Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM AÆTLAÐ er að kvikmyndin Popp í Reykja- vík verði frumsýnd í lok október og að geisla- diskur komi út um miðjan október með sömu yfirskrift. Björk Guðmundsdóttir er ein af þeim íslensku tónlistai-mönnum sem verða með nvtt laa á diskimim, pn ekki bpfnr vprið ÍiVUÖii i.tiö % l.U éugii JLStUU- urs Stefanssonar sem sér um útgáfuna ásamt ísari Loga Arnarssyni fyrir hönd nýstofnaðs plötufyi-irtækis Gus Gus sem nefnist Elf 19. Það besta úr íslensku tónlistarlífi „Við erum í raun að gefa út safnplötu með öllu því besta úr íslensku tónlist- arlífi,“ segir Baldur. „Ég er í viðræðum við ýmsa að- % ila erlendis um dreifingu á diskinum, en að sjálfsögðu stefnum við líka á að hann seljist vel hér heima. Mark- miðið er að gera það góðan disk að hann verði gjald- gengur jafnt á Kaffibarnum sem í Soho eða New York eða Tókýó.“ A meðal þeirra íslensku tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram á disknum verða Björk, Gus Gus, Lhooq, Móa, Bang Gang, Sigurrós, Slow Blow, Maus, Quarashi og Botnleðja. „Ætli það verði ekki um 15 lög í heildina á plötunni,“ segir Baldur. Ertu búinn að sjá myndina? „Ég er búinn að sjá grófklippingu á henni Geisladiskur úr Poppi í Reykjavík Björk Guðmundsdóttir slæst 1 hópinn -1 • og held hún verði helvíti góð,“ svarar hann. Einnig er verið að leggja lokahönd á nýja breiðskífu með Gus Gus sem kemur út upp úr áramótum, væntanlega í febrúar eða mars. „Við erum búnir að vinna að henni síðan í árs- V»vvjnn.“ HPcrir Balfiur „Vío höfum ekkert til sparað og lagt í hana mikinn metnað og tíma, enda er þetta afar mikilvæg plata fyrir okkur. Við erum að fá tækifæri sem býðst ekki svo mörgum og býðst ef til vill ekki aftur. Við verðum því að nota það vel.“ Hvenær verður Gus Gus eigin- lega gert að hlutafélagi? „Góð spurning," svarar Baldur og hlær. „Ætli það verði ekki þegar við verðum allir. Vonandi verða þá einhverjir Gusarar til þess að halda áfram. Aðalatriðið er að þessi leikvöllur verði starfræktur og það verði áfram líf og fjör.“ Hvernig leggst úrslitaleikurinn í þig? „A föstudaginn?“ spyr Baldur sem er að fara að leika úrslitaleik með Rögnunni í utandeildinni á föstudag gegn Meló. „Fádæma vel,“ heldur hann áfram þegar hann er búinn að átta sig. „Ég hef sjaldan verið í betra formi. Ég hef ekld spii- að svona vel síðan ég spilaði fyrir KR í gamla daga. Það var einmitt at- hyglisvert að taka eftir því að í landsliðinu gegn Frökkum var Ragnan eina íslenska félagsliðið sem átti tvo leikmenn inni á vellinum!“ NO NAME " COSMETICS ■■ - - Hfynnirig Olafía Hrönn Jónsdóttir NO NAME andlit ársins 1998 Helga Sæunn förðunarfræöingur gefur ráðleggingar í dag frá kl. 14-18 Ingólfsapótek, Kringlunni Lavamat W 80 frábæru verði TILBOÐ Tekur 5 kg • Vindingarhraði: 800/400 snúningar Ryðfrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfí - nýjasta tækni. „Fuzzy- Logic“ enginn 1/2 takki • „ÖKO“ kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi Ullar vagga • Þvottohæfni „B“ þeytivinduafköst „C“ kr. 49>900 stgr. BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Stikkfrí fær góða dóma í Noregi STIKKFRÍ var frumsýnd um síð- ustu helgi í Noregi og er það fyrsta sýning myndarinnar er- lendis fyrir utan kvikmyndahá- tíðir. Búið er að ganga frá því að hún verði sýnd í 20 öðrum lönd- um, ýmist í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi. 20 hátíðir framundan „Það liggja fyrir fleiri til- boð og Nordisk, sein er söluaðil- inn, er alltaf að vinna með mynd- ina. Næsta stóra söluátak verð- ur í október á Mifed í Mila- no sem er stærsta kvikmynda- messa haustsins," seg- ir Anna María Karlsdótt- ir hjá Islensku kvikmynda- samsteypunni. Einnig verður mynd- in sýnd á 20 kvikmyndahá- tíðum fram að áramót- um. Hún verð- ur að keppa til verð- launa á barna- og unglinga- myndahátíðum í Frank- furt, Hollandi og Vínarborg. Engar siðapredikanir Gagnrýni á Stikkfrí í norskum fjölmiðlum hefur verið lofsamleg. „Hlý, einlæg og smellin kvik- mynd fyrir lyklabörn og for- eldra þeirra," segir í Roga- lands Avis. „Sterkar tilfinningar krauma undir í þessari sögu, en Ari Kristinsson gerir þetta að glaðlegri, heilsteyptri gamanmynd með mörgum og oft skemmtilegum brönd- urum,“ segir í dagblaðinu Arbeiderbladet og enn- fremur: „Hér eru engar siðapredikanir, engin uppeldisfræði, bara kímni, frásagnar- gleði og myndagleði. Meðmæli til barna og foreldra." „Sum börn eiga Qóra feður og önnur engan. Það er óskaplega óréttlátt, en Soffía og Yrsa eru ekkert að velta sér upp úr því í heillandi íslenskri kvikmynd með norsku tali,“ segir í Dagbladet. Leikkonurnar ungu fá hrós og setur blaðið helst út á „hroðalega" talsetningu Norðmanna. Norðmenn geta lært af Stikkfrí „Handritið er dálitið skringilegt en Stikkfrí er hjartnæm, barnsleg og ekki barnaleg," segir í gagnrýni Aftenposten. Er myndinui hrósað fyr- ir góða myndatöku og segir að lokum: „Stikkfrí á skil- ið allt það hrós sem gam- anmyndin hefur þegar fengið. Og meira til.“ I Verdens Gang er öllu jarðbundnari dómur, sem snýst að- allega um talsetningu Norðmanna, en þar segir þó: „Kvikmynd með mikilli kínmi, nokkurri alvöru og flóknum og kunnugleg- um vandamálum.“ „Loksins gaman- mynd sem bæði börn og fullorðn- ir geta skemmt sér yflr,“ segir í Avisa Tromso. „Norskir kvikmynda- gerðarmenn geta lært af Stikkfrí," er skrifað í lofsamleg- um dómi í Bergensa- visen. „Góð fyrir yngstu börnin," er fyrir- sögnin í Tæns- berg Blad.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.