Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gleymum ekki Afríku FRAMLÖG iðnríkj- anna til alþjóðlegs hjálparstarfs hafa farið lækkandi á undanfórn- um árum. Frá 1992 til 1996 hafa þau lækkað um 17% og mesta lækkunin hefur orðið í framlögum til hjálpar- -^starfs í Afríku. Svo virðist sem Afríka sé að gleymast þrátt fyrir að um 40% íbúa í sunn- anverðri álfunni búi við sára fátækt. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri árs- skýrslu um hamfarir í heiminum, „World Disasters Report 1998“, sem Alþjóðasamband Rauða kross og Rauða hálfmánafélaga gefur út. I skýrslunni er fjallað um hamfarir - bæði náttúruhamfarir og hamfarir af manna völdum, s.s. Þegar fjárframlög fara *“ lækkandi til hjálparstarfs, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, þrátt fyrir að þörfín sé vaxandi, er ástæða til að staldra við. styrjaldir - og hvernig hjálparstarfí hefur verið háttað vegna þeirra. Einna mesta athygli vekur sú nið- urstaða skýrslunnar að framlög til hjálparstarfs hafa lækkað umtals- vert á síðustu árum. Framlögin náðu hámarki árið 1992 þegar þau voru 68 milljarðar dollara en lækk- uðu í 56,4 milljarða árið 1996. Þörf fyrir aðstoð Samkvæmt tölum frá Alþjóða- bankanum búa um 40% manna í sunnanverðri Afríku við sára fá- tækt. Slíkri fátækt fylgir næringar- skortur og heilsuleysi sem jafnan hefur í för með sér mikinn ung- barnadauða. Oft getur verið örðugt að greina hvað er orsök og hvað er afleiðing fátæktar en einkenni hennar eru oftast slæm og heilsuspillandi húsa- kynni, einhæft fæði, menntunarskortur og síðast en ekki síst skortur á mannrétt- indum. Hinir fátæku eru oft fáfróðir um réttindi sín og geta því ekki notfært sér þau, séu þau til staðar. Al- þjóðabankinn áætlar að einungis um helmingur Afríku- búa kunni að lesa og skrifa, um 44% þeirra hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og að meðaltali eru meira en 23 þúsund manns um hvem lækni sem samsvarar því að hér á landi störfuðu tólf læknar. Al- þjóðlegt hjálparstarf getur vissu- lega ekki leyst allan vanda en engu að síður hefur reynsla undanfar- inna ára sýnt að hægt er að lyfta grettistaki með þróunaraðstoð ef vel er til hennar vandað. Þróunaraðstoð undanfarinna ára- tuga hefur of oft einkennst af því að sjónarmið veitenda hafa ráðið meiru en sjónarmið þeirra sem á að aðstoða. Verkefni hafa þá ekki skil- að árangri vegna þess að ekki var tekið nægjanlegt tillit til aðstæðna á hverjum stað og þeirrar þekking- ar sem fólk - ekki síst hinir fátæk- ustu - hefur á eigin lífsaðstæðum. Einnig hefur brunnið við að aðstoð- in hafí ekki gagnast þeim sem verst eru settir vegna þess að þeir hafa minni áhrif og ítök en þeir sem bet- ur eru settir. Hjálparstarf Rauða krossins I öllum ríkjum Afríku eru starf- andi Rauða kross félög, eða Rauða hálfmána félög eins og þau kallast í löndum múslima, sem starfa í anda mannúðarhugsjónar Rauða kross Anna Þrúður Þorkelsdóttir Meiriháttar >ur með hettu Mörg snið Stuttar og síðar pelskápur Verð frá kr. 9.900 Opið laugard. 10-16. \c#M5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Vendiúlpur >.900 Glæsilegur fatnaður í miklu úrvali í haust- og vetrarlistanum. Frábært verð. Mikið úrval af litlum og stórum stærðum. Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum Sími 565 3900 ' '_____ Fax 565 201 5 hreyfingarinnar sem m.a. felur í sér að vinna með og efla þá sem allra verst eru settir. Félögin vinna að margvíslegum verkefnum á sviði heilsugæslu og félagslegrar aðstoð- ar til að bæta hag þeirra sem þjást vegna fátæktar og umkomuleysis og það er yfirlýst stefna Rauða krossins að hafa skjólstæðingana með í ráðum við að móta verkefni í þeirra þágu. I ferð minni til Lesótó og Suður- Afríku í júlí s.l. var mjög ánægju- legt að sjá hversu mikils virði fram- lag Rauða kross Islands og deilda hans á Norðurlandi til heilsugæslu- stöðva í fjallahéruðum Lesótó er. Þessi stuðningur skipth- sköpum fyrir stóran hóp fólks, einkum kvenna og barna, sem annars væru án heilsugæslu í afskekktum héruð- um þessa hálenda konungsríkis. I Suður-Afríku, eins og annars staðar í Afríku, er geigvænleg fjölgun HIV- smitaðra og alnæmis- sjúkra og þar eru hvorki til sjúkra- húspláss né fjármagn til að hlynna að hinum sjúku. Rauði kross Is- lands mun styi’kja Rauða kross Suður-Afríku til að þjálfa aðstand- endur og sjálfboðaliða Rauða krossins til að annast langtíma- veika og deyjandi alnæmissjúk- linga. Þjóðfélagið í Suður-Afríku er enn í sárum og verður áfram enn um hríð vegna áhrifa aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda sem skildi millj- ónir blökkumanna eftir án nokk- urra möguleika til góðrar lífsaf- komu í gjöfulu landi, þar sem þeir áttu ekki kost á neinni menntun, hvorki lestrarkennslu né annarri grunnmenntun. Milljónir manna búa við ömurlegar aðstæður í hreysahverfum borganna, atvinnu- leysi er víða 80% og eiturlyf, al- næmi og ofbeldi eiga greiðan að- gang að ungu fólki sem á sér litla von um betra líf. Ábyrgð okkar Við Islendingar þekktum á áinim áður sára fátækt og við viljum öll að í okkar þjóðfélagi búi enginn við allsleysi og það vonleysi sem af því hlýst. Við erum vonandi flest sam- mála um að aðrar þjóðir eigi ekki heldur að þjást af fátækt og von- leysi og erum velflest tilbúin til að leggja eitthvað af mörkum til að lina og reyna að koma í veg íyrir þjáningar meðbræðra okkar og - systra. A lista Sameinuðu þjóðanna yfír þau lönd þar sem best er að búa í heiminum er Island í 5. sæti en þar er byggt á heilsufari, menntun, lífslíkum og meðaltekjum. Vert er að gleðjast yfír þessari niðurstöðu en hugsa jafnframt um „hve hjört- um mannanna svipar saman í Súd- an og Grímsnesinu" og öll erum við íbúar og - í tæknivæðingu nútím- ans - nágrannar á plánetunni jörð. Þegar fjárframlög til alþjóðlegs hjálparstarfs fara lækkandi þrátt fyrir að þörfín sé vaxandi, m.a. í Af- ríku, er ástæða til að staldra við og íhuga hvað við Islendingar getum gert til að snúa þeirri þróun við. Okkur ber að vekja athygli á þess- ari óheillaþróun og hvetja til þess að þær þjóðir heims sem búa við bestu lífskjörin leggi meira af mörkum til alþjóðlegs hjálpar- starfs. Höfundur er formaður Rauða kross Islands. Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 SKOÐUN GAGN AGRUNN - UR Á HEIL- BRIGÐISSVIÐI Anna Birna Almar Almarsdóttir Grímsson MARGAR spum- ingar vakna, þegar rætt er um einn mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Af umræðu og blaða- skrifum undanfamar vikur og mánuði er býsna erfitt að greina raunverulegt efni þessa stórmáls og þvi ekki úr vegi að minn- ast fleygra orða Hall- dórs Kiljan Laxness úr Innansveitar- króníku: „Því hefur verið haldið fram að íslend- íngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjár- munarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um titlingaskít, sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna málsins." Einkum má greina þrjá þætti úr umræðunni ef frá er tekin ítarleg umfjöllun um hið nýja og ört vax- andi fyrirtæki Islenska erfðagrein- ingu (IE) - deCode - og persónu for- stjórans Kára Stefánssonar. Þessir þættir eru: Notagildið, einkaleyfið og persónuverndin. Auðvitað era þeir samtvinnaðir og erfítt að skilja þá frá umfjöllun um ÍE og Kára, þar sem upphaf þessa merkilega máls er að finna. Notagildið Það er auðvitað ljóst að ekki ligg- ur fyrir nákvæm forsögn um hönnun gagnagrunnsins, en söfnun heilsu- farsupplýsinga í einn miðlægan gagnagrunn á