Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sverrir og samtökin ÞEGAR stjórn Sam- taka um þjóðareign kom saman til fyrsta fundar var rætt um það að Samtakanna kynni að bíða það hlut- sídpti að fara með mál- stað sinn út í kosning- ar. Við öðru var ekki að -*-búast. Kvótamálið er mesta deiluefni síðustu áratuga og ekkert mál hefur skipt íslenzku þjóðinni eins upp í önd- verðar fylkingar eftir að deilan um hersetuna risti niður úr húðinni með þjóðinni. Við sem höfum verið Bárður G. Halldórsson í foi-ystu fyrir Samtökunum höfum skrifað fjölmargar greinar í blöðin og varað við því, að ef ekkert yrði hlustað á vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar í þessu máli hlyti að koma til þess að menn leystu upp flokkabönd og færu með þetta mál til kosninga. Stjórnarflokkarnir -Jiafa ekki virt okkur viðlits. Okkur hefur ekki einu sinni verið svarað. Nú höguðu atvikin því þannig, að skillitlir Framsóknarmenn drógu nót um fésýslu ríkisbankanna til þess eins að veiða Sverri Her- mannsson en urðu sjálfír eftir í pok- anum þegar upp var þurrkuð nótin og öllum ljóst tii hvers sá veiðiskap- ur var gerður. Allt varð þó þetta til Tillaga okkar stjórnarmanna er sú, segir Bárður G. Halldórsson, að samtökin starfi áfram og verði sjálfstæður merkisberi þeirra hugsjóna sem þau voru stofnuð utan um. þess að beina augum alþjóðar að kvótamisréttinu. Þetta varð því hið mesta flan hjá Framsóknarforyst- unni. „Það sem helzt hann varast vann - varð þó að koma yfír hann...“ Nú hafa eðlilega ýmsir félags- menn í Samtökum um þjóðareign spurt okkur hvort við værum að ráðast undir áraburð Sverris Her- mannssonar og hvort Samtökunum yrði ráðstafað eins og hverju öðru óskilafé inn í nýjan stjórnmálaflokk. Hvort tveggja er þetta fjarri lagi. Stjóm Samtaka um þjóðareign hef- ur afráðið ásamt fjölmörgum öðrum - bæði stuðningsmönnum Sverris og fólki úr öðrum áttum - einstak- lingum jafnt sem forystumönnum ýmissa félaga - að efna til stjórn- málasamtaka sem hefðu það að meginmáli að... „tryggja frelsi ís- lendinga til orða og athafna" m.a. með því að skila þjóðinni aftur físk- veiðikvótanum og afnema þann visi að lénsveldi sem verið er að koma hér upp. Frjálslyndur flokkur mun Sérpantanir á húsgögnum þurfa að berast íyrir 25. september vegna jólasendinga Mörkinni 3, sími 5880640 Opiö mánucL—föstud. frá kl. 12-18 aftur líta dagsins ljós en núna eru innan skamms 70 ár síðan sá flokkur gekk til sam- starfs við íhaldsflokk- inn undir nafninu Sjálf- stæðisflokkurinn. Þar hafa nú um nokkurt skeið frjálslynd sjónar- mið verið höfð út undan en meir borið á einokun og þjónkun við stórfyr- irtæki. Smáatvinnurek- endur sem eitt sinn voru burðarás flokksins hafa verið leystir af hólmi af öðrum Burðarási og nú er sagt við fólkið sem eitt sinn var sagt við að það ætti að eiga sína bíla, báta og búðir sjálft: Þið skuluð kaupa ykkur bréf í Burðar- ásnum og vinna hjá honum. Verið er að rústa stétt útvegsbænda sem eitt sinn var þróttmesta birtingarform sjálfstæðisstefnunnar og yfir höf- uðsvörðum þeirra stendur peni maðurinn sem heldur að Lands- fundarsamþykkt Sjálfstæðisflokks- ins fyrir því að hann sé skörungur sé nóg til menn líti upp til hans; vörubílstjórar eru flestir komnir í vinnu hjá Burðarásnum, smákaup- menn týna óðum tölunni og stjórn- laust offors ræður ferðinni í skipt- um æðsta handhafa framkvæmda- valdsins við lækna og aðra þá sem dirfast að svara honum. Við þessar