Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hjólað fyrir krabba- meinssjúk börn FYRIR stuttu efndi fyrirtækið Nói-Siríus tii Kellogg’s daga í Perlunni. Meðal þess sem gestum var boðið upp á var að hjóla á þrekhjóli til styrktar börnum með krabbamein. Mælt var hversu langt þátttak- endur hjóluðu og hét Nói-Siríus 500 kr. í styrktarsjóð SKB fyrir hvern kílómetra. Um 500 gestir tóku þátt og söfnuðust samtals 300.000 kr. sem Hjalti Jónsson, markaðsstjóri Nóa-Siríus, afhenti Þorsteini Olafssyni, fram- kvæmdastjóra SKB, að Kellogg’s dögum loknum. Fyrirlestur um hveraörverur LÍFFRÆÐISTOFNUN heldur fyrsta fóstudagsfyrirlestur sinn föstudaginn 18. september í húsa- kynnum Líffræðistofnunar að Grensásvegi 12, stofu G-6 og hefst það kl. 12.20. Erindið flytur Jakob K. Kristjánsson rannsóknaprófessor og nefnist erindið Islenskar hveraör- verur ehf.: Sérleyfi til hagnýtra rannsókna. Hér fylgir útdráttur úr erindinu: „Fyrirtækið Islenskar hveraörverur ehf. (ÍH) var stofnað nú í sumar í þeim tilgangi að efla á ný hagnýtar rannsóknir á hveraörverum hérlend- is, en þær hafa dregist mjög saman sl. tvö ár. ÍH hefur sótt um 5 ára sérleyfi til ' * söfnunar hveraörvera og rannsókna á þeim í hagnýtingarskyni. Sá vernd- artími er talinn vera forsenda þess að nægilegt fjármagn fáist til endur- uppbyggingar hérlendis á þessu sviði. Gegn því að fá slíkt sérleyfi myndi ÍH skuldbinda sig til að fjár- festa a.m.k. sem svarar 5 milljónum dollara í rannsóknum hérlendis. Heimild til veitingai- slíks sérleyfis er í nýsettum auðlindalögum. Ríó samningurinn, sem samþykktur var á Alþingi 1994, staðfestir að erfða- auðlindir náttúrunnar skuli með- höndla sem aðrar náttúruauðlindir. Þær eru því eign viðkomandi landa og aðgangur að þeim háður löggjöf hvers lands. Ein afleiðing þessa er að hveraörverur falla m.a. undir eignarrétt landeigenda enda er hægt að líta á þær sem iðnaðarhráefni." ----------------------- Endurbætt hljóðkerfí í Bíóborg-inni UNDANFARIÐ hefur verið unnið að endurbótum á hljóðkerfi Bíóborg- arinnar. Af þessu tilefni hafa Sambíóin ákveðið að halda sérsýn- ingu á kvikmyndinni Armageddon í dag, fimmtudag, til að kynna áhorf- endum nýja kerfið. í fréttatilkynningu segir m.a. að hljóðkerfið sem sett hafi verið upp sé eitt hið fullkomnasta sem völ sé á í nokkru kvikmyndahúsi. Einnig segir að kvikmyndin Armageddon sé stór- mynd af dýrustu gerð, uppfull af tæknibrellum og hasaratriðum, sem ætti að henta vel til að láta reyna á kosti hins nýja hljóðkerfis. Myndin verður sýnd kl. 9 og er að- gangseyrir 100 kr. ......Nýtt gildi............... Opnum á næstunni verslun á Snorrabraut 22 með notaðan fatnað. Tökum í umboðssölu vandaðan kvenfatnað, hreinan og óskemmdan. Upplýsingar í síma 551 2509 eftir kl. 14, næstu daga. STEINAR WAAGE Leikf imiskór Verð: 1.195 Tegund:Sabu Svart og hvítt leður í stærðum 24-41 Domus Medica Kringlunni 551 8519 568 9212 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn ÉG ER eldri borgari