Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ I Hlíðardalsskóla fá þeir hjálp sem lent hafa á götunni ÞEIR bera hitann og þungann af rekstri heimilisins: Guð- mundur Jónsson, Hörður Sigmundsson og Gústaf Gústafs- son. Með þeim á myndinni er Asta dóttir Guðmundar. Morgunblaðið/AIdís Hafsteinsdóttir GLÆSILEGT kvöldverðarborð bíður heimilismanna í Hlíðardalsskóla á hverju kvöldi. HÚN lætur ekki mikið yfir sér starfsemin sem nú fer fram að Hlíðardalsskóla í Olfusi og margir sem vita sjálfsagt ekki hvað fram fer innan veggja þessa fyrrum skóla aðventista á Islandi. Nú dvelja að Hlíðardalsskóla rúmlega 80 manns, þar af eru 12 starfsmenn sem að- stoða við reksturinn og starfsemina. Þeir sem dvelja þarna eiga í flestum tilvikum að baki langan feril þar sem ofneysla hinna ýmsu vímuefna er rauði þráðurinn í lífi ein- staklinganna. Enginn vill bera ábyrgð Að Hlíðardalsskóla dvelur nú fólk sem allir hafa gefist uppá. Einstaklingar sem sumir hafa farið allt að 40 sinnum í með- ferð á hinar ýmsu meðferðarstofnanir. Þetta er fólkið sem enginn vill bera ábyrgð á. Þetta eru einstaklingarnir sem við sjáum á Hlemmi. Þetta er fólkið sem hvergi á höfði sínu að halla og gistir fanga- geymslur lögregl- unnar í Ieit að skjóli. Að Hlíðar- dalsskóla má nú sjá hversu miklu frumkvæði ör- fárra einstaklinga fær breytt. Hjálpa þeim sem minna mega sín Starfsemin að Hlíðardalsskóla er rekin af Byrginu, kristnu Iíknarfé- lagi, sem var stofnað í desember 1996 af kristnum einstaklingum sem sjálfir hafa losnað frá fíkn og þeim vandamálum sem henni fylgja. Meg- inmarkmið Byrgis- ins er að boða kristna trú og að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Starfsemin hófst á heimili Guðmundar Jónssonar; „ég losnaði úr viðjum fíknarinn- ar og fann sanna trú, fékk köllun frá Guði. Þá byijaði ég á því að taka fólk sem ég kannaðist við úr ruglinu inn á heimili mitt og reyna að hjálpa þvf. Fljótlega óx starf- inu fískur um hrygg og ég ákvað að leigja húsnæði fyrir tólf manns í Hafnarfirði. Það fylltist strax. f júní ‘97 opnaði ég annað 25 manna heimili, einnig í Hafnarfírði, og síð- an í október ‘97 byijum við hér að Hlíðar- dalsskóla. Við gerðum ráð fyrir því að hýsa 65 manns en höfum lengst af verið yfir 80 á staðnum“. Þegar í ljós kom hve þörfin var brýn var allt mögulegt pláss tekið undir rúm og það sést berlega þegar skólinn er heimsóttur. Kennslustofunum, tómstundaherberginu og bókaherberginu hefur verið breytt í svefn- staði fyrir dvalarfólkið. Frábær árangur f meðferðinni Þó starfsemi Byrgisins sé ekki gamalgró- in hefur þar verið sýnt fram á frábæran ár- angur. Helmingur af þeim sem dvalið hafa á heimilum þeirra eru enn lausir við fíkn- ina. Hörður Sigmundsson, félagi Guðmund- ar, segir að það sé greinilega þörf fyrir ljölbreytt meðferðarform hér á landi. „Hér í kristnum anda. Þar dvelur fólk sem farið hefur illa út úr lífínu vegna ofneyslu áfengis og annarra vímuefna en hefur með hjálp góðra manna fengið fótfestu á ný. Aldis Hafsteinsdóttir fréttaritari heimsótti staðinn og kynnti sér starfíð sem þar fer fram. AÐ Hlíðardalsskóla í Ölfusi er nú rekið meðferðar- og áfangaheimili á vegum Byrgisins, kristins líknarfélags. byggjum við sjálfsmynd einstaklingsins upp á nýtt. Meðferðin byggist fyrst og fremt á kristinni trú, fyrirlestrum, hópmeðferð, bænastundum, biblíulestri, AA-fundum og líkamlegri uppbyggingu. Hver dagur er skipulagður frá morgni til kvölds og eftir að fólk hefur náð þokkalegri heilsu tekur það þátt í þeim verkum sem til falla á staðnum. Við byggjum á væntumþykjunni og því að hverjum einstaklingi finnist hann vera einhvers virði. Byggjum upp á já- kvæðan hátt en allt neikvætt tal er bannað á staðnum. Við teljum fíknina ekki vera sjúkdóm heldur andlegt og félagslegt vandamál hvers og eins og úr því þarf að greiða. Hér tölum við um vandamálin og reynslan er sú að allir sem hér eru hafa sár á sálinni.