Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 72

Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 72
 Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF HEWLETT PACKARO WWW.NYHERJI.LS 111 Netfinity 020nýherj| MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dagvist barna í Reykjavík hefur gjaldskrárhækkun í athugun Þýðir allt að 7% tekjuauka STJÓRN Dagvistar barna í Reykja- vík hefur til athugunai- að hækka gjaldskrá á leikskólum borgarinnar frá og með næstu áramótum og voru tillögur þar að lútandi ræddar á fundi stjómarinnar í gærmorgun, en afgreiðslu frestað. TOlögurnar fela í sér í heild allt að 7% tekjuauka vegna gjaldanna, en einstakir liðir gjaldskrárinnar breytast með ólíkum hætti, að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Dagvistai' barna. Bergur sagði að gjaldskrá Dag- vistar bai'na hefði ekki breyst í rúm- lega tvö ár eða frá 1. júlí 1996. Þótt verðlag hefði verið stöðugt á þessu tímabili hefðu laun hækkað mikið, en Féll í Geysi og brenndist MAÐUR brenndist illa á báðum fótum er hann féll ofan í hverinn Geysi í Haukadal síðdegis í gær. Maðurinn var fluttur með einkabíl búnum hvítum veifum til Reykjavíkur á neyðarmóttöku Landspítalans. Var hann með vatn til kælingar í bílnum. Að sögn vakthafandi læknis hlaut maðurinn 2. stigs bruna á fótum en líðan hans var eftir atvikum. laun og launatengd gjöld vægju mjög þungt í rekstrarkostnaði stofn- unarinnar eða um 75%. Vísitölur launa og verðlags hefðu þannig hækkað um 12% frá 1. júlí 1996 til jafnlengdar í ár og að auki myndu laun hækka samkvæmt samningum um næstu áramót. Rekstrarforsend- ur hefðu því breyst mjög af þessum sökum. Bergur sagði að gjaldskrárbreyt- ingin yrði væntanlega tekin fyrir á næsta fundi í byrjun október. Ef hún yrði samþykkt þar kæmi til kasta borgarráðs að staðfesta gjaldski-ái'- breytinguna. Gengið verr að fá starfsfólk Bergur sagði að yfír 1.600 starfs- menn störfuðu hjá Dagvist barna og gera mætti ráð fyrir að um 200 nýir starfsmenn kæmu til starfa árlega vegna þeirra sem hættu störfum af einhverjum sökum, til dæmis vegna náms. Mjög fæii eftir efnahagsá- standinu hvernig gengi að útvega starfsfólk og hefði það gengið verr nú í haust en síðastliðið haust. Sam- kvæmt nýlegri könnun hefði vantað um 50 manns í störf, þar af 29 á deildir og 22 í hlutastörf. Að auki hefði stofnunin verið að auglýsa eftir starfsfólki á nýjan leikskóla í Grafar- vogi, sem ætlað væri að hæfí starf- semi seinnihluta októbermánaðai’. STÓR liluti lendingarstaðarins í Þórsmörk er nú undir vatni. Verður hann ekki nothæfur fyrr en búið er að ýta upp á ný varnargarði við Markarfljót. Flugbrautin í Þórsmörk nærri horfin eftir flóð FLUGBRAUTIN í mynni Húsadals f Þórsmörk sópaðist svo gott sem í burtu nýverið þegar varnargarð- ur, sem halda átti Markarfljóti frá vellinum, brast. Hefur fljótið síðan runnið yfir stærstan hluta vallar- ins, sem er nefndur lendingarstað- ur eftir skilgreiningu Flugmála- stjórnar, og verður hann því ónot- hæfur uns hann hefur verið endur- byggður. Oskar Siguijónsson, staðarhald- ari í skála Austurleiðar í Húsadal, segist aldrei hafa séð svo mikinn vatnsgang í fljótinu eins og var um daginn og enn er hluti lendingar- staðarins undir vatni. Brautin, sem er í um 600 feta hæð yfir sjó og hátt í 600 metra löng, hefur síð- asta hálfan annan áratuginn mikið verið notuð og segir Óskar lend- ingar hafa verið 200 til 300 á hveiju sumri. Hann segir völlinn mikilvægt öryggistæki og notaðan bæði fyrir skemmtiflug og Iend- ingaræfingar. Starfsmenn Flugmálastjórnar litu á völlinn í gær og verður síðar metið hvort og þá í hvaða lagfær- ingar verður ráðist. Jóhann H. Jónsson, yfirmaður flugvallaþjón- ustu hjá Flugmálasljórn, segir það vart verða skoðað fyrr en um næstu áramót. Annaðhvort verður að fá fé frá flugmálaáætlun til end- urbyggingarinnar eða nota af fjár- veitingu til flugvalla