aðstæður bættist mál- staðnum mikilvægur liðsmaður þar sem er Sverrir Hermannsson. Það er alþjóð löngu ljóst eftir að gervall- ur Búnaðarbanki og Seðlabanki voru leystir úr nót Finns Ingólfs- sonar með blessunarorðum í bak og fyrir að sú nót var ekki dregin til neins annars en að veiða Svem - og þeim Björgvin og Halldóri fórnað í leiðinni. Enda hefur enginn glæpur vei-ið sannaður á einn né neinn - engin ákæra aukin heldur gefin út. Sjálft ríkisvaldið bruðlar í risnu og hefur lengi gert og enginn segir orð um það. Enda var aldrei nein ætlun þeirra sem að Landsbankaaðförinni stóðu að hreinsa til í risnumálum. Ætlunin var eins og síðar mun Ijóst verða að klekkja á Sverri fyrir tvennt aðallega - að hafa ekki látið að vilja Burðarásunga og afhent þeim slátrið af Sambandinu og styggja húsbændur Þorsteins Páls- sonar í LÍUnni með afstöðu sinni í kvótamálinu sem öllum var kunn eftir Keflavíkurræðu Sverris. Og einu mega menn ekki gleyma: Sverrir rifti kaupunum á lóðinni sem Finnur vildi gefa skjólstæðingi sínum fyrir 30 milljónir og bankinn fékk síðan 72,6 milljónir fyrir á frjálsum markaði! Þetta er aðalá- stæðan fyrir atlögunni að Sverri Hermannssyni. Á þeim vikum sem liðnar eru síð- an bankastjórar Landsbankans voru flæmdir frá störfum hefur margt borið fyrir augu - þjóðin hef- ur mátt horfa á bankamálaráðherra gera sig að athlægi með því að kalla til fjölmenna sendinefnd frá sænsk- um banka til viðræðna um kaup á Landsbankanum (enda laus við Sverri) til þess eins að verða svo að segja við þá: - Því miður - þetta var víst allt í plati! Forsætisráðherrann hegðar sér eins og dreissug hefðar- mey í orðræðum við lækna, utanrík- isráðherrann veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar hann þarf að taka ákvörð- un um eftirmann landbúnaðarráð- herrans - sem jafnframt er varafor- maður hans í flokknum en hefur greinilega ekki sagt honum að hann væri að hætta! I Sjálfstæðisflokkkn- um eru þingmenn farnir að ókyrr- ast og kalla eftir nýrri sjávarút- vegsstefnu. Þeir verða hins vegar að átta sig á að málið stendur ekki lengur um sjávarútvegssstefnuna eina - í næstu kosningum vei'ður tekizt á um grundvöll sjálfstæðis- stefnunnar og þá verða þeir sem hingað til hefur dugað að standa undir pilsfaldi flokksins krafðir svara um grundvallai-viðhorfin - viðhorfin til frelsisins - til sjálfstæð- isins - til réttlætisins - viðhorfin til einstaklingsins og rétts hans til at- hafna og orða. Það munu þá, ef að líkum lætur, víða bögglast tungm- í munni þeirra, sem eru svo útaf dauðir í hugsun sinni að þeir halda að Hannes Hólmsteinn hafi fundið upp frelsið og geti ráðstafað því að vild til vina sinna. Það verður upp- lifun að sjá þá oddvita Sjálfstæðis- flokksins fljÆja hjartnæmar ræður um frelsi einstaklingsins til athafna yfir smábátasjómönnum, vörubíl- stjórum, bændum, kaupmönnum og þúsundum annarra sjálfstæðra at- vinnurekenda um land allt! Það verður sannkallað eyrnakonfekt. Samtök um þjóðareign halda að- alfund sinn von bráðar. Þar verður tekin ákvörðun um framtíð þeirra á lýðræðislegan hátt. Tillaga okkar stjórnarmanna er sú að þau starfí áfram og verði sjálfstæður merkis- beri þein-a hugsjóna sem þau voru stofnuð utan um. Stjórnarmenn þeirra skora jafnframt á alla félaga í Samtökunum að koma til liðs við nýjan stjórnmálaflokk frjálslyndra karla og kvenna sem verður stofn- aður innan skamms. Málið er ein- falt: Misrétti kvótamálsins og vax- andi ofurvald