og lagði leið, mína í Glæsi- bæ þar sem verið var að opna aðstöðu fyrir fé- lagsstarf aldraðra. Ég hafði það á tilfinning- unni að ég væri ekki vel- komin þar vegna þess að ég var ekki nógu vel klædd, en ég var mikið klædd vegna kvefs. Er þessi félagsskapur fyrir alla eða aðeins fyrir sér- staka, þ.e. vel klædda? Svar óskast. Eldri borgari. Til ökumanns á Bústaðavegi ÞU stressaða kona sem ókst vestur Bústaðaveg þriðjudaginn 1. sept. sl. kl. 12.30 með tánings- stúlku við hlið þér í framsætinu ættir að at- huga að hámarkshraði á þessari götu er 50 km/klst. Þér lá svo mik- ið á að þú ætlaðir að nota gatnamót til að aka fram úr bílnum sem var á undan þér, en honum ók gráhærð kona á 50 km hraða. Það var al- deilis engin ástæða til að hrista höfuðið og hlæja að henni því að hún ók á mesta hraða sem þarna er leyfður. Vonandi sérðu að þér í umferð- inni og hættir að gera grín að fólki sem fer eft- ir umferðarreglum. Hneykslaður ökumaður. Tapað/fundið Næla týndist í Glæsibæ GYLLT næla með víra- virki, aflöng, týndist í Ásgarði í Glæsibæ sl. sunnudagskvöld. Nælan er erfðagripur og eig- anda því kær. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 1504. Hvítur barnaskór í óskilum HVÍTUR, reimaður barnalakkskór fannst á homi Bergstaðastrætis og Bjargarstígs. Upp- lýsingar í síma 552 9716. Hliðartaska týndist FÖSTUDAGINN 4. september týndi nemi í Iðnskólanum röndóttri hliðartösku með hár- snyrtidóti, skærum og greiðum. Finnandi vin- samlega hafið samband í síma 5861291 eða 891 8430. GSM-sími týndist GSM-sími, Nokia 3110, í leðurhulstri, týndist úr bíl fyrir utan BT, Skeif- unni 11, sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 0443 eftir kl. 17. Umslag týndist í Skipholti UMSLAG með pening- um í týndist sl. laugar- dag, líklega í Skipholti. Umslagið innihélt brúð- kaupsgjöf og var merkt: „Kristjana og Bene- dikt“. Skilvís finnandi hafi samband við Guð- mund í síma 899 0191. Úr týndist í FB UR týndist í Félagsmið- stöð FB í Breiðholti. Úr- ið er stórt gullúr. Skilvís finnandi hafi samband í síma 566 6918. Fundar- laun. Veski með skilríkjum týndist LÍTIÐ svart veski með skilríkjum týndist um síðustu helgi í miðbæn- um. Skilvís finnandi hafi samband i síma 553 0711. Dýrahald Fress óskar eftir heimili VEGNA óviðráðanlegra orsaka þarf stálpaður fress að komast á barn- laust heimili. Upplýsing- ar í síma 552 6154. Ný kisumamma óskast ÉG er lítill kisi og mig vantar nýtt heimili. Mamma mín vill ekki eiga mig lengur þvi ég er víst orðinn of stór. Ef þið hafið áhuga vinsamlega hringið í síma 557 6315. SKAK Dmsjón Margeir Péturssnn STAÐAN kom upp á minningarmótinu um Paul Keres í Tallinn í Eistlandi í sumar í viðureign tveggja sterkustu skákmanna Eist- lands. Lembit Oll (2.645) hafði hvítt og átti leik gegn Jan Ehlvest (2.610). 