Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rommí á Renni- verk- stæðið KRISTJÁN Sverrisson rekstraraðili Bing Dao-Renni- verkstæðisins á Akureyri, hefur gert samkomulag við Iðnó í Reykjavík, um sýning- ar á leikritinu Rommí á Renniverkstæðinu í byrjun næsta árs. Kristján sagði ráðgert að Rommí yrði fyrsta verkið sem sett yrði upp á Renniverk- stæðinu á nýju ári og það sýnt 5-6 helgar. Leikarar í verkinu eru Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason en leik- stjóri er Magnús Geir Þórðar- son. Rommí var frumsýnt í Iðnó í byrjun september sl. og hefur notið mikilla vinsælda. Verkið var einnig sett upp í Iðnó fyrir 20 árum. Þá sagði Kristján í athugun að fá norður til sýninga á næsta ári barnaleikritið Dimmalimm frá Iðnó. Þar er um að ræða leiksýningu eftir Mugg um fallegu prinsessuna Dimmalimm. IJTILISTAVERKIÐ „Yggdras- ill“ eftir David Hebb var af- hjúpað í Hrísey um helgina. Verkið er um fjórir metrar í þvermál og þriggja metra hátt, staðsett við bestu aðstæður úti í náttúru Hríseyjar. Eiginleikar þess fela í sér að það muni geta fallið og hrörnað, jafnvel horflð á vit náttúrunnar innan nokk- urra ára. Efniviður þess er stál, gijót, steypa og gull ásamt öðr- um jarðefnum og hrísla er á hnjúki verksins. Útilista- verkið Yggdrasill í Hrísey David dvaldi í Gestavinnu- stofu Gilfélagsins á Akureyri fyrr á árinu. Hann fékk á síðasta ári Fullbright styrk til listsköp- unar í Hrísey og átti hún á ein- hvern hátt að tengja norræna goðafræði eða ásatrú við ímynd nútímaiðnaðar og iðnverka. David kennir í haust við Myndlistarskólann á Akureyri, en hann er lærður kvikmynda- gerðarmaður frá Kvikmynda- og sjónvarpsdeild Háskólans í New York og með meistara- gráðu frá Listmálara- og inn- setningadeild Háskólans í Mont- anaríki í Bandaríkjunum. Tillögur að stefnumótun í atvinmimálum á Akureyri verði tilbúnar um áramót Nýrri öld mætt af dirfsku ATVINNUMÁLANEFND Akur- eyrar hefur hleypt af stokkunum verkefninu Stefnumótun í atvinnu- málum fyrir Akureyri. Gert er ráð fyrir að tillögum verið skilað um áramót. Verkefnisstjóri er Berg- lind Hallgrímsdóttir, forstöðumað- ur Atvinnumálaskrifstofu, en ráð- gjafar eru þeir Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson frá Iðntækni- stofnun. Verkefnið er unnið í samræmi við ákvæði í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar Akureyr- ar en þar segir m.a. að brýnasta verkefnið á kjörtímabilinu sé að leita leiða til að styrkja atvinnuh'fíð í bænum og í því skyni verði stefnumótun í þeim málaflokki unnin á árinu. Ki-istján Þór Júlíus- son bæjarstjóri sagði að vissulega væri skammur tími gefinn til að vinna að stefnumótuninni, en það lægi á að taka á málum, móta at- vinnulífínu þann starfsramma sem gerði bæinn hæfari í samkeppninni um íbúana og gerði honum kleift að mæta nýrri öld af töluverðri dirfsku. Um 70 manns taka þátt Við þessa vinnu var lögð áhersla á að fá til þátttöku fulltrúa frá breiðum hópi fyrirtækja og stofn- ana til að ná til sem flestra atvinnu- greina innan bæjarfélagsins. Meðal fulltrúa í starfi vinnuhópa eru at- vinnurekendur og starfsmenn í matvæla- og byggingaiðnaði, full- trúar tækni- og hugbúnaðargreina, verktakar, markaðsfólk, starfs- menn mennta- og menningarstofn- ana, fulltráar félagasamtaka, laun- þega og fleiri. Alls taka um 70 manns þátt í starfi verkefnahópa sem verða að störfum fram til ára- móta. Berglind sagði að verkefnið skiptist í fjóra meginmálaflokka; nýsköpun, fyrirtæki, menningu- menntun og stjórnsýslu og skiptist hver þeirra í nokkra undirflokka og um þá væri skipaður sérstakur vinnuhópur. Verkefnisstjórn mun síðan samræma og samhæfa tillög- ur þær sem fram koma í vinnuhóp- unum og móta þannig heildstæða stefnu í atvinnumálum. Ekki er fyrirhugað að móta stefnu fyrir einstakar atvinnugreinar en at- hyglinni verður beint að sérstöðu þeirra og áherslur dregnar fram í samræmdri stefnu fyrir bæjarfé- lagið. Sjá hvar styrkleikinn liggur „Við viljum sjá hvar styi'kleiki atvinnulífsins í bænum liggur og hvar sóknarfærin helst eru,“ sagði Valur Knútsson, formaður atvinnu- málanefndar. „Eg tel að við höfum alla burði til að efla atvinnulífið og veit að fram koma margar góðar tillögur í þá átt. Ég vona að árangurinn fari að skila sér strax á næsta ári.