinn að lesa hafðir þú gam- an af að hlusta á mig lesa fyrir þig. Alltaf vildir þú fá að vita hvernig gengi í skólanum og fótboltanum. Eftir fótboltaleiki var ég vanur að hring'a í þig og segja þér hvernig við stóðum okkur. Elsku amma mín, þú varst besta amma i heimi. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þinn Ágúst Arnar. Elsku amma Hjödda. Þú varst alltaf svo fín og sæt. Þú fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kring- um þig, hvort sem það voru íþróttir eða bara það sem barnabörnin þín tóku sér fyrir hendur. Það var alltaf hægt að tala við þig eins og bestu vinkonu af því þú hlustaðir vel og skildir mann alveg. Eg veit ekki um margar ömmur sem spiluðu fótbolta og tennis við barnabörnin sín fram eftir öllu eða fylgdust spenntar með HM í knattspyrnu og voru með á hreinu hver var hvað og í hvaða liði hann spilaði. Aldrei komstu tómhent þegar þú komst í heimsókn, þú varst oftast með nammi, malt eða eitthvað fallegt sem þú hafðir séð. Þú vildir alltaf hafa allt fínt og fal- legt í kringum þig enda bar íbúðin ykkar afa þess merki. Þið eigið mik- ið af fallegum munum og íbúðin er eins og hjá ungu fólki, það er allt svo smart og vel valið. Þannig varst þú, elsku amma, allt sem þú keyptir handa þér og öðrum var vel valið og fallegt. Manstu, amma, þegar ég var lítil og við frænkurnar vorum alltaf að koma í heimsókn og leika í stóra fal- lega garðinum þínum, þú dekraðir við okkur, við lágum í sólinni með frostpinna og eitthvað kalt að drekka, þú sóttir sólhlífina handa okkur. Við lékum okkur þarna allan daginn, þú spilaðir við okkur fót- bolta, hjálpaðh mér að standa á höndum o.m.fl. Þegar ég var lítil þá kenndir þú mér Faðir vorið, þú passaðir alltaf upp á að ég færi með það á hverjum degi og ekki mátti gleyma að taka lýsi. Það var yndislegt að sjá þig mæta í brúðkaupið hjá Vilia og Benný fyr- ir aðeins tveimur vikum. Þrátt fyrir að þú værir fárveik þá varstu eins og alltaf svo fín og sæt. Ég held að hvergi sé hægt að finna betri ömmu í heiminum en þig, þú varst svo góð við alla, mjúk og hlý, glæsileg, góð vinkona og skildir alveg okkar tal og hugsun þó að við værum af annarri kynslóð og þrátt fyrir veikindin var húmorinn og hláturinn þinn ennþá til staðar. Svona man ég þig, amma mín, og mun alltaf muna þig. Elsku amma, ég veit að þú ert á góðum stað þar sem þér líður vel og vakir yfir okkur hinum sem eftir sitjum og hefðum viljað njóta þín lengur. Þín Hildur. Elsku amma mín. Það var sólskinsdagur þar sem ég var nýkomin aftur til Bandaríkjanna eftir smá dvöl hér á landi, ég var að fara yfir Ieiklistina en hugur minn var ekki beinh'nis við það sem ég var að gera af því að þú varst alltaf að koma upp í huga minn. Ég fór utan með kvíða þar sem þú varst orðin svo veik. Svo hringdi síminn, þetta var pabbi, ég fann það á mér hvaða sorg- arfréttir voru í nánd, ég trúði samt ekki mínum eigin eyrum, ég á ekki eitt orð yfir það hvemig mér líður, enda þarf ég ekki að lýsa því af því að ég veit að þú finnur fyrir því að hjartað mitt er gjörsamlega hjá þér. Daginn áður var ég í skólanum, sat þar og leit á myndina af þér sem ég hafði geymt í bókinni minni og bað svo innilega fyrir þér í von um góðan bata og óskaði þess að við gætum átt fleiri yndislegar stundir saman. Elsku amma mín, það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og afa, við höfðum alltaf svo mik- ið til að tala um, við erum líkari en við höldum, við gátum sagt hvor annarri hin ýmsu leyndarmál og alltaf treysti ég þér fyrir mínum innstu hjartans málum og geri enn. Okkur systkinunum þótti svo gaman að hlusta á allar sögurnar af því sem þú gerðir þegar þú varst lítil stúlka í Reykjavík. Við hugsuðum með okkur: „Skrítið að hún amma hafi stokkið í hringi afturábak af stökkbrettinu í Sundhölhnni, og farið í arabastökkum út i búð o.fl., sú hefur aldeilis verið liðug.