“ Syndir feðranna koma niður á börnunum Þeir félagar segjast oft sjá það að syndir feðranna koma niður á börnunum. Hver kynslóðin af annarri burðast með sömu vandamálin og það mynstur verður að bijóta. „Við byggjum mikið á fyrirgefning- unni. Þeirri fyrirgefningu sem fæst með lif- andi trú á Jesú Krist. Ef fólk nær því er lausnin nærri,“ segir Guðmundur. Það er greinilegt að þeir félagar bera hag skjólstæðinga sinna mjög fyrir brjósti. Á litlu skrifstofunni er talað af þunga um vandamálin og alls staðar skín í gegn um- hyggjan fyrir þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Þarna er talað af virðingu og væntumþykju um fólkið sem við viljum ekki vita að sé til. Meðan fréttaritari hlustar þá opnast honum nýr heimur. Heimur sem annars var hulinn. Heimur þeirra sem í Byrginu hafa loksins fundið stað þar sem þeim er tekið sem fullgildum meðliinum okkar samfélags. Margir hafa ekki sofið í rúmi lengi. Þeir hafa hvergi átt fastan samastað og margir koma vannærðir til Byrgismanna. En í Hlíðardalsskóla fá þeir samastað og kjarngóðan mat, sumir í fyrsta sinn í fjölmörg ár. Meðal heimilismanna eru þónokkrir kokkar og þeir töfra fram hina girnilegustu rétti enda er unnið á þrí- skiptum vöktum í eldhúsinu. Sækjum fólkið á göturnar Orðstír Byrgisins hefur borist víða og sí- fellt eykst aðsóknin. Margir hringja og biðja um aðstoð, lögreglan bendir á staðinn og aðstandendur biðja um aðstoð. „Einnig förum við til Reykjavíkur og tölum við fólk í neyð, bjóðum fram aðstoð okkar, sækjum fólk á göturnar ef svo má segja. Við erum að verða þekktir um allt land enda erum við stoltir af starfinu hér og þeim árangri sem við höfum náð.“ Til Byrgisins hefur leitað fólk á öllum aldri. Þeir yngstu eru 16-17 ára en fjölmennasti hópurinn er á milli þrítugs og fimmtugs. Fíkniefnaheimurinn harðnar Að sögn er það einnig sláandi hvernig neyslan er að þróast hér á landi. Aldurinn er sífellt að færast neðar og svokölluð blönduð neysla verður sífellt algengari. Þá blandar einstaklingurinn öllu saman, læknalyfjum, áfengi jafnt sem amfetamíni og áhrifin geta verið stórhættuleg. Það vekur athygli að þeir einstaklingar sem leitað hafa ásjár í Hlíðardalsskóla hafa flestir misnotað áfengi en á eftir því koma læknalyfín sem eru misnotuð í meira mæli en bæði hass og amfetamín. Að sögn Axels Kvaran, yfirmanns for- varnardeildar lögreglunnar í Reykjavík, hafa fangelsanir næturlangt minnkað um 300 síðan Byrgið hóf starfsemi sína. Þess sér merki á götum borgarinnar að úti- gangsfólki hefur fækkað og hlýtur það að teljast til tíðinda. Starfsemin aldrei notið opinberra styrkja Á þriðja hund- rað einstaklingar hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma að Hlíðardalsskóla sfðan starfsemin byijaði en nú er ljóst að það bráð- vantar langtíma- úrræði fyrir þá sem vilja og þurfa að dvelja lengur á staðnum. Framtíð- arverkefni Byrgis- ins er að finna lausn á þeim vanda. Starfsemi Byrgisins hefur ekki notið neinna styrkja frá hinu opinbera heldur er starf- semin eingöngu Qármögnuð með dvalar- gjaldi sem heimilismenn greiða og síðan frjálsum framlögum fyrirtækja og einstak- linga. „Við eigum marga velunnara sem styrkja okkur með ráðum og dáð og fyrir það erum við þakklátir." Starfsemi Byrgisins hlaut nú nýverið við- urkenningu landlæknisembættisins, heil- brigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis sem meðferðarstofnun og áfangaheimili. Að sögn Guðmundar og Harðar er þessi viðurkenning afskaplega mikilvæg fyrir stofnunina og ekki síður þau góðu orð sem henni fylgdu. Fréttaritari var óneitanlega léttari í spori og fullur trúar á hið góða í mannin- um þegar hann gekk út í rökkrið eftir heimsóknina að Hlíðardalsskóla. Það var föstudagskvöld og starfsmenn voru að gera sig klára í ferð til Reykjavíkur á sjö manna bíl. Einhverjir heppnir hafa þá um nóttina vonandi getað kúrt undir heitri sæng í Ölf- usinu í stað þess að hírast undir báti eða í saggafullum skúr í Reykjavík á þessari köldu haustnótt. Það skiptir kannski ekki öllu máli hversu margir losna úr viðjum fíknarinnar, hver og einn einstaklingur sem hlýtur nýtt og betra líf gerir starfsemi sem þessa fyrir- hafnarinnar virði. HJÖRDÍS Hjartardóttir og Finnur Jóhannsson töfruðu fram ljúffengan kvöldverð og ekki spillti það andanum í eldhúsinu að þau ætla að gifta sig innan tíðar. „Hér skiptir hver einstaklingur máliu í Hlíðardalsskóla í Ölfusi fer fram merkileg starfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.