Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 210. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjdrnmálaástandið í Albaníu Berisha hvetur til allsherj armótmæla Tirana. Reuters. FATOS Nano, forsætisráðherra Albaníu, sagði á fréttamanna- fundi á skrifstofu sinni í Tirana í gærkvöld að stjórn sín nyti enn stuðnings almennings sem rétt- kjörin ríkisstjórn landsins. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Sali Berisha, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, þess efnis að hann hefði reynt að ræna völdum í átökunum um helgina. Berisha, sem er fyrrverandi forseti Albaníu, hafði áður lýst vanþóknun sinni á þeirri fyrir- ætlan ríkisstjórnarinnar að draga höfuðpaura meintrar valdaránstilraunar fyrir dóm- stóla. Hann hvatti stuðnings- menn Lýðræðisflokksins til þess að safnast saman í höfuðborg- inni, Tirana, á morgun, föstu- dag, og sýna andstöðu sína við stjórnina. Stjórnvöld virtust í gær hafa tögl og hagldir í Tirana. Mót- mælendur höfðu skilað tveimur skriðdrekum, sem þeir tóku traustataki um helgina, og vopnaðir öryggisverðir voru ekki lengur sjáanlegir við höfuðstöðvar Lýðræðisflokksins. Sjö hafa týnt lífí og 76 særst í átökum vegna mótmælanna í Al- baníu en þau hófust þegar Azem Hajdari, þingmaður Lýðræðis- flokksins, var myrtur á föstudag. Clinton segist ekki íliug’a afsögn Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hvatti almenning og Banda- ríkjaþing í gær til að hætta að velta sér upp úr smáatriðum um samband hans við Monicu Lewinsky. Fréttamenn fengu í gær fyrsta tækifærið til að beina spurningum til forsetans eftir að skýrsla Kenneths Starrs um Lewinsky-málið var birt, er Clinton kom fram á blaðamannafundi með Vaclav Havel, forseta Tékk- lands, sem nú er í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Forsetinn sagði aðspurður að hann hefði ekki í hyggju að segja af sér. Hann sagðist enn vera fullfær um að stjórna landinu og fullyrti að það væri vilji bandarísku þjóðarinn- ar. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að svo sé. í könnun sjón- varpsstöðvarinnar CBS og New York Times í gær naut Clinton stuðnings 62% aðspurðra, og meiri- FYLGISMENN Lýðræðisflokksins í Albaniu söfnuðust saman til mótmælafundar í Tirana í gær. mælenda heldur mynd af Azem Hajdari, sem myrtur var á föstudag, á loft. Reuters Einn mót- hlutinn kvaðst andvígur því að þingið höfðaði mál til embættismissis á hendur honum. Chnton neitaði að svara því hvort nákvæmar lýsing- ar á kynferðislegum sam- skiptum hans og Monicu Lewinsky í skýrslu Starrs væru sannleikanum sam- kvæmar, og sagðist ekki vilja „flækjast í öll smá- atriði málsins á þessari stundu". Hann vildi heldur enga skýringu gefa á fullyrðingu sinni í janúar sl. um að þau hefðu ekki átt í kynferðislegu sambandi. Ákvörðun tekin í dag um birt- ingu myndbands Dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins mun á fundi sínum í dag skera úr um hvort gera eigi mynd- bandsupptöku með vitnisburði Clintons fyrir rannsóknarkviðdómi Starrs opinbera. Demókratar hafa barist hart gegn birtingu mynd- bandsins, en repúblikanar krefjast þess að það verði gert opinbert, þar sem mikilvægt sé, að bandaríska þjóðin geti sjálf dregið ályktanir um hvort Clinton hafi framið meinsæri. Demókratar eru í minnihluta í dómsmálanefndinni. Að því er bandarískir fjölmiðlar greindu frá í gær mun myndbandið sýna að forsetinn hafi verið reiður og þóttafullur við yfh'heyrsluna og gefið loðin svör við spurningum saksókn- arans. Stuðningsmenn forsetans munu óttast að myndbandsupptakan kunni að grafa undan þeirri ímynd sem Clinton hefur reynt að skapa síðustu daga um að hann sé fullur iðrunar, og að hún verði notuð í áróð- ursskyni af andstæðingum hans. Reuters VACLAV Havel, forseti Tékklands, flyt- ur ávarp á blaðamannafundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær. Havel, sagði meðal annars að það myndi taka Rússland áratugi að komast á réttan kjöl, en hann óttaðist þó ekki afturhvarf til Sovéttímans. Skýrt var frá því í gær að þegar hefði einn þingmaður demókrata, Gene Taylor, skrifað undir ályktun Bobs Barrs, þingmanns repúblik- ana, um að höfðað verði mál til embættismissis á hendur forsetan- um. Taylor hefur ekki viljað tjá sig um málið. ETA- skæruliðar leggja niður vopn Madríd. Reuters. ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, lýsti í gær yfir „varan- legu og algjöru" vopnahléi sem taka á gildi í dag. Skæruliðarn- ir hétu því að láta af öllum of- beldisverkum en þeir hafa orðið yfir 800 manns að bana síðustu þrjá áratugi. Vopnahlésyfirlýsingar frá hreyfingunni, sem binda mundi enda á áratuga blóðbað í Baskalandi, hefur verið vænst í nokkrar vikur. Stjórnvöld á Spáni vöruðu við því í gær- morgun að ETA hefði í hyggju að lýsa yfir „fölsku vopnahléi" og hvöttu almenning til ár- vekni. Flokksmenn Tsjernomyrdms í ráðherraembætti Rúblan fellur en Jelt- sín segir botninum náð Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, greindi Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, frá því í gær að allt væri að færast í eðlilegt horf í Rúss- landi eftir efnahagsþrengingar síð- ustu vikna. Jeltsín tilnefndi þrjá nýja aðstoðarforsætisráðherra í gær og eru þeir allir samflokks- menn Tsjernomyrdíns, fyrrverandi forsætisráðherra. Haft var eftir Alexander Shjokín, nýskipuðum aðstoðarforsætisráð- herra, að greiði Alþjóðagjaldeyiás- sjóðurinn ekki aðra útborgun lána í október, samkvæmt samningi frá því í júlí, geti stjórninni orðið nauðugur einn kostur að prenta peningaseðla. „Án aðstoðarinnar gæti ekki aðeins reynst erfitt að gi-eiða vangoldin laun og lífeyri, heldur einnig aðrar skuldir," sagði Shjonkín í gær. Orð hans eru ekki talin til þess fallin að auka traust almennings á ráblunni. Gengi hennar féll um 30% í gær og er nú 14-16 rúblur gagn- vart einum Bandaríkjadollar á göt- um Moskvu, eða um helmingi lægra en það var við upphaf efnahags- kreppunnar fyrir mánuði. Tveir félagar Shjokíns úr Rúss- neska fósturjarðarflokknum voru auk hans tilnefndir aðstoðarforsæt- isráðherrar í gær. Þeir eru Vladímír Ryshtkov, sem er varaforseti neðri deildar rússneska þingsins og verð- ur nú að auki ábyrgur fyrir félags- málum, og Vladímír Búlgak sem mun stjórna iðnaðar- og fjarskipta- málum. Borís Fjodorov mun hafa sagt af sér ráðherraembætti í gær, að því er New York Times greindi frá, en hann hefur verið aðstoðar- forsætisráðherra frá því í vor og beitt sér fyrir umbótum í efnahags- málum. ■ Lykilmenn Gorbatsjovs/24 Mamma með * í slaginn Stokkhólmi. Morgunblaðið. „MÆÐUR gegna mikilvægu þjóðfélagshlutverki," segir Karin Persson og fullyrðir að mæður, sem hafi ráð á og tækifæri til að vera heima hjá börnum sínum fram að þriggja ára aldri, eigi að gera það. Þessi orð lét hún falla í samtali við sænskt blað sem svar við fullyrðingu sonar síns, Görans Perssons, forsætisráðherra Svía og leiðtoga jafnaðar- manna, um að heimavinnandi húsmæður legðu ekkert af mörkum til þjóðfélagsins og ættu því ekki að njóta sérstaks stuðnings. Bæði Hægriflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn í Svíþjóð leggja áherslu á að styðja eigi við alla foreldra með barnabótum, en ekki að greiða sérstaklega niður barnagæslu, þar sem það mismuni for- eldrum. Niðurgreiddir gæslu- taxtar eni hins vegar stefnumál jafnaðarmanna i kosningunum og rökstuðningur forsætisráð- herra var sá að þessi mismun- un væri sjálfsögð, þar sem úti- vinnandi mæður legðu fram sinn skerf til þjóðfélagsins, meðan þær heimavinnandi gerðu það ekki. Persson hefur nú beðið heimavinnandi húsmæður af- sökunar á ummælum sínum, sem þóttu með eindæmum klaufaleg. ■ Hugsjónahungur/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.