íslandi býður upp ný og athyglisverð tækifæri til að gera merkilegar rannsóknir sem munu gagnast lýðheilsu (public health) hér á landi sem erlendis. Við íslendingar stærum okkur gjaman af æsku og menntun sem þjóðarauði og horfum nú fram á og fógnum því að skilyrði fyrir unga vísindamenn á fræðasviði er tengjast heilsufari og gagna- vinnslu séu að stórbatna til að starfa á Islandi. Margt þessa unga fólks sá ekki fram á möguleika til að starfa í fræðigrein sinni hér á landi fyrr en hinir nýju möguleikar tengdh’ gagnagranninum fóru að opnast. A síðustu áratugum hafa þróast ört fræðigreinar svo sem faralds- fræði (epidemiology) sem hafa að markmiði að greina ferli sjúkdóma í þjóðfélagi, kanna tíðni þeirra og að- gerðir gegn þeim og lækningar með hjálp lýðrannsókna (population stu- dies). Þetta hefur verið notað t.d. með góðum árangri í lyfjafræði til að rannsaka verkun lyfja og auka- verkanir. Þau lyf sem koma á mark- að í dag hafa gengið í gegnum víð- tækar rannsóknir en samt verið prófuð á tiltölulega fáum (3-5 þús- und) einstaklingum. Þetta kann að hljóma sem þokkalega mikið úrtak, en er samt ekki nægjanlegt til að ganga fyrir vissu úr skugga um að lyf sé öruggt og skaði ekki heilsu. Til þess að tryggja hagsmuni al- mennings þarf því að fylgjast grannt með notkun þeirra til að sannreyna gagnsemi þeirra og vera á verði gegn hugsanlegum skaða sem þau gætu valdið. Gagnagrunnur sem getur fært slíkar upplýsingar með því að tengja saman gögn um lýðheilsu og lyfjanotkun er því gulls ígildi. Rann- sóknum á lýðheilsu fleygir fram og skýrist það m.a. af að til era gagna- grunnar sem geta svarað að nokkru leyti spurningum um heilsufar og kostnað í heilbrigðisþjónustu. Bæði vestan hafs og austan er mikill áhugi fyrir slíkum gagnagmnnum og hafa þeir reynst hafa mikið nota- gildi enda þótt þeir hafí þá veikleika helsta að ná ekki yfir heila þjóð og sjúklingar geta „týnst“ og fallið út úr grunninum. Fyrri veikleikinn gerir það að verkum að oft er ekki hægt að draga almennar gildar ályktanir í viðkomandi rannsókn. T.d. eru gagnagrunnar í notkun í Bandaríkjunum sem aðeins hafa á skrá þá sem njóta opinberrar að: stoðar vegna sjúkrakostnaðar. I Danmörku er einnig til gagna- Því ber að fagna, segja þau Alma Birna Almarsdóttir og Almar Grímsson, að Island tekur forustuna. Þau hvetja til samstöðu um þetta mikla framfaramál. grunnur sem aðeins nær til einnar sýslu (amt) þannig að ef fólk flytur þaðan, fellur það af skránni. Auðvit- að kemur einnig fyrir að Islending- ar flytji af landi brott, en það má telja að sé í miklu minna mæli en svo að komi að sök fyrir gagna- gmnninn. Vegna smæðar þjóðar- innar er einnig mun auðveldara fyr- ir vísindafólk og yfirráðahafa gagna að vinna saman að undirbúningi grunnsins. Einkaleyfið Notagildi miðlægs gagnagi’unns er því geysimikið og Islendingar í sérstaklega góðri aðstöðu til að vinna mikið og gott verk á sviði lýðheilsu. Umræðan í fjölmiðlum um hvort það sé tímaskekkja að veita einkaleyfi til stofnunar og reksturs miðlægs gagnagrunns er að því leyti brengluð að ekki verð- ur einungis líkt við almenn við- skiptalögmál. Nær er að líkja því við einkaleyfi (patent) á uppgötvun eins og t.d. á nýju lyfi eða lækn- ingatæki, því að ljóst er að stofn- kostnaður gagnagrunns er gífur- legur. Gildistími einkaleyfa á lyfj- um er breytilegur eftir löndum en almennt séð er ekki hægt að segja að 12 ára gildi einkaleyfis sé langur tími ef miðað er við að hönnun og allur undirbúningur fyrir markaðs- setningu vörunnar fari fram innan þess tíma. Við skiljum einnig svo að einkaleyfi á gagnagrunninum verði einungis beitt til hins ýtrasta þegar sérskipuð nefnd telur að far-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.