33. Hxd5! - exd5 34. Dxd5 - Bd6 35. exd6 - Kc8 36. Bg2 - Da7 37. Rf5 - Hxg4 38. Re7+ - Kd8 39. De5 - He8 40. Rc6+ - Bxc6 41. Df6+ - Kc8 42. Bxc6 og Ehlvest gafst upp. Atskókmót Reykjavíkur fer fram um helgina í félags- heimili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd. Mótið hefst föstudagskvöldið 18. sept- ember kl. 20. Þvi er fram- haldið á iaugardaginn kl. 14, en undanúrslit og úrslit eru tefld á sunnudag. Mótið er öllum opið. HVÍTUR leikur og vinnur. ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 1.240 til styrktar Rauða krossi Islands. Þær heita Björk Jónsdóttir, Una Arnadóttir og Erla Marfa Árnadóttir. HÖGNI HREKKVÍSI kcnnlrEl hlino umþa&cÁ hari'i för út ci g/<xpa£/zui-6inja.-" Víkveiji skrifar... NÚ ER lokasprettur íslands- mótsins í knattspyrnu fram- undan og ijóst að keppnin verður æsispennandi bæði á toppi og botni úrvaisdeildarinnar. Og enn einu sinni er sú eilífa spurning á allra vörum, verður þetta ár KR-inga? Þeir hafa ekki orðið meistarar í 30 ár og finnst víst æði mörgum að kominn sé tími til að breyta því. Líkiega fæst ekki úr þvi skorið fyrr en KR og ÍBV mætast í lokaum- ferðinni hvort liðið verður Islands- meistari. Víkverji sér það á íþróttasíðum dagblaðanna að þar eru byrjaðar að birtast gamalkunnar fyrirsagnir s.s. er bið KR-inga brátt á enda? Svona fyrirsagnir gera ekki annað en auka spennuna á leikmenn KR og áhangendur og var hún þó ærin fyrir. KR-ingar hafa áður verið í svipaðri stöðu en ekki klárað dæm- ið. Víkverji telur t.d. að lið KR fyrir tveimur árum hafi verið betra en núverandi lið þeiiTa. Hins vegar. virðist núverandi lið vera heil- steyptara og því líklegra til að klára dæmið. En úr því fæst skorið innan skamms. xxx VÍKVERJI hefur lengi fylgst með íslenzku knattspymunni og verður að segja það umbúðalaust að íslandsmótið í ár hefur valdið vonbrigðum. Gæði knattspyrnunnar eru lakari en áður og þeir eru ekki margir leikirnir sem Víkverja hefur virkiiega iangað að sjá. Þegar haft er í huga hve margir knattspyrnu- menn leika erlendis þarf þetta ekki að koma á óvart. En íslenzk knatt- spyrna hefur ætið átt sínar hæðir og lægðir og svo mun vera áfram. xxx GLEÐIGJAFI sumarsins á knattspyrnusviðinu er án efa íslenzka landsiiðið. Eftir rólega byrjun er Guðjón Þórðarson greini- lega að uppskera árangur vinnu sinnar. Sigurinn gegn Lettum og jafnteflið gegn Frökkum er framúr- skarandi árangur. Guðjón tók þá ákvörðun að byggja upp nýtt lið og ungu mennirnir sem hann valdi til verkefnisins hafa verið traustsins verðir. Víkverji hafði alltaf þá trú að Guðjóni tækist ætlunarverk sitt enda ekki ástæða til annars þegar ferill hans er skoðaður. xxx AÐ var snjallræði hjá hinum hugmyndaríka formanni KSÍ, Eggert Magnússyni, að fá til lands- ins færanlegar stúkur fyrir leikinn gegn Frökkum. í fyrsta sinn fannst Víkverja að hann væri staddur á al- vöru þjóðarleikvangi. Næsta skrefið verður væntanlega að kaupa svona stúkur til landsins. Þær geta nýzt á mannfagnaði af margvíslegu tæi. Til dæmis er ljóst að svona stúkur þurfa að vera til staðar á hljómleik- um Rolling Stones í Sundahöfn n.æsta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.