“ Þú hafðir unun af því að kaupa fallega hluti og raðaðir öllum fötun- um þínum svo fallega upp og það var alltaf svo hreint og fínt hjá þér. Ég leit alltaf upp til þín og mun ávallt gera. Ég fór að reyna að apa eftir þér og geymi skókassana mína, svo að mínir skór geti verið eins fallegir eftir mörg ár og þínir. Amma mín, ég var ekki gömul þegar ég byrjaði að ferðast ein um þennan stóra heim til að láta drauma mína rætast. Ávallt fann ég fyrir því hversu stolt þú varst af því sem ég tók mér fyrir hendur. Takk fyrir, amma mín, þú hjálpaðir mér að trúa á sjálfa mig. Síðustu árin hefur samband okkar orðið sterkara og við gátum orðið talað saman eins og vinkonur. Amma mín, því miður er ævi líkamans stutt og við megum vera þakklát fyrir að hafa átt rnargar yndislegar stundir saman. Ég mun aldrei gleyma fallega brosinu þínu og hversu gott það var að knúsa þig eftir langa fjarveru að heiman. Eins og við segjum, mannslíkaminn er ekki allt, við vitum að þó að við get- um ekki séð þig þá er það besta af þér ávallt á meðal okkar, það er sál- in sjálf, og það er sálin þín sem við öll elskum. Afi minn, það er hún sem mun ávallt standa þér við hlið, sama hvað á dynur. Ég bið guð að styrkja þig á þessari erfiðu stundu, elsku afi minn. Amma, takk fyrir að vera svona góð við mig. Takk fyrir að vera amma mín. Berglind Olafsdóttir. Elsku amma mín. Það er svo stutt síðan ég kvaddi þig og fór aftur út. Ég hefði þá aldrei trúað að þú ættir svona skammt eftir. Ég var svo bjartsýn á að þú mundir sigrast á veikindum þínum og hlutirnir verða aftur eins og þeir áttu að vera. Þú stóðst þig líka alveg eins og hetja. Mér fannst mjög erfitt að vera erlendis þegar veikindi þín komu upp í júlí. Ég var svo hjálparlaus svona fjarri þér, en hugur minn var ávallt hjá þér. Ég var því svo ofsalega ánægð þegar ég gat loksins hitt þig í ágúst síðast- liðnum. Þrátt fyrir að vera mikið veik leistu alltaf svo vel út, enda ekki þekkt fyrir annað. Þegar ég kom inn um dyrnar hjá þér beiðstu með opinn faðminn og bros á vör. Hlýjan og góðmennskan geislaði af þér eins og alltaf. Amma mín, við áttum svo margar góðar stundir saman og sérlega margar frá þeim tíma sem ég var í Gerplu og var svo mikið hjá þér. Þú hafðir svo gaman af fimleikunum, enda varstu sjálf í fimleikum á þín- um yngri árum. Þú hafðir reyndar gaman af öllum íþróttum þótt fim- leikarnir stæðu nú líklega efst. Ég man líka svo vel hvað öllum stelpun- um í hópnum mínum fannst þú æðis- leg, enda vorum við oft hjá þér úti í garði að leika listir okkar og þú hafðir gaman af. Svo stjanaðir þú við okkur með vöfflum og öðru góðgæti. Þú hafðir svo gaman af að hugsa um aðra, passaðir að öllum liði vel, væru vel klæddir og saddir. Þú lést mann taka lýsi daglega og gafst manni hollan og góðan mat, enginn matur er eins góður og ömmumatur. Þú lagðir svo mikinn metnað í matreiðsluna eins og þú gerðir í öllu öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Elsku amma, þú varst ekki bara amma fyrir mér, þar sem heimili ykkar afa var mitt annað heimili og þið afi voruð mér eins og foreldrar, enda hjálpuðuð þið mér mikið við skilnað foreldra minna og sýnduð mér alla þá ást og umhyggju sem ég þurfti og meira til. Amma