peningamanna er að breyta þjóðfélagi okkar frá því að vera opið og frjálst yfir í harðdrægt sérhagsmunasamfélag þar sem gamaldags lénsveldissjónarmið verða ofan á og enginn þykist geta neitt nema hann verði verndaður með einokun og einkaleyfum til verka sinna - hið frjálsa framtak verður keyi-t niður í viðjar óper- sónulegra stórfyrii'tækja og verka- lýðsrekenda sem sitja yfir hlut ein- staklingsins. Eg skora því á alla unnendur frelsisins, alla þá sem láta sig varða mannúð og réttlæti en vilja ekki vera bornir á höndum sér- hagsmunafélaga að taka höndum saman við okkur og koma til stofn- fundar Frjálslynda flokksins þegar við verðum tilbúin innan skamms til að fylkja liði. Menn skulu minnugir þess að flokkur er mótaður af þeim sem í honum starfa og þar hefur hver maður eitt atkvæði. Höfundur er varaformaður Samtaka um þjóðareign. Tvær skýr- ar leiðir GÓÐU heilli eru nú liðnir þeir tímar þegar menn töluðu tæpast um þjóðarhag án sam- líkinga sem oftar en ekki virtust sóttar í heilbrigðisskýrslur, sem á þeim tíma ku hafa legið á fráleitustu glámbekkjum, svo vitn- að sé í Davíðssálma hina nýjustu. Því var það að í þann tíð ortu athafnaskáld um bólg- ur í verðlagi, rýrnun á gjaldmiðli og uppdrátt- arsýki í atvinnuvegum. Þetta voru daprir tím- ar. En nú er kveðinn annar óður. Þessa dag- ana eru líkingarnar sóttar til stór- iðju. Nú er hagkerfið við það að of- hitna. í vor sagði Seðlabankinn, að kerfið þyrfti kælingu, hleypa yrði af því þrýstingi, o.s.frv. Það má sumsé öllum vera ljóst að nú er rífandi gangur á flestum sviðum. Svo gjöful hefur náttúran verið þeim sem henni eru þóknanlegir að færustu menn hafa reiknað út að viss tegund sjómanna þurfi á næsta ári ekki nema 9 daga til þess að vinna fyrir sér. Slík árgæska er án alls vafa einsdæmi í gjörvallri sögu Islands- byggðar. Af minna tilefni var ort um annan þjóðarleiðtoga en Davíð: „Það er líbblegur litur í túni og laukar í garð hans.“ En jafnvel þesskonar blessun hefur sínar skuggahliðar sem kunn- ugt er. Neysla fer vaxandi og fólk eyðir um efni fram. Þjóðhagsstofn- un spáir því að útgjöld aukist meir en tekjur og gangi slík spá eftir sér hver maður að góðærið kann að fá brattan endi. Sem væri dapurlegt fyrir okkur öll en dapurlegast væri slíkt þó fyrir þá sem aðeins fréttu af góðærinu á skotspónum en ólu með sér þá von að það skilaði sér að lok- um til okkar allra. Nú á dögunum bárust af því fréttir að í góðærinu miðju þegar við þótt- umst öllum fótum í etu standa, þegar pípurnar ofhitnuðu og góðærið þandist út að Óryrkja- bandalag Islands ætlar að láta á það reyna fyr- ir dómstólum hvort lagaheimild sé fyrir því að svelta öryrkja. Bandalagið bendir á að til þess að kjör skjól- stæðinga þess rýrni ekki hefði frítekjumark þeirra þurft að hækka um 21% í stað fjögurra prósenta eins og raun- in varð. Jafnframt hef- ur verið bent á að tenging bóta við tekjur maka sé að líkindum ólögleg, sé brot jafnt á stjórnsýslulögum sem og stjórnar- skrá. Þegar athygli okkar er vakin á því að tekjur öryrkja sem ekki hafa Sú ríkisstjórn sem við búum við, segir Sigríð- ur Johannesdóttir, hef- ur markvisst aukið mis- rétti í þjóðfélaginu. aðrar tekjur en frá Tryggingar- stofnun nema á þessum góðæristím- um fimmtíu og þrem þúsundum króna á mánuði þá triii ég að fleir- um hafi fai'ið sem mér, - að skamm- ast sín. Það er dapurlegt að horfa nú á heilbrigðisráðherra okkar taka til varna á þeim grunni að fyrir því sé