Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 57 FRÉTTIR KIRKJUSTARF Fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðu Norræn samstaða, hlutleysið og kalda stríðið DR. VALUR Ingimundarson, sagnfræðingur, heldur fyrirlestur á aðalfundi Sögufélagsins á laugar- dag, sem ber heitið „Á mörkum samstöðu og hlutleysis: Norður- löndin og kalda stríðið.“ Fundurinn hefst kl. 14:00 í Þjóðarbókhlöðu og er öllum opinn. í fyrh'lestrinum mun Valur fjalla um hlutverk Norð- urlandaþjóðanna í þessari heims- baráttu, hvað skildi þær að og hvað dró þær saman, hvort norrænn samhugur hafi haft áhrif á utanrík- isstefnu þeiiTa eða hvort kalda stríðið hafi stuðlað að óeiningu þeirra. Á undanförnum árum hefur ekki aðeins komið fram margt nýtt um þátt Norðurlandanna í kalda stríð- inu, heldur einnig stefnu Sovét- manna og Bandaríkjamanna gagn- vart þeim. Harðvítugar deilur hafa spunnist í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð um grundvallarþætti í stefnu stjórnvalda, einkum er varð- ar kjarnorkuvopn og hlutleysi. Því hefur verið haldið fram, að stjórn- völd hafi ekki virt eigin stefnu og leynt almenning mikilvægum upp- lýsingum. Valur mun fjalla um þessi álitamál og styðjast við helstu niðurstöður alþjóðaráðstefnu, sem haldin var um Norðurlöndin og kalda stríðið í Reykjavík í sumar. I fyrirlestrinum mun Valur eink- um beina sjónum sínum að þrennu: stefnu Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna gagnvart Norðurlöndunum, beinum og óbeinum öryggistengsl- um norrænu þjóðanna þrátt fyrir ólík viðhorf í utanríkismálum og sambandi stjómvalda og almenn- ings. Loks mun Valur reyna að svara þeirri spurningu hvort rann- saka eigi Norðurlöndin sem eina stjórnmálaheild eða hvort gagn- legra er að fjalla um stefnu ein- stakra ríkja. HÉR sést vinningshafíim Ingibjörg Björnsdóttir taka við lyklunum að Golfinum af Gísla Vagni Jónssyni, markaðsstjóra Heklu. Arna Ormars- dóttir, auglýsingastjóri Vífilfells, Bergdís Kristjánsdóttir, mamma Ingibjargar, og litla systir hennar fylgjast með. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Hallgrímskirkja. Kyirðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgeltónlist frá kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyri kirkjunnar. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæn- arefnum má koma til prests og kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- sfcund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á eftir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Opið hús í unglingastarfinu í KFUM og K-húsinu kl. 20. Hjálpræðislierinn. I kvöld kl. 20.30 Gospel og kaffihús. Kristín Osk Gestsdóttir ásamt íleirum syngur. Allir hjartanlega velkomn- ir. Síðasti Golfinn gengur út ÞRIÐJI og síðasti Golfinn gekk út í sumarflöskuleik Coca-Cola á Islandi miðvikudaginn 2. septem- ber sl. Það var Ingibjörg Krist- jánsdóttir, 15 ára Hafnfirðingur, sem datt í lukkupottinn. Ingi- björg er því þriðji íslendingurinn sem vinnur Golf í sumarflösku- leik Coca-Cola í sumar. Fjöldi Islendinga hefur fengið vinninga í sumarflöskuleiknum í sumar og hefur starfsfólk Vífil- fells og Esso-stöðvanna afhent vel á annað hundrað þúsund vinninga og sumarglaðninga. Um leið og starfsfólk Vífilfells óskar vinningshöfunum til hamingju skal minnt á að vitja þarf vinn- inga fyrir 30. október, segir í fréttatilkynningu. Að halda röddinni hreinni og tjá sig skilmerkilega ROZ Comins raddþjálfari heldur málstofu á vegum Rannsóknarstofn- unar Kennaraháskóla íslands og Félags talkennara og talmeinafræð- inga föstudaginn 18. september kl. 16.00. Málstofan nefnist: Að halda röddinni hreinni og tjá sig skil- merkilega í fréttatilkynningu segir: „Röddin er okkur nauðsynleg til þess að við getum tjáð okkur í töluðu máli og beitt henni sem tæki til náms og kennslu. Kennarar og aðrar starfs- stéttir sem byggja á röddinni við störf sín standa oftar en ekki frammi íyrir því að röddin brestur. Ástæðan er oftast sú að viðkomandi kann ekki að beita röddinni á viðeig- andi hátt og álagið á raddböndin verður of mikið. Fræðsla og þjálfun í réttri raddbeitingu kemur í veg fyi-ir óþægindin sem af þessu hljót- ast. Roz Comins er útskrifuð sem raddþjálfari írá Central School of Speech and Drama í London og hef- ur að baki langa starfsreynslu á þessu sviði. Roz var aðalhvatamaður að stofnun Voice Care Network í Bretlandi. Samtökin voru stofnuð árið 1993 og hafa að markmiði að veita fræðslu um rödd, raddbeitingu og raddverna, m.a. með námskeið- um fyrir kennaradeildir ýmissa há- skóla. Þörfin fyrir slíkt er mikil þar sem það hefur sýnt sig að stór hluti kennara á við raddvandamál að stríða sem að stórum hluta má rekja til þekkingarleysis á röddinni." Málstofan er öllum opin og verðui' haldin í stofu M-301 í Kennarahá- skóla Islands við Stakkahlíð. Breyttir tímar Mánud. - föstud. Fimmtudagar Laugardagar Sunnudagar 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00 11:00 - 16:00 13:00 - 16:00 TM ■ HÚSGÖGN SíSumúla 30 -Sími 568 6822 NÝR&BETRI www.hekla.is OMeiri kraftur pMinni eyðsla OAfl: stýn OHreyfiltengd þjófnaðarvörn OÚtvarp/segulband, 2 hátalarar og loftnet á OPIasthús með hurðum QAfturhurðir opnast í 180° QFestilykkjur á palli________ pBurðargeta 605 kg án húss og 575 kg með húsi.__________ QFIutningsrými 2,41 rúmmetrar ORými fyrir Euro bretti >Verð með virðisaukaskatti 996.000.- þaki HEKLA strrw SS9 5500 SKODA FELICIA PICK-UP með plasthúsi kostar aðeins kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.