“ Yínbúð opnuð á Dalvík í febrúar Verður rek- in í fata- hreinsun AKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við Fatahreinsunina Þern- una um rekstur vínbúðar ÁTVR á Dalvík á gi’undvelli tilboðs fyrirtæk- isins. Að sögn Skúla Haraldssonar hjá Ríkiskaupum er stefnt að því að opna vínbúð á staðnum í febrúar á næsta ári. Þernan átti lægra tilboðið af þeim tveimur sem bárust í rekstur vínbúð- arinnar og bauðst til að reka hana í húsnæði sínu á Hafnarbraut 7 fyinr 3,4 milljónir ki'óna. I þeiiri tölu er húsaleiga, launakostnaður og rekst- ur. KEA átti hitt tilboðið, sem hljóð- aði upp á 5,8 milljónir króna. Fötin ekkert oftar í hreinsun Jóhann Tiyggvason, eigandi Þern- unnar, sagði það mjög jákvætt að fá vínbúðina í húsnæði fatahreinsunar- innar og um leið nýttist húsnæðið bet- ur. Hann átti þó ekki von á því að Dal- víkingar færu oftar með fötin sín í hreinsun þótt hægt yrði að fá áfengi þar. Jóhann sagði það þekkt annars staðar á landinu að vinbúð væri rekin með öðium rekstri og nefndi í því sambandi Húsavík og Blönduós. Hús- næði Þemunnar er um 200 fermetrar og Jóhann sagði vinbúðina því rúmast vel þar innan veggja. Hann sagðist þurfa að gera ýmsar breytingar á hús- næðinu og að þessi auknu umsvif köll- uðu á fleira starfsfólk. ---------------- Tvö golfmöt TVÖ golfmót verða haldin á Jaðars- velli, golfvelli Golfklúbbs Akureyrar um komandi helgi. Ariel Ultra-mót verður haldið á laugardag, en því varð að fresta um síðustu helgi vegna veðurs. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar, í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. Á sunnudag, 20. september verður fírmakeppni. Aksjon Fimmtudagar 17. september 12.00^-Skjáfréttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15, 20.45. 21.00ÞDagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. Morgunblaðið/Kristján Ásprent-POB fær nýja og öfluga heftivél Ný þjónusta Eimskips við hrossaútflytjendur á Norðurlandi Morgunblaðið/Kristján „SÝNDU mér tennurnar góði.“ Elfa Ágústsdóttir dýralæknir skoðaði hrossin á Oddeyrarbryggju á Akureyri áður en þau voru sett í gáminn. ÁSPRENT-POB hefur nýlega fest kaup á öflugri heftivél sem býður upp á þann möguleika að hefta t.d. bæklinga, tímarit og annað með lykkjuhefti. Þá sker vélin það sem prentað er með þrískera sem gerir allan frágang betri og eins hentar það sem prentað er vel í möppur. I vikunni lauk prentsmiðjan við fyrsta stóra verkefnið sem unnið er í nýju vélinni, en þar er um að ræða uppskriftarbæklinga íýrir Osta- og smjörsöluna, tvo alls og er uppiag hvors þein-a 60 þúsund eintök. Ásptent-POB hefur einnig keypt aðra vél sem m.a. gerir íyrirtækinu kleift að framleiða þar til gerð um- slög fyrir fílmur. Á myndinni er Þór- arinn E. Sveinsson formaður stjóm- ar Osta- og smjörsölunnar að glugga í gimiiegar uppskriftir sem bækling- amir hafa að geyma og Kári Þórðar- son sem ásamt fjölskyldu sinni rekur prentsmiðjuna fylgist með. Hrossaút- flutningur beint frá Akureyri HROSSAÚTFLYTJENDUM á Norðurlandi býðst nú ný þjónusta á vegum Eimskips, en nýverið hófst beinn útflutningur hrossa frá Akureyri til viðkomuhafna Eim- skips í Evrópu. I gær var átta hrossum skipað um borð í Detti- foss í Akureyrarhöfn og verða þau send til Þýskalands og Danmerk- ur. Heimir Guðlaugsson, sem ásamt bróður sínum Baldvini Ara stend- ur að hrossaútflutningi, sagði það liafa geysilega mikla þýðingu fyrir Norðlendinga að geta flutt út hross beint frá Akureyri. Hann sagði þá bræður flytja út eigin hesta og annarra. „Markaðurinn hefur verið þannig að það hefur alltaf verið hægt að selja mjög góð hross frá Norðurlandi en aftur verið erfið- ara að selja þessa venjulegu reið- hesta. Við þurfum því að geta boð- ið hross til sölu erlendis með sem ódýrustum hætti. Við munum nýta okkur Eimskip fram f október en stefnum síðar að því bjóða flutning með þotuflugi Flugleiða beint frá Akureyri." Hrossaræktendur á Norðurlandi hafa sýnt þessu fram- taki mikinn áhuga, en það styttir flutningstíma og auðveldar fram- kvæmdina til muna. Úr Skagafirði, Eyjafirði, Húnavatnssýslum og Þingeyjarsýslum eru llutt út hátt í 1.000 hross á ári og skapar þessi beina flutningaleið frá Akureyri bætta þjónustu við útflytjendur á svæðinu.Hrossin eru flutt í sérút- búnum tuttugu feta liestagámum sem taka átta hesta liver. Gámarn- ir eru útbúnir samkvæmt ströng- ustu kröfum Evrópusambandsins sem og margvíslegum öðrum sér- kröfum og viðurkenndir af Lioyd’s. Meðan á flutningi stendur er haft eftirlit með hrossunum og þeim gefið hey og vatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.