lagastoð að rýra megi tekjur ör- yi'kja vegna tekna maka, að skerða megi húsaleigubætur og tvískatta hluta lífeyrissjóðs þeirra, sé um slíkar greiðslur að ræða. Ef stoð er í lögum fyrir þvílíkri hegðun þá ætti málsvörn ráðherra að vera einföld, - að breyta lögunum. En hér er því Sigríður Jóhannesdóttir Breytingar á Utflutn- ingsráði Islands UM NÆSTU ára- mót fellur úr gildi skattur sá sem runnið hefur til Útflutnings- ráðs Islands, markaðs- gjaldið svo nefnda. Skattur þessi er lagð- ur á fyrirtæki í landinu og reiknaður af veltu fyrirtækja. Um þenn- an skatt hefur staðið mikill styrr. Fyrirtæki sem ekki hafa sóst eft- ir þjónustu Útflutn- ingsráðs hafa gagn- rýnt þessa þvinguðu skattheimtu. Innflytj- endur líta á þessa skattheimtu sem ríkis- styrk sem af sam- keppnisástæðum fái ekki staðist ESB-reglur. Það er nauðsyn hverri þjóð að standa vel að sínum kynningarmál- um og koma á framfæri við um- heiminn þeim tækifærum sem eru í útflutningi hjá viðkomandi þjóð. Á Islandi sinna fjölmargir þessu hlut- verki, má þar að sjálfsögðu fyrst nefna Úflutningsráð lslands en auk þess fjölmörg önnur samtök at- vinnurekenda og atvinnumálaskrif- stofur sveitafélaga. Samtök Versl- unarinnar-FÍS eru þar á meðal, en þau eru frjáls samtök atvinnurek- enda í verslun með u.þ.b. 45 útflutn- ingsfyrirtæki á meðlimaskrá. Verslunin í landinu greiðir rúm- lega helming alls markaðsgjaldsins en á þrátt fyrir það enga aðild að Útflutn- ingsráði. Við stofnun Útflutningsráðs var stjórn þess skipuð tíu mönnum, níu skv. til- nefningu en einn var kjörinn á ársfundi. Út- flytjendur innan okkar samtaka sem standa utan sölusamtaka sótt- ust eftir þessu eina sæti. Því var hafnað og sætinu ráðstafað til þeirra sem fyi'ir voru. Seinna var lögunum breytt þannig að þessi eini kjörni fulltrúi var eftirleiðis skipaður í stjórnina líkt og aðrir stjórnarmenn. Útflutningsráð íslands sinnir margskonar verkefnum þ.á m. miðlun viðskiptasambanda, nám- skeiðahaldi, sýningahaldi og gest- gjafahlutverki vegna opinberra heimsókna og komu viðskiptasendi- nefnda. Enginn ágreiningur er um nauðsyn þessara verkefna og að þau séu ágætlega unnin af því prýðis- fólki sem Uflutningsráð hefur á að skipa. Ágreiningurinn er frekat' um það hvort það sé eðlilegt að hálfop- inber samtök sem njóta opinberra styrkja sinni öllum þeim sviðum sem frjáls samtök atvinnulífsins eiga auðvelt með að rækja og sum hver gera. Útflytjendur í okkar hópi hafa Mikilvægt er, segir Arni Bjarnason, að fulltrúar atvinnulífsins í stjórn Utflutningsráðs séu starfsmenn at- vinnurekendasamtaka fremur en einstakra fyrirtækja. einnig gert athugasemdir við vinnu- brögð ráðsins sem hafa valdið sam- keppnislegum árekstrum á milli einstakra útflytjenda. Um þetta eru nokkur dæmi. Hér þarf að gera breytingu á. Útflutningsráð verður að afmarka betur sitt verksvið og setja skýrar reglur um samskipti sín við einstaka útflytjendur og samtök þeiira. Einnig tel ég mikil- vægt að fulltrúar atvinnulífsins í stjórn Útflutningsráðs séu starfs- menn atvinnurekendasamtaka fremur en fulltrúar einstakra fyrir- tækja. Með því móti verður betur tryggt að stjórnarmenn endurspegli almenn sjónarmið sinna atvinnu- greina fremur en sérhagsmuni ein- stakra fyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri ísl. umboðssölunnar og formaður Ut- flutningshóps Samtaka verzlunar- innar - Félags ísl. stórkaupmanna. Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.