Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Iris Hrund keppir í úrslitum Elite í kvöld Öll að hressast eftir hastarlegt bráðaofnæmi Morgunblaðið/Halldór ÍRIS Hrund Þórarinsdóttir á æfingu í gær fyrir úrslitakvöldið. IRIS Hrund með Israel Colon, ljósmyndara frá New York, og Elínu Guð- mundsdottur frá Skóla John Casablancas. IRIS Hrund Þórarins- dóttir, sem er 15 ára, tek- ur þátt í úrslitakeppni Elite sem fram fer í Nice í Frakklandi í kvöld. Það hefur gengið á ýmsu með- an á dvöl hennar í Frakk- landi hefur staðið. Hún fékk bráðaofnæmi í síð- ustu viku, var flutt með hraði á spítala og gat í fyrsta skipti í gær tekið vii’kan þátt í undirbúningi fyrir lokakvöldið. „Líðanin er betri í dag,“ segir móðir hennar Rannveig Þorvai'ðardótt- ir, sem er dóttur sinni til halds og trausts í Nice ásamt eiginmanni sínum og föður írisar, Þórami Arnórssyni. „Hún fór út í fyrsta sinn í gær [þriðju- dag] eftir veikindin og var eitthvað á æflngum. Hún hefur svo verið í allan dag á æfíngum í leikhúsinu þar sem lokaathöfnin fer fram.“ Rannveig segir að Iris hafi aðstoðarfólk sem hugsi vel um hana og hún fái að hvfla sig eins mikið og hún þarf. „Hún er öll að hressast en er þó ennþá með væg útbrot,“ segir hún. Með útbrot frá höfði og niður íris hafði aðeins verið í Frakklandi í einn dag þegar fór að bera á útbrotum og eftir sólarhring var kallað á lækni sem gaf henni ofnæmislyf. „Við komum til Nice degi síðar og þá sagði hún að útbrotin hefðu hjaðnað fl’á því hún fékk lyfin,“ segii’ Rannveig. „Þegar við heimsóttum hana á hótelið á öðrum degi var hún hins vegar bólgin og öll í útbrotum frá höfði og nið- ur. Hún hafði fengið bráðaof- næmi og við sáum eiginlega mun á henni á hverjum fímm mínútum sem ,liðu, hvernig hún bólgnaði upp. Hún var flutt með hasti á sjúkrahús og lögð á bráðamóttöku og dvaldist svo á spítalanum í þrjá daga. Hún var í okkar umsjá í tvo daga eftir útskriftina af spítalanum og lá fyrir á meðan við fylgdumst með henni. Og það er í fyrsta skipti í dag [miðvikudag] sem hún hefur getað tekið þátt 1 undirbúningnum á fullu. Hún er samt ákaflega þreytt því út- haldið minnkar þegar líkaminn þarf að glíma við svona veikindi. Það tek- ur langan tíma að vinna upp þrek og fulla heilsu. En við vitum að það er vakað vel yfir henni hjá Elite.“ Tekur þessu með jafnaðargeði Rannveig og Þórarinn ætla vita- skuld að fylgjast með dóttur sinni í keppninni í kvöld. „Við verðum þar og ég vona að henni endist þrek því það eru strangar æfíngar framund- an,“ segir Rannveig. „Hún hefur tek- ið þessu öllu með jafnaðargeði. Það er geysilegur kraftur og viljastyrkur í henni og það drífur hana áfram. Stai’fsfólk Elite hefur verið ákaflega jákvætt á að hún haldi áfram og það talar um að það dáist að dugnaði hennar í veikindunum." 72 stúlkuí’ víðsvegai’ að úr heimin- um taka þátt í úrslitakeppninni. „Þetta er myndarlegur og litríkur hópur að öllu leyti,“ segir Rannveig. „Það er mjög gaman að fylgjast með þvi hversu vel þær ná saman, hvað þær eru hlýlegar hver við aðra og hversu vel þær skemmta sér saman.“ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 63 Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 21. til 26. september nk. 10 vikna námskeið. Lii Skákskóli í s L A N d s Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00-12.30,12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslubókin Skák og mát eftir Anatoli Karpov, FIDE-heimsmeistara, er innifalin í námskeiðs- gjaldi í byrjendaflokkum. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl 10.00-13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaajsláttinn Stórskemmtikrafturinn John Collins og „All Star Band“ skemmta á Kaffi Reykjavfk fimmtudags-, föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld Colllns einhver mesti stuðbolti sem komið hefur til landsins og mun hann fara á kostum hjá okkur um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.