eða lendinga- staða sem ekki eru á flugáætlun. Jóhann segir tiltölulega einfalt að ýta upp velli og aka í hann slitlags- efni en kveðst ekki geta sagt neitt um tímasetningar eða kostnað. Málefnaskrá sameiginlegs framboðs þriggja flokka lögð fram Aðild að ESB ekki áform- uð á næsta kjörtímabili Morgunblaðið/Kristinn GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir kynntu málefnaskrá samfylkingar vinstrimanna á blaðamannafundi í gær. EKKI eru ráðgerðar breytingar á aðild íslands að NATO á næsta kjör- tímabili en framtíðarmarkmiðið hlýt- ur að vera að ísland geti staðið utan hernaðarbandalaga, er meðal þess sem segir í málefnaskrá sameigin- legs framboðs Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista, en for- ystumenn flokkanna kynntu hana opinberlega í gær. Þá segir að taka skuli upp viðræð- ur við Bandaríkjastjórn um varnai-- samninginn. Fyrii- liggi vilji Banda- ríkjamanna til að loka herstöðvum í Evrópu og draga úr herstyrk og beri að styðja þá þróun. í málefnaskránni segir meðal annars að ekki sé áform- að að Island sæki um aðild að Evr- ópusambandinu á kjörtímabilinu en verði breytingar sem kalli á aðra af- stöðu, áherslur eða markmið en sett séu fram í málefnaskránni, skuli stofnanir flokkanna fjalla um þær og taka afstöðu til þeirra. „Tekið verði sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindum í þjóðareign til lands og sjávai', sem m.a. verði notað til að standa straum af þeim kostnaði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og stuðla að réttlátari skiptingu á af- rakstri auðlinda,“ segir einnig í mál- efnaskránni. Flokkarnir vilja að stjórnkerfi fiskveiða verði gjörbreytt fyrir árið 6002. Tekið er sérstaklega fram að bæta verði stöðu báta- og smábáta- útgerðar á grunnslóð og tryggja aukinn rétt þeirra til veiða á heima- slóð. Lagt er til að öll áform um hefð- bundna orkufreka stóriðju verði tek- in til endurskoðunar. Þá er kveðið upp úr með það, að Islandi eigi að staðfesta og fullgilda Kyoto-bókun- ina um losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Flokkarnh' vilja einnig taka upp fjölþrepa tekjuskatt, afnema tekju- tengingu barnabóta og hækka þær, heimila foreldrum að nota ónýttan persónufrádrátt barna yngri en 18 ára, lengja fæðingarorlof úr 6 mán- uðum í 12 mánuði, afnema komu- gjöld í heilsugæslunni, fella tann- lækningar inn í heilsugæsluna, setja ákvæði um hámarks biðtíma efth' heilbrigðisþjónustu, hækka örorku- bætur og lækka endurgreiðsluhlut- fall námslána. Málefnaskráin er lögð fram með fyrirvara um samþykki flokka og samtaka. Davíð Oddsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom til landsins frá Portúgal í gærkvöld. Hann vildi ekki tjá sig um málefna- skrána að _svo stöddu. Ekki náðist í Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra, formann Framsóknarflokks- ins. ■ Fjölskyldumál/36 Aðstoðarframkvæmda- stjóri NATO • • Oryggis- málastefna samfylking- ar undarleg DR. KLAUS-Peter Klaiber, aðstoð- arframkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, segist undrast þá stefnu samfylkingar vinstrimanna, sem kynnt var síðdegis í gær, að draga eigi úr umsvifum bandai'íska hersins hér á landi. Dr. Klaiber segir að það hefði ekki komið sér á óvart þó að stjórnmála- hreyfing með slíkar áherslm- hefði verið stofnuð fyi'st efth' lok kalda stríðsins. Hann segir að nærvera banda- rísks herliðs i Evrópu sé mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi í heimsálf- unni. ■ Undrast/6 -------------- Heilbrigði og lífskjör könnuð SPURNINGALISTAR vegna viða- mikillar könnunar á heilbrigði og iífskjöi’um Islendinga hafa verið sendir fólki um allt land. Meðal ann- ars verður athugað hvort heilbrigðis- kerfið standi undir því fyrirheiti að vera jafn opið öllum, en fyrri könnun hefur leitt í ljós vísbendingar um að svo sé ekki. ■ Kanna mun/36

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.