Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 45 ið sé inn á svið einkaleyfishafa í beinni samkeppni. I þeim tilvikum yrði aðgangur veittur gegn greiðslu til einkaleyfishafa. Hins vegar verði vísindamönnum sem leggja fram beiðni um not af gagnagrunninum við rannsóknir sem gerðar eru í háskólum eða af óháðum rannsóknastofnunum veittur aðgangur að honum þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir frá þar til bærum aðilum eins og tölvu- nefnd. Dæmin um notagildi gagna- grunnsins eru mjög líklega mun fleiri þar sem hann nýtist rann- sóknum á lýðheilsu en þar sem beinir viðskipta- og samkeppnis- hagsmunir eru í veði. Hægt er í dag að samkeyra gögn úr ýmsum áttum með samþykki tölvunefndar og yfírráðahafa gagna. Það liggur mikil vinna í því og getur verið veruleg bið á að fá samþykki allra viðkomandi aðila. Þetta er í sjálfu sér skiljanlegt þar sem hvert tilvik þarf að fá umfjöllun margra. Það segir sig því sjálft að einn mið- lægur gagnagrunnur yrði mikill vinnusparnaður og hagræði fyrir vísindamenn og aðra viðkomandi aðila og sldlar því augljóslega mun öflugra rannsóknastarfi. Eins og áður er getið er sjálfri hönnun gagnagrunnsins ekki lokið. Það á eftir að setja hann saman og sannkenna hann með tilrauna- keyrslum. Þetta er ekkert smámál og raunar er ekki hægt að slá föstu hversu mikil vinna liggur í hönnun, uppsetningu hans og prófun. Það hníga því gild rök að því að veita þeim sem vill fjármagna slíkan gagnagrunn einkaleyfi með þeim skilyrðum sem lögð eru fram í laga- frumvarpinu, enda vandséð hvernig fleiri aðilar kæmu að markvissri söfnun heilbrigðisgagna í einn mið- lægan gagnagrunn. Persónuvemdin Þegar rætt er um hvemig slíkum gagnagmnni á heilbrigðissviði verð- ur stjómað og hvemig gætt verði ýtrastu persónuleyndar má með gildum rökum leiða getum að því að hægt verði með vönduðum vinnu- brögðum að sníða hann eftir þörfum hvers vísindahóps fyrir sig. Eðlileg vinnuregla getur verið að aðeins forsvarsmaður hvers verkefnis geti " SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 SKOÐUN beðið stjórn gagnagmnnsins um ákveðnar upplýsingar úr grunnin- um og jafnvel mætti hugsa sér að verkefnið fengi ekki neinn persónu- kóða með í afgreiðslu á beiðni um gögn, enda þarf þess ekki með ef viðkomandi verkefni miðar ekki að samkeyrslu annarra gagna. Ef slík samkeyrsla er hins vegar nauðsyn- leg fyrir rannsókn eru aðferðir til dulkóðunar orðnar mjög tryggar og fara enn batnandi. Eins og málum er háttað í dag er hægt að fá leyfi til að tengja upplýs- ingar saman úr ýmsum gagna- gmnnum og þarf þá að nota kenni- tölur einstaklinga til verksins. Okk- ur er því spurn hvort einn velrekinn miðlægur gagnagrannur sé hættu- legri persónuvernd á íslandi en við núverandi aðstæður þar sem marg- víslegar upplýsingar eru geymdar víðsvegar í stofnunum? Við teljum sterk rök hníga að því að í slíku fyr- irkomulagi megi tryggja mun betur vernd persónuupplýsinga en nú er svo framarlega sem vel er haldið á málum. Þetta verður ekki rætt nánar í þessari grein, en fullyrt er að hægt er að búa þannig um hnútana að þegnar þjóðfélagsins geti treyst því að persónulegar upplýsingar um heilsufar þeirra séu tryggilega varðveittar í miðlægum gagna- granni, og geti jafnframt komið að ómetanlegu gagni í rannsóknum á heilsufari til hagsbóta fyrir yngri og komandi kynslóðir hér á landi sem annars staðar. Lokaorð Vísindamenn í erfðafræði sem og á öðrum sviðum munu hafa ómetan- legt gagn af því að settur verði upp miðlægur gagnagrannur til rann- sókna á sviði erfðafræði, faralds- fræði og heilsuhagfræði. Að okkar mati ættu hagsmunir hinna ýmsu rannsóknaaðila á þessum sviðum ekki að fara í bága við hagsmuni hugsanlegs einkaleyfishafa. Hinn almenni hagur íslensks þjóðfélags er að hér á landi verði öflug starfsemi við úrvinnslu úr þeim dýrmæta efniviði sem við eig- um í formi upplýsinga um heilsufar. Enn fremur leggjum við þunga áherslu á að öflugar rannsóknir hér á landi skapa skilyrði fyrir ungt og vel menntað fólk til að koma heim til að vinna í fræðigrein sinni. Fyrir örfáum misserum var slíkt aðeins draumsýn sem virtist harla fjarri raunveraleikanum. Það ber því að fagna því að Island tekur forystu á þessu sviði og hvetj- um við til samstöðu um þetta mikla framfaramál þannig að ekki hljómi einungis í ræðum á hátíðastundum að menntun og þekking sé þjóðar- auður og að ísland sé kjörin vinnu- stofa á sviðum erfðafræði og far- aldsfræði, heldur verði það svo í reynd. Anna Bima Almarsdóttir er doktor í heilbrigðisfræðum og starfar við kennslu og rannsóknir í Danmörku, Almar Grímsson er lyfjafræðingur og starfar að rannsóknum og ráð- gjöf í faraldsfræði lyfja og lyfjaliag- fræði. Þitt mál s p a d e i I d Sími 565 8770 U.C.W. leirvafningar með tryggingu í grenningu sem endist LANCÖME fiouge Haust- og vetrarlitirnir ’98-’99 Komið, sjáið og prófið... Litimir eru rauðir og kvenlegir... ....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt og allt er leyfilegt. Förðun á staðnum og glaðningur fyrir viðskiptavini okkar. ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ 2 ÓRYGGIS- LOFTPÚÐUM. SUZUKI AFLOG ÖRYGGI NÝR LÚXUSJEPPI Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst þangað sem honum er ætlað að fara. Hann er byggður á traustum gmnni Suzuki Vitara, bara enn betur útbúinn, breiðari og glæsilegri. Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði: SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKi SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garöabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Etíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.Grænagarði, simi 456 30 95. Kefiavik: BG bilakringlan, Grðfinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 2617.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.