mín, þú varst líka svo góður vinur minn og ég gat ávallt talað við þig ef eitthvað bjátaði á og treyst þér fyrir öllu. Við gátum alltaf sagt hvor við aðra það sem okkur lá á hjarta og rætt tímunum saman um heima og geima. Þú fylgdist alltaf svo vel með öll- um nýjungum, hvort sem það var i tísku, tónlist eða einhverju öðru og náðir alltaf svo vel til okkar krakk- anna, enda leitaði ég oft til þín um ýmis unglingavandamál sem komu upp og ekki síst strákamál og þess háttar. Við áttum mjög sérstakt samband og það hefur alla tíð verið mér óskaplega dýrmætt. Ég er svo stolt af að vera nafna þín og ég skal bera það eins vel og ég get. Amma mín, ég er svo glöð að þú gast komið í brúðkaupið hjá Villa bróður og Benný. Ég veit það skipti þig miklu máli að þú gast verið viðstödd og tekið þátt í þeirri gleði- stund og ekki var hægt að sjá á þér að þú værir veik, frekar en aðra daga, því ávallt varstu stórglæsileg og falleg. Það er svo erfitt að trúa að þú sért farin frá okkur og mér finnst lífið ekki sanngjarnt núna. Ég veit samt að þú ert á góðum stað og þér líður vel. Ég veit það einnig að þú munt fylgjast með afa og okkur öll- um og vernda okkur. Ég mun alltaf varðveita minning- arnar sem ég á um góðu, hlýju, hlát- urmildu, skemmtilegu, fallegu, fínu og bestu ömmuna. Elsku afi, megi Guð styrkja þig í þessari miklu sorg og ég veit að amma er alltaf hjá þér og vakir yfir þér. Hjördís Sóley. Elsku amma. Ég kveð þig með trega en yndis- legar minningar ylja mér um hjart- arætur. Söknuður minn er mikill, en ég er þakklátur fyrir að hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga þi sem ömmu. Minningarnar hrannast upp á stundu sem þessari, um þig, elsku amma, eða amma í Brúnó, eins og við kölluðum þig oftast. Mínar fyrstu minningar um þig, eru frá því þegar ég sat við eld- húsvaskinn hjá þér í Brúnastekkn- um og þú varst að sýna mér litlu fuglana út um gluggana. Árin liðu og alltaf var jafn notalegt og gott að koma að heimsækja ykkur afa. Þú sást ávallt til þess að hafa nóg á boðstólunum þegar gesti bar að garði og lagðir þig alla fram við að hafa allt sem best útilátið og sem glæsilegast. Það var mér minnis- stætt þegar við systkinin dvöldum hjá ykkur afa í um tvo mánuði þegar ég var á 18. ári. Þú sást til þess að okkur liði mjög vel og vildir allt fyrii okkur gera eins og þér var einni lag- ið. Þú varst alltaf svo glaðleg, hress og hlýleg og vildir alltaf allt fyrir alla gera. Hin síðari ár lagði ég oft leið mína í Brúnastekkinn og síðar í Ai'n- arsmárann til þín og afar í hádegis- mat eða kaffisopa. Alltaf hafðh' þú jafn miklar áhyggjur af því að ég gæfi mér ekki tíma til að borða i amstri dagsins og þess vegna varstu alltaf mjög glöð þegar ég kom við hjá ykkur. Þá gafst okkur einnig tími til að ræða um það sem okkur lá á hjarta. Oftar en ekki veittir þú mér góð ráð sem hafa og munu koma méi vel í lífinu. Alltaf gladdi það ykkur afa jafn mikið þegar litli smáfuglinn hann Viktor Freyr kom í heimsókn með pabba og mömmu og þú naust þess að fylgjast með uppvexti hans. Ég veit að þú munt halda því áfram, enda þótt þú hafir kvatt okkur nú. Þegar ég og fjölskylda min dvöld- um erlendis í sumarleyfi bárust okk- ur þau slæmu tíðindi að þú hefðir greinst með alvarlegan sjúkdóm. Ég átti erfítt með að trúa þessum fregn- um þar sem þú hafðir verið svo hraustleg og hress vikunni áður. Þú gafst samt aldrei upp og varst ákveðin í að sigrast á veikindum þessum, enda varst þú svo lífsglöð og bjartsýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.